Morgunblaðið - 10.04.1975, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRlL 1975
LOFTLEIÐIR
BILALEIGA
*
CAR RENTAL
tT 21190 21188
LOFTLE/Ð/R
Ú
BÍLALEIGAN—
51EYSIR
CAR RENTAL
24460
28810
PIOMEEH
Útvarpog stereo, kasettutæki
, tel. 14444*25555
mniF/Ðiff
BlLALEIGA CAR RENTAL
FERÐABILAR h.f.
Bílaleiga, sími 81260.
Fólksbíkar — stationbílar
— sendibilar — hópferðabilar.
Hópferðabílar
8—21 farþega i lengri og
skemmri ferðir.
Kjartan Ingimarsson.
Sími86155-32716-37400.
Afgreiðsla B.S.Í.
BOSCH
RAFKERFI í BÍLINN
BOSCH
BRÆÐURNIR ORMSSON %
LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820
Hugheilar hjartans þakkir til
ykkar allra, sem glöddu mig svo
innilega á áttræðisafmæli minu
1. apríl.
Guð blessi ykkur,
Guðfinna
Guðmundsdóttir,
frá
Mið-Fossum.'
Ósannindi og/
eða óskhyggja?
1 Hufvudstadsbladet I
Helsingfors, laugardaginn 5.
apríl sl., birtist furðufrétt frá
islenzkum fréttagjafa, Borgþór
S. Kjærnested, um kjara-
samninga aðila vinnumark-
aðarins. Þrátt fyrir það, að
skammtlmasamningar tókust
26. marz sl., hljóðar fréttin í
Hufvudstadsbladet 5. apríl svo:
„Kjarasamningarnir milli
fslenzku verkalýðsfélaganna,
Vinnuveitendasambandsins og
ríkisins eru í þann veginn að
fara út um þúfur og allsherjar-
verkfall skellur á 7. apríl, ef
ekkert róttækt verður gert...“
Engum líkum skaileitt að því
hvað veldur slíkum frétta-
flutningi, árátta til ósanninda,
óskhyggja eða vanþekking á
gangi mála. Hitt er íhugunar-
efni að hinu róttækara náms-
fólki íslenzku, sumu hverju,er
stundar nám erlendis, virðist
umhugað um að annast frétta-
miðlun og heima og heiman og
hefur víða komið sér inn á
bekk, jafnvel hjá borgarabiaði,
eins og Hufvudstadsbladet i
Helsingfors. 1 hvaða tilgangi
slíkt er gert getur hver sagt sér
sjáifur.
Grátt gaman
Svokölluð vinstri öfl í
íslenzkum stjórnmálum hafa
jafnan skipzt upp i fjölmargar
fjandsamlegar klíkur, sem háð
hafa harða innbyrðis baráttu.
Fyrir nokkrum árum var sfðan
stofnaður enn einn vinstri
flokkurinn, sem setti sér það
megintakmark að sameina hin
stríðandi vinstri öfl f eina
fylkingu. Ekki leið þó á löngu
unz vinstri sundrungin liðaði
hinn nýja flokk f ekki færri
brotabrot en fyrir vóru á
vinstri vængnum. Björn Jóns-
son, sem kom úr Alþýðubanda-
laginu inn f raðir hins nýja
flokks, fór yfir í Alþýðu-
flokkinn. Hannibal Valdimars-
son, sem fór úr Alþýðuflokkn-
um f Alþýðubandalagið og
þaðan i sameiningarflokkinn
nýja situr nú utan flokka.
Bjarni Guðnason fylgdi sam-
einingunni eftir með stofnun
nýs dótturflokks, er lognaðist
út af í næstu kosningum. Eftir
standa f Samtökum frjáls-
lyndra og vinstri manna
Magnús Torfi Ólafsson og
Karvel Pálmason. Samstaða
þeirra kom ekki hvað sfzt fram
f endaðan feril vinstri stjórnar-
innar sálugu, þegar Magnús
hélt tryggð sinni við stjórnina
og ráðherrastólinn, en Karvel
snerist öndverður gegn hvoru-
tveggja. —
Hver höndin
upp á móti annarri
Atökin f Alþýðubandalaginu
eru og á hvers manns vitorði.
Nýgerðir samningar á
íslenzkum vinnumarkaði
beruðu Ijóslega baráttuna milli
hvítflibbakomma, undir stjórn
Magnúsar Kjartanssonar, og
verkalýðsarms flokksins, undir
stjórn Eðvarðs Sigurðssonar,
Snorra Jónssonar o.fl. Afstaðan
til járnblendiverksmiðjunnar,
sem Magnús Kjartansson hafði
undirbúið um árabil, með víð-
tækum samningsumleitunum
við fyrirtækið Union Carbidg
sýndi ekki sízt innanflokksátök
hans og Lúðvfks Jósepssonar.
Fjármögnun Norður- og Aust-
urvegar með sölu happdrættis-
bréfa var málamiðlun, sem
Lúðvfk Jósepsson var
„guðfaðir" að í neðri deild
Alþingis og samgöngunefnd
deildarinnar. Helzti and-
stæðingur þessarar mála-
miðlunar Lúðvíks Jósepssonar
á Alþingi reyndist Ragnar Arn-
alds, svokallaður formaður Al-
þýðubandalagsins. Þannig
mætti lengi enn lesa rósrauð
sáttablóm á arfabeði Alþýðu-
bandalagsins.
Sósfalistafélag Reykjavfkur,
Fylkingin og a.m.k. tvö aðskilin
marz-leninfsk brotabrot hanga
svo aftan í Alþýðubandalaginu,
eins og áherzlu-undirstrikun á
þeirri einingu andans, sem
rfkir í þeim herbúðum.
Þegar alls er gætt þarf engan
að undra þótt núverandi stjórn-
arandstaða sé ekki burðugri
eða áhugaverðari en raun ber
vitni um.
Fréttabréf úr Breiðavíkurhreppi, Snæfellsnesi
24. marz.
Veöráttan
Það má segja, að tiðarfar hafi
verið mjög umhieypingasamt í
vetur, en snjólétt hefur verið
siðan i endaóan janúar. Umferð
á vegum hefur gengið greiðlega
án snjómoksturs. Talsverð
svellalög voru komin á tún, en
nú eru þau horíin nteð öllu, og
klaki i jöró surns staöar lítill.
Bændur vona þvi að ekki verði
mikið um kal i túnum í vor.
Búfé
Ekki hefur orðið vart við
kvilla i sauðí'é í vetur, en tals-
vert hefur borið á doða í kúm
um burð, sem tekizl hefur aó
lækna með kalkupplausn, en
þaö er notað aðallega við doða.
Mikið atriði er að þetta rneðal
sé við höndina þegar á þarf að
halda svo hægt sé aö koma
meóalinu sem fyrst í sjúku
gripina. Eg hef haft á hendi
lyíjageymslu og aígreiðslu
meðala til bænda íyrir Valdi-
mar Brynjólfsson héraðsdýra-
lækninn, sem situr i Stykkis-
hólmi. Þetla hefur komió sér
mjög vel og bjargað margri
skepnunni. Valdimar er ágætur
dýralæknir, hann er áhugasam-
ur i starfi sinu og rækir það af
sérstakri kostgæfni og sam-
vizkusemi.
Framkvæmdir
Talsverðar framkvæmdir
hafa verið hér umfram það sem
ég hef áður getið i fréttum, eitt
nýbyggt íbúðarhús hefur verið
tekió í notkun og að mestu full-
gert, þá hefur verið tekin i
notkun nýbyggð álma við
gamalt íbúðarhús, einnig eru
nú tvö ibúðarhús i smíðum og
voru þau bæói gerð íokheld i
haust og nú er nýlokið við að
múra annað að innan. Þá hefur
einn ungur bóndí nýlokið við að
byggja stóra hlöðu og fjós vió
íyrir 20 kýr og að auki er i
fjósinu piáss fyrir um 15 kálfa.
I fjósinu eru rimlaílórar, það er
vel vandað og þægilegt að vinna
i þvi.
Sjávarútvegur
A Hellnum og Arnarstapa
hefur verið útgerð frá ómuna-
tíð, enda stutt á góó fiskimið.
Nú er mikill útgerðarhugur í
mönnum hér. Þrjár nýjar trill-
ur komu siðastlióið vor, ein aó
Arnarstapa og tvær að Hellnum
og nú eru væntanlegar þrjár
nýjar trillur að Hellnum í vor.
Það eru likur til að gerðar verði
út i vor 7 trillur frá Hellnunt og
Arnarstapa, stærð bátanna er
frá tveimur tonnum upp í fjög-
ur tonn.
, NjAiPAUU GÖOÍ / . '
ÉGER AO MÍSSA NÍOUR þUOTPNN ■ Jjf-
^TG/UÚND /»v
Samgöngur og
heilbrigðismál
Samgöngur hafa verið slæm-
ar hér eins og áður, áætlunar-
ferðir engar í sambandi við sér-
leyfisrútuna, en það er baga-
legt og kostnaðarsamt íyrir þá
sem þurfa að ferðast. Mjólkur-
billinn, sem flytur mjólkina frá
bændum i Borgarnes, kemur
nú tvisvar í viku, síðan færð
batnaði á vegum, en það eru
einu samgöngurnar, sem við
höfum. Almenn óánægja ríkir
meðal hreppsbúa vegna slæmra
samgangna og slæmu viðhaldi á
Utnesvegi.
A siðastliðnu sumri stóð til að
lagfæra þá kafla vegarins, sem
fyrst verða ófærir í snjóum, og
var fjárveiting til þessa verks
áætluð um ein milljón kr. Þetta
verk var eHki framkvæmt og
mun orsökin hafa verið sú, að
fjárveiting til vega var skorin
niður. Við vonumst til að fjár-
magn fáist í þetta verk á næsta
sumri.
Það er mjög aðkallandi að
bæta Útnesveg til stórra muna;
og gera hann nokkurn veginn
örugga vetrarleió, svo hægt sé
aó beina vetrarumferðinni á
hann. Með þvi má spara snjó-
mokstur upp á reginfjöllum og
það mætti mikið bæta Útnesveg
fyrir það fé, sem eytt er í snjó-
mokstur á Fróðárheiði. Stór
hluti útnesvegar er að jafnaöi
snjólaus á vetrum og til dæmis
hefur svo verið í vetur.
úmferð á útnesvegi hefur
verið meiri i vetur en nokkurn
tíma áóur og er ástæðan sú, að
Fróðárheiði var ekki alltaf opn-
uð.
Það hefur bagað ferðamenn
Hvað fréttir hafa verið fátíðar í
fjölmiðlum af ástandi Útnes-
vegar og þá stundum villandi.
Viðhald Útnesvegar er væg-
ast sagt í lágmarki og hefur svo
verið i áraraóir enda getur
hann varla talizt keyrslufær á
köflum. Það standa upp úr
honum berar klappir og hnull-
ungar, og ennfremur er hann
viða íhvolfur eins og söðulbök-
uð meri eða gömul tóbaksfjöl,
sem gengin er sér til húðar,
enda víða ekki hægt að hefla
veginn, þar sem ekkert af
ofaniburói er eftir. Eg held, að
varla sé hægt að draga lengur
aó bera ofan í veginn í stórum
stíl eða að loka honum fyrir
umferð að öðrum kosti.
Héraðslæknirinn okkar situr
í Ólafsvík og þar er komin-
heilsugæzlustöð fyrir læknis-
héraóið. I sambandi vió það og
heilbrigðisöryggi fólksins i
sveitinni verðum við að gera
kröfu til þess að fá vel akfæran
veg og öruggari vetrarveg en
nú er. Á aðalfundi Búnaðarfé-
lags sveitarinnar, sem haldinn
var nýlega, kom fram tillaga,
borin fram af formanni félags-
ins, ásamt greinargerð. Til-
lagan var þess efnis, að óskað
var eftir að fá Útnesveg stór-
bættan hió allra bráðasta.
Tillagan var samþykkt sam-
hljóóa og send þingmönnum
Vesturlandsumdæmis.
Búskapur
Horfur í landbúnaði eru nú
allt annað en góðar. Fóóurbætir
fer sihækkandi og áburður er
talinn muni hækka um 150%,
en þetta hvort tveggja eru stór-
ir útgjaldaliðir hjá bændum og
óumflýjanlegir. Ekki er hægt
að minnka áburðarkaupin aó
neinu ráði, nema þá að fækka
búfénu, þvi ekki fæst gras án
áburðar. En hvernig á að mæta
þessum erfiðleikum? Eg sé
ekki aðra leið færa en að áburð-
urinn verði greiddur niður, ef
bændur eiga að geta haldið bú-
fjárstofni sínum óskertum, að
sjálfsögðu verða þeir að bera
byrðar að einhverju leyti eins
og aðrar stéttir vegna slæmrar
afkomu þjóðarbúsins, en hvern-
ig bændum tekst að sigrast á
þeim erfiðleikum sem nú blasa
við, skal ósagt látið. En hitt er
staðreynd, aó íslenzkir bændur
hafa alltaf þrautseigir verið, þó
að i móti hafi blásið og ekki
látið bugazt. Og nú riður á
bændum að standa fast saman
og hopa hvergi og ekki sizt
þegar sumir islenzkir borgarar
hafa hátt um það að þurrka út
sveitabýlin á Isiandi, slátra öllu
búfé, flytja bændurna af jörð-
unum, líklega helzt út, en flytja
inn í staðinn landbúnaðaraf-
urðir. Ég vona að draumar þess-
ara draumóramanna rætist
aldrei og óska þess jafnframt,
að íslenzku sveitabýlin megi
blómgast og dafna á ókomnum
árum.
Finnbogi G. Lárusson.