Morgunblaðið - 10.04.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.04.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1975 Þeir voru líka til sem kunnu að meta snjóinn á götum höfuðborgarinnar I gær. Ljósm. öi. K. Mas. Ves tfi rðingafjórðungur: — Hass Framhald af bls. 32 Skuttogarinn Guðbjörg með 545 lestir í marz GÆFTIR í Vestfirðingafjórðungi voru góðar í marz, þegar frá eru taldir nokkrir dagar í fyrstu viku mánaðarins. Var afli sæmilega góður í öll veiðarfæri. Bátarnir frá syðri Vestf jörðunum voru flestir á netum og fengu yfirleitt ágætan afla, en bátar frá Iíjúpi og nyrðri fjörðunum voru flestir á línu. Var afli þeirra að miklu leyti steinbítur. Togbátarnir héldu sig á Vestfjarðamiðum fram yfir miðjan mánuðinn, en eftir það voru þeir mest á Eld- eyjarbanka, og var uppistaðan í aflanum þaðan ufsi. 1 marz stunduðu 36 (42) bátar bolf'iskveiðar frá Vestfjöróum, Gromyko boðið til Islands í SAMHLJÖÐA fréttatilkynning- um, sem gefnar voru út í Moskvu og Reykjavík í gær um för Einars Agústssonar til Sovétríkjanna er frá því skýrt að utanríkisráðherra hafi boðið starfsbróður sínum A.A. Gromyko til íslands. 1 til- kynningunni segir að boðinu hafi verið tekið með ánægju, en að síðar verði ákveðið, hvenær sú heimsókn fari fram. Nánar verð- ur skýrt frá fréttatilkynningunni í Mbl. á morgun. Guðmundur Ibsen formaður Oldunnar ADALFUNDUR Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Öldunnar var haldinn í febrúar sl. og var þai' kjörin ný stjórn félagsins til næstu tveggja ára. Formaður var kjörinn Guðmundur Ibsen, en aðrir í stjórn eru Björn O. Þorfinnsson, Haraldur Agústsson, Þorvaldur Arnason, Ingólfur Þórðarson, Benedikt Agústsson og Filip Höskuldsson. Þórður Sveinbjörnsson heíur verið ráðinn starfsmaður félags- ins og hóf hann störf 1. marz sl. Þyrlan enn á Klaustri ÞYRLA Landhelgisgæzlunnar TF-GNÁ hefur verið á Kirkju- bæjarklaustri á þriðju viku vegna bilunar. Tvö af þremur skrúfublöðum þyrlunnar eyði- lögðust í mikilli vindhviðu sem lék um staðinn. Voru ný blöð strax pöntuð frá Bandaríkjun- um en þau eru ókomin. Er því ekkert hægt að hreyfa þyrl- una. reru 15 (26) með línu, 13 (9) með net og 8 (7) með botnvörpu. Heildaraflinn í mánuðinum var 7.144 lestir, og er heildaraflinn frá áramótum þá orðinn 17.955 lestir. 1 fyrra var aflinn í marz 7.729 lestir og heildaraflinn í marzlok 15.525 lestir. Afli linu- bátanna var 2.008 lestir í 287 róðr- um eða 7,0 lestir að meðaltali i róðri, en var í fyrra 3.505 lestir í 501 róðri, sem er einnig 7,0 iestir að meðaltali i róðri. 1 frétt frá skrifstofu Fiskifélags íslands á Isafirði segir að afla- hæsti línubáturinn í marz hafi verið Orri frá Isafirði með 157,5 lestir i 19 róðrum, en í fyrra var Kristján Guðmundsson frá Suður- eyri aflahæstur linubáta í marz með 220,9 lestir i 24 róðrum. Afla- hæstur netabáta í marz var Garðar frá Patreksfirði með 304,1 lest í 15 róðrum, en hann var einnig aflahæstur í fyrra með 389.2 lestir í 22 róðrum. Af tog- bátunum var Guóbjörg frá Isa- firði aflahæst með 545,0 lestir i 4 róðrum, en i fyrra var Bessi frá Súðavík aflahæstur í marz með 484.3 lestir í 4 róðrum. Atómstöðin frum- sýnd á Akur- eyri í kvöld Akuroyri, 9. apríl — LEIKFELAG Menntaskólans á Akureyri frumsýjiir sjónleikinn Atómstöðina eftir Halldór Lax- ness I samkomuhúsi bæjarins í kvöld, fimmtudagskvöld, klukkan 20.30. Leikstjóri er Kristfn Ólafs- dóttir, en með helztu hlutverk fara María Arnadóttir, Tryggvi G. Hansen, Guðmundur Rúnar Heið- arsson og Jóhann V. Ölason. Tveggja ára hlé hefur orðið í starfsemi Leikfélags MA eða sið- an það sýndi Minkana eftir Erling E.Halldórsson. Nú tekur það til starfa með endurnýjuðum kröft- um og hyggst sýna Atómstöðina á hverju kvöldi til sunnudags- kvölds. Einnig er ætlunin að sýna sjónleikinn á Húsavík og Siglu- firði. Formaður LMA er Gísli Ingvarsson. — Sv.P. 1YNDAMÓT HFi AOALSTRÆTI 6 — RCVKJAVlK Æ T>RENTMYNDAGERO SlMI 171S2^F KaUOLÝ SING ATEIKNISTOFA SIMI 2SS10 fylgst með því þegar pakkinn var sóttur. Reyndist eigandi hans vera 22 ára gamall varnarliðsmað- ur. Hann var tekinn til yfir- heyrslu og játaði að vera eigandi pakkans. Kvaðst hann hafa sent 600 dollara utan til Þýzkalands til kaupa á hassinu. Ætlaði hann að selja það á Keflavfkurflugvelli. Lögreglan hefur einnig í fórum sínum nafn sendandans f Þýzka- landi. Eins og að framan greinir var hassið falið í tveimur bókum. Var búið að skera úr bókunum svo koma mætti fíkniefninu þar fyrir. Bækurnar tilheyra bókasafni í Þýzkalandi og bera tiltilinn „The Mexiean-American People" og ,,A History og Political Theory", 3. útgáfa. — Frestað Framhald af bls. 32 mannaeyjum var sérstakur sátta- semjari skipaður til þess að fjalla um deiluna. Ljóst er að Torfi Hjartarson, sáttasemjari getur vart farið til Eyja, þar sem hann á annríkt við önnur deilumál i Reykjavík. —Fjaðrafok Framhald af bls. 1 Frederick Weynands hershöfð- ingja, yfirmanns herráðsins, um stöðuna í Víetnam, og hermdu góðar heimildir að hann teldi Saigonstjórn þurfa 500 milljónir dollara í heraðstoð, sem er 200 milljónum meira en forsetinn lagði sjálfur til fyrir nokkrum vikum. Ford mun skýra sameigin- legum fundi þingdeilda frá til- lögum sínum um Víetnammálið á morgun, fimmtudag. — Mótmæla Framhald af bls. 1 28 hermenn og þrjá borgara fyrir meinta aðild að hinni misheppn- uðu byltingartilraun i Portúgal fyrir mánuði síðan. Á blaða- mannafundi lögfræðingasam- bandsins í dag skýrði lagaprófess- or einn við háskólann frá því að meirihluti háskólastúdenta hefði verið handtekinn eftir að komm- únistar úr hópi kunningja þeirra höfðu bent á þá. „Við verðum að undirstrika betur en nokkru sinni fyrr aó það sem nú er að gerast hefur aldrei áður gerst í sögu okkar," sagði prófessorinn. — EBE-aðild Framhald af bls. 1 slik andmæli á þingi. Var því yfir- vofandi meiriháttar upplausn í flokknum ef Heffer talaði, því þar með bentu líkur til að Wilson myndi svipta hann ráðherraemb- ætti. Er Heffer gekk í þingsalinn settist hann ekki i ráðherrastól, heldur aftarlega í salnum. Vitað var að um það bil helmingur þingmanna Verka- mannaflokksins var andvigur meðmælum rikisstjórnarinnar til þjóðarinnar um að kjósa aðild, þ. á m. margir aðstoðarráðherrar og sjö ráðherrar af 23 ráðherra ríkis- stjórn. En Ihaldsflokkurinn hefur haldið uppi baráttu fyrir aðild- inni með stuðningi Frjálslynda flokksins. Edward Heath, fyrrum leiðtogi íhaldsflokksins sem gekk frá aðildinni árið 1972 sem for- sætisráðherra, hélt sina fyrstu ræðu i dag eftir að hafa tapað leiðtogaembættinu til Margareth Thatcher. Hann deildi hart á þá sem óttuðust að Bretar glötuðu þjóðareinkennum sinum með aðild að EBE, en gagnrýndi um leið aðferðir Verkamannaflokks- ins við endurskoðun aðildarskil- málanna. Þingmenn Ihaldsflokks- ins fögnuðu ræðu Heaths ákaft. — Skattalög- gjofin Framhald af bls. 2 þetta 15,4 milljarða eða tæplega það. I þessu sambandi sagði Halldór Sigfússon, skattstjóri: Ekki er úr vegi að víkja að rannsókn skattstofunnar á fram- tölum og skattahækkunum i þessu sambandi. Ekki eru til talnalegar upplýsingar um þessi efni varðandi svonefnda fyrri yfirferð framtala, þ.e. breytingar á framtölum áður en skattskrá kemur út. Hins vegar liggja fyrir tölur um skattahækkanir á seinni umferð endurskoðunar og við sér- stakar rannsóknir hinna ýmsu deilda skattstofunnar. Hækkanir þessar (brúttó) tilkynntar til inn- heijntu og gjaldenda síðustu 5 árs- fjórðunga námu samtals 464 milljónum króna. Frá fyrstu tið hefur skattstofan stundað bók- haldsrannsóknir, þó að ekki hafi verið stofnuð þar sérstök rann- sóknadeild fyrr en 1. janúar 1956. Eftir stofnun embættis skattrann- sóknastjóra hefur þessi deild skattstofunnar starfað í tengslum og samráði við það embætti. Starfsmenn i deildinni eru nú 9 að tölu. — Kaupfélags- stjórnin F’ramhald af bls. 2 kenni stjórnin fullkomlega þessi rök sem kaupfélagsstjórinn færi fram fyrir gerðum sinum, lýsi sig samþykka þeim og feli honum áfram sem hingað til daglega um- sjón eignanna. „ÖLÖGLEGAR ATHAFNIR“ Varðandi síóara atriðið getur kaupfélagsstjórnin gifturíks starfa kaupfélagsstjórans sl. níu ár og minnir á að meiri nauðsyn sé nú en nokkru sinni fyrr að félaginu sé stjórnað af festu og framsýni þegar að steðji ófyrirsjá- anlegir erfiðleikar I efnahagsmál- um sem engar líkur sé til að það fari varhluta af. Síðari segir: Stjórnin hlýtur því að líta það mjög alvarlegum augum og harm- ar, að nokkur hluti starfsfólks félagsins skuli hafa leiðst út í þá óhæfu að grípa til ólöglegra athafna í mótmælaskyni við stjórnunaraðgerðir kaupfélags- stjóra, sökum þess að það er hon- um ekki fyllilega sammála um réttmæti þeirra. Væntir stjórnin þess, að umræddur starfsmanna- hópur endurskoði afstöðu sína til þessa máls og hefji nú þegar aftur störf sin hjá félaginu og vinni því það gagn sem í þess valdi stendur, hér eftir sem hingað til. FJÁRSÖFNUN TIL HANDA VERKFALLSMÖNNUM I gærkvöldi barst svo Morgun- blaðinu áskorun frá nokkrum forustumönnum verkalýðsfélag- anna, sem hljóðar svo: „Síðustu daga hefur staðið yfir vinnustöðvun á verkstæðum Kaupfélags Árnesinga á Selfossi. Verkfallsmenn vilja með vinnu- stöðvun þessari mótmæla órétt- mætum brottrekstri manns, sem helgað hefur fyrirtæki samvinnu- hreyfingarinnar starfskrafta sína í hálfan fjórða áratug og verið trúnaðarmaður stéttarfélags síns í aldárfjórðung, og krefjast þess að uppsögn hans verði ógilt. Enn hefur ekkert gerst sem bendir til þess að forráðamenn kaupfélagsins láti af ein- strengingslegri afstöðu sinni. Þeir valda þvi samvinnuhreyfing- unni miklum álitshnekki með þeirri árás á réttindi verkafólks sem felst i brottvikningu þessa aldraða starfsmanns. Við undirritaðir skorum á verkalýðsfélög, samvinnumenn og allan almenning að veita verk- fallsmönnum á Selfossi fjárhags legan og siðferðilegan stuóning. Við treystum alþýðu til skjótra viðbragða. Styðjum verkfallsmenn á Sel- fossi fjárhagslega og siðferði- lega." Undir þessa áskorun rita Björgvin Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Suðurlands, Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar og forseti Verka- mannasambands Islands, Guðjón Jónsson, formaður Félags járn- iðnaðarmanna, Jón Snorri Þor- leifsson, formaður Trésmiða- félags Reykjavíkur, og Magnús Geirsson, formaður Rafiðnaðar- sambands Islands. Fram kemur aó framlögum verður veitt mót- taka á skrifstofu Dagsbrúnar, skrifstofu Félags járniðnaðar- manna, skrifstofu Trésmiðafélags Reykjavik skrifstofu verkalýðs- félagsins Bjarma Stokkseyri og skrifstofu verkalýðsfélaganna á Selfossi. — Verzlunar- bankinn Framhald af bls. 3 afgreidd alls 40 ný lán að upp- hæð 77.1 millj. kr„ en heildar- upphæð útistandandi lána nam í árslok 230.5 millj. kr. Hagur bankans Eigið fé bankans var í árslok 133.9 millj. kr. og hafði aukizt á árinu um 39.1 millj. kr. Inn- borgað hlutafé bankans var í árslok 42.7 millj. kr. og hafði hækkað á árinu um 12.7 millj. kr. Til varasjóðs var ráðstafað 24. millj. kr. og er hann í árslok 86 millj. kr. Óráðstafaður tekjuafgangur var 5.2 millj. kr. en til afskrifta var varið 4.4 millj. kr. Staðan gagnvart Seðla- banka 1 árslok námu innstæður bankans í Seólabankanum 423.7 millj. kr. og höfðu hækk- að á árinu um 72.2 millj. kr. Lán bankans hjá Seðlabankan- um námu 75 millj. kr. og höfðu á árinu lækkað um 5.8 millj. kr. I heild batnaði staðan gagnvart Seðlabankanum um 78 millj. kr. á árinu. (Jtibú Nýlega hefir bankinn fengið heimild viðskiptaráðherra og Seðlabanka til að opna útibú i Breiðholti I, og hefir bankinn ákveðið að það verði til húsa að Arnarbakka 2. Mun það hefja starfrækslu innan tíðar og bæta þar með úr brýnni þörf, þar sem bankaútibú hefir eigi verið fyrir hendi i Breióholti. Arðgreiðsla Fundurinn samþykkti ein- róma tillögu bankaráðs um að hluthöfum skyldi greiddur 12% arður af hlutafé sínu. Kosning bankaráðs og endurskoðenda Að þessu sinni áttu að ganga úr bankaráði þeir Leifur Is- leifsson kaupmaður og Guð- mundur H. Garðarsson við- skiptafræðingur, og voru þeir báðir endurkjörnir til 2ja ára. Varamenn þeirra voru kjörnir Sigurður Matthíasson kaup- maður og Hannes Þ. Sigurðsson deildarstjóri. Endurskoðendur voru kjörnir Hilmar Fenger framkvæmdastjóri og Krist- mann Magnússon fram- kvæmdastjóri. Bankaráðið er nú þannig skipað: Þorvaldur Guðmunds- son forstjóri, formaður, Pétur Ó. Nikulásson stórkaupmaður, varaformaður, Guðmundur H. Garðarsson viðskiptafræðing- ur, ritari, Leifur Isleifsson kaupmaður og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson stórkaupmaður. Fundinn sóttu um 200 hluthafar. (Fréttatilkynning frá Seðlabanka)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.