Morgunblaðið - 10.04.1975, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 10.04.1975, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1975 17 Dr. Stefán Aðalsteinsson: Islenzkir nautgripir virðast eingöngu ættaðir frá Noregi Sagnfræóingar hafa beitt mörgum aðferðum við rann- sóknir sínar á uppruna þjóða. Skráðar og munnlegar heimild- ir hafa verið notaðar til hins itrasta, málfræðirannsóknum og fornleifarannsóknum hefur verið beitt I rikum mæli, og mælingar á ýmsum einkennum manna, svo sem höfuðlagi og háralit hafa einnig verið notaó- ar til samanburðar. Síðustu áratugina hefur verið beitt blóðflokkarannsóknum á fólki, og þar hefur margt nýtt komið í ljós. Rannsóknir á blóðflokkum Is- lendinga hafa t.d. leitt í ljós, að nálægt tveir þriðju hlutar þjóð- arinnar séu af norrænum upp- runa, en einn þriðji hennar sé að keltneskum uppruna. Þessi ályktun kemur fram i grein, sem K.K. Kidd og L.L. Cavalli- Sforza rita i tímaritið Evolution i október 1974, og er þar vitnað í J. Edwards og sam- starfsmenn hans, sem hafa unn- ið með Erfðafræðinefnd Háskóla Islands. 1 ofannefndri grein er aðal- uppistaðan þó rannsóknir á blóðflokkum i íslenzkum naut- gripum. Það liggur i augum uppi, að landnemar í nýju Iandi hafa haft með sér bústofn úr heima- landi sínu. Ef verulegur hluti Islendinga á ættir sínar að rekja til Irlands, Skotlands og Wales, þar sem Keltar bjuggu einkum, þá ættu landnáms- menn þaðan að hafa haft með sér búfé þaðan ekki síóur en norrænir landnemar. Þess vegna var i það ráðist sumarið 1960 að rannsaka blóð- flokka í íslenzku nautgripun- um. Þetta var samnorrænt verkefni, og að þvi stóðu Norð- maðurinn Mikael Brænd, Svíarnir Jan Rendel og Bo Gahne og af Islands hálfu að- stoðaði undirritaður við rann- sóknina. Alls var tekið blóð úr nálægt 1000 nautgripum úr öll- um landshlutum, og voru blóð- sýnishornin rannsökuð i Noregi og Svíþjóð. Niðurstaðan af þessum rann- sóknum varð sú, að islenzki nautgripastofninn væri svo til einvörðungu af norskum upp- runa. Mótsögnin sem kom frá varð- andi uppruna fólks og búfjár á Islandi í þessari rannsókn vakti mikla athygli og ekki sið- ur það fyrirbæri, að hér á Is- landi er til búfé, sem hefur verið einangrað frá öðru búfé í yfir 1000 ár. Þess vegna voru fengin fleiri sýnishorn af blóði úr íslenzkum nautgripum árið 1968 og þau rannsökuð i Bandaríkjunum. K.K. Kidd, aðalhöfundur greinarinnar i Evolution, sem getið er hér að framan, hefur rannsakað þessi sýnishorn og borið þau saman við blóðsýnis- horn úr mörgum öðrum naut- gripakynjum viðs vegar að úr Evrópu og Bandaríkunum. I greininni í Evolution bera höfundarnir saman islenzka og norska nautgripi meó aðferð, sem ekki hefur verið notuð áð- ur, og ennfremur taka þeir inn i þennan samanburð tvö brezk kyn, Hereford-kynið, sem er upprunnið í vestanverðu Mið- Englandi og svarta Angus- kynið, sem er upprunnið i Skot- landi. Utkoman úr samanburðinum er sú, að íslenzku nautgripirnir eru náskyldir þremur gömlum nautgripakynjum i Noregi, þ.e. Dalakyninu, Þrænda-kyninu og Þelamerkur-kyninu, en mjög lítió skyldir enska og skozka kyninu. Einn þátturinn i rannsókn þeirra Kidd og Cavalli-Sforza var fólginn i því að kanna, hvort verulega hefði dregið sundur með islenzkum og norskum nautgripum á þeim þúsund árum, sem kynin eru búin að vera aðskilin. Þeir kom- ust að raun um það, að munur- inn, sem var milli landa á tiðn- inni á einstökum blóðflokka- erfðavisum var hvergi það mikill, að meira hefði dregið sundur með kynjunum heldur en gera mætti ráð fyrir vegna tilviljanakenndrar sveiflu. Þeir erfðavísar, sem landnámsmenn fluttu með sér i nautgripastofni sínum frá Noregi til Islands á landnámsöld hafa sem sé varð- veitzt hér i meir en 1000 ár. A mynd 1 er sýnt upprunatré fyrir islenzka nautgripi og norska Þrænd-kynið, en inn á myndina er bætt kollóttum sænskum kúm, rauðum dönsk- um, brúnum svissneskum, svartskjöldóttum láglandskúm af hollenzkum og þýzkum upp- runa (Holstein), skozkum Ayrshírekúm, amerískum lang- hyrningum af spænskum upp- runa og Jerseykúm, sem eru frá eynni Jersey í Ermarsundi. Þau kyn, sem liggja hlið við hlið i myndinni eru skyldust, og því styttra sem er í að greinarnar tengist, þeim mun meiri er skyldleikinn. I erindi, sem KK Kidd hélt á ráðstefnu á Spáni s.l. haust, birti hann annað upprunatré fyrir nautgripakyn, þar sem is- lenzka kynió er tekió meó, en norsku kynin ekki. Þetta tré er sýnt á mynd 2. Auk kynjanna á mynd 1 er þarna sýnt franska Charolaiskynið ogspænskukyn in Retinto og Di Lidia. Þar kem- ur fram að islenzka kynið er skyldast Guernsey-kyninu, sem upprunnið er frá eyjunni Guernsey i Ermarsundi. Þessi skyldleiki er mun minni heldur en skyldleiki islenzku og norsku nautgripanna, en þó það mikill, að hann kemur verulega á óvart. Hér er þvi verðugt verk efni fyrir sagnfræðinga að velta þvi fyrir sér, hvaða tengsl gæti verið um að ræða milli þessara staða, sem gætu útskýrt þennan skyldleika á nautgrip- unum. Reykjavik 31. niars 1975. Hákon Bjarnason: Grisjun trjáa í görðum Hákon Bjarnason. — Grein þessi birtist upp- haflega í Ársriti Skóg- ræktarfélags íslands 1974. — Verður hún birt hér í þremur þátt- um. Fyrir fimmtíu árum voru flestir Reykvíkingar sammála um að tilgangslaust væri að rækta tré i görðum bæjarins. Að visu voru þá til nokkur fal- leg tré í örfáum görðum, en ekkert þeirra hafði þá náð nokkurri hæó að marki. Þegar Stefán Einarsson próf- essor, sem ól mestan aldur sinn I Vesturheimi, var að þvi spurð- ur, hvaða breytingar hann teldi mestar í Reykjavik frá því að hann lagði ungur lönd undir fót uns hann kom aftur heim, svar- aði hann þvi til, að það væri trjágróðurinn í Reykjavík. Vinur minn einn spurði mig að þvi fyrir nokkrum árum, hvort ég hefði litið yfir borgina úr turni Hallgrimskirkju. Er ég kvað nei viö því, sagði hann mér að sér virtist borgin sem einn stór trjágaróur. Ég brá mér svo þangað upp á sólbjört- um degi og sá að hann hafði rétt að mæla. Það er mjög mikið af trjám í borginni og sumsstað- ar of mikið, eins og nú verður vikið að. Þegar gengið er eftir götum borgarinnar blasa fagrir garðar viða við vegfarendum og að auki eru oft mjög fallegir garð- ar að húsabaki. Annarsstaðar eru lóðir Hla hirtar og húseig- endum til mestu vansæmdar, en þeim lóðum fer æ fækkandi. I trjágörðunum standa þó trén víðast hvar alltof þétt, af þvi að ekki hefur verið um það hirt í tæka tíð að fækka trján- um. Eðlilegt er að pianta trjám allþétt, bæði til aó eiga fyrir vanhöldum og eins til aó geta valið bestu trén til lifs um ókomin ár. En svo vill fara fyrir mörgum, að menn tíma ekki að saga niður tré, sem eru komin nokkuð á legg, og svo fær allt að vaxa upp i einni bendu. Mér er nær aó halda, að i görðum borgarbúa séu um þriðjungi fleiri tré en vera ættu. Hvert tré þarf hæfilegt rými i lofti og jaróvegi, ef það á að ná góðum og eðlilegum þroska. Einkum standa tré oft langt of þétt í beðum meðfram götum eóa á lóðamörkum. Þar hafa t.d. verið settir niður reyniviðir með hálfs annars metra millibili fyrir 20—30 árum og standa þeir svo enn þétt upp að hverjum öðrum að krónur þeirra hafa ekki fengið nægilegt svigrúm. Hæfilegt væri að slik tré stæðu með 3—4 metra millibili eða jafnvel allt upp i 5 metra til þess að þau næðu eðlilegum þroska. Betra er seint en aldrei, segir máltækið, og þvi má enn bæta úr slíku með þvi að fella nokkur tré á þessu vori. En aprilmánuður er hentugasti árstimi til grisjunar. Reglur fyrir grisjun eru i raun og veru ofur einfaldar, en framkvæmdin getur oft vafist fyrir mönnum og reynst erfið. Þær eru á þá leið, að rýma skal fyrir þeim trjám, sem menn telja best og lífvænlegust og vilja halda upp á. Fyrsta boð- orðið er þvi að fjarlægja þau tré, sem næst þeim standa og vaxa upp i krónur þeirra. Þau skörö, sem myndast við grisjun- ina, hverfa á tveim eða þrem árum, og trén sem eftir standa, auka vöxt sinn að marki. Þau fá líka meira rými i jarðveginum og festa sig betur en ella. Þar sem tré standa í þéttum röðum, t.d. á lóðamörkum eins og áður var minnst á, getur oft verió álitamál hvaóa tré ber að fella, en þá verður yfirleitt að taka annað hvert eða þriöja hvert tré, hvað svo sem þroska hinna líður, og treysta því að trén jafnist þegar stundir líóa. Menn skyldu einnig muna, að trén geta víða varpað of mikl- um skugga á grasfleti og blóm- plöntur, og því bætir hæfileg grisjun oft úr skák. Eftir þvi sem trén hækka, hækkar lika krónuþakið svo aó sólarljósió getur þá smogið undir það og inn i garðana. Þá er oft, að tré hafa verið sett of nærri húsum og á stund- um fyrir glugga. Ef trén eru ekki orðin þvi stærri má fiytja þau til á þessum árstima. Svo má og klippa greinar eða saga frá gluggum án þess að trén biði hnekki af. Grisjun er mjög auðveld, ef menn hafa til þess góðar sagir, t.d. gróftenntar bogasagir, sem fást viða nú orðið og kosta til- tölulega lítió. Klippur er ekki ráð að nota nema á minni tré og greinar og má þvermál ekki vera meira en 4—5 sentimetr- ar, en litlar greinaklippur taka aldrei meira en 2 sentimetra þykkar greinar. Þessu, sem hér hefur sagt verið, er einkum beint’ til þeirra, sem hafa vanrækt grisj- un um of. En þetta getur líka verið ábending til hinna, sem hafa ung tré undir höndunt, svo að grisjað sé i tima. Ung tré, sem eru um og yfir mannhæð, er auðvelt að flytja á þessum árstíma. Geta því garðeigendur látið vinum sinum eða öðrum slík tré i té í stað þess að höggva þau upp. Flutningur slíkra trjáa er yfirleitt auðveld- ur, og aðal vandinn er að vökva fluttu trén nógu vel og lengi eftir flutninginn. Þeir, sem eru í einhverjum vafa um þetta, ættu aó leita ráða hjá garð- yrkjumönnum. Hákon Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.