Morgunblaðið - 10.04.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.04.1975, Blaðsíða 32
|H0r0Nti^ib RUGIVSMGRR íg, ^22480 HUGLV5II1GAR ^-»22480 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1975 Fíkniefnasmygl: Faldi y2 kíló af hassi í bókum LÖGREULAN f Keflavfk handtók ungan mann í pósthúsi staóarins s.l. þriójudagsmorgun, er hann var aó sækja pakka sem innihélt 500 grömm af hassi. Pakkinn kom frá Vestur-Þý/kalandi og var hassió faliö f tveimur hókum. Söluverömæti hassins er taliö vera 350—400 þúsund krónur. Maöur sá sem sótti pakkann re.vndist þegar til kom ekki vera eigandi hans, heldur tilheyrði pakkinn 22 ára gömlum varnar- liósmanni. Hefur hann vióur- kennt aó hafa ætiaó aó selja hass- iö. Valtýr Sigurðsson, fulltrúi bæjarfógetans í Keflavík, tjáöi Mbl. í gær, að lögreglan heföi fengið grun um að umræddur pakki innihéldi fíkniefni. Var Framhald á bls. 18 Reykvískir togarar sinna ekkitilkynn ingarskyldunni HASSIÐ — Þannig var gengið frá hassinu f bókunum. Liósm MbL Emella Storkurinn er enn óbugaður Storkurinn er ekki allur, a.m.k. var hann það ekki á þriðjudaginn, þá virtist hann vera óbugaður og láta ekki á sjá þrátt fyrir norðan áhlaupið og var hann þá kominn i þó nokkra fjarlægð frá þeim stað þar er hann sást fyrst, — var hann skammt frá ánni Klif- andi, sem rennur um sandinn rétt fyrir austan Pétursey. Þetta sagði Einar H. Einars- son, bóndi á Skammadalshóli, í símtali við Mbl. í gær. Þó að storkurinn hafi verið hress á þriðjudaginn er engan veginn vist að hann sleppi lifandi gegnum þetta norðan áhlaup. — Það fer held ég fyrst og fremst eftir því hvernig hon- um gengur að finna æti við svo erfiðar aðstæður. Takist hon- um að finna nægilegt æti til að halda blóðhitanum eðlilegum, er hugsanlegt að hann þoli snjókomuna, sagði Einar bóndi að lokum. STÓRU Reykjavfkurtogararnir hafa ekki fengizt til þess aó til- kynna sig sem aörir til Tilkynn- ingarskyldu fslen/kra fiskiskipa. ínótt S4MKOMULAG varft um mi6n«tti milli Verzlunarmannafélags Reyk javíkur op kjararáös verzlunarinnar f deilu a6- ilanna um kaup og kjör. Sam komulagiö var undlrritaö me6 venjulepum fyrirvörum um sam þykki félapsfunda op var þvf boöuöu verkfalli verzlunar- manna hjá umbjó6endum kjara- ráösins aflýst. Samkomulapi6 er samhljóöa þvf sarakomulagi sem pert var aöfaramótt skfr dags milli ASf og vinnuveit- enda. þótt reynt hafi veriö ftrekaó aö fá þá til þess — aö því er vaktmaóur tilky nningarskyldunnar tjáði Mbl. í gær. Allir aörir togarar, stórir sem litlir, hafa sinnt þess- ari skyldu og tilkynna sig reglu- lega. Morgunblaðið spurði Ásgeir Magnússon, framkvæmdastjóra Bæjarútgerðar Reykjavíkur, að þessu í gær — hverjar væru ástæður fyrir því að reykvískir togarar, sem stærri eru en 500 rúmlestir, tilkynntu sig ekki sem aðrir. Ásgeir sagði að það hefði ekki tíðkast að togarar Reykvík- inga, sem allir væru með loft- skeytamenn, tilkynntu sig. Hins vegar sagði hann að talin væri nauðsyn að tilkynningarskyldu, þar sem engir ioftskeytamenn væru um borð. Þá kvað hann og tregðu meðal skipstjórnarmanna að þurfa að gefa upp veiðistað, þegar þeir væru I góðri veiði. Hann kvað mjög gott samband ávallt vera á milli BÚR- togaranna, þegar þeir væru á sjó og vissu þeir ávallt um stöðu hver annars hverju sinni. Vestmannaeyjar: Verkföllum frestað nema við útskipun VERKALYÐSFELAG Vest- mannaeyja frestaöi f gær boóaóri vinnustöóvun, sem koma átti til framkvæmda á miónætti síðast- liónu, í óákveðinn tíma. Er deil- unni um leið vísaó til sáttasemj- ara rfkisins. Verkföllum aó því er tekur til útskipunar á frystum sjávarafuróum er þó ekki frestaó í Vestmannaeyjum og er því öll slík vinna stöóvuð. Þessi ákvöró- un var í gærkveldi tekin af stjórn og trúnaóarmannaráði Verkalýös- félags Vestmannaeyja. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. fékk i gær mun verkalýðs- félagið ekki hafa frestað verkföll- Samningarnir um olíuverðið: Gætu hugsanlega sparað íslendingum 150 milljónir ÞEGAR olfusamningur milli Is- lands og Sovétríkjanna fyrir árió 1975 var gerður í októbermánuói, var sett inn þaó ákvæói í samning- inn, aó yrói hreyting á markaóin- um á þessu ári, áskildu Islending- ar sér rétt til þess að ræóa um verð olíuvaranna aftur á tfmabil- inu marz apríl. A þessum grund- velli voru vióræóur um ofiuverð í Moskvu, sem leiddu til samkomu- lagsins, sem frá var skýrt í Morgunblaóinu f gær. Þórhallur Asgeirsson ráóu- neytisstjóri, sem var formaður nefndarinnar, sem samdi við Rússa, kom heim í gærkveldi. Hann sagði að óskað hefði verió eftir viðræðunum af íslendinga háifu, þar sem við hefðum talið að markaðurinn hefði breytzt og að Rotterdam-verðskráningar væru lægri en Curacao-verðskráningar á oliu. Var máiið lagt fyrir Rússa og óskað eftir lagfæringu. Þór- hallur sagði að Rússar hefði tekið þessar málaleitan með skilningi og niðurstaðan varð samkomulag- ið. „Við teljum að samkomulagió sé okkur til bóta, en við undir- strikum samt að þetta er mióað við núverandi verðskráningar. Er þetta háð breytingum og sveifl- um, “ sagði Þórhallur. Rotterdam-skráningin er tals- vert lægri en Curaeao-skráningin, sérstaklega á gasolíu, en hins veg- ar munar minna um bensín og fuelolíu. Ef þetta er reiknað mið- að við núverandi Verðskráningar i Curacao og Rotterdam, þá getur þetta samkomulag þýtt sparnað fyrir Islendinga, sem nemur 150 til 160 milljónum króna á þeim 9-mánaða grundvelli, sem eftir er af samningi þessa árs. Ekki má búast við að olíuvörur lækki hérlendis á næstunni í fyrsta lagi vegna þess að í landinu er talsvert af birgðum og farmar eru á leiðinni, sem keyptir eru samkvæmt gamla verðinu. Þá er þess einnig að gæta að sparnaður- -inn er ef til vill ekki stór, þegar tillit er til þess tekið að íslending- ar kaupa oliuvörur af Rússum fyrir allt að 6 milljarða króna. En gjaldeyrissparnaðurinn er þó mikils virði og ekki veitir af. Hversu langan tíma tekur að minnka neikvæða innstæðu olíu- sjóðs fer svo mikið eftir verðlagn- ingu hér innanlands á olíuvörum og bensíni. Þórhallur Ásgeirsson sagði að helztu sjónarmið islendinga gagn- vart Rússum hefðu verið þau, að þar sem islendingar hefðu keypt allar oliur af þeim i 22 ár, ættu þeir rétt á að fá hagkvæmustu kjör sem þeir veita öðrum varan- legum kaupendum á Vesturlönd- um. 1 nýja samkomulaginu er miðað við verðskráningu i Curacao og Rotterdam — í stað þess sem áóur var, er aðeins var miðað við verðskráningu i Curacao. Kjör Islendinga hjá Rússum fara því eftir þvi hvernig hlutfall verður á milli þessara tveggja olíuskráninga. um i sambandi við útskipunina til þess að hafa möguieika á að þrýsta á um samningaviðræður og tryggja með því að máiið dragist ekki á langinn. Selfoss, eitt af skipum Eim- skipafélagsins lestaði í gær i Vest- mannaeyjum um 30 þúsund kassa af frystum fiski. Er því talsvert rými i frystigeymslum fyrir fryst- ar fiskafurðir, en hins vegar mun ekki vera eins mikið geymslurými að því er varðar fiskmjöl og lýsi. Þar er nánast allt fullt af slíkri vöru. Ekki var ljóst i gærkveldi, hvernig sáttasemjaramálum í deilunni yrði háttað í Vestmanna- eyjum, en fyrir nokkrum árum, er sáttasemjara var þörf i Vest- Framhald á bls. 18 50 árekstrar í gær FRA klukkan 6 í gærmorgun til klukkan 22 í gærkvöldi uróu 49 árekstrar í umferöinni í Reykja- vfk. Sagöi Arnþór Ingólfsson varöstjóri í samtali vió Mbl. í gær, að þetta væri mesti árekstrafjöldi á einum degi í sögu lögreglunnar. 1 mjög mörgum tilfellum höfðu bílar á sumardekkjum lent í árekstrum.Hafa eigendur bílanna verið heldur fljótir aö draga barð- ana fram og bilarnir þvi ekki eins vel búnir undir hið skyndilega vetrarveður og æskilegt var. Mjög annasamt var hjá lögregl- unni vegna hins mikla fjölda árekstra. Til að sýna annirnar skulu hér tekin tvö dæmi úr dag- bók lögreglunnar, fyrst um morg- uninn, en þá voru t.d. tilkynntir árekstrar klukkan 8,04, 8.08, 8.10 og 8.12. Síðar um daginn leit bók- in t.d. svona út. Tilkynning um árekstur klukkan 16,35, 16.44, 16.50, 16,50, 16.52,17,11 og 17,34. Tjón var mismundandi mikið í árekstrunum en heildartjónið yf- ir daginn skiptir eflaust milljón- um króna. Engin meiriháttar slys urðu í þessum árekstrum. Sam- kvæmt lögum á dekkjabúnaði bif- reiða á þessum árstíma að vera þannig að duga eigi i hálku eins og þeirri í gær. Ef rekja má árekstur til lélegs dekkjabúnaðar má búast við því að viðkomandi bifreiðarstjóri standi höllum fæti gagnvart tryggingarfélögunum. Egilsstaðir: 5 ára telpa drukknar — Féll niður um vök E«ilsstö<>um — 9. apríl. ÞAÐ sviplega slys varö hér f dag, að Iftil telpa úr þorpinu féll niöur um vök á fsilagðri Eyvindará og mun hún hafa drukknað. Það var um hádegisbilið í gær að litla telpan, sem var fimm ára, var að leik ásamt fleiri börnum við Eyvindará, en áin rennur hér rétt norðaustan við þorpið. Börn- in urðu þess vör að litla telpan féll niður um vök á ánni og gerðu þegar aðvart en þegar menn komu á vettvang fundu þeir hvergi telpuna, þar eð hún hafði þá borizt inn undir ísinn. Um kvöldmatarleytið var lík litlu telp- unnar enn ófundið en ísinn hafði verið brotinn nokkru neðar í ánni og net strengt þar yfir í von um að lík hennar bærist í það. Ekki er unnt að skýra frá nafni litlu telpunnar að svo stöddu vegna aðstandenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.