Morgunblaðið - 10.04.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.04.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRtL 1975 15 Francis Ford Coppola, leikstjóri kvikmyndanna um Guðföðurinn, ásamt viðkunnum leikhúsfrömuði, Lee Strasberg, sem fór með eitt af hlutverkun- um i síðari myndinni. Guðfaðirinn aftur„bezta kvikmyndin ” Síðari hlutinn fékk sex Oscarsverðlaun Los Angeles, 8. apríl. Reuter. AP. ANNAR hluti myndarinnar Guðfaðirinn „The Godfather, Part II" hlaut sex Oscars- verðlaun og var meðal annars kjörin „bezta kvik- mynd ársins" í Hollywood í nótt. Upphaflega kvikmynd- in var kjörin bezta myndin i fyrra og er það einsdæmi að kvikmyndir í tveimur hlutum fái slíka viðurkenningu. Gagnrýnendur segja að síðari hlutinn sé betri en sá fyrri sem var gagnrýndur fyr- ir ofbeldisdýrkun. Siðari hlut- inn lýsir því hvernig ungur sómamaður spillist og tortím- ir öllum sem á vegi hans verða, segja gagnrýnend- urnir. Leikstjórinn, Francis Ford Coppola, var kjörinn bezti leik- stjóri ársins og Robert De Niro, sem leikur i kvikmyndinni, var kjörinn bezti leikari í aukahlut- verki. Báðar kvikmyndirnar um Guðföðurinn byggjast á sögum eftir Mario Puzo, sem deilir verðlaununum með Coppola. Bezti leikari ársins var kjörinn Leikarinn Bruno Zanin i Oscarsverð- launakvikmynd ítalans Fellini Ama- cord. Art Carney, gamalreyndur gaman- leikari í sjónvarpi, fyrir leik sinn i kvikmyndinni „Harry og Tonto". Ellen Burstyn sem er 42 ára var kjörin bezta leikkonan fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Alice Doesn't Live Here Anymore". Ingrid Bergman var kjörin bezta leikkona i aukahlutverki fyrir leik sinn i „Morðið i Austurlandahrað- lestinni". Þar með hefur hún feng- ið Oscarsverðlaun þrisvar sinnum og aðeins ein önnur leikkona, Helen Hayes, hefur verið kjörin bezta leikkonan og bezta leik- konan i aukahiutverki. „Hearts and Minds", sem lýsir Víetnam-striðinu, var kjörin bezta heimildarkvikmyndin. Frank Sinatra, sem afhenti verðlaunin, setti ofan ( við leikstjórann, Bert Schneider, fyrir pólitiskar yfirlýs- ingar sem hann gaf þegar hann tók við verðlaununum. Schneider sagði: „ Það er kald- hæðnislegt að við skulum vera hér i sama mund og verið er að frelsa Vietnam." Hann las siðan skeyti frá fulltrúa Viet Cong I Paris sem hrósaði Bandarikjamönnum fyrir stuðning í baráttunni i Vietnam. Ahorfendur fögnuðu þessu skeyti með lófataki og þeir klöpp- uðu ákaft þegar tilkynnt var að „Hearts and Minds" hefði verið kjörin bezta heimildarkvikmyndin en þögðu þegar Schneider gaf yfir- lýsingu sina. Sinatra sagði að yfir- lýsingar hans væru kvikmynda- akademíunni óviðkomandi og sagði að Oscarsverðlaunin væru ekki pólitisk. Kvikmynd Federico Fellini, „Amacord" var kjörin bezta er- lenda kvikmyndin. Fellini var ekki viðstaddur veitinguna og kvaðst harma það þvi að „andrúmsloftið minnti á kjötkveðjuhátið eða fjöl- leikahús og ætti vel við sig." Fellini kallaði veitinguna „krýn- ingu sem staðfesti að hann til- heyrði hinum mikla sirkus kvik- myndanna." Hann hefur þrisvar áður fengið Oscarsverðlaun og kvaðst vera að halda upp á það að þrjú ár eru liðin siðan hann hóf undirbúning kvikmyndar um Casanova og þvi ekki getað farið til Hollywood. Ríkiseftirlit með olíunýtingn Breta London, 9. april. AP. BREZKA stjórnin lagði í dag fram frumvarp sem á að tryggja henni öruggt eftiriit með hagnýt- ingu olfunnar undan ströndum Bretlands. Samkvæmt þvf er gcrt ráð fyrir stofnun ríkisfyrirtækis er taki þátt í þessu starfi ásamt einkafyrirtækjum sem fá til þess leyfi frá stjórninni. Eric Varley orkuráðherra sagði á blaðamannafundi að hagnaður Síðustu börnin frá Suður-V íetnam ? Saigon, 9. apríl. AP. ÞRJU bandarisk samtök sem standa að munaðarleysingjahæl- um með um 1600 vfetnömskum börnum reyndu ! dag að fá Saig- onstjórnina til að falla frá þeirri afstöðu sem hún hefur tekið gegn flutningum stórra hópa munaðar- leysingja úr landi. Þrettán börn voru flutt flug- leiðis í dag til fósturforeldra f Hong Kong og Japan og hugsan- legt er að fleiri munaðarleysingj- ar verði ekki fluttir frá Suður- Vfetnam. Húsmóðir frá Georgia, frú Bettu Tisdale, gekk á fund dr. Phan Quang Dan forsætisráð- herra og ræðir aftur við hann á morgun um þá beiðni sina að flestir þeirra 400 munaðarleys- ingja sem dveljast á munaðarleys- ingjahælinu An Lac i Saigon verði fluttir brott. Áður err hún gekk á fund for- sætisráðherra kvaðst hún búast við því aó Saigon félli á hverri stundu og sagði að hún vildi bjarga börnunum frá þvi aó alast upp í „guðlausu þjóðfélagi". í fylgd með frú Tisdale var leik- konan Ina Balin sem sagði að leyfi hefði fengizt til að flytja burtu níu börn og að þær hefðu ekki gefið upp alla von um að flestir munaðarleysingjarnir fengju að fara. Önnur kona frá Georgia, Jodie Darragh flugfreyja, kveóst hafa fengið leyfi til að flytja níu börn til Bandarikjanna þar sem þau verði tekin i fóstur. Hún ætlar lika að tala við forsætisráðherr- Hætta sorp- verkfallinu Glasgow, 9. apríl — AP FIMM hundruð ökumenn sorp- bfla f Glasgow scm verið hafa f verkfalli f 13 vikur ákváðu við atkvæðagreiðslu í dag að hefja vinnu að nýju ef borgaryfirvöld láti brezka hermenn hætta hreinsunarstarfi, en gffurlegir sorphaugar hafa safnast fyrir f borginni. Verkalýðsleiðtogar viðurkenndu að verkfallið hefði mistekizt. Sorphreinsunarmennirnir höfðu krafizt launajafnréttis við sjálfstæða sorpflutningamenn, en því neituðu borgaryfirvöld. Segjast bilstjórarnir ætla að mæta á ný til starfa á mánudag ef engir hermenn verði við sorp- flutningastörf. Borgin hefur hins vegar sagt að hermennirnir verði við störf svo lengi sem þörf er á. Mikil rottu- og flugnaplága fylgdi í kjölfar ruslahauganna í borg- inni, og stafaði heilsu manna hætta af. ann til að biðja um leyfi til að flytja fleiri börn frá munaöarleys- ingjahæli meó 635 börnum sem flest eiga bandariska feður. Um 1700 munaðarleysingjar voru fluttir flugleiðis til Banda- ríkjanna og fleiri landa um helg- ina en siðan lýsti Saigonstjórnin þvi yfir að framvegis fengju að- eins fámennir hópar barna sem þegar hefðu verið ættleidd að fara úr landi, en ekki stórir hóp- ar. fyrirtækisins mundi nema þús- undurn milljóna punda á ári. Hann kvaðst gera ráð fyrir að siðar meir mundi ríkisfyrirtækið selja oliu sína sjálft og starfrækja bensínstöðvar sem yrðu í eigu ríkisins. Hann sagði að með þessu frum- varpi yrði efnt það heit sem Verkamannaflokkurinn gaf í bar- áttunni fyrir kosningarnar i febrúar i fyrra að tryggja réttláta skiptingu olíuteknanna og aukið eftirlit hins opinbera með hagnýt- ingu olíunnar i þágu alþjóðar. Patrick Jenkin, talsmaður íhaldsflokksins í orkumálum, sagði hins vegar að þetta væri heimskulegt kosningaloforó sem mundi ekki auðvelda oliunýting- una, ekki lækka oliuverð og ekki draga úr reksturskostnaði. Þvert á móti mundu lögin hafa þau áhrif að olíuiðnaðurinn hikaði við að ráðast í fjárfestingar sem væru nauðsynlegar olíunýtingunni við strendurnar og næmu mikium fjárhæðum. Norskur útvegur fær um 16.500 millj. Ósló, 8. apríl. Reuter. Sjávarútvegur Norð- manna, sá stærsti í Vestur- Evrópu, fær um 550 millj- ón norskar krónur ( um 16500 milljónir íslenzkra króna) í uppbætur og styrki á þessu ári aó sögn Eivind Bolle sjávarútvegs- ráðherra. Bolle skýrði frá þessu áður en hann fór til Moskvu í dag til við- ræðna við Alexander Ishkov, sjáv- arútvegsráðherra Rússa. Sjávarútvegurinn fær 189 millj- ón norskar krónur á fjárlögum og þar að auki 270 milljón krónur i ýmsum beinum verðlagsuppbót- um og styrkjum. Víetnamskur hershöfðingi finnst skotinn Saigon, 9. apríl. Reuter. STAÐGENGILL yfirmanns Saigon-herstjórnarsvæðisins, Nguyen Van Hieu hershöfðingi, hefur fundizt skotinn til bana f skrifstofu sinni f Bien Hoa norð- austur af höfuðborginni. Herstjórnin i Saigon segir að skömmu áður en Hieu lézt hafi hann sýnt félögum sínum skamm- byssu og að hann virðist hafa lát- izt af völdum voðaskots, en það hefur ekki verið sannað. Hieu hershöfðingi var ráðu- nautur Tran Van Huong aðstoðar- forsætisráðlierra og formaður stjórnarnefndar sem rannsakaði spillingu áður en hann tók við starfi sínu í fyrra. Bolle sagði að fyrr í ár hefðu þorskútgerð og niðurlagninga- verksmiðjur fengið 92 milljón norskar krónur frá rikinu. Hann sagði að skýringin á þess- um stórfelldu styrkjum væri sí- lækkandi útflutningsverð. Island ekki með Sameinuðu þjóðunum 9. apríl — Reuter ÍSLAND er ekki meðal 34 landa sem hinar tvær hjálparstofnanir Sameinuðu þjóðanna, UNICEF og flöttamannanefndin, hafa skorað á að láta eitthvað af hendi rakna til hjálparstarfsins I Indókína. Löndin eru: Astralia, Austurríki Belgia, Brazilía, Bretland, Kanada, Danmörk, Finnland, Frakkland, Austur-Þýzkaland, Vestur-Þýzkaland, Japan, iran, Írak, Írland, Ítalia, Kuwait, Líbýa, Holland, Nýja Sjáland, Noregur, Kína, Pólland, Qatar, Rúmenía, Saudi-Arabia, Spánn, Sviþjóð, Sviss, Sameinuðu arabisku furstaríkin, Bandaríkin, Sovétrikin, Venezuela og Júgóslavía. OAU atkvæðagreiðsla í dag Dar es Salaam, 9. apríl — Reuter. UTANRlKISRAÐHERRAFUND- UR Einingarsamtaka Afrfkurfkja, OAU, f Dar es Salaam byrjaði i dag að leggja drög að málamiðl- unarsamkomuiagi um afstöðuna til rfkisstjórnarinnar f Suður- Afríku, meirihlutastjórn biökku- manna f Ródesfu og sjálfstæði Namibíu, en gengið verður til at- kvæðagreiðslu um samkomulagið á morgun. Þegar hafa fimm lönd skýrt af- stöðu sína, en utanríkisráðherrar aðildarlandanna 42 ætluðu allir að gera grein fyrir afstöðu landa sinna. Agreiningur er enn um ým- is mál, en er þó ekki talinn mjög alvarlegur. í gær sagði Vernon Mwaang utanrikisráðherra Sarnb iu, að Suður-Afríkustjórn hefði i grundvallaratriðum samþykkt að afsala sér Namibíu (Suðvestur- Afríku) og viðurkenna meiri- hlutastjórn blökkumanna i Ródes- iu, og yrðu hersveitir stjórnarinn- ar i Ródesíu kallaðar heim i lok næsta mánaóar. Sigldu menn frá Karþagó til Ameríku? Quebec, 9. april. Reuter. ÞRlR áietraðir steinar sem fundust í Quebec-fylki í Kan- ada snemma á þessari. öld benda til þess að menn frá Norður-Afriku hafi komið tii Ameríku um 2.000 árun á und- an Kólumbusi að sögn kanad- fsks fornleifafræðings. Fornleifáfræðingurinn, prófessor Thomas Lee við Lav- al-háskóla í Quebec, segir að tekizt hafi að ráða merkingu áletrananna í fyrra. Hann seg- ir að þær hafi verið libýskar og mennirnir hafi komið frá Kar- þagó sem Fönikar stofnuðu. Steinarnir fundust nálægt Sherbrooke sem er um 160 km austur af Montreal og eru á sýningu i kaþólskum skóla þar. Lee telur að leiðangursmenn hafi kornið þangað eftir að hafa siglt upp eina af þverárn St. Lawrence-fljóts.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.