Morgunblaðið - 10.04.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.04.1975, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1975 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið Eitt helzta einkenni á velferðarþjóðfélög- um nútímans er sífelld kröfugerð um aukin um- svif hins opinbera á marg- víslegum sviðum og gildir þá einu, hvort um er að ræða afskipti af atvinnu- málum, félagslegum sviðum, mennta- og menningarmálum eða öðr- um þáttum þjóðfélagsins. Með stöðugt auknum um- svifum hefur hið opinbera leitað iengra og lengra ofan í vasa skattborg- aranna til þess að standa straum af vaxandi útgjöld- um. í háþróuðustu vel- ferðarþjóófélögum nú- tímans, þ.e. á hinum Noróurlöndunum, hefur þessi skattheimta og ríkis- afskipti komizt á það stig, aö öflug andstaóa hefur risið meóal almennra borg- ara gegn henni og er það meginskýringin á Glistrup- hreyfingunni svonefndu í Danmörku, sem orðið hefur stjórnmálamönnum um öll Norðurlönd og raun- ar víóar æði mikið umhugs- unarefni. Við íslendingar erum að vísu ekki komnir jafn langt á velferðarbrautinni og frændur vorir á öðrum Norðurlöndum, en samt sem áður hefur hin síðustu ár gætt mjög vaxandi þreytu meðal almennings vegna stöðugt aukinnar skattheimtu ríkis- og sveitarfélaga. Fyrir einu ári var svo komið, að vinstri stjórninni, sem þá var vió völd, var orðið ljóst, aó hún yrði að láta undan síga og lækka beina skatta. Hefði það ekki verið gert er óhætt að fullyróa, að gífurleg óánægja hefði komiö upp meðal almennings sl. sumar. þegar skattaálagning var birt. Eftirtektarvert er, að ein meginkrafa verkalýós- samtakannna í viðræðum um kjaramál nú í vetur hefur verið sú, að beinir skattar verói lækkaðir og hefur margfalt meiri áherzla verið lögð á þá kröfu en að almennt verð- lag nauðsynjavara lækkaði með lækkun söluskatts. Bendir þessi krafa verka- lýðssamtakanna ótvírætt til þess, að forystumenn þeirra verði þess greini- lega varir í verkalýðsfélög- unum, aó félagsmenn þar eru ekki síður en aðrir, orðnir þreyttir á óheyri- legri skattheimtu og vilji nú ráðstafa eigin aflafé í ríkari mæli. Um leið og menn krefjast lækkunar beinna skatta eru skattgreiðendur auðvitað að láta í ljós þá skoðun, að tími sé til kominn, að rikisvaldið tak- marki mjög og dragi úr umsvifum sínum á ýmsum sviðum. Morgunblaðið leyfir sér að fullyrða, að nú eru sterkari hreyfingar meðal almennings i landinu í þessa átt en verið hefur um langt árabil. í samræmi við þessa afstöðu almennings, sem á sér sterka stoð í heilbrigðri skynsemi hlýtur það að vera eitt helzta verkefni núverandi ríkisstjórnar, þegar mestu annir í sam- bandi vió efnahagsmálin eru að baki, að beina at- hyglinni að því á hvern hátt unnt er að marka um- svifum opinberra aðila ákveðnar og takmarkaðar skorður í þjóðfélagi okkar, svo að einstaklingurinn fái þar notið sín til fulls, frum- kvæði hans og dugnaður. Þetta á við um marga þætti okkar þjóðfélags. Enginn vafi leikur á því, að frumkvæði einstaklingsins í atvinnulífinu hefur látið undan síga hin síðari ár einfaldlega vegna þess, að stjórnvöld hafa ekki búið einkaframtakinu þau skilyrði, sem gera því kleift að halda sínum hlut í at- vinnulífinu. En marg- fengin reynsla sýnir, að einstaklingum eða hópi einstaklinga, sem reka at- vinnufyrirtæki á eigin ábyrgð og áhættu er betur treystandi fyrir hagkvæm- um rekstri en hinum, sem taka að sér stjórn slíkra fyrirtækja fyrir opinbera aðila og bera enga fjár- hagslega ábyrgð eða áhættu. Til þess að einkafram- takið í atvinnulífinu megi blómstra á ný verður að ríkja skilningur á nauósyn þess fyrir atvinnufyrir- tækin aö þau skili hagnaði og blómgist. Langt er sfðan slikur skilningur hefur ríkt að nægilegu marki hjá íslenzkum stjórnvöldum og er tími til kominn að þar verði brotið blað. En reynslan sýnir einnig að frumkvæði einstakling- anna á rétt á sér viða annars staðar. I því sam- bandi má benda á það þrek- virki, sem félagasamtök einstaklinga hafa unnið á fjölmörgum sviðum í heil- brigðismálum, í menn- ingarmálum, í félags- legum málefnum og svo mætti lengi telja. ísland byggðist í upphafi af dug- miklum, harðgerum ein- staklingum. Jafnan síðan hefur lífsafkoma þjóðar- innar í landinu byggzt á dugnaði og harðfylgi fólks- ins sjálfs. Einstaklings- hyggjan er þvímjög ríkur þáttur i þjóðareðli íslend- inga og okkur er þvert um geð, að alviturt ríkisvald taki að sér forsjá allra mála. Þess er að vænta, að núverandi stjórnvöld skilji vitjunartíma sinn í þessum efnum. Frumkvæði einstaklinga og opinber umsvif Þulið og þrykkt Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON REYKJAVÍK 1 1100 AR, 327. BLS. Sögufélagid 1974. A KAÐSTEFNU sem haldin var á Kjarvalsstöðum dagana 9.—11. apríl i fyrra voru flutt 15 erindi um sögu Reykjavikur. Voru þau síðar gefin út i þessari bók; útgefandi Sögu- félagið; umsjónarmaður útgáfu Helgi Þorláksson. Vafalaust hafa allir fyrir- lestrarnir verið áheyrilegir frá ræðustól, ræðumenn enda þannig valdir að hver og einn var líkiegur að segja eitthvað af viti um sérsvið sitt. En á bók kpma þessi erindi fyrir sjónir sem samtíningur og sker strax í augu að bylgjan er rangt stillt; erindin eru samin með munn- legan flutning í huga, ekki prentun á bók. Þannig er víða skírskotað til áheyrenda svo sem: „Eg mun nú ljúka máli mínu".......Erindi mitt fjallar aðallega um" ... „Ég vil í upphafi máls míns“ ... „Góðir gestir. Forseti vor sagði" . .. og þar fram eftir götunum. Frá ræðupúlti kann að hæfa að láta bera þannig á persónu sinni og segja „ég mun ...“ og „ég vil..." og svo framvegis. Öðru máli gegnir á síðum bókar. En þá efnið? Sum erindin er hægt að kaila aðlýðlega fræðileg, önnur eru nánast rabb þar sem ekkert nýtt kemur fram utan það sem hver sæmilea upplýst- ur maóur á að vita, enda byrjar einn fyrirlesarinn svo: „Ég hef kosið að kalla þetta rabb.. .“ Heildarmyndin er sem sagt heldur losaraleg. En vitanlega má gera upp á milli erindanna, hvert ber síns höfundar mót; þau eru bæði misjaínlega læsi- leg og misjafnlega fróðleg. Sem dæmi hins besta nefni ég Jarð- fræði Keykjavíkur og nágrennis eftir Þorleif Einars- son. Þar er ekki eingöngu höggvið í basalt og móberg, heldur kemur Þorleifur inn á byggóasöguna samkvæmt því sem jarófræðin kann að gefa um hana visbending. Til dæmis fyrirbæri það er landsig nefnist, um það segir Þorleifur meðal annars að það hafi „valdið allmiklu landbroti við Faxaflóa, sem glöggt má sjá af eyðingu verzlunarstaðarins í Hólminum og flutningi verzlunarhúsanna þaðan í Ör- firisey á 17. öld og til Reykja- vikur 1780" — Hér er jarð- fræðin aó skjóta sagnfræðinni ref fyrir rass eða hvað? Bernska reykvískrar verka- lýðshreyfingar nefnist erindi eftir Olaf R. Einarsson. Þar er lauslega rakin upphafssaga verkalýðshreyfingarinnar og hefði verið góðra gjalda vert ef vel hefði tekist. En fyrirlesara hefur láðst að einbeita sér að efninu, blandar þess í stað saman vió það eigin mati á gildi verkalýóshreyfingar yfir- höfuð og hugmyndum sínum um hvað eigi „erindi til reykvískrar alþýðu einnig á tímum lífsgæðakapphlaups neyslusamfélagsins." Góðar ræður eru góðar með öðru jíóðu, sagði prófasturinn; og það stendur. En sagnfræði og predikun fara ekki saman. Reykjavík í skáldsögum nefnir Sveinn Skorri Höskulds- áon erindi sitt. Hann kveður „ábærilegast sameiginlegt ein- kenni allra reykjavikursagna að yfirleitt er Reykjavík lýst sem ákaflega neikvæóu um- hverfi sem söguhetjurnar eiga i baráttu við og bíða annað hvort ósigur fyrir og farast eða þær bjarga sér undan á flótta út í sveit." Áður var Sveinn Skorri búinn að komast að þessari niðurstöðu: „Þannig hygg ég ef við eitt andartak látum liða gegnum hugann þá fjarstæðu hugmynd að Reykjavík væri horfin af yfirborði jarðar og svo allar heimildir um hana nema þessar sögur, að við myndum af skáldsögunum einum saman geta gert okkur töluvert glögga mynd af þessari borg ...“ — Furóulegar niður- stöóur! Hér hefur verið staldrað við þrjú erindi. En um hvað fjalla hin tólf? Tvö eru um fornleifa- rannsóknir í Reykjavík, Hann byggði suður í Reykjavík (sem er þó allt eins hugleióingar um ártöl) eftir Kristján Eldjárn og Reykvfskar fornleifar eftir Þorkel Grimsson. Björn Teits- son á erindi sem nefnist Byggð í Seltjarnarneshreppi hinum forna. Tveir fyrirlestrar eru tengdir verslunarsögu bæjarins, Hólmurinn við Reykjavfk eftir Helga Þorláks- son og Upphaf sérverslunar f Reykjavík eftir Vilhjáim Þ. Gislason. Erindi Vilhjálms er skemmtilegur samtiningur og byggt á meiri en þó fyrst og fremst persónulegri kunnug- leika en flest ef ekki allt annað efni bókarinnar. Það er til að mynda upplýst að „reykvískt sjómannaheimili tók út úr búð fyrir jólin 1888 6 pela af brennivíni á 80 aura pottinn. 1 þingveislu, sem haldin var 1849 fyrir um 30 manns, voru drukknar 58 flöskur af rauð- vini, 14 fl. af portvíni, 14 fl. af madeira og 16 fl. af kampa- víni." „Eg man fyrst," segir Vilhjámur ennfremur, „eftir Thomsens Magasini þegar ég var nálægt 10 ára, en þá, 1907, var verslunin 70 árq^og kom stór grein um hana í Öðni, blaói föður mins. Þá voru 20 sér- verslanir i Magasininu, og ég þekkti sumt fólkið, sem þar vann og ég verslaði það oft smá- vegis og man eftir þvi, t.d. þegar faðir minn keypti þar silfurkaffikönnu handa móður minni og ég á hana enn, og eins postulinssúkkulaðikönnu. Þvi að þá var i samkyæmum drukkió bæði súkkulaði meó „flöóeskúmi" og kaffi með koníaki og vindlum og spilaður l’hombre og tefld kotra eða skák. Allt þetta fékkst i Thomsens Magasíni.” Lýóur Björnsson rekur Agrip af sögu Innréttinga og er það eina erindið um iðnsögu í bókinni, hins vegar tvö um út- gerð; Skútutímabiiið i sögu Reykjavíkur eftir Bergstein Jónsson og Upphaf togaraút- gerðar í Reykjavik eftir Heimi Þorleifsson. Eftir Skúla Þórðar- son er erindið Um fátækramál Reykjavíkur og er það eina efni bókarinnar sem segja má að fjalli um stjórnun og stofnanir borgarinnar þvi Miðstöð stjórn- málakerfisins eftir Ólaf Ragnar Grímsson beinist fremur aó Al- þingi og rikisstjórn og borginni sem höfuðstað landsins. Helgi Skúli Kjartansson á erindi sem kallast Fólksflutningar til Reykjavfkur 1850—1930 og set- ur þá sögu vel fram. Er þá aðeins eins fyrirlestrar ógetið en það er Leiklistin festir rætur f Reykjavík eftir Svein Hermannsson. Upptalning sem vekur traust eða er ekki svo? Fagmaðurinn tryggir gæóin, segir í auglýsing- um — enginn þessara vísu manna yrði að óreyndu vændur um að fleipra, enda gera þeir það ekki i þessum erindum. Hitt er svo annað mál að sumir þeirra að minnsta kosti hefðu getað sagt eitthvað upp- byggilegra og verið skemmti- legri. „Ráðstefna" er þurr samkunda og sýnu verður hún liflausari þrykkt á bók. Alltént er neyðarúrræði að lesa skrif- aðan texta eftir sjálfan sig, ræðumenn gera sér það ljóst og reyna því að haga orðum svo að textinn fái svip af munnlegu rabbi: láti í eyrum eins og þeir séu að tala upp úr sér. Eins og dæmi hafa raunar verið nefnd um í þessari bók. Þegar svo sami texti er kom- inn á prent vantar sjálfa „Ráð- stefnuna" — áheyrendurna sem textinn var saminn og fluttur fyrir, þannig að lesand- inn finnur sig á auðu og yfir- gefnu sviði, áður töluð orð ná ekki endurhljómi. Þessa hygg ég meðal annars vera ástæðuna fyrir því aó Reykjavík í 1100 ár er ekki læsilegri bók en raun ber vitni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.