Morgunblaðið - 10.04.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.04.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRlL 1975 19 Ályktanir um kjaramál BLAÐINU hafa borizt ályktanir nokkurra stéttarfélaga um kjara- mál. í ályktun Trésmiðafélags Reykjavíkur segir m.a. að síðan kjarasamningar hafi verið gerðir i febrúar 1974 hafi kaupmáttur launa rýrnað um 40—50% og heitir félagsfundur á meðlimi Trésmiðafélagsins og alla verka- lýðshreyfinguna að vinna ötul- lega að undirbúningi þeirrar kjarabaráttu, sem framundan sé og „hervæðast til átaka gegn þeirri fjandsamlegu kjara- skerðingarpólitík, sem atvinnu- rekendur og ríkisvald beita gegn verkalýðshreyfingunni", eins og það er orðað i ályktuninni. Múrarafélag Reykjavíkur sam- þykkti á aðalfundi sínum 25. marz ályktun þar sem segir, að fyrir- boðar atvinnuleysis hér á landi leyni sér ekki, og bendir á í því sambandi, að úthlutun byggingar- lóða í Reykjavík á árinu 1973 hafi numið 667 lóðum, en á árinu 1974 hafi hins vegar verið úthlutað 370 lóðum. Skorar fundurinn á ríkis- stjórnina að gera ráðstafanir til að tryggja Húsnæðismálastofnun ríkisins nægjanlegt fjármagn svo hægt verði að fullgera ibúðir, sem nú eru i byggingu. Þá skorar fundurinn á rikisstjórnina og borgar- og sveitarstjórnir að draga ekki úr framkvæmdum, sem fyrirhugaðar hafa verið á þeirra vegum og atvinnuaukandi eru. Trúnaðarmannaráósfundur Starfsmannafélags rikisstofnana ályktaði á fundi sínum 15. marz s.l. að höfuðskylda stjórnvalda á hverjum tima sé að gera í tíma nauðsynlegar ráðstafanir i efna- hags- og gjaldeyrismálum, áður en allt sé komið í óefni. Telur fundurinn jafnframt sjálfsagða kröfu allra vinnandi stétta að fram fari úttekt á raunverulegri stöðu allra atvinnugreina i land- Staðarbakka, 7. apríl. SlÐASTLIÐINN sunnudag bauð Búnaðarsamband Vestur- Húnavatnssýslu stjórnarnefndar- mönnum búnaðarfélaga á svæð- inu og konum þeirra ásamt nokkrum gestum til kaffidrykkju Inuk við Sigöldu LEIKFLOKKURINN, sem sýnir Inuk, heimsótti starfsfólkið við Sigöldu í s.l. viku og hélt þar tvær sýningar föstudaginn 4. april, aðra fyrir dagvaktina en hina fyrir næturvaktina. Þótti starfsmönnunum þetta góð heimsókn og hafa beðið blaðið að koma á framfæri sér- stöku þakklæti til leikaranna. Alls munu um 500 manns hafa séð sýningarnar. Júgóslavnesku starfsmennirnir virtust skemmta sér vel engu síður en islenzkir starfsbræður þeirra og stigu nokkrir þeirra m.a. 600 gamlan júgóslavneskan dans að sýningu lokinni. í félagsheimilinu á Hvamms- tanga. Tilefni þessa hófs, var að fram fór afhending verðlauna til tveggja bænda í sýslunni fyrir ágætan árangur f starfi, bæði á svæði búf járræktunar, jarð- ræktar og umgengni heima við. Slík viðurkenning hefur ekki verið veitt hér fyrri. Voru þetta vandaðir áletraðir bikarar. Bikarana hlutu Einar Jónsson bóndi á Tannstaðabakka og kona hans Guðrún Jósefsdóttir fyrir snyrtimennsku og miklar afurðir i sauðfjárrækt og Bjarni Sigurðs- son á Vigdisarstöðum fyrir miklar mjólkurafurðir og ágætan árang- ur i túnrækt. Formaður sam- bandsins, Sigurður Líndal á Lækjamóti, stjórnaði hófinu, en Aðalbjörn Benediktsson afhenti verólaun. Margar ræður voru haldnar og kom fram að menn vona ánægðir með þessa ný- breytni og verðlaunahafar þökk- uðu góða gripi. Fór samkoma þessi mjög vel fram. Benedikt. inu og þá jafnframt stöðu laun- þegans. Þá varar fundurinn við því, að stjórnvöld „noti tima- bundinn efnahagsvanda þjóðar- innar til stórfelldrar tekjutil- færslu milli hagsmunahópa og hvetur alla launþega i landinu til að sýna samstöðu i sókn og vörn um málefni sín. Byggingasamvinnufélag símamanna. Til Sölu er 2ja herbergja íbúð á 1. hæð, ásamt herbergi í risi, í fjölbýlishúsi v/Birkimel. Félagsmenn sem neyta vilja forkaupsréttar, hafi samband við stjórn félagsins fyrir 1 8. apríl n.k. Stjórnin. Bændur heiðraðir fyrir ræktun og snyrtimennsku SlÍppStÖdÍn auglýsir M/B MUMMI GK—120 M/B MUMMI GK-120 150 rúmlesta smíðaður og afhentur frá Slippstöðinni h.f. á Akureyri í júlí 1974 er til sölu. Skipið er útbúið til línu, neta- og togveiða og búið öllum nýjustu tækjum. Aðalvél er Caterpillar 765 ha og spilkerfi er háþrýst frá Norska fyrirtækinu Hydema. Skipið getur afhenzt strax eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar gefur: Slippstöðin h.f., Akureyri, sími 2-13-00. Árshátíð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður haldin föstudaginn 1 1. apríl Hótel Sögu, Súlnasal. Dagskrá m.a.: Stutt ávarp: Geir Hallgrimsson form. Sjálfstæðisflokksins. Einsöngur: Guðrún Á. Símonar syngur við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Sigfús Halldórsson og Kristinn Bergþórsson syngja og leika lög eftir Sigfús Halldórsson. •fa Islenzki ballettflokkurinn sýnir listdans. ir Birgir ísl. Gunnarsson, borgarstjóri flytur hátiðarræðu kvöldsins. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur fyrir dansi til kl. 02:00. Veizlustjóri: SVAVAR GESTS Borðhald hefst kl. 1 9:00. Aðgöngumiðasala og borðapantanir er i Galtafelli Laufásvegi 46, símar 1 81 92 og 1 7 1 00. Hver aðgöngumiði gildir sem happdrættismiði og verður dregið um þrjá vinninga á árshátiðinni. Vinsamlegast gangið timanlega frá miðakaupum. Karl Jóhann Ottosson. Friðrik Sophuss. Heimdallur Heimdallur Baráttumál ungs fólks Heimdallur S.U.S. i Reykjavik gengst fyrir ráðstefnu um baráttumál ungs fólks, laugardaginn 12. apríl n.k. kl. 10.00 að Hótel Loftleiðum Kristalsal. Teknir verða fyrir eftirtaldir mála- flokkar. Efnahagsmál og niðurskurður rikis- valdsins. Frummælandi: Karl Jóhann Ottósson. Framkvæmd siálfstæðisstefnunnar. Frummaelandi: Friðrik Sophusson. Skóla og menntamál. Frummælandi: Tryggvi Gunnarsson. Kjördæmamálið. Frummælandi: Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son. Ráðstefna þessi er liður i stefnumótun Heimdallar fyrir landsfund i vor. Stjórnin. Akureyri — nærsveitir Sjálfstæðisfélögin á Akureyri gangast fyrir spilakvöldum í april. Það fyrsta verður n.k. fimmtudag 10. april og hefst kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu. Önnur umferð verður fimmtudag- inn 17. april og þriðja og siðasta umferð 24. apríl. Góð kvöld- og heildarverðlaun. Að spilavistinni lokinni verður stiginn dans til kl. 1.00 e.m. Sjálfstæðisfólk er hvatt til að fjölmenna og taka með sér gesti. Nefndin. Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisfélaganna á Vesturlandi verður haldinn i Dalabúð, Búðardal sunnudaginn 1 3. apríl kl. 1 5.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráðherra ræðir stjórnmálavið- horfið og orkumálin. Önnur mál. Stjórnin. Félag Sjálfstæðismanna í Laugarneshverfi efnir til: Umræðufundar um helstu viðfangsefni á vett- vangi borgarmála og landsmála verður haldinn fimmtudaginn 10. april að Langholtsvegi 1 24 og hefst kl. 20:30. Málshefjendur: Birgir (sl. Gunnarsson, borgarstjóri og Guðmundur H. Garðarsson, alþingis- maður. Ennfremur verða kosnir fulltrúar á lands- fund Sjálfstæðisflokksins 3.—6. mai n.k. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.