Morgunblaðið - 10.04.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.04.1975, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRlL 1975 Piltur og stúlka Eftir Jón Thoroddsen Gyóingalandi. Kvenbúnaöurinn í Reykjavík virtist Sigríði svo hjákátlega lagaður, að hún vissi ekki, að hverju sniói hún helzt skyldi semja sig, ef hún breytti því, sem hún hafói. Sumar voru hádanskar frá hvirfli til ilja, og þótti henni þaö vel sæma þeim, sem danskar voru. Aftur voru aðrar danskar að ofan til og nióur að mióju, en íslenzkar úr því, eóa þá svo fornar aö ofan sem efri hlutinn væri frá Sturlunga- tíð, en neðri parturinn svo nýgjörvingslegur sem hann hefði verið nýtekinn út úr glysmangarabúð í Kaupmannahöfn. Sigríður hélt því uppteknum hætti með búnaðinn, að hún var hversdagslega á peysu og pilsi, með bláa skotthúfu á höfði, sem fór henni /ata bezt; en skrautklæði hennar voru Ireyjuföt vönduð, sem systir hennar hafði gefið henni. En þótt að Sigríði yrði nú margt nýstárlegt í kaupstaðnum, þá var það ekki síður, að kaupstaðarlýónum yrði star- sýnt á hana. í litlum bæ, sem Reykjavík þá var, eru það ekki alllítil tíðindi, þegar nýr innbúi tekur sér þar bólfestu, hvort sem hann heldur kemur frá útlöndum eða úr sveitinni; það eru meiri tíðindi, ef hann er kvenmaóur, en stórtíðmdi má þaó kalla, ef hinn nýkomni kvenfnaður er afbragðs fríður, því þá er eins og þar stendur, „allrs augu vona til þín“. Þó var þaó einkum þeim sveinum bæjarins, sem þótti koma Sigríðar mestum tíðindum sæta; kven- þjóóinni þótti að sönnu ofur mikið gaman að því að skoða hana í krók og kring og stinga svo saman nefjum um hitt og þetta og gjöra athugasemdir um það, sem ábóta væri vant, án þess að þeim þætti mikill fagnaðarauki í henni; öðruvísi var háttað um HÖGNI HREKKVÍSI Högni!-----ekki — nei! Þá er að snúa hann úr hálsliðnum. hina ungu mennina; þeir vissu, að þar var, ef til vildi, einum steini meira en áður til skjóls og at- hvarfs. Hinn fyrs*a hálfan mánuð, sem Sigríður var í Víkinni, mátti svo að orði komast, að ekki gengju svo eóa sætu tveir saman, að annar hvor ekki vekti þannig máls: Segðu mér, lagsmaður, hvaða stúlka er þaó, sem nýlega er komin þar í húsið hjá henni maddömu Á., meðillagi há, þrekleg og hnellin, ljós- hærð og lagleg, með efnileg augu og hefur . íslenzka búninginn, en kemur, held ég, aldrei út? Það var og dagsanna, að Sigríður gjörði ekki margförult þar um Víkina og fór sjaldan út nema að erindum, enda átti hún þar enga kunningja nema þá, sem voru þar í húsinu, og einna helzt stúlku eina, sem Guðrún hét og var Gísladóttir. Guðrún þessi var eitthvað í ætt við maddömu Á. og þó ekki nákomin; faðir hennar bjó upp á Kjalarnesi og var kallaður bjargálnamaður. Guðrún þótti vera tilhaldsrófa, og undi hún ekki í föðurgarði; og með því að hún var lagvirk til handanna, þótti henni það betri atvinnu- vegur að ráöast til Reykjavíkur en að vinna að heyi eða tóvinnu heima. Sat hún þá við sauma og tók vinnu af konum þar í Víkinni, en saumaói þess á millum föt fyrir þá Bessastaðasveina og hafði jafnan nóg aó starfa, er lítið var um klæðasmiði. Maddama Á. léði henni húsnæói, og hafði hún loftherbergi eitt lítið, en sat oftast um daga nióri hjá frændkonu sinni. Hún hafði nokkrum sinnum verið í giftinga- bralli, sem ekki gat lánazt, en nú virti svo sem hún heföi snúið huga sínum frá þess háttar efnum og léti nú flakka lausu við um hríð, þar til betur byrjaði, enda var allur dagur til stefnu fyrir henni, er hún naumast haföi enn náð tvítugsaldrinum. Guðrún var kona vænleg, nokkuð há vexti og réuvaXin, herða= breið eftir ilSSÖ/ mittismjó og útlimafögur, andlitió fremur langt en breitt, munnuriHP ^till og nefið rétt, en tennurnar svo hvítar sem skirt silfur væTJ. Hún var ekki rjóð í andliti eða þykkleit, en kinnarn- ar þó sléttar og hörundsliturinn hreinn og hörundið smágjört; hún var hárfögur, en hárið þó ekki mikið; augun voru svört og smá og svo tindrandi sem í hrafntinnu sæi. Hún var hæglát hversdagslega og mað aL rounhoífinu HJÚKRUNARKONA ein vió sjúkrahús í Lundúnum leitaði um daginn réttar sins fyrir undirréttardómi, vegna þeirrar ákvöróunar sinnar að neita að klæð- ast hjúkrunarkvenna- búningi á vöktum sínum í sjúkrahúsinu, en hún var einkum vió störf þar sem næturhjúkrunar- kona. Til spítalans var svo kvartað yfir þessu háttalagi hjúkrunarkon- unnar. Hún lét sem sér kæmi kvartanirnar ekk- ert vió og hélt áfram að mæta tii starfa án þess að klæóast hjúkrunar- búningi sínum. Þá fékk hún aóvörun frá spital- anum og henni tjáð að neitun af hennar hálfu gæti leitt til uppsagnar, og aó því rak. Hún tapaói málinu fyrir undirrétti. Já kennari, í því landi er öllu rétt skipt, auði milfi íbúanna og möguleikun- um til aó leggja bílnum sínum. Faróu nú varlega, — ég er orðin hundleið á að gera alltaf við skyrt- urnar þínar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.