Morgunblaðið - 10.04.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.04.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1975 7 Halldór Jónsson, verkfræðingur: Fyrir þinginu liggur nú tillaga frá Ragnari Arnalds um að sér- stök rannsókn sé gerð á þeim fyr- irtækjum sem hafa meira en 5 milljón króna árssölu. Þetta sé gert til þess að komast eftir því hver sé verðbólgugróði þeirra og hvernig megi gera hann upptæk- an með sköttum. í sjálfu sér er ekkert athuga- vert við það að menn velti svona hlutum fyrir sér. Verðbólgan grípur inn á líf okkar allra, bæði til taps og gróða eins og gengur En þar sem Ragnar er alþingis maður og leggur þetta frumvarp fram í alvöru og þannig, að i því felst fullyrðing um ákveðið ástand, þá langar mig til þess að fara um þetta nokkrum orðum. Bókhald og verðbólga Samkvæmt bókhaidslögum og viðurteknum bókhaldsvenjum, skal færa allan kostnað við rekst- urinn vinstra megin í reksturs- reikning, en sölutekjur að frá- dregnum söluskatti hægra megin. Sé salan meiri en gjöldin verður að bæta við tölu gjaldamegin til þess að summa beggja hliðanna sé jöfn. Þessi tala er nefndur hagn- aður. Sé þessu öfugt farið verður að bæta við hægri hliðina til þess að jöfnuður fáist. Þessi tala er tapið. Vinstra megin í reksturs- reikning færast birgðir í byrjun reikningstímabilsins en birgðir í lok þess hægra megin. Þannig eykur birgðaaukning hagnað, birgðaminnkun tap. í því verðbólguástandi sem við höfum búið við síðasta mannsald- urinn með stöðugar gengisfelling- ar og fyrirskipanir um að selja vörubirgðir ,,á gamla verðinu", er að leita skýringanna á þvi, hvers- venga gömul og gróin fyrirtæki hafa breytt stóreignum í skuldir, þó þau hafi „grætt“ allan tímann og borgað háan tekjuskatt. Ragn- ar og Co. ættu ekki að níða þessa menn með skuldakóngsnafngift- um. Þeir gerðu ekki annað en að hlýða kjörnum valdhöfum og líða þeim að fremja á sér stjórnar- skrárbrot með því að traðka á eignarréttinum. í gjaldaliðum fyrirtækja heim- ilast þeim að reikna afskriftir af rekstrareignum. Ragnar og sálu- félagar hans hafa reynt að gera orðið afskrift samstofna við þjófnað. Svo er þó ekki. Afskrift er til þess að vega upp á móti þeirri úreldingu, sem verð- ur á rekstrareignum, sem ekki mælist í daglegum rekstri. Rétt eins og bóndinn verður að gera ráð fyrir að kýrin eldist með því að láta kálfinn fá hluta af nytinni. Afskriftir eru yfirleitt lágar af fasteignum, algengt 2—4% af fasteignamati en hærri, 8—^15%, af vélum og tækjum og þá reiknað af kaupverði. Flýtifyrning getur svo numið 6% á ári í 5 ár. Ekki má mynda rekstrarhalla með flýtifyrningu, og verðlagseftirlit- ið hefur nú yfirleitt séð til þess að ekki hefur um hagnaðarrektur verið að ræða viðast hvar. Á tekjur manna leggur samfé- lagió skatt til þess að greiða með samkostnað þjóðfélagsins, eða „hinar félagslegu þarfir" eins og þeir vinstri menn orða það. Þessi skattur eru mikil verðmæti og er ásóknin i það að fá að stjórna þeim alveg gífurleg. Hún er drif- fjöðrin í gangverki hvers þing- manns — Rangars líka. Sveitarfélög leggja veltuskatt á vinstri hliðina í rekstursreikn- ingnum, þó ekki hærra en nemur brúttósölutekjunum. Þetta kallast aðstöðugjald. Sumir kalla þetta óréttlátan skatt, sem ekki taki til- lit til þess hvort reksturinn geng- ur vel eða illa. En á móti má segja, að þeir sem ekki geta greitt hann og reiknað með honum hafi ekkert að gera með að vera í rekstri. En óréttlætið við þennan skatt er það, að ekki má reikna aðstöðugjaldið til gjalda árið sem það verður til. Þannig getur fyrir- tæki sem starfar mikið eitt árið en lítið árið á eftir orðið gjald- þrota á því. Á eignir manna eru lagðir eignaskattar, 1—1.5% til ríkisins og 'A—1.5% eða meira á fasteign- ir til sveitarfélaga, þannig að menn greiða af eign sinni til samfélagsins alla eignina á um 30 ára fresti. Sumum finnst eignarskattur vera óréttlátur skattur og að samfélagió refsi fyrir sparnað með þessu móti. En aðrir benda á, að ekkert er okkur fært til eignar í þessu lífi, aðeins léð um stutta stund. Auk þess kosti samfélagið varð- veislu eigna einstaklinganna úr sameiginlegum sjóði. Skattyfirvöld álíta yfirleitt 1 krónu vera 1 krónu, hvort sem hún verður til í byrjun árs eða lok. Þetta er þó ekki svona í verð- bólgu eins og allir þekkja. Skatt- urinn leitast við að viðurkenna þetta með því að gefa út verð- þynningarstuóla, sem eiga að taka mið af byggingavisitölu, og leggja má við afskriftir til þess að halda fyrirtækjunum á lífi. Verðþynningarstuðlar koma að- eins til á framtali en ekki í rekst- ursreikningi fyrirtækis. En svo- kölluð verðlagsyfirvöld nota gjarnan rekstursreikning fyrir- tækis til þess að skammta því verð. Miða þau ákvarðanir sínar gjarnan við það, að fyrirtækið slampist með krónulegar afskrift- ir þegar best lætur, þannig aó verðþynningarstuðlar koma ekki til. Annars er starfsemi þessara verðlagsyfirvalda sérkapítuli, svo löng svívirðingasaga sem hann er. Við skulum taka dæmi til skýr- ingar á afskritum: Vél kostar kr. 1.000.000 árió 1970. Hún er afskrifuð 1970, 71, 72, 73, og 74 um 15% á ári. Eig- andinn hefur þarmeð fengið að draga frá tekjum sínum 90% af upphaflegu kaupverði til þess að kaupa sér nýja vél fyrir (eða hann hefur alið kálf af nytinni úr kúnni). Hann hefur auk þess kannski getað bætt við öðrum 20% með verðþynningarstuðlun- um. Nú vill hann kaupa nýja vél 1975. En nú kostar hún kr. 3.000.000- eða meira. Nú kemur punkturinn, sem Ragnar hefur tekið eftir en misskilið herfilega. Það er hægt að selja gömlu vél- ina afskrifaða á kr. 1.500.000. Þarna finnst Ragnari að eigand- inn hafi grætt þá upphæð og það meira að segja skattfrjálst, þvi krónulegur sölu,,hagnaður“ er skattfrjáls, NB, hafi maður átt vélina I 4 ára eða lengur og fast eign í 6 ár eða lengur. Annars er greiddur skattúr af verðbólgu- „gróðanum“. En hvaða „gróði“ er nú þetta? Eigandinn hefur með sölunni, afskriftunum og verðþynningar- stuðlunum ekki getað keypt sér nýja vél, hann verður að fá lán, — verða skuldakóngur í augum Ragnars og Co. Allt sem hann á er stór hluti úr upphaflegu vélinni (eða kálfurinn er ekki orðinn nema að kvigu þegar beljan er dauð). Er það gróði að fá tvær fimmtíuaura krónur í stað einnar 100 aura? Finnst launþegum það vera kjarabætur? Hafa þing- mennirnir ekki orðið að fjölga krónunum í umslögunum sinum til þess aó halda reisninni? Var Ragnar Arnalds að „græða“ á verðbólgunni, þegar hann rétti upp höndina til þess að sam- þykkja það? Vissuiega eru til aðstæður, þar sem menn hafa fengið lán í óverð- tryggðum krónum, sem gufa síðan upp. En þegar frá eru skilin hin sjálfvirku lán til skipakaupa, sem allir geta fengið, og húsnæðis- málalánin, sem meirihluti þjóðar- innar telur í sjálfsblekkingu sinni að hann „græði“ á að étist upp í verðbólgunni, þá fást slik lán yfir- leitt ekki nema þau séu talin þjóna ákveðnum pólitískum markmiðum þingmannanna. Ég er viss um að Ragnar stundar svoleiðis lánaveiðar fyrir sína kjósendur eins og aórir þing- menn. Annars myndu þeir ekki kjósa hann og það er ekki öruggt að þeir geri það, ef Ragnar ætlar að fara að láta rannsaka þá fyrir að græða á lánunum. Eða hvað? En þarna er grundvallarmeinið. Það erreynt að láta árnar streyma upp í móti í staó þess að láta fjármagnið finna sína farvegi sjálft. Lána eftir arðsemissjónar- miðum gegn raunvöxtum fremur en eftir draumórum atkvæða- spekúlanta. Niðurstaða Ég fullyrði, að Islenzk fyrirtæki hafa meira tapað á verðbólgunni en þau hafa grætt. Því er kannski ágætt að þessi tillaga Ragnars verói samþykkt svo aö sannleikur- inn komi I Ijós. Helst vildi ég þó láta Ragnar borga rannsóknina sjálfan ef niðurstaðan yrði öfug við það sem hann heldur fram, svona til þess að venja þingmenn af þvi að fara illa með almannafé, vegna þess að þeir hirða ekki um að leita sér upplýsinga sjálfir áð- ur en þeir kalla embættismennina til. Hinsvegar er verðugt verkefni fyrir Ragnar og Co. að vinna ef hann heldur að á kjósendur sína sé hallað þegar um verðbólgu- gróða er að ræða. Hann ætti að athuga hvernig opinberu fyrir- tækin reikna út sínar gjaldskrár- þarfir, jafn ótvíræðir forystuaðil- ar i verðbólgunni og þau eru. Þau meta flest eignir sínar til endur- kaupaverðs árlega og miða gjald skrár sínar vió fullar afskriftir og hreinan hagnað af þeim tölum. Já, skoði þeir bara Sementsverk- smiðjuna, Póst og síma, Hitaveit- una, Rafmagnsveituna, Lands- virkjun o.s.frv. Þá fá þeir eitt- hvað til þess að tala um. 11.3. 1975. 24 ára stúlka óskar eftir vinnu strax. Aðal starfs- reynsla almenn skrifstofustörf. Flest störf koma til greina. Upplýs- ingar í síma 20663 frá kl. 1 —9. Reiðhjól Notuð og ný reiðhjól til sölu í miklu úrvali. Reiðhjólaverkstæðið, Norðurveri, Hátúni 4a. Húsbyggjendur Trésmiðir geta bætt við sig verk- efnum inni og úti. Upplýsingar í sima 38781 e.h. Einbýlishús til sölu við Selbrekku, Kópavogi. 5—6 herb. Bilskúr, hitaveita ræktuð lóð. Góður staður. Hag- kvæm kaup. Gunnlaugur Þórðarson hrl. Bergstaðastræti 74a, simi 16410. B.A.S.F. kasettur allar gerðir. Töskur og hylki fyrir kasettur. r n... F. Bjornsson, radíóverzlun, Bergþórugötu 2, sími 23889. Kennslukona einhleyp og reglusöm, óskar eftir að leigja litla íbúð frá 1. júní eða fyrr, helzt í vesturbænum. Upplýs- ingar í síma 25893 eða 1 7967. Músikkasettur og átta rása spólur, islenzkar og erlendar. Póstsendum. F. Björnsson, radíóverzlun, Bergþórugötu 2, simi 23889 Bátar til sölu. 14—11 —10 tonn Fasteignamiðstöðin Hafnarstræti 1 1 sími 14120. Ung kona óskar eftir vinnu hálfa daginn (fyrir hádegi) á skrifstofu eða i verzlun. Tilboð merkt: „Hálfsdagsvinna — 7377" sendist Mbl. Til Fermingagjafa fallegir saumakassar. Hannyrðarverzlun Erla, Snorrabraut 44. Vogar, Vatnsleysuströnd Til sölu tvær 3ja herb. íbúðir i nýlegu steinhúsi. Einnig einbýlis- húsalóð Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns Sími 1 263 og 2890. Úrvals gróðurmold til sölu. Uppl. i sima 51468. Garður Til sölu litið einbýlishús, 2 herb. og eldhús. Góðkjör. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns. Simi 1 263 og 2890. Húsráðendur — Keflavik Ungt par með eitt barn vantar að fá litla íbúð á leigu strax. Upplýs- ingar í síma 92-2195 eftir kl. 18. Sandgerði Til sölu 4ra herb. efri hæð i bönd- uðu steinhúsi. Stór bilskúr fylgir. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns Sími 1263 og 2890. Athugið: 22. ára stúlka með barn óskar eftir vel launaðri vinnu sem fyrst, helst úti á landi. Hringið í síma 96- 22263 eftir kl. 6 á kvöldin. Vil kaupa vel með farinn VW 1 300 árg. '70 gegn staðgreiðslu. Einnig til sölu Moskvitch árg. '66, en er að öðru leiti i góðu standi. Uppl. i sima 361 17 eftir kl. 6.00. Sparifjáreigendur! Vinsamlegast hafið samband við mig, ef þér viljið ávaxta betur sparifé yðar, áhættulaust. Svar merkt: Trúnaður — 8585, Send- ist Mbl. fyrir 1 7. þ.m. Tún eða gott beitiland óskast til leigu, helzt í nágrenni Reykjavíkur. Upplýsingar í síma 41320. ísafjörður Góð 3ja herb. íbúð til sölu. Upp- lýsingar í síma 94-3583 á kvöld- in. Hitaveituforhitari (De Laval, 1 7 plötur), vantsdæla (Belle og Grosset), og þennsluker með tilheyrandi, allt i góðu lagi, til sölu strax á hálfvirði. Uppl. i sima 36521. jHorgnnblafeib nuGivsmcnR ^22480 Vísnastund í Norræna húsinu Sænski vísnasöngvarinn OLLE ADOLPHSON syngur í Norræna húsinu laugardag 12. apríl kl. 1 6.00 og mánudag 14. april kl. 20.30. Aðgöngumiðar seldir í Norræna húsinu. Sími 1 7030. Norraena húsið. íslenzk-sænska félagið. NORRÍNÁ HUSIO POHjOLAN TAIO NORDENS HUS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.