Morgunblaðið - 10.04.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.04.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRlL 1975 23 Guðfinna Sveins- dótUr -Mmnmgarorð Fædd 29. nóvember 1898. Dáin 2. aprfl 1975. Að kvöldi miðvikudagsins 2. april andaðist i Heilsuverndar- stöðinni í Reykjavík Guðfinna Sveinsdóttir. Flestum okkar vina hennar var það ljóst, að komið væri að ævikvöldi. Fyrir allmörg- um árum veiktist hún af alvarleg- um sjúkdómi, sem hefur nú leitt til andláts hennar. Þótt hún næði á milli sæmilegri heilsu varð hún að dveljast á sjúkrahúsi langtím- um saman og nú fyrir nokkru að gangast undir erfiða aðgerð, en hélt samt mikilli hugarró þrátt fyrir langvinn veikindi. Ég sem þessar línur rita átti því iáni að fagna á búa i nábýli við Guðfinnu og mann hennar Sigurð frænda minn og börn þeírra hjóna. Finna, eins og við vinir hennar kölluðum hana, var fædd á ísa- firði 29. nóvember 1898. Voru for- eldrar hennar hjónin Ingibjörg Jónsdóttir og Sveinn Halldórsson sjómaður. Börn þeirra voru Hall- dór veitingamaður, sem látinn er fyrir nokkrum árum, Guðmund- ur, sem verið hefur sjúklingur í fjölda ára, Hermann, starfsmaður Landssímans, Bjarni, verslunar- maður og kennari, Maja, sem er látin fyrir nokkrum árum, verslunarkona að atvinnu, og Guðfinna, húsfrú. — Eins og sjá má af þessari upptalningu var hópurinn stór og börnin snemma vanin við vinnu, eins og þá tiðkað- ist á stórum heimilum. Seinna dreifist hópurinn úr foreldrahús- um. Finna leitar sér frama í Reykjavik og vinnur þar ýmis störf, þar til hún kynnist manni sínum, Sigurði Stefánssyni síma- verkstjóra. Það gleymist æði oft, þegar talað er um velgengni manna, að án góðrar konu er vitanlega ekki unnt aó byggja upp trausta af- komu. Þótt tekjur manna megi sin þar mikils er ekki minna um vert, að vel sé með farið'og hjónin sé samhent. Það hefur einmitt hérna komið i ljós, hve miklu tveir aðilar fá áorkað, þegar vel er staðið saman i uppbyggingu heimilisins. Stjórnmálamenn hafa stundum likt þjóðarbúinu viö heimili, ég held að hérna eigi það vel við, þegar samstaóan er sterk, er hægt er lyfta grettistaki. Þeir, sem nú eru komnir á efri ár og þekkja til fyrri tima, skilja erfiðleika, sem ungt fólk varð oft að ráða fram úr, ekki siður en nú. En með dugnaði húsbónda og ráð- deild húsfreyju tekst þeim hjón- unum að eignast húsið Hverfis- götu 96, sem lengst af var heimili þeirra. Það hús hefur nú vikió fyrir breytingum, sem gerðar voru á Landsbankalóóinni. — I þessu snotra timburhúsi lifa þau sin bestu ár og þar alast dæturnar fjórar upp. Þær eru: Sigriður, gift Sigurði Olafssyni verslunar- manni, Hulda, gift Gisla Jónssyni, eftirlitsmanni brunavarna, Svava, ekkja eftir Halldór Kristinsson simamann, og Þórunn, gift Kristjáni Hjartarsyni símamanni. Kynni okkar foreldra minna og systkina við frændfólkið hafa alltaf verið með miklum ágætum, og hafa þessi tengsl haldist, þrátt fyrir búsetuskipti og fjarlægðir. Það kom snemma i ljós, hve mannkostir Finnu voru miklir. Bónda sinum og börnum bjó hún fagurt heimili. Oft var það svo fyrr á árum, aö störf Sigurðar útheimtu fjarvistir frá heimili, þegar unnið var við línulagningai og aðrar framkvæmdir Landssim- ans. Þá var það honum styrkur að vita af börnum sínum i skjóli góðrar konu. Tengdamóður sinni, Sigríði Jónsdóttur, auðsýndi hún jafnan mikla nærgætni og voru þær samrýndar um margt. Á heimili Sigríðar voru mikil veik- indi um fjölda ára skeið. Dóttir hennar, Sigurbjörg, hafði þá strax frá barnæsku átt við mikil veik- indi að striða. Sigurbjörg var rúmliggjandi siðustu 6 árin, sem hún lifði, en hún andaðist 49 ára. Amma sagði þá við móður mina, að nú væri sér ekkert að van- búnaði að fara. Sigríður, amma min, hafði þá hjúkrað henni i þessum erfiðu veikindum, en hún var þó komin á niræðisaldur. Ég hygg, að það hafi styrkt ömmu að vita svo góðan nágranna sem Finnu, sem alltaf var 'boðin og búin til hjálpar. — Eg veit, að það hafa margir margs að minnast. Eitt sýnir e.t.v. vel gott hjartalag þeirra hjóna: Bjarni, bróðir Finnu, leigir hjá þeim um áratuga skeið og samlagast svo vel börn- um og fjölskyldu allri, að aldrei féll skuggi á þau kynni. Einnig bjó Svava, dóttir þeirra, hjá þeim með sína fjölskyldu þar til þau fluttust i eigið húsnæði. Eitt barn- ið varð þá eftir hjá gömlu hónun- um. Var það Guðfinnur, sem hef- ur reynst þeim með afbrigðum vel. Ég vil að iokum þakka Finnu frá okkur systkinunum og föður okkar alla þá hlýju og hjúkrun, sem hún auðsýndi móður okkar í hennar erfiðu veikindum. Að siðustu vil ég votta frænda mínum, Sigurði, frænkunum, börnum, tengdasonum og dætrum innilegustu samúð við andlát hennar. Guðmundur Egilsson. Guðfinna Sveinsdóttir andaðist á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur- borgar 2. apríl s.l. eftir margra ára erfið veikindi og þrautir. Hún hefir nú fengið lausn hinna likamlegu veikinda og verður jarðsungin i dag. Guðfinna var mér kær systir, ég var um 30 ára skeið á heimili hennar og var aðnjótandi kær- leika og hjartahlýju hennar. Kom til^hennar innan við fermingar- aldur og fermdist frá henni og var alla tíð á heimilinu þar til ég gifti mig og stofnaði mitt eigið heimili. Vegna atvinnu sinnar var eigin- maðurinn fjarri heimilinu, sér- staklega um sumartimann; þvi hvildi mest á henni uppeldi barn- anna, en hún var dugleg og hraust á þeim tima og stóð sig með þrýði. Það var ekki alltaf mikið til á þeim árum, en með sparsemi og nýtni tókst þetta allt vel. Dæt- urnar sem eru fjórar talsins, eru allar vel giftar dugnaðarkonur, reglusamar og yndislegar, enda fengu þær gott veganesti, voru aldar upp i guðsótta og góðum siðum. Mamma var alltaf til viðtais, þaó var v alltaf hægt að segja mömmu allt, hún skildi allt. Alltaf þegar farið var í sumarfri var alltaf sjálfsagt að hafa mig með, það var mamma sem stjórn- aði. Og eftir að ég fór að fara einn i sumarfríið mitt, bað hún alltaf mann sinn að fylgja mér á rútuna, og hann átti að reióa pokann minn og tjaldið á reióhjólinu sinu; þannig var hún alltaf gagn- vart mér, hugsunarsöm og hlý. Ég þakka elskulegri fósturmóður fyrir allt sem hún var mér bæði í æsku og siðar. Ég og konan min sendum Sig- urði og dætrunum fjórum alúðar- fyllstu samúóarkveðjur og biðjum þeim blessunar Guðs um alla framtíð. Bjarni Sveinsson. I dag er til moldar borin kunningjakona min Guðfinna Sveinsdóttir, Stórholti 24 hér i borg. Guófinna lést 2. april eftir langa og oft stranga legu, hún var búin að vera mikill sjúklingur siðastliðin ár og gangast undir uppskurði en aldrei heyrði ég hana segja æðru orð um sin veikindi og þjáningar, enda var það hennar háttvisi að láta ekki aðra vita um sinar þjáningar. Guðfinna Sveinsdóttir var fædd á Isafirði 29. nóvember 1898 og var því orðin 76 ára þegar hún lést. Fljótt kom i ljós að mikill dugnaður bjó í þessari manneskju. Foreldrar Guðfinnu voru Ingibjörg Jónsdóttir og Sveinn Halldórsson sjómaður og drukknaði hann þegar Guðfinna var ung að árum. Snemma fór hún að vinna ýmis störf til að Sigurjón Magnússon Stokksegri - Minning hjálpa móður sinni enn systkinin voru sex, og má nærri geta hvort ekki hefur oft verið þröngt i búi hjá móður hennar eftir að Sveinn drukknaði. Ung fluttist Guðfinna suður til Reykjavikur i von um meiri og betri atvinnu. Eftir að hún kom suður vann hún ýmis störf; þar á meðal var hún vinnu- kona hjá Þórhalli biskup föður Dóru forsetafrúar. Hvar sem hún vann likaði alstaðar jafn vel við hana og störf hennar, því hún var verkséð manneskja og lundin góð og var eftirsótt til verka hvar sem var og kom sér sérlega vel á þeim stöðum sem hún vann á. 5. mai 1923 er hún var 24 ára að aldri varð hennar hamingju- dagur, en þá gekk hún í hjóna- Framhald á bls. 21 Fæddur: 21. apríl 1957 Dáinn: 31. marz 1975 Það er erfitt að sætta sig við þá staðreynd aó Grjóni vinur minn sé dáinn, en svo var ég vanur aó kalla hann og þótti mér vænt um það nafn eins og hann sjálfan. Þrátt fyrir aldursmun okkar vor- um við mjög samrýndir, hann var 17 og ég 14. Ég T)eið með óþreyju eftir hverjum frídegi hans, en þeir voru ekki margir eftir að hann fór að vinna á vöktum í Þorlákshöfn i vetur. Það er erfitt að trúa því að það hafi verið siðasta simahringingin frá honum á annan í páskum, ég mun aldrei gleyma þvi samtali, hvað við hlógum mikið og skröfuðum, en reyndar voru allar okkar samverustundir þannig. Sígurjón var alltaf svo spaugsam- ur og í góðu skapi, og var þvi mjög vinsæll meðal sinna félaga hér á Stokkseyri. Engan þekki ég sem ekki var hlýtt til hans enda kom hann öllum i gott skap og var laus við alla kerskni. Það hefur verið mér mikíll styrkur hvað allir á heimili hans hafa verið mér hlý- legir og góðir þrátt fyrir þeirra miklu sorg og óbætanlegan bróð- ur og sonarmissi og bið ég guð að léta þeim byrðina og draga úr sárum sviða sorgarinnar. Af eilifðar ljósi bjarma ber sem brautina þungu greióir. Vort lif, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leióir, og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. E.B. Við tvö elstu systkinin hér á Bjargi munum ætió minnast Sigurjóns með söknuö sem góðs vinar. Hjatti Hafsteinsson. Rannveig Bjarna- dótttr -Minnmgarorð Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. V. Briem. A föstudaginn langa lézt að Hrafnistu heiðurskonan Rann- veig Bjarnadóttir, að loknu löngu og erfiðu sjúkdómsstriði, 78 ára að aldri, og fer útför hennar fram i dag. Við andlát hennar minnumst við eftirlifandi ættingjar og vinir liðinna daga með þakklæti fyrir órofa tryggð, hjálpsemi og vináttu. Góð kona ber gott fram úr góðum sjóði. Þessi orð gætu verið yfirskriftin yfir lifi og starfi hjartkærrar eiginkonu og móður, sem með ást og umhyggju tók það sér í yndis arð, að annast um blómgaðan jurtagaró, þar sem var heimili hennar og ástvinir og þar sem svo margir, jafnt skyldir sem vandalausir, nutu gestrisni og umönnunar. Þessa veit ég, að margir minnast i dag. Rannveig Bjarnadóttir var fædd 15. febrúar 1897 að Geir- landi (Mosum) á Síðu i Vestur- Skaftafellssýslu, dóttir hjónanna Sigriöar Þorvarðardóttur prests Jónssonar, siðast á Prestbakka og Bjarna Jónssonar bónda Bjarna- sonar i Mörk á Siðu. Hún var eitt af fjórtán börnum þeirra hjóna sem nú eru öll látin nema Jarð- þrúður, sem ein er á lifi af þess- um stóra systkinahópi og nú kveður sína kæru systur með söknuði. Fram á sjöunda aldursár var Rannveig i foreldrahúsum, en frá þeim tima ólst hún upp á Fossi á Siðu hjá heiðurshjónunum Höllu Lárusdóttur og Helga Bergssyni. Minntist hún þeirra hjóna ætið með þakklæti og virðingu. A sautjánda ári kvaddi Rannveig sina heimasveit og hélt til Reykja- vikur, til móóur sinnar, sem þá var orðin ekkja. Næstu árin dvaldi hún hjá henni og á heimili systur sinnar Maríu og mágs Eiriks Jónssonar. Þessu heimili var hún hin styrka stoð á timum erfiðleika spönsku veikinnar. Við mág sinn batt hún órofa tryggð, er hún bezt sýndi í umhyggju sinni íyrir honum í hárri elli háns og nú skal þökkuð. Rannveig giftist árið 1921 As- mundi Jónssyni, miklum dugn- aðar- og ágætismanni, sem lengi var starfsmaöur Gasstöðvar Reykjavíkur, en nú er látinn. Var sambúð þeirra farsæl og allur heimilisbragur með miklum ágæt- um. Þar ríkti ást og virðing og i þvi andrúmslofti ólust upp hinir mannvænlegu synir þeirra hjóna, Jón, járnsmiður, Björn. forstjóri, Reynir, húsasmiðameistari Hilmar, pipulagningameistari og Siguróur, rafvirki. Synirnir sýndu foreldrum sínum ætið sérstaka ástúð og um- hyggju og nú siðast í erfiðum veikindum móður þeirra. Ér það fagur kapítuli. Ég votta sonum hennar, fjölskyldum þeirra og öðrum að- standendum mina dýpstu samúð. Frænka min er kvödd i þeirri fullvissu að „Gott er aó gengnum degi Guðs i faðnn að hvila." Jón Eiriksson. Minning: Jóna Sigríður Bjarnadóttir Fædd 10. apríl 1894. Dáin 18. marz 1975. Hinn 25. marz síðastliðinn var til moldar borin ein af minum nábýliskonum um langan aldur, Jóna Sigriður Bjarnadóttir frá Dynjanda i Grunnavikurhreppi. Hún fæddist á Berjadalsá i Snæ- fjallahreppi, dóttir Bjarna Jóns- sonar og Þórdísar Arnórsdóttur. Hún ólst upp i foreldrahúsum til tvitugs aldurs, en um það bil gift- ist hún Alexander Einarssyni á Dynjanda í Grunnavikurhreppi. Hún fluttist þangað, þar sem þau nokkru siðar hófu búskap i sam- býli við hjónin Jóhannes, bróóur Alexanders, og Rebekku Pálsdótt- ur á hálfri Dynjanda-jörðinni. Þarna við þröng og erfið skil- yrði komu þessi hjón upp til full- orðinsára átta börnum, en misstu það niunda á fimmta ári. Frá Dynjanda fluttust þau til Isafjarðar, en þar missti hún mann sinn eftir fimmtíu ára sam- búð. En nú fór heilsan þverrandi, hún fluttist því til einnar dóttur sinnar í Reykjavik og manns hennar sem báru hana á höndum sér til hinztu stundar. Hún naut mikils ástrikis barna sinna og tengdabarna, sem vildu allt fyrir hana gera, eftir þvi sem aðstæður leyfðu. Það eru mjög breyttir timar frá þvi aó þessi hjón hófu sinn bú- skap. Þá var ekki hvert handtak vegió og metið eftir vandlega út- reiknuðu kerfi og laun reiknuð út að kveldi. En það var annað kerfi sem þessi vinkona min vann eflir. Það var kerfið sem svo margar mæðurnar hafa unnið eltir lrá Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.