Morgunblaðið - 10.04.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.04.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRlL 1975 t Faðir okkar, GUÐLAUGUR GUNNLAUGSSON, skipstjóri frá Hafnarfirði, andaðist að Hrafnistu þann 8. þ.m. Steinþóra Guðlaugsdóttir, Gunnlaugur Guðlaugsson. + Faðir minn, ÁRNI B. KNUDSEN, lézt á Borgarspitalanum 8 april. Knútur Knudsen. t Maðurinn minn og faðir okkar, KRISTJÁN Ó. MAGNÚSSON, Hólmgarði 36, andaðist að morgni 9 april. Dagbjört Einarsdóttir og dætur. t Minningarathöfn um hjónin GUÐRÍÐI STEFÁNSDÓTTUR GREEN og KIRBY GREEN OFURSTA fer fram í Fríkirkjunni í Reykjavik laugardaginn 12 apríl 1975 kl 1 1 f.h. Fyrir hönd aðstandenda. Unnur Pétursdóttir. t MAGNÚS JÓNASSON, Reynimel 50, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 1 1 apríl kl. 3 s.d. Börn, tengdabörn og barnabörn. t DAVÍÐ BENEDIKTSSON, Öldugötu 32, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 1 1 apríl kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð F.h. systkina hans. Elíasa Guðjónsdóttir. t Eiginkona mín, móðir, fóstra, tengdamóðir, amma og langamma JÓNÍNA SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR, Hofsvallagótu 19, andaðist í Borgarspítalanum 29. marz. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey samkvæmt ósk hinnar látnu. Valdimar Halldórsson Sigurborg Valdimarsdóttir, Káre Asmo, Einar Ólafsson, Sigrfður Skúladóttir, Lillian Asmo, Halldór Glslason barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Einar Þorkelsson tízkuhönnuður Fæddur 26. janúar 1917 Dáinn 28. marz 1975. Einar var fæddur að Snæbýli í Skaftártungum, sonur hjónanna Þorkels Bergssonar og Sigríðar Jónasdóttur. Ungur missti Einar móður sína og var eftir það að mestu alinn upp hjá ömmu sinni Ölöfu Einarsdóttur að Hverfis- götu 71 hér i bæ. Kynni okkar Einars hófust á árunum upp úr 1930, þegar við vorum nágrannar á Laufásvegin- um, en hann bjó þá hjá þeim öðlingsmanni Einari Helgasyni og konu hans Kristinu í Gróðrar- stöðinni. Eftir að Einar hafði lokið námi við Verzlunarskóla Islands sneri hann sér að klæðskeraiðn og náði mikilli leikni í þeirri grein. Bone- steel hershöfðingi sem var yfir- maður herafla Bandarikjanna á íslandi á þeim tima kynntist Einari í gegnum starf hans, og hvatti hann eindregið til að ná lengra á þessari braut með námi i Bandarikjunum. Þessi hvatning varð til þess að Einar fluttist til New York 1943, og átti hann heima þar æ síðan. Eg fylgdist nokkuð með Einari á hans fyrstu árum þar, og gekk hann í gegnum mikla erfiðleika. Hann stundaði nám i tízku- hönnun við helztu stofnanir sem slíka hluti kenna þar, jafnframt því sem hann starfaði áfram að iðn sinni. En Einari var ekki fisjað saman og efldist hann við hverja raun. Hér kom honum það í mjög góðar þarfir að hann var útlærður klæðskeri, þannig að hann gat sameinað þekkingu sína á framleiðslu fata við hönnun og/eða sköpun nýrrar tízku. Einar lauk síðan prófum hjá stofniinum þeim sem hann stund- aði nám hjá, og eftir það fór að rakna úr fyrir honum. Upp frá þessu starfaði hann að sérgrein sinni sem telja verður til listiðnaðar, sem byggist á hug- myndum sem fram koma i teikningum, og sem síðar liggja til grundvallar verðandi tizkufatn- aði. Var hann yfirleitt í föstu starfi hjá ýmsum framleiðendum kvenfatnaðar, þar á meðal ýmsum stærstu framleiðendum á þvi sviði í New York, og gat sér mjög góðan orðstír í starfi. Það lætur að likum að Einar var ákaflega listrænn í sér og hafði næmt auga fyrir formi og litum, enda mjög góður teiknari sem var frumskilyrði til árangurs i starfi hans. Þá var Einar mjög góður mála- maður, og hafði yfirgripsmikla þekkingu á enskri tungu. Þar að auki talaði hann bæði frönsku og itölsku. Um þriggja ára bil kenndi hann isienzku við New York háskóla undir leiðsögn prófessors + Þökkum inmlega samúð og vináttu við andlát og útför JÓNS ATLAJÓNSSONAR vélstjóra Stigahlíð 14, Rvík. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Vífilstaðaspitala Súsanna Halldórsdóttir Jónina Jónsdóttir Guðrún Jónsdóttir Páll Sigurðsson og aðrir vandamenn. f Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eiginmanns mins, föður, sonar og bróður, JÓSEPS R. HEIÐBERGS stórkaupmanns, Valborg María Heiðberg og börn, Þórey Heiðberg og systkini hins látna. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför JÓNS GUÐMUNDSSONAR, Álfheimum 31. Halldóra Viglundsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Óskar Guðjónsson, Stefán Jónsson, Þorgerður Gylfadóttir, Hólmfriður Jónsdóttir, Ásgrfmur Stefánsson, Guðmundur Jónsson. + Þökkum af alhug öllum þeim, nær og fjær, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför dóttursonar okkar, TÓMASAR GRÉTARS HALLGRÍMSSONAR. Oddrún Jónsdóttir og Ólafur Kristjánsson. + Eiginmaður minn, KÁRI JÓHANNESSON, Hamarstig 6, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju, föstudaginn 11. april kl. 13 30 Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Fyrir mina hönd og annarra vandamanna, Ásta Ólsen. + Systir okkar, SIGRÍOUR EIRÍKSDÓTTIR kennari, Hjarðarhaga 28, verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 1 1. apríl kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeir, sem óska að minnast hinnar látnu, láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Ásta Eiriksdóttir, Guðrún Eiríksdóttir, Guðbjörg Eiríksdóttir, Eiríkur Eiriksson og aðrir vandamenn. Mario Pei, sem ýmsum er kunnur fyrir bækur hans um máivísinda- leg efni. Vissi ég að vinátta varð með þeim Einari og Pei, og leitaði sá síðarnefndi oft til Einars um upplýsingar varðandi uppruna íslenzkra orða og máls. Það er til marks um áhuga Einars á tungu- málum að árið 1968 tók hann sér tveggja ára frí frá störfum og dvaldist þá í París og Róm. Einar var i senn síungur og sileitandi og varði miklum tíma og fé í að vikka sjóndeildarhring sinn með ferðalögum um allan heim, svo og sjálfsnámi í allskyns fræðum, þvi ekkert mannlegt var honum óviðkomandi. Einar var ókvæntur, en bjó sér mjög vistlegt heimili. Hann hafði áhuga á öllu lifandi og hin síðari ár hafði hann komið sér upp mjög fjölbreytilegum blómagarði, þar sem hann af natni og umhyggju ræktari hin margvíslegustu blóm og jurtir. Þótt það yrði hlutskipti Einars að dvelja meiri hluta ævinnar erlendis, var honum annt um islenzk málefni og ávallt kynnti hann sig sem Islending. I sérgrein sinni sem hann náði ótrúlega langt miðað við aðstæður taldi hann að ekki væru verkefni fyrir sig á Islandi. I allri umgengni var Einar mjög fágaður og frábærlega elskuleg- ur. Viðmót hans var slikt að fólk hændist auðveldlega að honum. Þá var hann sérlega greiðvikinn. Þess má geta að Einar var ávallt smekklega klæddur án sundur- gerðar. Að Einari er mikil eftirsjá og hans er sárt saknað af fjölda vina. S.l. tvö ár gekk Einar Þorkels- son ekki heill til skógar, og and- aðist hann á sjúkrahúsi í New York eftir 6 vikna legu. Eftirlifandi föður hans, Þorkeli Bergssyni, og aðstandendum vottast einlæg samúð. Sigurður Helgason. + Alúðarþakkir fyrir auðsýnda sam- úð og vinarhug vegna andláts og jarðarfarar EINARS JÓNSSONAR Mýrum. Ennfremur þökkum við læknum og hjúkrunarliði sjúkrahússins Egilsstöðum. Guð blessi ykkur öll. Amalia Björnsdóttir og vandamenn. + Kærar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur hluttekningu við andlát og útför SESSELJU GUÐMUNDSDÓTTUR frá Skeiði. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigurlaug Sigurðardóttir. útfaraskreytingar Wómoual Groðurhusið v/Sigtun simi 36770

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.