Morgunblaðið - 10.04.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.04.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRlL 1975 5 Aðeins fáeinir dagar eftir. Tókum fram nýjar terylene- og ullarbuxur. Enn er úrval af jakkafötum, kum jökkum, leðurjökkum, kuldaflíkum dömu og herra^ blússum F jórar fuglategundir í hættu að deyja út Fuglaverndarfélagið sendir frá sér áskoranir A AÐALFUNDI Fuglaverndar- félags lslands nýverid kom m.a. fram, að fjórar fuglategundir á lslandi ættu á hættu að deyja út, haförn, keldusvín, snæugla og fálki. I fréttatilkynningu sem Mbl. EINS og skýrt hefur verið frá f blaðinu frumsýndi Leikfélag Húsavfkur „Ég vil auðga mitt land“, eftir Þórð Breiðfjörð fyrir nokkru, en félagið hlaut styrk úr Norræna menningar- sjóðnum til þess að fara mcð verkið á Ieikhúsviku í Dan- ÞÓRÐUR Halldórsson frá Dag- verðará, refaskytta og heimspek- ingur, opnaði í gær, þriðjudag, málverkasýningu í höfuðborg Bretaveldis, Lundúnum. ,,Ég man ekki götunúmerið," sagði Þóróur í samtali vió Morgunblaðið þegar hann hélt utan á laugardaginn, „en það er svolitið gaman að þessu.Flugleiðir og Kodak í London sjá um þetta og ég fæ fríar ferðir. Hérna á togaraárunum fór ég til Grimsby og Hull sem sjómaður en annað hef ég ekki farið utan. Til hennar London hef ég ekki komið áður. Eg fór upp að ýmsum jöklum og málaði myndir af djöfuls krafti og krafturinn fylgir hverri mynd til endurnýjunar sálinni fyrir áhorfendann. Það skal sannast að þegar ég hef talað við blaða- menn ytra mun ísland stækka." Þórður mun sýna 12 myndir i húsi sem utanríkisráðuneytið brezka á við Kensington og þar verður sýningin opin í nokkra daga. Aðspurður um hvort Þórður færi með eina af byssum sín- um með sér, svaraði hann því að hann tæki soldátuna frægu með en hinsvegar, ef slægi i brýnu, myndi hann fyrst nota hinar hefur borizt frá félaginu beinir stjórn félagsins m.a. þeirri áskor- un til ráðamanna og allra góðra Islendinga að: þyrma hafern- inum, banna útburð á eitri eða, ef leyft sé, að menn notfæri sér ekki það leyfi. Að sniðganga varpstaði mörku. Leikstjóri er Sigurður Hallmarsson, en Ladislav Vojta samdi nýja tónlist við söngva leikritsins. — Myndin er af Kristjáni Elfs Jónassyni og Arnfnu Dúadóttur, sem fara með hlutverk Eirfks og Rakelar Vídalín. óbrigóuiu visur sinar með krafta- orðum. ÁRIÐ 1968 var stofnaður Vísinda- sjóður Dýralæknafélags Islands, fyrir forgöngu Guðbrands E. Hliðar dýralæknis. Sjóðurinn var stofnaður til minningar um þau hjónin Guðrúnu Louisu Hlíðar og Sigurð E. Hlíðar yfirdýralækni, en Sig- urður gekkst fyrir stofnun Dýra- læknafélagsins árið 1934 og var formaður þess um langa hrið. Hlutverk þessa sjóðs er að styrkja íslenska dýralækna til framhaldsnáms eða vísindanáms á verksviði dýralækna, en einnig má veita verðlaun úr sjóðnum fyr- ir sérstakar rannsóknir. Sjóðurinn hefur eflst vonum fyrr, svo að nú er unnt að veita styrki úr honum árlega sam- kvæmt skipulagsskrá. arna og halda þeim leyndum. Ennfremur skorar stjórn félagsins á sveitarstjórnir að skipuleggja varðveizlu mýrafláka svo sem hægt sé og gæta varúðar við óþarfa framræslu mýrlendis. Stjórnin beinir og þeirri áskor- un til veiðimanna að gæta ýtrustu varúðar við rjúpnaveiðar svo að þeir skjóti ekki af slysni snæuglu eða fálka, en þessar fuglategund- ir halda sig oft nærri rjúpnahóp- um. Þá vill stjórn félagsins leggja sérstaka áherzlu á frábæra sam- vinnu við bændur og metur mik- ils áhuga þeirr? á náttúruvernd. 1 stjórn félagsins voru kosnir til næstu þriggja ára formaður: Magnús Magnússon prófessor, rit- ari: Reynir Ármannsson póstfull- trúi, gjaldgeri: Sigurður Blöndal bankafulltrúi. Vel sóttur fund- ur Skjaldar Patreksfirði, 7. apríl. AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfé- lagsins Skjaldar á Patreksfirði var haldinn í gær. Formaður var endurkjörinn Jóhannes Árnason sýslumaður. 1 félaginu eru nú um 100 manns. Fundurinn var vel sóttur og komu meðal annars full- trúar frá Barðaströnd og Tálkna- firði. Konur i félaginu sáu um kaffiveitingar. Á fundinn kom Þorvaldur Garðar Kristjánsson al- þingismaður, sem flutti greinar- gott erindi um stjórnmálaviðhorf- ið nú og svaraði fyrirspurnum fé- lagsmanna. Ennfremur voru kjörnir fulltrúar á landsfund flokksins, sem hefst 3. maí n.k. Páll. Þann 4. april var úthlutað úr sjóðnum fyrsta styrknum, en þann dag hefði Sigyrður Hlíðar orðið níræður, ef honum hefði enst aldur. Styrkinn, að upphæð kr. 100.000, hlaut Þorsteinn Ölafsson dýralæknir en hann stundar nú framhaldsnám til licentiatsprófs við dýralæknaháskólann í Oslo. Þorsteinn leggur einkum stund á þau fræði sem fjalla um ófrjósemi húsdýra og búfjársæðingar, en eftir því sem búfjárrækt eflist hér á landi verða mál þessi sífellt þýðingarmeiri fyrir fjárhagslega afkomu bænda. Þar sem brýn þörf er fyrir aukna.sérþekkingu og rannsóknir á þessu sviði taldi sjóðsstjórnin rétt að veita Þorsteini styrkinn að þessu sinni. Veggskildir vegna 100 ára búseiu í Íriamíííba „Eg vil auðga mitt land Þórður frá Dagverðará sýnir málverk í London Hlaut styrki úr vísinda sjóði dýralækna Þórður Haildórsson. FYRIRTÆKIÐ Gler og postulin l Kópavogi hefur framleitt og gefið út veggskildi til minningar um 100 ára búsetu Islendinga I Manitoba í Kanada. Eru gefnir út 2000 áritaðir diskar og kostar eintakið 2500 krónur. Bragi Hinriksson framkvæmda- stjóri hjá Gleri og postulíni tjáði Mbl. að á minningardiskunum væri teikning eftir Hauk Hall- dórsson teiknara og áletranir til að minna á 100 ára búsetu Islend- inga í Manitoba. Hann sagði að diskarnir væru djúpbrenndir (under blaze). Upplagið er 2000 eintök og verður helmingurinn seldur hér- lendis og hinn helmingurinn vestanhaís. Sagði Bragi, að þegar hefðu borizt margar pantanir, en diskinn er hægt að panta í verzluninni Gler og postulin i Hafnarstræti. Nýr víðskiptaaðili tekur við afgreiðslu flugvéla í Glasgow EINS OG fram hefur komið í fréttum var flugvellinum í Glas- gow lokað fyrir nokkru vegna verkfalla. Flugvélar Flugleiða hf. hófu þá viðkomu i Newcastle og síðar í Prestwick. Verkföllunum hefur nú verið aflétt á Glasgow- flugvelli og er vélum Flugleiða nú beint þangað eins og áður var. Hinn 1. apríl s.l. tók nýr við- skiptaaðili við afgreiðslu islensku flugfélaganna á Glasgowflugvelli. Fyrirtæki þetta heitir Scotia Air- port Service Ltd. og mun sjá um afgreiðslu á þotum Flugfélags ís- lands og Loftleiða. Hér er um að ræða afgreiðslu farþega og enn- fremur afgreiðslu á vörum og pósti. Samningur milli islensku ílugfélaganna og Scotia Airport Services Ltd. var undirritaður 21. febrúar s.l. Fyrtr hönd Loftleiða og Flugfélags Islands undirritaði Grétar Br. Kristjánsson samning- inn, en Mr. Derek McCarthney fyrir Scotia. Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritun samninganna. UERHVER ÍÐASTUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.