Morgunblaðið - 10.04.1975, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.04.1975, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRlL 1975 Skólablað MR 50 ára Skólabladið, stm gcfió er úi af nrnirndum Mrnntaskólans í Keykjavík, er komið út, en blaðið rr hálfrar aldar gamalt á þrssu ári. Afmælisblaðið er mjöf' glæsi legt, vel úr garði grrt með vönduðu og fjölbreyttu efni. Valið hrfur verið úr þvi efni, sem að dómi ritnrfndarinnar hrfur borið af öðru í þau 50 ár, srm blaðið hefur komið út, en einnig er ýmislegt nýtt efni í hlaðinu. Þar má m.a. nefna greinar eftir tvo fyrrverandi ritstjóra skólablaðsins, þá Geir Hallgrímsson og Brnrdikt Gröndal, viðtöl við Arna Björnsson og Jónas Kristjáns- son o.fl. Blaðið er 28 síður i stóru broti. Ritnefnd skipa Gunnar Kristinsson, Gunnar Kvaran, Haraldur Johanessen, Jón Bragi Gunnlaugsson, Sigurður Sigurðarson og Trausti Einars- son. Ritstjóri er Inga Lára Baldvinsdóttir, en ábyrgðar- maður er Héðinn Jónsson. Upplag blaðsins er takmark- að, en um 100 eintök verða til söiu í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og kostar hvert þeirra 150 krónur. Gömul og ný stafa- gerð í nýrri bók HJA Minningarsjóði Elínar Brirm hefir komið út stafabók með gömlum stafagerðum, nokkr- um útsaumsuppdráttum og Aðalfundur VSÍ í dag AÐALFUNDUR Vinnuveitenda- sambands Islands verður haldinn i Reykjavik 10. og 11. april og hefst hann kl. 13.30 i dag i husakynnum sambandsins. Auk venjulegra aðalfundarstarfa munu vinnuhópar starfa í hinum ýmsu málaflokkum, m.a. 1 sam- bandi við verðlagsmál, vinnulög- gjöf og gerð kjarasamninga, launakerfi og fræðslu- og menn- ingarmál. Að lokinni yfirlitsræðu for- manns Vínnuveitendasambands Islands í upphafi fundar á morg- un flytur Geir Hallgrimsson for- sætisráðherra ræðu. Vilja rækilega athugun Á AÐALFUNDI Veiðifélags Kjós- arhrepps 29. marz 1975 var eftir- farandi tillaga samþykkt sam- hljóða. „Aðaifundur Veíðifélags Kjós- arhrepps óskar þess, að Alþingi, það sem nú situr, samþykki ekki byggingu járnblendiverksmiðju við Hvalfjörð, fyrr en fram hefur farið rækileg athugun á áhrifum hennar á lífríki umhverfisins." saumasýnishornum. Frá sömu út- gáfu er til bók mrð höfðaletri og rúnaletri. Bækur þessar fást í hannyrðabúðum og nokkrum bókabúðum. ' Nýja bókin nefnist Stafageró frá gamla og nýja tímanum og er útgefin á þjóðhátíðarárinu 1974. Mynztrin í henni eru eftir Ragn- hildi Briem Olafsdóttur. Hin er með höfða- og rúnaletri, einnig teiknuð af Ragnhildi Briem Ölafs- dóttur. En höfðaletur hefur í margar aldir verió einn liður i skrautlist Islendinga, skurðlist. Nota má staíina í bókinni jafnt til isaums og skurðlistar. Minningarsjóður Elínar Bríem er í umsjá Ingibjargar Eyfells, Skólavörðustíg 4B, síma 14212. Vorferðir Ferðafélagsins Akveðið hefur verið, að Ferðá- félag íslands efni til nokkurra fræðslu- og kynnisferða um Reykjavík og nágrenni nú I vor. Er ætlunin að kynna í ferðum þessum m.a. jarðfræði, fuglalíf, jurtagróður og fjörulíf á höfuð- borgarsvæðinu, svo eitthvað sé nefnt. Fengnir verða kunnir fræðimenn til að Ieiðbeina og fræða. Ferðir þessar verða farnar eftir hádegi á laugardögum og verður farið frá BSl. Fyrsta ferðin verður farin n.k. laugardag og mun Þorleifur Einarsson, jarðfræðingur, stjórna ferðinni og kynna jarðfræði Reykjavíkur og nágrennis. (Fréttatilk.). Háskalegt at- vinnuleysi yfir- vofandi í Rang- árvallasýslu? A SAMEIGINLEGUM fundi, er verkamanna- og iðnaðarmanna- deildir Verkalýðsfélagsins Rangæings héldu að Hellu, mið vikudaginn 26. mars s.l., var sam- þykkt einróma, að skora á þing- menn Suðurlandskjördæmis og nýskipaða hafnarnefnd v/- Suðurlandshafnar að þeir beiti sér fyrir því, að könnuð verði sérstaklega aðstaða til hafnar- gerðar í Þykkvabæ. Benti fundurinn i þvi sambandi á, að þróun i atvinnumálum Rangæinga hin siðari ár hefur verið sú að langmestur hluti verkafólks í héraðinu stundar nú atvinnu við tímabundnar virkj- unarframkvæmdir á hálendinu. Fundurinn taldi, að eina raun- hæfa framtiðarlausnin á atvinnu- málum Rangæinga sé fólgin í byggingu hafnar í Þykkvabæ og þeim möguleikum er slík fram- kvæmd muni skapa. Fundurinn taldi, að verði ekki um slika eða jaíngilda raunhæfa aðgerð að ræða i atvinnumálum héraðsins, skapist í Rangárvallasýslu háska- legt ástand með fyrirsjánalegu at- vinnuleysi er virkjunarfram- kvæmdum við Sigöldu lýkur. Jafnframt benti fundurinn á, að hugsanleg virkjun Hrauneyjar- foss leysti i engu vanda þann er hér um ræðir, þótt sú framkvæmd muni aó sjálfsögóu fresta vandan- um, sem aó lokinni þeirri virkjun yrði mun alvarlegri, verði ekki samhliða gerðar framtíðaráætlan- ir um uppbyggingu trausts at- vinnulífs í Rangárvallasýslu. VERNDUM LÍf - VERNDUM VOTLENDI Veggspjald Landverndar 1975. Verndum líf — vemdum votlendi LANDVERND hrfur undanfarin ár gefið út veggspjöld til að minna á ýmsa þætti umhverfis- verndar. 1 ár er veggspjaldið helgað votlrndinu, enda gefa samtökin einnig út bók um vot- lendi. Á vrggspjaldinu er ákaf- lega falleg litmynd eftir Hjálmar R. Bárðarson, rr sýnir flórgoða á hreiðri úti I vatni og undir standa rinkunnarorðin: Verndum líf — verndum votlendi. Þessum veggspjöldum er dreift um stofnanir, skóla, hótel, verzl- unarstaði og víðar, þar sem fólk sér áminningu landverndar og hvatnmgu um góða umgengni viö Iand og líf. A fyrri veggspjöldun- um 6 hefur verið fjallað um gróð- ur undir einkunnarorðunum Verjum gróður, — verndum land, um rusl og hreinlæti undir orðun- um Hreint land — fagurt land, um fegurð fjallanna og á sl. ári um búsetu í landinu í 1100 ár, þegar eytt hefur verið helmingn- um af gróðri landsins, og voru einkunnarorðin Greiðum skuld vora, — græðum landið. Og nú er semsagt veggspjaldið 1975 helgað votlendinu og lífi því, sem þar þarf að þyrma. Hlaupið og sparkað þeg- ar KR vann Armann SVO slök sem knattspyrnan hafði verið í tveimur fyrstu leikjum Reykjavíkurmótsins tók steininn úr í fyrrakvöld er Armann og KR mættust á Melavellinum. Sú íþrótt sem þar var boðið upp á átti ekkert skylt við knattspyrnu nema nafnið. Knötturinn gekk mótherjanna á milli allan leik- inn, og allt var tilviljunum háð. Hvernig á líka að vera hægt að leika knattspyrnu við aðrar eins aðstæður og voru á Melavellinum í fyrrakvöld? Brunakuldinn var slíkur, að leikmenn verða að telj- ast heppnir að sleppa óskaddaðir frá leiknum, en í slíkum kulda margfaldast líkur fyrir því að menn verði fyrir meiðsium. Miklatúnshlaup S.l. haust efndi frjálsíþrótta- deild Ármanns til keppni í hlaup- um á Miklatúni fyrir börn og unglinga. I vetur hefur keppni þessi legið nióri, en nú er ætlunin að byrja aftur af fullum krafti. .í'er fyrsta hlaupið á þessu ári Jfram n.k. laugardag á Miklatúni, jog hefst kl. 14.00. Eru allir, sem jáhuga hafa á þátttöku hvattir til að vera með, því ætlunin er að hlaupið verði tvisvar í apríl og tvisvar i mai, og munu þeir, sem hlutskarpastir verða í hverjum flokki fá verðlaun að loknu sið- asta hlaupinu. Það hlýtur að vera stór spurn- ing hvort Reykjavíkurmótið, eins og það er nú, nær tilgangi sínum, en það er fyrst og fremst undir- búningur Reykjavíkurliðanna fyrir Islandsmótið. A.m.k. er hægt að íullyrða að svo sé ekki, ef leikið er við aðrar eins aðstæður og verið hafa nú i fyrstu leikjum mótsins. KR-ingar voru öllu skárri aðil- inn i leiknum í fyrrakvöld, ef unnt er að taia um slikt og sigr- uóu i leiknum með einu marki gegn engu. Var það Jóhann Torfa- son, sem skoraði. Staðan að lok- inni fyrstu umferð Reykjavíkur- mótsins er þvi þessi: Valur 1 1 0 0 4—0 2 Fram 1 1 0 0 1—0 2 KR 1 1 0 0 1—0 2 Ármann 1 0 0 1 0—1 0 Víkingur 1 0 0 1 0—1 0 Þróttur 1 0 0 1 0—4 0 Bessastaðahlaup Bessastaðahlaup Ungmennafé- lagsins Stjörnunnar í Garða- hreppi fer fram n.k. sunnudag. Er þarna um að ræða víðavangs- hlaup sem er opið til þátttöku, og verður keppt bæði i karla- og kvennaflokki. Keppt er um glæsi- leg verðlaun sem Veitingahúsið Askur og Verzlunin Sportval hafa gefið til keppninnar. Hlaupið hefst kl. 15.00 við afleggjarann heim að Bessastöðum. Borðtennismót gagnfræðaskólanna ÁRLEGT borðtennismót gagn- fræðaskólanna í Reykjavík var haldið 22. marz s.l. I flestum gagnfræðaskólum borgarinnar fer fram borðtenniskennsla á veg- um Æskulýðsráðs Keykjavíkur og voru þátttakendur I vetur á nám- skeiðum þessum 718. Mót þetta var lokaþáttur þeirrar starfsemi. 15 sveitir mættu til leiks frá 14 skólum og hefur þátttaka aldrei verið jafnmikil. Keppt var i tveimur aldursflokkum: A-flokki 13—14 ára, um bikar sem Austur- bakki h.f. gaf, og í B-flokki 15—16 ára um bikar Æskulýðsráðs. í A- flokki sigraði sveit Hlíðaskóla, en sveit Fellaskóla varð önnur. I B- flokki fór sveit Hagaskóla, með sigur af hólmi, en í öðru sæti varð sveit Armúlaskóla Mótsstjóri var Aðalsteinn Eiríksson, en umsjón- armaður Jón Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.