Morgunblaðið - 17.04.1975, Page 7

Morgunblaðið - 17.04.1975, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRlL 1975 7 Hákon Bjarnason _______skógræktarstjóri; Athugasemdir við sögu Islendinga í sambandi við eyðingu skóglendis 3 • hluti ORSAKIR LANDSKEMMDA. Um orsakir landskemmda þarf ekki aó fjölyrða. Margir hafa kennt óblíðu veðurfars og eldgos- um um, hvernig komið sé. Dr. Þorleifur Einarsson hefur getið þess til, að birkið hafi staðið höll- um fæti af náttúrunnar völdum um það leyti, sem land byggist. (12) Ekki standa þó þau rök föst- um fótum, og ekki er kunnugt «tn neinar meiri háttar veðurfars- sveiflur á þeimtíma. Dr. Sigurður Þórarinsson hefur og sýnt fram á það í grein í Ársritinu 1961, að ekki megi ofmeta þátt eldgosa í eyðingu landsins. (13). Hins veg- ar kunna tímabundnar veðurfars- sveiflur að hafa flýtt fyrir land- skemmdum, og reyndar vita menn dæmi þess hvaða afleiðing- ar haröviðrin upp úr 1880 höfðu á uppblásturinn i Landsveitinni, en þess ber að gæta, að þau ýfðu aðeins gömul gróðursár og juku skemmdirnar um allan helming. Járnvinnsla og járnsmiði fyrri alda hefur tekið mikinn toll af skóglendi landsins allt frá fyrstu byggð þess og fram að þvi að skosku ljáirnir komu til landsins upp úr 1870. Þórarinn Þórarins- son skrifar um þetta merkilega mál í Ársrit Skógræktarfélags ís- lands 1974, svo að hér verður ekki minnst á þennan þátt. En athygli skal vakin á því, að skógarhögg eitt án beitar i skóglendin getur ekki eytt birkiskógi. Endur- nýjunarmáttur birkisins er of mikill til þess. En skógarhöggið flýtir mjög fyrir tortimingu skóga, þegar beitt er í löndin. Þegar skógur er ruddur, eykst grasvöxtur mjög, og hann dregur auðvitað kvikfé að sér eins og segull járn, en jafnframt etur það allan nýgræðing. 1 sambandi við beit er enn eitt atriði, sem litill gaumur hefur verið gefinn hér á landi, en getur haft mjög slæmar afleiðingar, þar sem ofsett er í haga. Það er traðk- ið, sem beitinni fylgir. Erlendis hefur þessi þáttur viða verið at- hugaður og ekki hvað minnst i fjalllendum Mið-Evrópu. Þar hafa menn komist að raun um, að traók kinda á miklu meiri þátt í gróður- skemmdum en álitið hefur verið. Hross skemma og töluvert með traðki, en nautgripir minnst. Einkum er traðkið hættulegt litl- um og lágvöxnum gróðri og vor- beit veldur hvað mestum rótar- slitum. Hér er ekki rúm til að ræóa þennan þátt nánar, enda þótt hann eigi mikinn þátt í gróðurskemmdum. ÍSLENDINGAR EKKI EINSDÆMI. Aður en grein þessari lýkur er vert að benda á, hvernig maður- inn hefur breytt hinu upphaflega umhverfi sínu í nágrannalöndum okkar og skemmt það með búset- unni og húsdýrahaldi. Sýnir það, að Islendingar eru ekki einsdæmi í sögunni. Rás viðburðanna þar og hér er hliðstæð, en hins vegar hefur Island goldið miklu meira afhroð en hin löndin sakir norð- lægrar legu og harðari veðurskil- yrða. Í Ársritunum 1968 og 1969 var sagt frá þvi, hvernig siðari tima rannsóknir hafa leitt i ljós að lyngheiðar Jótlands, Norður- Þýskalands og nálægra landa mynduðust fyrir ofbeit húsdýra og ániðslu manna. Aður fyrr voru löndin vaxin frjósömum eikar- skógum. Eyðing skóganna hófst þegar með byggð manna á stein- öld, en jókst mjög, þegar járn- verkfæri komu til sögunnar, og um miðja síðustu öld voru óhemju landflæmi orðin þvi nær óbyggi- leg. Svipaða sögu er að segja frá Skotlandi, þar sem fagrir íuru- skógar liðu undir lok fyrir þrem- fjórum öldum, en eftir urðu ófrjó- ar lyngheiðar og víðlendar mýrar. Eyðing þessara landa eykst hröðum skrefum, þegar ullar- iðnaður rís á legg i Niðurlöndum og Englandi, sem áður var á minnst. Þá fer sauðfé óðum fjölg- andi í öllum þessum löndum eins og lika átti sér stað hér. Sennilegt er, að Islendingar hafi oróió nokkrum áratugum eða jafnvel heilli öld seinni til en hinar þjóð- irnar að fjölga fénu. En afleið- ingarnar létu ekki á sér standa, hvorki þar né hér. Svo vildi þó til, að beitilyngið er miklu sterkari planta og lifseigari við vaxtarskil- yrði Jótlands og nálægra héraða en hinn seinvaxni islenski gróður, og þvi vörðust þessi lönd sandfoki bæði lengur og betur en íslensk jörð. Samt var bæði sand- og jarð- vegsfok orðió mjög ískyggilegt víða í öllum þessum löndum fyrir röskri öld. Beitilyngið hefur hins vegar þann ókost, að þegar það verður einrátt, sýrir það jaröveg- inn svo að næringarefnin skolast til og renna saman í torleyst sam- bönd. Af þessum ástæðum var bæði erfitt og timafrekt að gera þessi lönd byggileg á nýjan leik, og á stundum jafnvel talið von- laust. Eftir að þetta var skrifað hafa komió fram nýjar rannsóknir á þeirri stórkostlegu gróðurbreyt- ingu, sem orðið hefur á skógum og gróðri i austurhluta Suður- Svíþjóðar, Danmerkur og löndun- um sunnan Eystrasalts. Til skamms tima töldu menn, að eikarskógarnir hefðu látið undan síga fyrir beykinu aó sunnan en greninu að norðan sakir veður- farsbreytingar fyrir um 2700 ár- um. Nú hefur verió bent á með mjög sterkum rökum, að það muni vera búfjárhald genginna kynslóða, sem eigi meginsök á þessum breytingum en ekki veóurfarið. (14) Þegar þessi atriði eru höfó i huga, mætti mönnum veróa það skiljanlegra en áóui', að búsetan á íslandi hafi haft stórkostlegar af- leióingar i för með sér fyrir gróóurlendi landsins. YFIRLIT. Af þvi, sem aó framan segir, er það Ijóst, að ísland er allt annað land eftir 1100 ára búsetu en það var í árdaga. Birkið, sem þakti tvo fimmtu hluta alls landsins, er að mestu horfið. Gróðurþekjan hef- ur minnkað um meira en helm- ing, og hún er ýmist ófrjóir móar og valllendi eða mýrar. Frjósemi jarðvegs er að mestu upp urin, og blómastóð sjást ekki nema á af- viknum lítt beittum stöðum. (15) Landið er orðið svipur hjá sjón. Mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds, þegar ég les eða heyri náttúruvini og verndara tala um hið fagra og ósnortna land. Ekk- ert land í Evrópu, og þó viðar væri leitað, hefur goldið jafnmik- ið afhroð náttúrugæða á jafn- skömmum tima. Upphaf og orsök hinna stórkost- legu náttúruspella, sem orðið hafa hér á landi, er auðvitað bú- Til sölu Diesel mótor BMC fyrir jeppa Snjósleði Evenfude '74 Trail Blazer. Sími 1 9842. Trésmíði Tek að mér innanhústrésmíði, hvers konar. Vönduð vinna. Simi 35974. Raðsófasett Notað raðsófasett með hornsæti (helst boga) óskast. Sími 36264. Reiðhjól Ný og notuð reiðhjól til sölu og þríhjól. Reiðhjólaverkstaeðið Norðurveri, Hátúni 4 a. Til sölu Vörubill — Traktorsgrafa Volvo F — 88 árg, '67 10 hjóla með palli og sturtu, JCB 3 C árg. '67. Sími 40226. Keflavík Til sölu fokhelt gerðishús 138 fm. Einangraður bilskúr með kjallara fylgir. Fasteignasalan Vilhjálms og Guðfinns, Símar 1 263 og 2890. Keflavik Til sölu 130 fm 5 herb. íbúð. Skipti á minni ibúð æskileg. Eigna- og verðbréfasalan, Hring- braut 90, Keflavik. Simi 92-3222. Afgreiðslustúlka óskast i sérverzlun í miðbænum frá 1. mai. Umsókn er tilgreini aldur fyrri Störf og málakunnáttu sendist augl. deild Mbl. fyrir 22. þ.m. merkt: „1. maí — 6847". Ólafsvik — Ólafsvík Hjón með 4ra ára stúlkubarn óska eftir húsnæði sem allra fyrst. Al- gjörri reglusemi heitið. Fyrir- framgr. Upplýsingari sima 74783 (R.V.K.) Reiðhjól Þrihjól. Reiðhjólaviðgerðir REIÐHJÓLAVERKSTÆÐIÐ HJÓLIÐ. Álfhólsvegi 9, simi 44090. Opið kl. 1—6 og 9—12 laugardaga. Vinsamlegast geymið Óska að taka á leigu 50 til 100 fm húsnæði á jarðhæð fyrir léttan vélaiðnað. Tilboð sé skilað til Mbl. fyrir 23. apríl merkt: „Húsnæði — 6683 " Til sölu litið notuð 3ja fasa múrsprauta. Upplýsingar i sima 42082. Stúlka með stúdentspróf úr Kennaraskóla Islands óskar eftir atvinnu i sumar. Upplýsingar i sima 44353. Trillueigendur Teinar, spil, línukarl og linubalar til sölu. Upplýsingar i sima 22737 eftir kl. 7. Vörubill Til sölu Scania 80 super '69. Góður bíll. Til sýnis á Bilasölu Matthíasar, simi 24540. Upplýs- ingar á kvöldin i síma 43734. Glæsilegt úrval af garni og hannyrðavörum bæði á gömlu verði og nýjar sendingar. HOF, Þingholtsstræti 1. Til leigu stórt forstofuherb. á hæð með sér- snyrtingu fyrir reglusaman mann. Einnig til leigu á sama stað bíl- skúr. Tilboð ásamt uppl. óskast send Mbl. merkt: „Heimar 6682" Trésmiðjur Spóna-sogkerfi með 20 rúmmetra spónageymslu til sölu á hag- kvæmu verði. Uppl. i sima 40738. Steinull til sölu á sama stað. Sumarvinna. 18 ára menntaskólanema vantar sumarvinnu á timabilinu 8. mai—20. júli. Allt kemur til greina, þ.á.m. næturvinna. Tilboð sendist Mbl. fyrir 1. mai, merkt: S-7390 JMergunblfibHí nucLVsincnR 4gL*-»22480 Hálsmelar norðan Vaglaskógar. Þeir blésu upp eftir mikið skógarhögg um miðja 18. öld. Sakir mikilla vorþurrka og Iftillar úrkomu hefur sjálfgræðslu miðað lftið þau 18 ár, sem landið hefur verið friðað. Þó er túnvfngull og birki að koma upp á ýmsum stöðum (H.B.). auglýsinguna. Húsnæði óskast til kaups eða leigu undir tannlæknastofu. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Tannlæknastofa 6684". 1 Hafnarfjörður Unglingavinna Hafnarfjarðarbær óskar að ráða fólk til flokkstjórastarfa og aðstoðar- starfa við unglingavinnu. Leikjanámskeið, starfsvelli og skólagarða. Umsóknum skal skilað á Bæjarskrifstofuna. Umsóknarfrestur er til 21. þ.m. Forstöðumaður. Nokkurhundruð þúsund krónur er hægt að lána gegn góðum trygí um. Upplýsingar um tryggingar, lánsupphæc hugmyndir að lánskjörum leggist *inr Morgunbl. merkt: Trygging — 7388 fyrir þ.m. Lán til stutts tíma ganga fyrir. Rjóður f Hrafnkelsstaðaskógi f Fljótsdal. Þetta er einn stórvaxnasti birkiskógur landsins. Hann er ógirtur, en hefur ekki verið þrautbeittur af eigendum jarðarinnar. Hér er samt enginn nýgræðingur og skóginum er hætt, þegar gömlu trén falla fyrir sakir elli, nema þvf aðeins að hann njóti friðunar meðan ungviði er að komast á legg (H.B.).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.