Morgunblaðið - 24.04.1975, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRlL 1975
Sprengdi vörpuna í
þorski við Grímsey
Togari með yfir 200 tonn á 7 dögum
Siglufirði, miðvikudag
TOGARINN Dagný er kominn
af veiðum með afbragðs afla. —
Fór togarinn á veiðar fyrir sjö
dögum og er aflinn nú á annað
hundrað tonn. Skipverjar
sögðu frá þvi við komuna að
þar sem þeir hefðu verið að
veiðum á svæði austur af
Grímsey, hefði verið mokafli í
þorski. f sfðasta hali hefði Dag-
ný hreinlega sprengt vörpuna.
A þessu svæði voru nokkur skip
önnur af Norðurlandshöfnum
og voru þau einnig í miklum
afla. Kkki landar Dagný aflan-
um að þessu sinni, heldur tók
hún fs og fór út aftur til að
bæta á sig nokkrum tonnum,
áður en togarinn sigidi með afl-
ann sem selja á erlendis.
Þá hefur grásleppuaflinn
glæðzt verulega nú upp á síð-
kastið, en margir bátar stunda
veiðarnar og eru sumir komnir
upp í allt að 150 tunnur af gotu.
Hér hafa verið miklar annar
hjá öllum vinnandi mönnum og
konum og það mun sanni nær
að mannafla vanti eins og sakir
standaog eru góðar horfur á að
þegar skólarnir loka verði næg
verkefni fyrir unglingana f
sumarvinnunni. — mj.
Sihanouk frestar heimferð
IVkiiiK, 2:f. apríl. NTB.
NORODOM Sihanouk, fyrrver-
andi þjóóhöfðingi i Kambodiu,
Síðasta '
rækjan unnin
Hólmavík 23. apríl.
ÞEGAR rækjuvertíð lauk í Húna-
flóa hjá Steingrímsfjarðarbátum í
síðasta mánuði hófu flestir bát-
anna hrognkelsaveiðar. Töluverð
rauðmagaveiði hefur verið, en
heldur eru grásleppuveiðarnar
tregar enn sem komið er.
Tveir bátar frá Steingrímsfirði
hafa stundað rækjuveiðar við
Grímsey síðasta hálfa mánuðinn.
Gæftir voru stirðar lengst af, en
rsekjan sem veiddist stór og góð.
Nú er þessum veiðum lokið og
síðasta rækjan af Grímseyjarmið-
um var unnin hér í Hólmavík í
dag, siðasta vetrardag.
Veturinn kveður með sól og hlý-
indum, vonandi er það fyrirboði
góðs sumars.
Andrés.
Bæjakeppni
I DAG fer fram í Vestmannaeyj-
um bæjakeppni i knattspyrnu
milli Vestmannaeyja og Kópa-
vogs. Leikið er á maiarvellinum
við Löngulág og hefst leikurinn
klukkan 14. Þetta er seinni leikur
iiðanna. Sá fyrri fór fram í Kópa-
vogi 1. marz og lauk með jafntefli
2:2.
Leikið á
Selfossi
1. DEILDAR lið KR i knattspyrnu
fer í heimsókn til Selfoss í dag og
leikur þar við heimamenn. Hefst
leikurinn kl. 15.00.
Unnið við
TBR-húsið
I DAG, sumardaginn fyrsta, ætla
félagar í TBR að vinna sjálfboða-
liðsvinnu við hið nýja hús félags-
ins. Er vonast eftir þvi að sem
flestir mæti til vinnunnar, en
hingað til hefur gengið greiðlega
að fá sjálfboðaliða til starfa.
gaf í skyn í dag að svo gæti farið
að leiðtogar Rauðu Khmeranna
myndu ekki óska eftir þvi að
hann sneri heim til Kambodiu.
Sagði Sihanouk að það hefðu
engu að síður verið þeir, sem
hefðu krafist þfess hann héldi
áfram að vera þjóðhöfðingi, en
hann myndi þó alls ekki taka það
illa upp, þótt þeir skiptu síðar um
skoðun. Sagði Sihanouk að vegna
veikinda móður sinnar myndi
hann fresta heimferð sinni til
Kambodiu um óákveðinn tíma, en
siðan ætlaði hann heim, að
minnsta kosti til að kanna málið.
Sihanouk hefur lýst því yfir að
Kambodia muni ekki viðurkenna
rikisstjórnir Ródesíu og Suður-
Afríku. Indira Gandhi, forsætis-
ráðherra Indlands, sendi í dag
heillaskeyti til Sihanouks og ósk-
ar honum til hamingju með far-
sælar lyktir sem orðið hafi í bar-
áttu Kambodiumanna fyrir fullu
sjálfstæði og sjálfræði.
Flugmanna-
verkfalli
frestað
og viðræð-
um flýtt
SAMKOMULAG um frestun verk-
falla Félags islenzkra atvinnu-
flugmanna náðist í gærmorgun
um klukkan 06 hjá sáttasemjara
ríkisins. Var verkföllum aflýst
um hádegisbil og hófst flug eftir
hádegi, eftir að báðir aðilar höfðu
staðfest það. Stóð verkfallið því i
rúman hálfan sólarhring.
Samkvæmt sameiginlegri
fréttatilkynníngu FlA og flug-
félaganna, Loftleíða og Flug-
féiags Islands, er samkomulagið
fyrst og fremst um það að
samningaviðræðum verði hraðað
um kjaramál flugmanna og hefur
næsti fundur þegar verið boðaður
á föstudag. I samkomulaginu er
einnig rætt um leiðir til lausnar á
tilteknum félagslegum ágrein-
ingsefnum innan þess heildar-
samkomulags, sem stefnt er að og
er þar m.a. átt við stöðu 6 flug-
stjóra, sem lækkaðir hafa verið í
störfum og gegna nú venjulegum
flugmannsstörfum.
— Friðrik
Framhald af bls. 40
Cardoso og Rodriguez 5 v. 12.—
13. Pomar og Visier 4 v. 14. Fern-
andez 2,5 v., og 15. Debarnot 2 v.
I kvöld teflir Friðrik við
Mecking og hefur svart.
Frá skákmótinu i Lone Pine i
Kaliforníu þar sem Guðmundur
Sigurjónsson er meðal þátttak-
enda berast þær fréttir að hann
hafi tapað tveimur síðustu skák
unum og sé kominn í 6. sæti.
— Fá 100 kr.
Framhald af bls. 40
mánudag og að meóaltali fengust
3 kr. danskar fyrir kílóið. Vitað er
að dansk-íslenzka skipið Isafold
seldi 900 kassa af sild og fékk d.
kr. 3,82 eða 103,75 kr, að meðaltali
fyrir hvert kg.
Sildin, sem skipin hafa verió að
selja, er stór og feit og fæst að
mestu við Hjaltlandseyjar.
— Svartsengi
Framhald af bls. 40
njóta hennar. Ef hitaveitan telur
rétt að bora í Eldvörpin þá er þvi
treyst að sú ákvörðun sé að rökum
reist. Aftur á móti álíta landeig
endur að þau rök hljóti að vera
tæknileg, að minnsta kosti þekkja
þeir ekki til þeirra fjárhagslegu
raka, sem réttlæta tilraunaboran-
ir á nýjan leik á landi, sem hita-
veitan á ekki, og við höfum upp-
lýsingar frá hönnuðum um kostn-
að við borun á hverri holu og eru
það býsna háar tölur,“ sagði Jón-
as. Þá sagði hann að landeigendur
teldu að samningar gengju nokk-
uð eðlilega og það væri engin
spurning um það að samningsvilji
væri fyrir hendi af hálfu landeig-
enda og þyrfti ekki annað en að
nefna það að flestir þeirra ættu
að njóta góðs af hitaveitunni per-
sónulega. Og landeigendur hefóu
þegar í maí 1974 sett fram um-
ræóugrundvöll að samningaum
leitunum.
— Portúgal
Framhald af bls. 1
draga ákveðnar ályktanir, sem
kunni að hafa áhrif þegar fram í
sækir.
Þjóðlegi demókrataflokkurinn
lauk kosningabaráttu sinni í gær-
kvöldi með 20 þúsund manna
fundi á íþróttaleikvangi Lissabon
og var formaður flokksins,
Balsemao, hylltur þar.
I útvarps- og sjónvarpsumræð-
um flokkanna í gærkvöldi sá for-
maður kommúnista, Alvaro Cun-
hal, ástæðu til að taka fram að
þær staðhæfingar væru ekki á
rökum reistar að flokkurinn fengi
skipanir erlendis frá og hann
stefndi að því að koma á einræði.
Soares, sem talaði á undan Cun-
hal, sagði kjósendum að umfram
allt yrði að hafa kyrrð og rósemd í
landinu en viðbúið væri að rógs-
herferðinni á hendur flokki sín-
um, sósíalistaflokknum yrði hald-
ið áfram.
— Hátíðarhöld
Framhald af bls. 3
Skrúðganga I Vesturbænum kl.
14.15
Gengið verður frá Vesturbæj-
arskóla við Öldugötu um Hofs-
vallagötu, Nesveg og Fornhaga
að Hagaskóla. Lúðrasveit
drengja leikur fyrir göngunni.
Stjórnendur Páll Pampichler
Pálsson og Stefán Þ. Stephen-
sen.
Skrúðganga í Háaleitishverfi
kl. 13.15
Gengið verður frá leikvellin-
um við Álftaborg upp Safamýri
og niður Háaleitisbraut að
Álftamýrarskóla Lúðrasveitin
Svanur leikur fyrir göngunni.
Stjórnandi Sæbjörn Jónsson.
Skrúðganga I Vogahverfi kl.
14.15
Gengið verður frá mótum
Langholtsvegar og Álfheima
um Alfheima, Goðheima og
Skeiðarvog að Vogaskóla.
Lúðrasveitin Svanur leikur fyr-
ir göngunni. Stjórnandi Sæ-
björn Jónsson.
— Klausturhólar
Framhald af bls. 2.
númer eru í boði, t.d. ljósprent-
uð Guðbrandsbiblía frá 1584,
fyrstu 33 árgangarnir af Ægi og
fyrstu 32 árgangarnir af Öðni.
Þá má nefna tvö kver eftir Jón
Thorstensen um farsóttir
prentuð í Viðey 1831 og 1834,
biskupasögur og kver eftir
Þórð Thoroddi prentað i Kaup-
mannahöfn 1771, og ber heitið
Einfallder þankar um akur-
yrkju eður hvörn veg nú kynne
að nýju að infærast á Islende
samanskrifað fyrir bændur og
alþýðu.
— Álandseyjar
Framhald af bls. 20
næsta laugardag. Það þætti v!st
ekki góð regla hér.
í Mariehamn er gefið út blaðið
Aland, sem kemur út þrisvar f
viku. Blaðið er 24 síður og upplag-
ið er hvorki meira né minna en 11
þúsund eintök og verður það að
teljast allveruleg útbreiðsla I 22ja
þúsund manna þjóðfélagi. Þegar
íslendingar reka nefið inn á rit-
stjórnarskrifstofur blaðsins leita
blaðamenn fyrst af öilu fregna af
hundabanninu I Reykjavfk, þvf að
fáar merkilegri samþykktir hafa
borizt umheiminum frá íslandi, að
þvf er virðist — Þ.P.
- Sambandslaust
Framhald af bls. 40
hann farið í sundur, en það hefur
nokkrum sinnum komið fyrir áð-
ur, enda fiskimið og botn góður á
þessu svæði. Er hér um alvarlega
bilun að ræða og vart búist við að
búið verði að gera við hana fyrr
en að viku liðinni.
Þorvarður sagði, að nú ætti eft-
ir að koma viðgerðarskipi af stað,
en það færi svo fljótt sem auðið
væri. Þess má geta að þegar allt
er í lagi hefur Landsíminn 8 línur
til Kaupmannahafnar og 6 til
London.
I gærmorgun áttu Flugleiðir
t.d. í vandræðum með að koma
skilaboðum til umboðsmanna
sinna erlendis vegna málaloka
verkfalls flugmanna og þannig
hafa þessar bilanir valdið miklum
óþægindum.
— Hvassafell
Framhald af bls. 40
S.I.S., sagði í samtali við Morg-
unblaðið I gærkvöldi, að björg-
unarsérfræðingar Lifeline
ynnu nú að þvf að koma fyrir
akkerum, keðjum, talfum og
öðru því sem til þyrfti áður en
hægt yrði að draga skipið. Þá
er unnið að þvf að sjóða nýtt
milliþilfar f vélarrúm skipsins
— Ef ekkert breytist þá á að
reyna að ná skipinu á flot á
laugardag, spáin er góð og því
verðum við að vona að það
takist.
Björgunarskipið Life-
linehefur ekki aflmiklar vélar,
en hinsvegar er skipið búið
mjög öflugum vindum, sem
draga eiga Hvassafellið út.
— Viðhorf
Framhald af bls. 21
allmikið um hina lögfræðilegu stöðu
rannsóknartækja i hafinu og eru þar
ríkjandi tvö meginsjónarmið.
Þróunarrikin vilja, að öll slik tæki
séu háð lögsögu strandrikisins, en
ýmis önnur riki telja það fráleitt og
vilja, að þessi tæki séu undir lögsögu
þess rikis, sem á þau. Hefur þvi ekki
tekizt ennþá að ná samkomulagi um
þetta atriði.
Þá hafa einnig farið fram miktar
umræður um ábyrgð og
skaðabótaskyldu vegna tjóns sem
verða kann á umhverfinu vegna
rannsókna og er langt komið með að
ná samkomulagi um þá grein.
— 127 kínversk
Framhald af bls. 3
Tyrklandi, Portúgal og Bret-
landi. önnur sýning svipuð
þessari hefði svo verið i Mið-
Ameríku og Afríku. Þá kom
fram, að málaralist væri I
+
Eiginmaður minn,
HAUKURLÁRUSSON,
yfirvélstjóri,
lézt í sjúkrahúsi í Karlshamn 23 april.
Edith Clausen.
hávegum höfð í Kína, en þar
bæri þó hæst grafiklist, vatns-
lita- og blekmálun. Um þessar
mundir málaði fjöldi fólks sér
til gagns og gamans, en nokkrir
listamenn lifðu nú af list sinni.
Þar má nefna menn eins og Ho
Hsiang-ning, Wu Tso-jen og
Hsu Pei-hung, en þeir eiga allir
verk á sýningunni að Kjarvals-
stöðum.
Meðal verka á sýningu þess-
ari eru nokkrar nýjárstré-
stungumyndir, svo og tré-
stungumyndir af ætt alþýðulist-
ar. Einnig eru þar nokkur verk,
sem taka að miklu leyti mið af
þjóðlegri listhefð, og önnur sem
lýsa nýju yfirbragi hins ósíal-
íska Kína.
Eins og fyrr segir, verður
sýningin opin fram til 11. mai
n.k., frá kl. 15.00 til 22.00 frá
þriðjudegi til föstudags og á
laugardögum og sunnudögum
frá kl. 14.00—22.00.
— S-Vietnam
Framhald af bls. 1
sem kæmu til móts við kröfur,
sem kommúnistar hafa áður fram
sett, m.a. að þar verði sett á föt
samsteypustjórn með aðild
kommúnista. Það eru Frakkar
sem hafa reynt að hafa milli-
göngu um að samkomulag náist
um samninga, og ræddi forseti
S-Vietnams, Van Hugon, við
sendiherra Frakka í Saigon um
málið i morgun og i París hafói
utanríkisráðuneytið samband við
fulltrúa Víet Cong og N-
Víetnama.