Morgunblaðið - 24.04.1975, Page 36

Morgunblaðið - 24.04.1975, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRIL 1975 Piltur og stúlka s; Ég held ég geti gizkað á, hvað þú hugsar, lags- maður! Þér dettur líkt í hug eins og mér, þegar ég kom hingað í fyrsta sinn; ég sagði við sjálfan mig: Margt hefur guð minn góður smiðað betur en nesið að tarna. En mikil eru verkin mannanna, og heldur en ekki er það staðarlegt að líta yfir Víkina; en ekki get ég sagt þér mikið til húsanna; ég þekki fæst af þeim, nema þetta er dómkirkjan, sem stendur þarna rétt við tjörnina, og garður jarlsins hérna megin við lækinn, og sannast er um það, að margt skipast á mannsævinni; þetta var ,,tugthús“ í minu ungdæmi, þá sat Jóhann stríðsmaður og Jóhannes limur þar við lítinn kost, og hélt enginn, að það mundi verða aðsetur landshöfóingjans. Hérna til hægri handar sér þú fyrst móhraukana, sem þeir tönglast og tyggjast um sem gaddhestar um illt fóður; en það eru laugarnar, sem þarna rýkur upp úr; haganlega er þeim fyrir komió, þar getur maður þvegið af íslenzkuna; og nú man ég ekki meira að sýna þér hérna megin við fjörðinn nema Laugarnes og Viðey, eyjuna þarna stóru; fjallið aó tarna, það er Esjan, hún er enn þá eins og guð hefur gjört hana; og þetta er hann Bárður karlinn Snæfellsás, sem blasir þarna við hafið, en ekki skaltu hneykslast á því, þó hann fari aftan að siðunum og snúi hingað bakinu að höfðingjunum; en settu þig nú niður, lagsmaður, hérna á bekkinn, ég á eftir að segja þér nokkuð, sem ég veit, en þú veizt ekki, af því þú ert ókunnugur hérna syðra; settu þig niður! Æ, segðu mér það einhvern tíma seinna, sagði Indriði og horfði upp eftir melunum og sá, að stúlkurnar, sem þeir höfðu séð áður, voru snúnar aftur og voru þegar komnar aö vörðunni; ég vil, að við göngum nú heim aftur og vitum, hvort ekki er búið að bera á borð fyrir okkur morgunverðinn. Það er og satt, ég er orðinn matlystugur aftur, þó ég gleypti laxinn í gær, sagði Sigurður og stóð upp aftur, en þarna eru stúlkurnar þínar komnar aftur; ég vissi það, að þær mundu fara hér um aftur; en hvaða lafalúði er það, sem kominn er í fylgi með þeim? Láttu mig sjá! Það er líkt honum kaupmanni Möller, já, það er enginn annar en hann! Nú, er þetta kaupmaður Möller? sagöi Indriði og brá nokkuð viö, svo að Sigurður tók eftir því og lítur framan í hann og segir: HOGNI HREKKVI3I Þekkir þú kaupmann Möller? Nei, en ég hef heyrt hans getið, sagði Indriði og leit aftur til þeirra Sigríðar, rétt i því þær gengu fram hjá vörðunni. Indriði þekkti þá glöggt, að annar kvenmaðurinn var Sigríður. Þekkir þú kvenmanninn, lagsmaður? Hvernig getur þú hugsað, að ég þekki hana? sagði Indriði. Ég þekki engan mann hérna syðra. Ég spyr þig að því, af þvi mér heyrðist þú segja áðan, að hún væri lík stúlku, sem þú hefðir þekkt fyrir austan. Já, en nú sé ég, að það er ekki sem ég hélt. Það var líklegra, en hitt sé ég, að kaupmaðurinn þekkir hana. Guð gæfi, að ég væri danskur eins og hann. Sérðu ekki, hvernig hann hoppar og skoppar kringum þær, eins og hann sé á hjólum? Þetta kemur sér nú vel við stúlkurnar, að tarna. Æ, hvað varðar mig um það, sagði Indriði fremur önuglegur í svari. Það getur verið, lagsmaður. En hvað kemur til, að mér sýnist þú lítir eins illilega til hans eins og þig sárlangaði til að berja hann? Hvers vegna ætti mér að geta dottið það í hug? sagði Indriði. Hann hefur ekki gjört mér neitt illt, manntötrið, það ég viti. Meðan þeir ræddust þetta við, höfðu þeir gengið ofan af vörðunni og héldu nú beina leið heim eftir stignum. Þær stöllur og Möller fóru spölkorn fyrir og þó svo langt, að ekki máttu þeir heyra orðaskil á því sem þau ræddust við. Sigríður hafði tekið barnið á handlegg sér, því það var orðið þreytt af gangin- um; en kaupmaður gekk rétt við hliðina á henni og Strákurinn sem lék á tröllkarlinn Þegar strákur kom aftur til konungshallarinnar með silfurendurnar sjö, var mjög vel tekið á móti honum, og öllum líkaði enn betur við hann en áður og sjálfur konungurinn sagði, að þetta hefði verið vel gert, að ná öndunum, en bræður hans öfunduðu hann enn meira en áður, og svo fundu þeir upp á því að segja við hestagæslumanninn, að nú hefói strákur þóttst geta náð rúmteppinu tröllkarlsins, ef hann bara langaði til, en í því voru tveir gulltiglar og tveir silfurtiglar, og hestagæslumaðurinn var heldur ekki seinn í þetta skipti að segja konunginum frá þessu. Konungur sagði þá við strákinn, að bræður hans hefðu sagt, að hann væri maður til þess að ná í rúmteppið risans, og nú yrði hann að gera það, annars yrði hann tekinn af lífi. Piltur svaraði, að hann hefði hvorki hugsað né sagt neitt um þetta rúmteppi, en ekki stoðaði það, og svo bað hann um þriggja daga frest til þess að undirbúa sig, og fékk hann. Þegar þessir þrír dagar voru liðnir, reri hann aftur yfir um vatnið í troginu, lagðist í leyni skammt frá bústað tröllsins. Loks, er hann hafði legið all- lengi, sá hann að tröllkerlingar komu út með rúm- teppið, sem var með gulltiglum og silfurtiglum. Ætluðu þær að viðra teppið, en þegar þær voru komnar inn í hellinn aftur, læddist strákur að og tók teppið og reri burtu með það eins fljótt og hann gat. Þegar hann var kominn út á mitt vatnið, kom tröllkarlinn út og sá til hans. „Varst það þú, sem tókst silfurendurnar mínar sjö?“ hrópaði risinn. „Já-á,“ sagði strákur. „Hefirðu nú líka tekið rúmteppið mitt með silfur- tigli og gulltigli?“ V* 1 mm ineiimorgunkðífiiiu Siggi! Fyrir alla muni vertu ekki að þessu, þú ruglar alveg sumarleyf- unum fyrir okkur! Jæja læknir, nú sjáió þér að þetta er að koma. Vissulega er mér það ánægja þegar starfs- fólkið kemur til mín með vandamál sín, — en ég átti við í vinnutíman- um. Drengurinn er búinn að vera meó fiðluna í tvo mánuði og að strax þurfi að stilla hana?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.