Morgunblaðið - 13.05.1975, Síða 39

Morgunblaðið - 13.05.1975, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MAl 1975 39 — Cam Ramh Framhald af bls. 1 izt á að veita þjóðinni í Suður- Vietnam efnahagsaðstoð og muni hún á þessu ári láta I té olfuafurð- ir, tilbúinn áburð, vöruflutninga — og fólksbifreiðir, lyf, matvæli vefnaðarvöru og fleira. 9 1 dag skrifar bandarfska stór- bfaðið The New York Times, að Sovétstjórnin hafi farið fram á það við stjórn Norður-Vietnams að hún fái leyfi til að nota hina miklu flug- og flotahöfn við Cam Ranh flóa f Suður Vietnam. Bæki- stöð þessi, sem Bandarfkjamenn byggðu upp á sfnum tfma, var hertekin af hermönnum Norður- vietnama og Viet Cong sfðustu daga átakanna f Suður-Vietnan. Hermálafréttaritari blaðsins, Drew Middleton, kveðst hafa þessa frétt eftir heimildum innan hersins og hermi þær, að ósk um afnot af bækistöð- inni hafi verið send frá Moskvu til Hanoi. Að því er Middleton segir mundi aðgangur Sovétmanna að Cam Ranh flóa verða tengiliður, við deildir sovézka flotans á Kyrrahafi og Indlandshafi. I sömu grein segir Middleton það skoðun banda- riskra hernaðarsérfræðinga, að Norður-Vietnam verði nú mesta herveldi í Suðaustur-Asíu og muni fá mikil pólitísk áhrif þar um slóðir. Eftir því sem TASS- fréttastofan upplýsir hafa hátt- settir embættismenn frá Hanoi og Moskvu setið á rökstólum undan- farið um hina nýju stöðu í Vietnam. Forystu í þessum um- ræðum hafa þeir haft Mikhail Suslov, hugmyndafræðingur sovézka kommúnistaflokksins og Nguyen Duy Trinh, aðstoðarfor- sætisráðherra stjórnarinnar i Hanoi. — Sjórán Framhald af bls. 1 jáhúar 1968. Áhöfn þess, 83 mönnum, var haldið í fangelsi í 11 mánuði. 1 marz 1970 gerðist það hins vegar, að tveir menn af áhöfn bandarísks flutningaskips, „Columbia Eagle“, neyddu skip- stjóra þess til að sigla til Kompong Som, sem þá hét Sihanoukville. Skipið flutti vopn sem áttu að fara til Thailands og stjórn Kambodiu skilaði því inn- an þriggja vikna. Þá hefur skipataka þessi í dag minnt fréttamenn á atburðina í Tonkin-flóa, sem leiddu til vax- andi íthlutunar Bandaríkja- manna í Vietnam 1964. — Andóf Framhald af bls. 1 teknar fyrir það geta nú tæpast tekið við fleirum, þar eru samtals um 39.000 manns, en búizt er við 60—70.000 flóttamönnum til við- bótar á næstu vikum. Jafnframt fjallar utanríkismálanefnd öld- ungadeildar bandariska þingsins um óskir Fords forseta um fjár- veitingar til aðstoðar flóttafólk- inu og er gert ráð fyrir að því máli verði hraðað mjög í þinginu. Samkvæmt REUTERS-frétt frá Singapore hafa sex skip með s- víetnamska flóttamenn farið þaðan með leynd áleiðis til S- Vietnams. Samkvæmt tilkynn- ingu stjórnvalda í Singapore óskaði fólk þetta frekar að fara heim en standa andspænis þeirri óvissu, sem útlegð í ókunnu landi hefði i för með sér. Talið er, að um 2—300 manns hafi verið með þessum skipum og munu þetta fyrstu flóttamennirnir sem snúa aftur h.eim. I dag kom til mótmælaaðgerða I Thailandi þriðja daginn í röð gegn víetnömsku flóttafólki þar. Hafa andófsaðgerðir þessar verið bundnar við bæinn Sakon Nakhon og ekki beinzt gegn þeim flóttamönnum sem nýlega komu til Thailands, — þeir eru nú orðnir aðeins 4—500 talsins — heldur gegn þeim nær 70.000 flóttamönnum frá Vietnam sem flutzt hafa til Thailands frá þvi Vietnam var skipt árið 1954, að lokinni Indó-Kína styrjöldinni við Frakka. Hefur meirihluti þessa fólks setzt að i norðausturhluta Thailands. — Teng Framhald af bls. 1 Evrópu gegn hvers konar yfir- gangi af hálfu Sovétrikjanna, þar sem Pekingstjórnin óttist, að Sovétstjórnin muni snúa sér að því að þjarma að nágrönnum sín- um I Austri þegar hún hafi búið um sig í Vestri, eins og hún telur þörf. Líklegt var talið, að Teng mundi kanna áhuga Frakka á væntanlegum leiðtogafundi Öryggismálaráðstefnu Evrópu, sem Sovétstjórnin hefur mikinn áhuga á. Frakkar hafa einir þjóða Vestur-Evrópu, sýnt leiðtoga- fundarhugmyndinni sérstakan áhuga. — Ólafur Framhald af bls. 2 að mæta henni. Hafði sú ráðstöf- un það 1 för með sér, að veruleg töf varð á afgreiðslu frílistavara, þar á meðal bifreiða. 3. Rétt er að taka fram, að enda þótt um frílistavörur sé að ræða og gjaldeyrisafgreiðsla vegna þeirra gangi við eðlilegar kring- umstæður fljótt fyrir sig, jafnvel á einum degi, getur slík afgreiðsla tekið lengri tíma í gjaldeyrisvið- skiptabönkunum, þó aðstæður eigi að vera eðlilegar. Td. er álag á gjaldeyrisafgreiðslur bankanna mjög misjafnt. Jafnvel við eðli- legar aðstæður getur þvi skapazt misræmi milli gjaldeyrisvið- skiptabankanna varöandi það, hve fljótt er afgreitt. Við óeóli- legar aðstæður er að sjálfsögðu mun meiri hætta á slíku misræmi og þar getur gjaldeyrisstaða hvors viðskiptabanka um sig haft áhrif. Það var ekki um að ræða neitt misræmi i ákvörðun gjaldeyrisyf- irvalda á umræddu tímabili. Allar ákvarðanir gjaldeyrisyfirvalda um aðgát í gjaldeyrisafgreiðslum giltu jafnt fyrir báða gjaldeyris- viðskiptabankana. Ég sé því ekki ástæðu til neinna sérstakra ráð- stafana af minni hálfu vegna þess sem fyrirspyrjandi hefur gert hér að umtalsefni. Af því að bifreiðar eru nefndar er rétt að taka fram, að gjaldeyrir er afgreiddur til um- boða en ekki einstaklinga. Gjaldeyrisyfirvöld mismunuðu því ekki einstaklingum eða fyrir- tækjum við gjaldeyrisafgreiðslur. Það misræmi er skapaðist, er mun likara þvi, er einn banki verður að draga meira úr útlánum en annar vegna f járskorts. — Verkföllin Framhald af bls. 40 er frá 1. júlí til 30. júní og reiknað er með að komi til notkunar. Nú dregst framleiðslan saman, en talsverð óvissa er rikjandi vegna verðhækkunar á áburði og því ekki ljóst, hver raunveruleg sala verður þrátt fyrir pantanir manna. Er því talsverðum erfið- leikum háð að spá um áhrifin á þessari stundu. Hins vegar er vor- ið mjög seint á ferðinni og því gæti verið að bændur bæru á seinna en annars hefði orðið.“ Hjálmar sagði að þegar hefði verið afgreiddur frá verksmiðj- unni svo til allur áburður, sem fara átti á hafnir umhverfis land allt og aðeins væri eftir mjög tak- markað magn, sem fara ætti á hafnir hér I næsta nágrenni, m.a. Borgarnes, en aðalhlutinn er sá sem eftir er að afgreiða á bíla og fara á hér á suðvesturhorn lands- ins og á Suðurland. Talsverðar birgðir eru til hjá verksmiðjunni og sagðist Hjálmar í sjálfu sér ekki hafa enn áhyggjur af því, þótt framleiðslan félli niður f nokkra daga. Slfkt ætti ekki að valda miklum skakkaföllum fyrir landbúnaðinn, því að þegar sé svo mikið búið, að á heildina litið skipti það ekki öllu máli. Félagar í verzlunarmannafé- lögum fylgja ekki öðrum stéttar- félögum að og hafa þeir ekki boð- að verkföll hjá verksmiðjunum. Hjálmar sagði að skýring þess væri sú, að starfsmat fyrir verzl- unarfólkið hefói dregizt og hefði ekki verið tilbúið á sama tíma og starfsmat fyrir aðra starfsmenn. Sagði Hjálmar að nóg verkefni væru fyrir skrifstofufólkið að vinna nú um háannatima verk- smiðjunnar við eðlilegar að- stæður. Hið eina sem fyrir þá sem nú vinna í Gufunesi er óþægilegt og óvanalegt er hin háværa þögn, sem yfir verksmiðjunni hvílir. Vésteinn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar, sagði, að áhrif verkfallsins á rekstur verksmiðjunnar færu öll eftir því, hve langt verkfallið yrði. Tekizt hefði að afgreiða allt það sem nauðsynlega þurfti að afgreiða áður en verkfallið skall á. Framleiðslutap verksmiðj- unnar á sólarhring er um 70 tonn. Víglundur Þorsteinsson hjá B.M. Vallá sagði að steypa yrði til hjá fyrirtækinu til annars kvölds, þ.e. þriðjudagskvölds og sagði hann þetta vera sömu sögu hjá öllum þeim aðilum, sem seldu steypu, aðeins gæti skakkað nokkrum klukkustundum á þvi, hvenær steypan þryti. Víglundur sagði að verkfallið kæmi á versta tíma ársins, þegar framkvæmdir væru að færast 1 aukana. Samn- ingafundur f deilunni er ekki boð- aður fyrr en á miðvikudag og sagði Víglundur að sér litist fremur ógæfulega á það — slfkt lofaði engu góðu. Hann kvað erfitt að mæla það tjón, sem steypustöðvarnar yrðu fyrir, en Ijóst væri að það ylli þeim þung- um búsifjum og þá sérstaklega eftir svo erfiðan og strangan vetur. Víglundur sagði: „Þetta verk- fall lamar allan byggingariðnað- inn á nokkrum dögum. Iðnaðar- menn’ detta út, jafnóðum og þeir ljúka sínum verkum, t.d. tré- smiðir uppslætti, og eftir tiltölu- lega skamman tíma geri ég ráð fyrir að 1.500 til 2.000 manns verði atvinnulausir á byggingar- markaðinum, ef ekki fæst lausn á deilunni," sagði Viglundur. — Reykjavíkur- flugvöllur Framhafd af bls. 40 á öllu innanlandsflugi í gær og hefði margsinnis orðið að senda farþega heim. Siðan hefði lokun vallarins skollið á með stuttum fyrirvara og ekki önnur úrræði verið fyrir hendi en beina flug- vélum félagsins til Keflavíkur og flytja farþegana til Reykjavíkur með bflum. Þetta eru fyrstu meiriháttar vandræðin sem skapast vegna yf- irvinnubanns flugumferðarstjóra á Reykjavíkurvelli, sem staðið hefur nú um nokkkurn tíma. — Saltfiskur Framhald af bls. 2 pesetar pr. kg. fyrir utan 7% toll- inn, sagði Tómas. Sjálfir framleiða Spánverjar 50—60 þús. lestir af saltfiski ár- lega og selja nokkuð af þessu magni til annarra landa, en inn- anlandsneyzlan er um 70 þúsund tonn. Portúgalir neyta um 80 þús. lesta á ári, Grikkir um 8 þús. lesta. Italir neyttu 34 þús. lesta fyrir nokkrum árum, en það er talið hafa minnkað niður í V4, Brasilíubúar neyta um 50 þús. tonna, þjóðirnar við Karabíska hafið um 30 þús. tonna og Frakk- ar munu borða um 25 þús. tonn af saltfiski áriega. Alls er heims- framleiðslan talin vera um 300 þús. tonn og allur saltfiskur sem vérkaður er i heiminum er feng- inn úr N-Atlantshafinu, þannig að veiði og veður mun ávallt ráða nokkru um framboð og eftir- spurn. Viðmiðunargjöld á útborguðum saltfiski, eftir að greitt hefur ver- ið í Verðjöfnunarsjóó eru nú 245 krónur pr. kg. á stórfiski, 217 kr. á millifiski og 187 kr. á smáfiski og er hér miðað við svonefndan „eitt fisk“. Síðan er greitt i hlutfalli eftir gæðaflokkum. Til þess að ná þessu útborgunarverði þarf sala pr. 1 tonn af saltfiski aó ná 1600 dollurum. Ef salan er hærri fara 75% áf umframverðinu í Verð- jöfnunarsjóð, en aðeins 25% til uppbóta a fiskverð. Meðan þetta fyrirkomulag er haft verður ekki hægt að hækka fiskverð mikið. En samtals munu saltfiskverkendur þurfa að greiða á milli 40 og 50% af söluverðmæti í alls konar út- flutningsgjöld, sem er heimsmet. Þeir Tómas, Helgi og Valgarð sögðu, að um.þessar mundir væru söluhorfur ekki góðar og á Spáni t.d. væru óseldar birgðir og Spán- verjar sjálfir hefðu selt saltfisk til annarra landa. Þá hefur heyrst að Færeyingar eigi 6—8 þús. tonn af saltfiski óseld. Þá sögðu þeir, að staða væri erfið um þessar mundir. Allt hefði gengið vel fram til 15. marz en eftir þann tima hefðu samn- ingar vart verið gerðir. Markaður- inn hefði verið á uppleið siðan 1969, eftir lægðina miklu 1968. Nú hefði dæmió snúist við og á meðan óseldar birgðir væru til í heiminum væri það ekki bjart. Hinu mætti þó ekki gleyma, að framleiðslan í Noregi yrði nú minni en í fyrra, svipuð í Færeyj- um, en Danir væru allt í einu komnir inn i spilið og seldu þeir ávallt litið magn i einu. Um framleiðsluna það sem eftir væri ársins sögðu þeir, að í fyrra hefði hún verið 12. þúsund tonn frá 1. júní til áramóta, sem hefði verið óvenjumikið, en allt árið 43.300 tonn, og 1973 38 þús. lestir. Um þessar mundir eru 240—250 saltfiskverkendur í landinu. — Magnús Framhald af bls. 3 Eg vonast einlæglega til að bréf þetta muni gera okkur kleift að halda áfram því sam- starfi okkar, sem ég met svo mikils, og að við munum verða vitni að skjótri frHnkvæmd áætlunar, sem að mínu áliti er mjög þýðingarmikil fyrir efna- hag lands míns. Með mínum bestu kveðjum, yðar einlægur, Iðnaðarráðherra. Gylfi Þ. Gíslason sagði, að þingflokkur Alþýðuflokksins hefði samþykkt fyrir sitt leyti að iðnaðarráðherra skrifaði þetta bréf. Mál hefðu hins vegar þróast þannig, að hann hefði ekki talið sig hafa nægi- legan þingstyrk til þess að skrifa bréfið og hefði hann skýrt frá þvi i umræðum á Alþingi fyrir skömmu, að hann hefði tilkynnt Union Carbide, að hann gæti ekki ábyrgzt, að nauðsynleg heimildarlöggjöf yrði samþykkt á Alþingi. — Sveinn Framhald af bls. 15 auðnast að láta margt gott af sér leiða í þeirri framsókn íslenzku þjóðarinnar til betra lífs, sem hann hefur átt svo mikinn þátt í að móta. Undir þessar kveðjur og árnaðaróskir viljum við hjónin nú taka og óskum Sveini til hamingju á sjötugsafmælinu. 12. maf 1975 Davfð Olafsson. I gær 12. maí, varð Sveinn Benediktsson sjötugur. Hann hef- ur um hálfrar aldar skeið verið forustumaður í síldarútveg og öðrum sjávarútvegsmálum lands- manna. Þegar ég kynntist Sveini fyrst árið 1926, var ég háseti á línuveið- aranum Ólafi Bjarnasyni með hinum mikla aflamanni Bjarna heitnum Ólafssyni sem hafði mik- ið álit á Sveini og gerði hann að umboðsmanni sinum á Siglufirði, eins og margir fleiri Sunnlend- ingar. Á þessum árum voru afköst sildarverksmiðjanna mjög lítil, og flestar voru þær í eigu útlendinga og erfiðleikar á þvi að fá löndun. Einnig voru vandkvæði á því að koma síldinni í salt. þegar mikið veiddist, og greiðsla þá oft óviss, i þessum örðugleikum sýndi Sveinn hvað í honum bjó. Hann fylgdist manna bezt með því, sem fram fór í landi hvað öll viðskipti snerti, og ekki siður með því, sem var að gerast á sildarmið- unum. Þau ár sem ég var háseti og siðar stýrimaður á 1/v Ólafi Bjarnasyni var Sveinn ávallt, þeg- ar lagt var að landi, kominn fram á bryggjuna til þess að taka á móti skipinu, hvort sem var á nóttu eða degi, og hafði þá ráðstafað aflan- um eins og bezt hentaði á hverj- um tíma. Sama mátti segja um önnur skip, sem hann var um- boðsmaður fyrir. Hinir erlendu verksmiðjueig- endur notuðu sér af því, þegar mikið aflaðist að þrýsta bræðslu- síldarverðinu niður dag frá degi, svo þeir greiddu í mörgum tilfell- um ekki nema þriðjung af upp- haflegu verði, ef sildarhrotan stóð lengi. Sveinn lenti oft í harðri baráttu við hina erlendu eigend- ur. Sást þá hvaða töggur voru i honum aðeins 22 ára gömlum. Hann stöðvaði löndun fyrir það smánarverð, sem boðið var, og sendi skipin til löndunar í Krossa- nesverksmiðjuna við Eyjafjörð, sem greiddi fullt verð. Jafnframt beitti Sveinn sér manna mest fyrir því að koma í framkvæmd tillögu Óskars Hall- dórssonar frá 1924, um að rikið reisti Síldarverksmiðjur ríkisins. Fyrsta verksmiðjan var byggð 1929—1930, og tók til starfa sum- arið 1930. Sveinn Benediktsson var skip- aður i verksmiðjustjórnina af þá- verandi atvinnumálaráðherra Tryggva Þörhallssyni, sem full- trúi ríkisstjórnarinnar. Síðan hefur Sveinn átt sæti í stjórn S.R. að undanskildum 3 árum. For- maður stjórnarinnar hefur hann verið frá árinu 1944. Hefur hann verið kosinn formaður stjórnar- innar 11 sinnum, en kjörtímabil verksmiðjustjórnarinnar er 3 ár. Sýnir endurkjór hans glögglega það traust, sem samstarfsmenn hans í stjórninni bera til hans. Sildarverksmiðjur ríkisins færðust i aukana undir forustu Sveins Benediktssonar og urðu umsvifamesta fyrirtæki lands- manna meðan sildveiðar héldust. Sveinn veitti Sildarleitinni for- ustu um áratugaskeið með ágæt- um árangri. Hefi ég oft undrazt framsýni hans. Það er eins og hann viti fyrirfram ýmislegt sem á eftir að gerast bæði á sjó og i landi. Gæti ég sagt mörg dæmi um hvernig hann löngu fyrirfram gat sagt hvenær síldin myndi koma á hin ýmsu sildarmið við Norður- og Austurland, og það jafnvel upp á vissan mánaðardag. Við sölu afurða S.R. hefur sama framsýni komið í ljós. Þessir eiginleikar Sveins ásamt dugnaði og framkvæmdasemi hafa fært þjóðinni ómetanlegan hagnað. Sveinn Benediktsson er einn duglegasti og ráðhollasti maður, sem ég hef kynnzt um mina daga. Hann er mikill mannþekkjari og hafa fyrirtæki, sem hann hefur haft forustu fyrir, notið góðs af því við ráðningar til ábyrgðar- starfa. Sveinn er mjög raunsýnn maður og laus við óskhyggju, en á henni hefur mörgum manninum orðið hált. Hann setur mál sitt jafnan skýrt fram í ræðu og riti, enda hefur hann á sínum langa starfsferli verið meðal helztu áhrifamanna i sjávarútvegsmál- um landsmanna. Á þessum tímamótum óska ég honum og hans góðu konu, Helgu Ingimundardóttur, og afkomend- um þeirra allra heilla. Njáll Þórðarson skipstjóri Sjötugur er i dag (12. maí) þjóðkunnur maður, Sveinn Bene- diktsson. Eg kynntist Sveini fyrir 23 árum norður á Raufarhöfn, er hann var þar umsvifamikill sildarsaltandi. Sú vinátta, sem þar var stofnað til, átti sér rætur í eldri vináttu okkar fjölskyldna. Örlögin hafa ráðið þvi, að ég hefi síðan átt mikil samskipti og sam- vinnu við Svein og hefur aldrei skugga borið á það samstarf, þótt viðhorfin hafi á stundum ekki verið þau sömu hjá báðum, enda er aldursmunur mikill og lifs- staða ólik. Sveinn er forsjáll maður, fram- sýnn og gáfaður og umfram allt raunsær. Ótímabær óskhyggja og draumórar eru honum fjarri skapi. Hann er mikill vinur vina sinna. Sveinn metur réttsýni mikils og eru undirlægjuháttur, hræsni og uppgerðargóðmennska eiginleikar andstæðir eðli hans. Sveinn hefur náð tökum og valdi á sinu lífsumhverfi af eigin rammleik og orðið af sjálfum sér það stórveldi, sem alkunna er. Má hann vera stoltur af. Ég óska honum langlifis og góðra ævidaga. Vonast ég til að njóta hans vináttu og trausts um ókomin ár. Jón L. Arnalds.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.