Morgunblaðið - 23.05.1975, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1975
15
indi. Þá koma þeir, sem and-
leg spektin er gefin, sr. Þórir og
sr. Jón Auðuns. Annar kvað að
nokkru hafa helgað mér ræðu í
hljóðvarpi á uppstigningardag.
Hinn sallar á mig breiðsíðu í
Morgunblaðinu. Jafnvel dr. Jakob
Jónsson, sem ég til þessa hef
metið meir en flesta aðra predik-
ara þessa lands, fær ekki stillt sig
um að sneiða að mér í sjónvarpi á
sunnudagskvöldi, auk þess sem
hann í stuttri blaðagrein gefur
mér föðurlega ábendingu um að
halda hér í Skálholti þess konar
námskeið fyrir guðfræðinga, sem
ég fyrir nokkrum mánuðum aug-
lýsti, að fram færi nú í sumar.
Loks er að geta viðtalsins við Guð-
mund Einarsson. Og meira er ef-
laust i vændum.
Ég er ekki bardagafúsari en al-
mennt gerist. Þar af leiðandi
kynni einhver að ætla, að nú væri
kominn tími til að leggja niður
skottið, biðja „sálarrannsóknar-
menn“ afsökunar á stórum orðum
í þeirra garð, — og draga sig síðan
i hlé. Það eru takmörk fyrir því,
hve lengi einstaklingur fær borið
það á herðum sér að vera „mest
skammaðurmaðurá Islandi," eins
og einn af grönnum mínum komst
að orði nýverið.
Allt um það mun afsökunar-
beiðni fyrir farast að sinni.
Víst var ég stórorður í garð
„sálarrannsóknamanna." En nú
hef ég fengið þau orð öll endur-
goldin með vöxtum og vaxta-
vöxtum. Mun nú ekki hallast á,
hvorki um „stóryrtar fullyrðing-
ar“ né „ærumeiðingar,“ — svo að
vitnað sé i grein sr. Þóris
Stephensen.
Eitt er það enn, sem gerir það
að verkum, að samvizkan kvelur
mig ekki að ráði né knýr mig til
að knékrjúpa „sálarrannsókna-
mönnum“.“ — Ég réðist aldrei að i
þessari hreyfingu í eiginlegum
„f jölmiðli", — í nútfmamerkingu
þess orðs. Grein mfn birtist í
fyrirferðalitlu tímariti, sem að
jafnaði er keypt og lesið að fáum.
Hún var fáum ætluð, og aidrei var
það markmið mitt, að efni grein-
arinnar kæmist í hámæli. Þar
hafa aðrir um vélt, — fréttamenn
og hefðarkelrkar ýmsir. Munu
„sálarrannsóknarmenn “ sjálfir
ekki vera með öllu saklausir af
þeirri „fjölmiðlun.“ Geta þeir því
sjálfum sér um kennt, ef þeir
þykjast hafa orðið fyrir öþægi-
legu aðkasti I augsýn alþjóðar.
VI
„Stóryrtar fullyrðingar" og
„ærumeiðingar“ einkenna grein
mína, — að dómi sr. Þóris
Stephensen. Ein er þó sú bardaga-
aðferð, sem mér hefur sézt yfir,
þegar margnefnd grein var rituð:
Ég gleymdi algjörlega öllum þeim
beinum hótunum og atvinnurógi.
Þar hefur sr. Þórir hins vegar
orðið mér snjallari. Skal nú það
því vikið að lyktum.
Sr. Þórir Stephensen lýkur at-
hugasemdum með því að skjóta
máli sínu til „þjóðarinnar." Þessi
aðili er hvattur til að „taka af-
stöðu" til þess, sem „koma skal
frá hinu forna höfuðsetri ís-
lenzkrar kristni,“ — Skálholti. —
Þjóðin er beðin að „átta sig... í
tfma“ (leturbr. min).—
E.t.v. sýna þessi orð betur en
allt annað, hversu ólíkt við höf-
umst að, ég og sr. Þórir. Ég hef
aldrei ætlað mér þá dul að hvetja
„þjóðina" til eins eða neins í
trúarefnum. Satt að segja mundi
ég ekkert eftir „þjóðinni," þegar
ég skrifaði kirkjuritsgreinina al-
ræmdu.
Þess vegna kom ég lika af
fjöllum, þegar ég var beðinn um
að birta greinina í heild i Morgun-
blaðinu. Slíkt hlaut ég að af-
þakka. Greinin var alls ekki
skrifuð „þjóðinni." Viðmiðun mín
var miklu takmarkaðri en svo.
Ég hafði i huga þann fámenna
hóp landsmanna, sem lesið hefur
guðfræði.
Ahugi minn beinist að öðru en
hugðir sr. Þóris. Hann vill
safna „þjóðinni“ til átaka. Mér
þykir vænt um trúarhugmyndir.
Þær skipta mig meiru en allt
annað. Satt að segja eru þess kon-
ar hugmyndir hversdagslega ofar
í huga mér en „þjóðin." Ann ég
þó „þjóðinni" alls hins bezta, —
og „þjóðin" vonandi mér, — þótt
illa sé ég ræmdur í svip!
Af þessum ástæðum hirði ég
heldur ekki um að svara árásum
efnislega í áheyrn „þjóðarinnar."
Ég hef engan áhuga fyrir því, að
margir lesi orð mín af litlum
skilningi. Hitt væri mér kært, ef
Kaffi pk. 109 kr?
(Strásykur 1 kg. kr. 210
Gr. baunir Ora 1/1 kr. 130
Smjörlíki 1 stk. kr. 138
Hveiti 10 Ib. kr. 397
Ritskex kr. 86
Yfir 20 teg. af kexi á kjarapöllum
Fiskibollur 1/2 kr. 88
|C-11 3 kg. kr. 571
Dilkakjöt í heilum skrokkum.
Úrbeinað hangikjöt á kjarapöllum
Cocoa Puffs og Cheerios
á kjarapöllum
OPIÐ TIL KL. 7 í KVÖLD
OG TIL KL. 12 Á MORGUN
Kostaboð á
kjarapollum
KJÖT OG FISKUR
SELJABRAUT 54.S1MI: 74200
einhverjir yrðu til að lesa þau af
nokkrum skilningi.
Annað mál er svo það, ef þau
„þjóðin" og sr. Þórir sameinast í
einhvers konar baráttu gegn Skál-
holtsstað vegna þess eins, að ég
sit hér. Þá kynni nú um siðir að
setja hroll að skolla!
Þeir hafa löngum verið at-
kvæðamenn, þeir lærðu Stephen-
senar. Á dögum Leirgerðar litu
þeir á ísland allt sem eins konar
ættaróðal sitt, en þjóðina sem
hjúalið.
Þessi tilhneiging virðist vera
ættgeng. Og óneitanlega fer um
mig hrollur, þegar ég hugsa til
þess dags, er sr. Þórir Stephensen
þeysir í hlað með „þjóðina“ upp á
vasann, — til þess að stugga mér
af Skálholtsstað!
Nú vill svo til, að mér er mjög
annt um þá menn, er reistu stað
þennan úr rústum, meðan sr.
Þórir Stephensen sat á tali við'
framliðna. Þessara manna vegna
vil ég ekki, að Skálholt áfalli
smán sakir Kriststrúar minnar.
Mun ég þvi að öllum líkindum
flýja inn á Kjöl, þegar dagur reið-
innar rennur upp og þeir
Stephensenar ríða hér upp
traðirnar, — margir ættliðir, —
stiftamtmenn og landshöfðingjar,
konferenzráð og klerkar, — að
ógleymdri „þjóðinni," sem á þeim
degi mun fylkja sér um foringj-
ann, — sr. Þóri dómkirkjuprest.
Einhvern tíma hefði það raunar
þótt tíðindum sæta, ef „þjóðin“
hefði tekið höndum saman gegn
einhverjum þeim, er heima átti í
Skálholti, fyrir það eitt, að sá
hinn sami lét i ljósi efasemdir um
það, að evangelisk-lúthersk
kristni ætti samleið með þvi kyn-
lega blandi forneskjulegrar þjóð-
trúar og úrkynjaðrar dulspeki, er
í dag gengur undir nafninu spír-
itismi." En tímarnir breytast.
Nú hvetur dómkirkjuprestur í
Reykjavík „þjóðina'* til að taka
afstöðu gegn svo háskalegum efa-
semdum.
Taka afstöðu, — f tfma! Skilst
fyrr en skellur i tönnum, sr.
Þórir! Ef brottför min af Skál-
holtsstað er markmið þitt og
annarra þeirra, er slegið hafa upp
máli þessu í blöðum og hrakið það
langt úr leið, má að vísu vera, að
þið fáið vilja ykkar framgengt um
síðir.
Þó skal á það bent, að þeim
málarekstri mun tæpast ljúka á
einni dagstundu. Og óvíst er, hver
ríður hugþyngstur heim frá leikn-
um að lyktum.
Þess vegna kann og að vera
ástæða til, að þú gerir a.m.k. eina,
heiðarlega tilraun til að skilja
mælt mál, — útúrsnúningalaust
og án þess að gera öðrum upp
hugmyndir, sem aldrei var að
finna i þeirra höfði, — áður en
þú reiðir ryðgaða bredduna til
hins síðasta höggs!
Með þökk fyrir birtinguna.—
Skálholti, annan hvítasunnudag,
Heimir Steinsson.
g::ða
vöruhynning
Ko:
mió í búðina og’ brag’óió
g::ða -ÓÐALSPYLSU
og fáió uppskriftir!
verður í Hagkaupi Skeifunni 15,
föstudaginn 23. maí frá kl. 4—7 síðdegis.
Þar munu húsmæórakennarar á vegum Kjötiónaóarstöðvar
Sambandsins kynna nýjungar frá stöðinni og gefa
ráðleggingar um matreiðslu.
Goða vörurnar eru framleiddar
við bestu aðstæður og undir
ströngu eftirliti eigin rannsókna-
stofu.
' ............
Gl-jÐI
fyrirgóóan mat
Nákvæmni
Öryggi
Ending
TRESMIÐAVELAR
Ma. fyrirliggjandi:
Hjólsagir - Fræsarar - Bútsagir
Matarar