Morgunblaðið - 23.05.1975, Síða 16

Morgunblaðið - 23.05.1975, Síða 16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MAl 1975 LÚKASAR GUÐSPJALL 1 1 Margir hafa tekið sér fyrir hendur að færa í sögu viðburði þá, er 2 x gjörst hafa meðal vor, eins og þeir menn hafa látið til vor berast, 3 er frá öndverðu voru sjónarvottar og síðan gjörðust þjónar orðsins. Fyrir þvi réð eg það líka af, eftir að eg hafði rannsakað alt kostgæfilega frá 4 upphafi, að rita fyrir þig samfelda sögu uin þetta, göfugi Þeófílus. Með þeim hætti verður þú sjálfu^^|j«ta^^canga úr skugga um áreiðanleik þeirrar frásögu, sem þú 5 A dögum Heródes^ nafni Sakaría, af fl< 6 Elísabet. Voru 7 öllum boðum og að Elísabet var ób 8 ^En svo bar yið hjörtum feðra til b 18 að búa Drotni altýg'j get eg vitað þetta 19 á efra aldur. Og sem stend frammi ' 20 þér þessi gleðitíðii talað til þess dags, 21 orðum mínum, serri eftir Sakarfa, og þe 22 En er hann kom út, gal mundi sýn séð hafa í 23 áfram mállaus. Og i til sín. 24 En eftir þ<?ssa daga 25 sér í fimm mánuði og hann leit til mín, til þess að 26 En á sétta mánuði var 27 Galíleu, sem heitir Nazaret, juppi prestur nokkur, að £Hin af Aron og hét hún fðu óaðfinnanlega eftir attu ekkert barn, því ra aldur. ptu frammi fyrir Guði, . [fars réttíátra, til þess ^Að engilinn: Af hverju J§|g kona mín er hnigin Ægftann: Eg er Gabríel, ™ala við þig og flytja verða og ekki geta að þú trúðir ekki Og fólkið beið dvaldist í musterinu. 'skildu þeir þá, að hann _ eim bendingar, og var Sii liðnir, fór hann heim þunguð, og hún leyndi Drottinn gjört við mig, er na í augum manna. sendur frá Guði til borgar í til meyjar. er var föstnuð manni, sem 111 llisyjai, C1 28 Jósef hét, af ætt Davíðs, en mærin hét María. Og engillinn kom inn til hennar og sagði: Heil vert þú, sem nýtur náðar Guðs ! Drottinn sé 29 með þér. En henni varð hverft við þessi orð og tók að hugleiða, 30 hvílík þessi kveðja væri. Og engillinn sagði við hana: Vertu óhrædd, 31 María, því að þú hefir fundið náð hjá Guði. Og sjá.^þú munt þunguö 32 verða og fæða son; og þú skalt láta hann heita JESÚM. Hann mun 16 Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Það hefur verið með nokkurri forvitni, sem listskoðendur hafa iagt leið sína í Galerie Súm undanfarið, því að i blóra við allar fullyrðingar um, að félagsskap- urinn hafi verið eða væri að leysast upp, opnuðu þeir skyndi- lega samsýningu laugardaginn 10. maí, — að sjálfsögðu í hinum sí- gildu húsakynnum sínum í bak- húsinu að Vatnsstíg 3. Raunar mun hafa komið fram sú tillaga á fundi, að Ieggja félagsskapinn niður, þar sem hann teldist hafa lokið hlutverki sínu, og mun til- lagan hafa hlotið nokkurn hljóm- grunn, en sennilega mun einmitt flutningur tillögunnar hafa orðið til þess að blása nýju lífi í félags- skapinn og er það vel, því að slíkir listhópar eiga fullan rétt á sér. Sé listhópur einungis stofnaður um ákveðið þema, er það réttlæt- anlegt að leggja hann niður, þegar markinu er náð og þröngur hópur einstaklinga á ekki lengur samleið um skoðanir og markmið. En SUM var aldrei þröngur hópur með sameiginlegt grundvallar- markmið né sameiginlega stefnu- skrá, heldur hópur einstaklinga með mismunandi skoðanir, sem vildi hræra upp í islenzku listlífi og taldi sig ekki eiga samleið með FlM (Félagi íslenzkra mynd- listarmanna), sem þeim fannst andvana og staðnað. SUM— félög- um tókst aldrei að koma sér sam- an um ákveðna stefnuskrá, og skoðanir þeirra hafa jafnan verið æði sundurleitar og mikið deilt innbyrðis á köflum, og þótt deilur séu bæði hollar og nauðsynlegar slíkum félagsskap, álít ég, að hin lausmótaða stefna hafi verið og sé veikleiki þeirra. Ég veit fleira um SUM, sem ég kæri mig ekki um að fjalla um í stuttum listdómi, og því hvika ég ekki frá þeirri upp- runalegu skoðun minni, að félags- skapurinn hafi verið stofnaður til einskonar andófs við FlM og til að hrista upp í íslenzkum félagsmál- um innan myndlistar. Þrátt fyrir allar tilraunir félagsmanna til að andmæla þessu i heyrandi hljóði og opinberlega og nú síðast i hinni veglegu sýningarskrá sam- sýningarinnar, þá afsanna þeir um leið fullyrðingar sínar með stöðugum ófrægingarglósum í garð F.I.M. Og svo ekki sízt með ástæðulausri úrsögn sinni ur FlM. En kjarnin í þessu er sá, að ég legg þeim það ekki til lasts að hafa stofnað þessna Iisthóp til að storka eldri kollegum sínum, slíkt er einmitt heilbrigður ungæðis- háttur, en þeir veikja bæði sjálfa sig og móðurfélagið, ef þeir ætla að standa utan við heildarsamtök myndlistarmanna. Einnig tel ég það vel mögulegt, að listhópar innan heildarsamtakanna bjóði samtökunum byrginn, telji þeir þess þörf sterku málefni til fram- dráttar. Sýning SÚM-félaganna er fyrsta samsýning þeirra hérlendis sl. 3 ár, en í millitíðinni hafa þeir víða sýnt erlendis með misjöfnum árangri, en sé það ástæðan til ágerðs slappleika þeirra á heima- vígstöðvum á undanförnum árum, verður það að teljast misráðið, því að slíkt mótlæti á einmitt að stappa i þá stálinu, — láta ekki deigan síga... Meginþema SÚM 1975 er til- raun til samstarfs meðal ungs myndlistarfólks á jaínréttis- grundvelli og jafnframt könnun á -því hvórt jarðvegur sé fyrir á- framhaldandi starfsemi í svipuð- um dúr og verið hefur. “ Þetta er mjög gilt þema, en lengi má spyrja, hvort ungt myndlistarfólk þurfi endilega að miðast við aldurstakmörk, því að þar er sjálf listasagan mjög ósammála t.d. er alkunna að margir af höfundum módernismans hneigðust ekki að algjörri framúrstefnu fyrr en á miðjum aldri, og hvort var J.M. W. Turner eldri eða yngri sem myndlistarmaður, þegar að hann stóð á tvítugu eða um sextugt, svo einhver dæmi séu tekin? Þvi er hér stórum réttara að tala um myndlistarfólk ungt að árum, en ekki slá kaflaskiptingum föstum hvað ævi myndlistarmanna á- hrærir. Sýningin SUM 1975 getur ekki talizt um margt frábrugðin fyrri sýningum nema að í þetta skipti fá þeir ekki myndir lánaðar úr safni eða að til stuðlan Diter Rot, velunnara félagsskaparins og á- hrifavalds. Þetta veikir sýning- una nokkuð, en þó hvergi nærri svo sem margur gæti ætlað, og verður það að teljast nokkur styrkur. Það er vissulega for- vitnilegt að ganga um sali og virða fyrir sér hinar ýmsu tilraun- ir heimspekilegra viðhorfa til lífs- ins og tilverunnar og merkilegt er, að hið unga listafólk, er hér um ræðir, stendur lítt eða ekkert að baki hinum lengra komnu hvað hugmyndir snertir, en á tækni- lega sviðinu standa þau framar, svo sem Jón Gunnar, Þorbjörg Höskuldsdóttir . og Hildur Hákonardóttir, en yfirburðir þeirra eru, þótt undarlegt sé „malerísks" eðlis að þessu sinni. Magnús Tómasson og Níesl Haf- stein sýna og góð vinnubrögð. Athygli vekur Gufulest" Þórs Vigfússonar fyrir það, hve fólk á erfitt með að hemja börn sín í návist hennar. Hér er verkefni fyrir leikvallanefnd. . . Nefna má einnig ágæt leiktjöld og sviðsteikningar Sigurjóns Jóhannssonar, sem setja svip á umhverfið og atferlis- atriði Þuríðar Fannberg, sem ég missti því miður af, og ljósmyndir af því gefa ekki sjálfa stemninguna. Fleira mætti tina til, en ég sleppi því að sinni og vænti þess að geta ítarlegar fjallað um hin ýmsu fyrirbrigði. á sýningunni, næst er félagsskapurinn kveður sér hljóðs og staðfestir enn frekar tilveru sína. Ágúst Jónsson skrifar fréttapunkta frá Noregi: Osló, 1 1 apríl 1975 Olia og aftur olia er það sem Norðmenn ræða mest um þessa dagana og hafa vissulega ærna ástæðu til. Nú fyrir skömmu urðu þeir sjálfum sér nógir með þennan dýrmæta orkugjafa og útflutning- ur er þegar hafinn til annarra landa. Noregur er á góðri leið með að verða nýtt Kuwait i norðri. Skattar hafa verið lækkaðir og bilið sem myndast i fjárhirzlum r’kisins skal brúað með oliunni og á fleiri sviðum hafa þeir tekið sér forskot á sæluna, lifa á væntan- legum oliutekjum, en eru að visu eðli sinu samkvæmir og fara sér hægt i sakirnar. Sú kreppa, sem i auknum mæli mæðir hinn vestræna heim hefur ekki algjörlega sneitt framhjá Noregi, en olian hefur gert það að verkum að öll vandamál eru við- ráðanlegri. Atvinna er næg. þökk sé oliunni. en til að tryggja Norð- mönnum örugga atvinnu fá út- lendingar. aðrir en norrænir, ekki lengur atvinnuleyfi i landinu. Heimskreppan hefur mest bitnað á úthafsflota Norðmanna, sem stöðugt fær minni verkefni og fleiri og fleiri hinna stóru skipa liggja bundin við bryggju. í niður suðuiðnaðinum hefur sömuleiðis verið við ýmis vandamál að etja og mörg hinna minni fyrirtækja hafa mátt gjöra svo vel og leggja upp laupana. Stærri fyrirtækin hafa dregið saman seglin og fækkað starfsfólki. Léleg vetrarvertíð Vetrarvertíð Norðmanna hefur vægast sagt gengið illa það sem af er árinu. Gæftir voru með ein- dæmum slæmar til að byrja með og kom það einkum illa niður á loðnuveiðunum, en auk þess hefur minni fiskur verið á miðunum en áður. Hefur aflinn í vetur verið frá 1 5% og allt upp í 30% minni en undanfarin ár. Loðnuveiðarnar hófust á svipuð um tíma og í fyrra, en veður voru slæm og djúpt á dreifðum torfun- um. Um miðjan marz höfðu fiskast 1.871.045 hektólítrar af loðnu á móti 2.175.107 hl á sama tíma í fyrra. Aðeins lítill hluti þessa afla hafði verið frystur og litlar líkur taldar á því, að Norðmönnum tæk- ist að frysta upp I samninga við Japani um sölu á 10.000 tonnum af frystri loðnu. Þorsk-, ufsa- og ýsuafli var um miðjan marz rúmlega 25% minni l ár en á sama tíma í fyrra — sem þó var lélegt ár. Höfðu fiskast rúmlega 22 þúsund tonn, en i fyrra 30 þúsund tonn. Ríkisstjórnin ákvað nýlega að veita sjávarútvegnum 8.1 milljarð ísl. króna í styrk. Af þessari upp- var tekið af dagskrá og Lenín var mikið þrætuepli á þessu þingi og staða hans í skipulagningu þessa marxíska flokks. Norski Kommúnistaflokkurinn stendur í rauninni einn gegn hinum flokk- unum þremur innan SV og ekki kæmi á óvart þótt flokkurinn klofnaði opinberlega er SV heldur á ný fund um sameiningarmálin með haustinu. Nú nýlega sendi Kreml svo kommúnískum kolleg- um sínum boð um að þeir skyldu ekki standa að tilurð hins nýja flokks. Borgaraflokkarnir vinna að þvf að mynda sterka heild gegn Wmm Dagfinn Várvik. Kuwait norðursins? hæð skulu 3.5 milljarðar notast til að rétta stöðu þeirra er stunda þorskveiðar. Rækjuveiðimenn skulu fá 150 milljónir og til sild- veiða veitti ríkisstjórnin 4.5 milljarða. Þar af eru 3.5 milljarðar hugsaðir sem lán til þessarar greinar sjávarútvegsins. Ástæðurnar fyrir þessum styrkjum eru aukinn útgerðarkostnaður, slæmir markaðir og lélegur afli. Átök í norskum stjórnmálum Mikil átök hafa verið i norskum stjórnmálum i vetur. Þeir flokkar sem lengst standa til vinstri og gengu til siðustu kosninga (1973) undir nafninu Sósíalíska Kosn- ingabandalagið (SV) héldu lands- þing sitt fyrir mánuði siðan. Aðal mál þeirrar samkomu var sam- eining flokkanna fjögurra i einn flokk. Ekki gekk sú sameining andskotalaust, en á endanum var þó nýr flokkur stofnaður og fékk nafnið Sósíaliskur vinstri flokkur. Afgreiðslu helztu deilumála flokksbrotanna var frestað til haustsins. Mál eins og afstaða hins nýja flokks til Sovétrikjanna Verkamannaf lokknum, sem er langstærsti flokkur Noregs. Helg- ina 4.—6. april héldu Hægri flokkurinn, Kristilegi þjóðarflokk- urinn og Miðflokkurinn ársþing sin og helzta málið á þingunum þremur var aukm samvinna á hægri vængnum. Voru Hægri og Kristilegir á eitt sáttir um að starfa sem ötullegast að sterkri breiðfylkingu borgaraflokkanna. Á þingi Miðflokksins urðu hins vegar hatrammar deilur um þetta mál og stöðu flokksins i norskum stjórnmálum. Svo fóru þó leikar að formaður flokksins, Dagfinn Várvik, vann sigur. Er hann fylgjandi samvinnu borgaraflokk- anna og hafa leiðtogar flokkanna þriggja þegar komið saman til um- ræðna um niðurstöðu flokksþing- anna og f ramtiðaráætlanir um samvinnumálin. Hætt er þó við að Miðflokkurinn verði reikull i þessari samvinnu. Á þingi Kristilega þjóðarflokks- ins sagði Lars Korvald af sér sem formaður flokksins og var Káre Kristiansen kosinn I hans stað. Erling Norvik var endurkjörinn, sem formaður Hægri og Várvik sem formaður Miðflokksins. Verkamannaflokkurinn heldur flokksþing sitt 18.—20. þessa mánaðar og er þess beðið með mikilli eftirvæntingu hér i Noregi. Ljóst er að Tryggve Bratteli for- sætisráðherra tekur ekki endur- kjöri sem formaður flokksins og ekki er Ijóst hver eftirmaður hans verður. Ýmsir hafa verið nefndir til starfans, en sem stendur eru þeir Reiulf Steen, varaforma ður flokksins, og Oddvar Nordli, leið- togi þingflokksins, taldir iiklegast- ir. Fleiri hafa verið nefndir, en upp á siðkastið hefur nær eingöngu verið deilt um þessa tvo og barátt- an er i algleymingi. Ekki er aðeins barist bakvið tjöldin, heldureinnig i öllum norskum fjölmiðlum og þá ekki sizt i hinum fjölmörgu blöðum sem fylgja Verkamanna- flokknum að málum. Trúboðarnir í norska útvarpinu Norska útvarpið hefur verið mikið gagnrýnt i vetur, meira en nokkru sinni áður. Aðallega er það sjónvarpið sem ráðist hefur verið á og sjaldan hafa norskir þing- menn verið eins innilega sammála og þegar rætt var um sjónvarpið á Stórþinginu fyrr i vetur. Virtur stórþingsmaður sagði þá m.a. i ræðu að þegar starfsmenn sjón- varpsins hættu að lita á sig sem fréttamiðlara, en færu i staðinn að flytja eigin skoðanir og kynna eigin hagsmuni þá væri hið hlut- lausa norska sjónvarp komið inn á hættulegar brautir. Ógeðfelldastir væru þó þeir, sem létu trúboðs- starfsemi sina lita út sem hiut- lausa og málefnalega. Það er ekkert nýtt að deilt sé á sjónvarp og útvarp i norska þing- inu og venjan verið sú að stjórnar- andstaðan hefur verið óánægð. Að þessu sinni voru þó allir á eitt sáttir, nema nokkrar hjáróma raddir þingmanna þeirra er til- heyra litlu flokkunum lengst til vinstri. Það sem mörgum þing- manninum þótti verst i samband við starfsfólk sjónvarpsins var að sama var hversu mikla gagnrýni það fengi, það hefði engin áhrif. — Maður hefur það á tilfinning- unni að gagnrýninni sé aðeins tekið með þvi að yppta öxlum, sagði einn þingmanna. Það er norska Stórþingið sem er æðsti stjórnandi norska útvarps- ins og fyrir nokkru lauk útvarps- nefnd á vegum þingsins við tíl lögugerð um framtiðarskipan norska útvarpsins. Er þar m.a. mælt svo fyrir að sett skuli á laggirnar klögunefnd, sem afgreiði kærur og athugasemdir, sem fram kunna að koma á útsendingar sjónvarps og hljóðvarps. Skal nefnd þessi skipuð tveimur starfs- mönnum útvarpsins og einum lög- fræðingi skipuðum af þinginu. Starf nefndarinnar skal vera að dæma um það hvort brot hafi verið framin á starfsreglum út- varpsins. Niðurstöður nefndar- innar skulu ekki vera bindandi. Er þessi klögunefnd sniðin eftir sænsku fyrirkomulagi í sambandi við útvarpið þar I landi. Þá leggur útvarpsnefndin einnig til að útvarpsstjórinn skuli ekki gegna starfi lengur en I átta ár. Norska útvarpið er allt öðru vlsi byggt upp en það islenzka. Þannig Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.