Morgunblaðið - 23.05.1975, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MAl 1975
Hér eru þau Ingveldur Einarsdóttir og Ægir Sigurjónsson við borð þar sem
komið hefur verið fyrir sýningarmunum þeirra
Eins og sjá má á myndunum fást börnin við fjölbreytileg verkefni. Áherzla er
lögð á að glæða sköpunargleðina og láta þau ráða sem mestu, bæði hvað
snertir val verkefna og vinnsluna. Hér er Hjörtur Gunnarsson með muni sína.
,Jíún mmruna
œtti bara að
sjámignúna”
REYKJADALSSKÓLA í Mosfells
sveit var slitið í síðustu viku og
var þá jafnframt haldin sýning á
vinnu nemenda í vetur.
í vetur voru nemendur 10 að
tölu, allir hreyfifatlaðir.
Við áttum stutt viðtal við Svan-
hildi Svavarsdóttur, sem verið
hefur skóiastjóri Reykjadalsskóla
frá upphafi, en þetta er sjötta
starfsárið. Svanhildur sagði, að
megintilgangurinn með skólastarf-
inu væri tviþættur, — annars
vegar að veita bóklega kennslu og
svo að þjálfa huga og hönd.
Börnin í Reykjadalsskóla standa
flest að baki jafnöldrum sínum
hvað snertir andlegan þroska, en
Svanhildur telur, að það eigi í
mjög mörgum tilfellum rót sína að
rekja til þess, að þau hafi ekki
fengið nauðsynlega þjálfun frá
upphafi Kveður hún framfarirnar,
sem börnin taka á ótrúlega
skömmum tíma í skóianum, styðja
þessa skoðun sína. Þá segir hún,
að foreldrar og aðrir í nánasta
umhverfi barnanna geri venjulega
of mikið af því að vernda þau og
hlífa þeim við hvers konar erfiði,
sem þau séu þó fær um að inna af
hendi, aðeins ef þau fá nauðsyn-
lega þjálfun og uppörvun.
Svanhildur sagðist þó vera á
þeirri skoðun að þetta væri að
breytast með aukinni fræðslu og
breytingu á hugarfari. Hún sagði
okkur sögu af einni telpunni, sem
fékk það verkefni nýlega að
þurrka ryk og taka til í skólanum.
Telpan undi sér mjög vel, fórst
verkið vel úr hendi og sagði svo:
„Hún manna ætti bara að sjá mig
núna, — aldrei fæ ég að gera
neitt svona skemmtilegt þegar ég
er heima."
Svanhildur sagðist verða þess
vör þegar börnin koma f skólann
að loknu sumarleyfi, að þeim
hefði mörgum farið talsvert
aftur yfir sumarið. Hún sagðist
bæði kenna þar um þvi, að
heimilisfólkið gerði of mikið af því
að vernda börnin, og tímaskorti.
„Tökum til dæmis fatlað barn,
sem búið er að læra að borða
sjálft," segir Svanhildur. „Það
tekur vissulega klukkutfma fyrir
það að borða matinn sinn, og
óhjákvæmilega sullast mikið
niður. Það er skiljanlegt að á flest-
um heimilum sé oft ekki tími til að
bfða eftir því að barnið hafi lokið
við að borða, og svo þarf að þrífa í
kring þegar þetta er búið. Hins
vegar er það svo mikilvægt fyrir
Frá starfi
Reykjadals-
skóla og
skólaslitum
barnið að geta sjálft bjargað sér,
að það er mikið á sig leggjandi. "
„Annars býr þessi þarfa stofnun
við mikið óöryggi," heldur Svan-
hildur áfram. „Við vitum enn ekki
hvort skólinn verður starfræktur
hér næsta vetur, þvi að ætlunin er
að hafa deildir fyrir hreyfifötluð
börn í Hlíðaskóla næsta vetur."
Ein móðirin, sem við hittum,
segist ekki vera viss um að deildir
i Hlíðaskóla geti gegnt sama hlut-
verki og Reykjadalsskóli a.m.k.
ekki fyrir öll börn. Hún segir:
„Það er svo margt annað en
kennsluaðstaða, sem kemur til
greina fyrir þessi börn. Dóttir mín
verður t.d. að vera þar sem
hjúkrunaraðstaða er fyrir hendi,
og svo þarf húsnæðið að vera allt
á einni hæð, ef vel á að vera. Það
er lika svo mikils virði að vita af
börnum hér — umönnun öll og
kennsla er eins og bezt verður á
kosið."
í Reykjadalsskóla hafa verið 10
nemendur í vetur. Þar starfa 2
kennarar, auk skólastjóra. 3
ólærðar fóstur eru við skólann, 1
stúlka er við næturvörzlu, en auk
þess kemur sjúkraþjálfari tvisvar í
viku.
Styrktarfélag lamaðra og fatl-
aðra stofnaði Reykjadalsskóla.
Sumardvalarheimili er starfrækt i
skólanum. Þá fer þar aðeins fram
líkamleg þjálfun, en engin bókleg
kennsla.
Þessar skólasystur unnu að því í sameiningu að gera líkan að sveitabýli, sem
þær kalla Svartagil. Frá vinstri, María Sveinbjörnsdóttir, Guðrún Arnbjörns-
dóttir, sem hlaut hæstu einkunn við skólann í vor, Hildur Haraldsdóttir og
Sigriður Sigþórsdóttir
Menningar-
vikan hafin
Siglufirði, 21. maí —
HÉR i gærkveldi var haldin
fyrsta skemmtun á menningar-
viku Siglfirðinga og þótti öllum
viðstöddum hún takast mjög vel,
bæði ræðuhöld, söngur og tónleik-
ar. Fimm félagar úr Sínfóníu-
hljómsveitinni heimsóttu Sigl'
firðinga og léku hér.
Mjög gott veður er hér og mun
menningarvikan halda áfram 1
kvöld. — mj.
Skipaður dóm-
andi í Kjaradómi
FJAftMALARÁÐHERRA Skipaði
í gær Jón G. Tómasson, skrif-
stofustjóra, dómanda í Kjara-
dómi, sbr. lög nr. 46/1973, 15. gr-i
og ákvæði til bráðabirgða í þeim
lögum. Jón er skipaður dómandi í
stað Jóhannesar Elíassonar,
bankastjóra, sem lézt nú fyrir
skömmu.
Skipun Jóns G. Tómassonar
gildir frá 15. maí 1975 til 30. sept.
1977, eða sama tima og annarra
dómenda í Kjaradömi, sem skip-
aðir voru frá 1. október 1973.
♦ ♦ ----
Þeyta trompeta í
Vestmannaeyjum
JÓN Sigurðsson trompetleikari er
nú um tima i Vestmannaeyjum að
þjálfa Lúðrasveit Vestmannaeyja.
Er það m.a. liður í undirbúningí
sveitarinnar fyrir Lúðrasveita-
mótið á Húsavík í sumar, en þang-
að fer LV með dixielandband
innifalið í sjálfri Lúðrasveitinni.
----------------
Vortónleikar
í Keflavík
TÓNLISTARSKÓLANUM >
Keflavík verður slitið 24. maí kl. 5
s.d. í Stapa. Þá fara einnig fram
síðustu vortónleikar nemenda að
þessu sinni. A tónleikunum koma
fram hljómsveitir skólans svo og
nokkrir einleikarar. Tónlistar-
skólinn í Keflavík er 8 mánaða
skóli og i ár hafa um 200 nemend-
ur stundað nám í skólanum og
kennarar verið 12. Skólastjóri
tónlistarskólans er Ragnar
Björnsson.
(Fréttatilk.)
HL ASÍ kom í veg fyrir aðild
BSRB að vísitöluviðræðunum
I SAMNINGAVIORÆÐUM, sem
Bandalag starfsmanna ríkis og
bæja hefur undanfarið átt við
fulltrúa fjármálaráðherra um
kaup og kjör opinberra starfs-
manna hefur samninganefnd
handalagsins lagl höfuðáherzlu á
tvennt — að vísitöluuppbót verði
að nýju greidd á laun og að BSRB
verði fuflgildur aðili að viðra'ð-
um um endurskoðun vísitölu-
grundvallarins og framtídarnotk-
un K-vísitölunnar. Bandalagið
var reiðubúið að gera bráða-
birgðasamkomulag, er va'ri bæði
miðað við þá samninga, sem gerð-
ir hafa verið til bráðabirgða af 9
manna nefnd ASl og einnig öðr-
um stéttafélögum að undanförnu.
Þetta kom fram á blaðamanna-
fundi, sem stjórn Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja efndi
til í gær, þar sem hún kynnti
stöðu samningaumleitana, er
kjaradeilan fór i kjaradóm hinn
15. maí. Hefur kjaradómur svo
sem komið hefur fram í fréttum
Mbl. frest til þess að skila úr-
skurði sínum til 15. júní næstkom-
andi. Þeir Kristján Thorlacius,
formaður stjórnar BSRB, og
Haraldur Steinþórsson, fram-
kvæmdastjóri bandalagsins,
sögðu að ríkisvaldið hefði gert
bandalaginu gagntilboð, sem ein-
skorðað var við samkomulag 9
manna nefndar ASÍ, en sam-
kvæmt því yrðu greiddar launa-
bætur frá 3,4% (i 23. launa-
flokki) til 21,5% (i 10. launa-
flokki) miðað við 5. þrep í launa-
stiganum. Sögðu þeir félagar að
þetta hefði átt að koma upp í hina
stórfelldu kjaraskerðingu, sem
orðin er, og er þá láglaunauppbót-
in frá síðastliðnu hausti talin
með. A laun þar fyrir ofan kæmi
engin uppbót. Samkvæmt gild-
andi reglum um útreikning K-
vísitölu, sögðu þeir, að hún væri
nú 179,03, en eins og kunnugt er
er samkvæmt lögum greidd verð-
lagsuppbót samkvæmt K-visitölu
106,18. Ættu því laun að hækka
um 68,61%, ef ákvæði kjarasamn-
inga heföu fengið að halda sér.
Tóku þeir dæmi um mann, sem
haft hefur eina milljón í árstekj-
ur. Laun hans á grundvelli vísitöl-
unnar hefðu því rýrnað um
686.100 krónur á ársgrundvelli.
A blaðamannafundinum kom
fram, að ef bandalagið hefði geng-
ið að tilboði ríkisins, hefðu öll
hlutföll í launastiga opinberra
starfsmanna raskazt mjög veru-
lega. Hefðu laun t.d. i 15 og 16.
launaflokki orðið hin sömu (5. og
6. launaflokkur hjá Reykjavíkur-
borg), og laun í 22. og 23. launa-
flokkí hefðu orðið alveg sama
krónutala. Töldu þeir félagar að
slík röskun hefði mjög óheppileg-
ar afleiðingar, en um 95% af
félagsmönnum BSRB taka laun
samkvæmt 10. til 24. launaflokk,
en 5%, sem þá vantar á, dreifast á
flokkana frá 25. flokki til B-2.
Opinberir starfsmenn eru reiðu-
búnir að taka á sig hluta af efna-
hagsvanda þjóðarinnar, en telja
að byrðunum verði að skipta jafn-
ar og réttlátlegar á alla aðila þjóð-
félagsins, en gert hefur verið.
Á fundinum kom fram, að ríkis-
stjórn var fús til þess að veita
fulltrúum BSRB fulla aðild að
viðræðunum um endurskoðun
vísitölugrundvallarins og fram-
tíðarnotkun vísitölunnar. Leitaði
ríkisstjórnin eftir samþykki aðila
hins frjálsa vinnumarkaðar, en
Alþýðusamband Islands taldi sig
ekki reiðubúið að samþykkja
aðild BSRB, þar eð ASÍ hafði ekki
mótað eigin stefnu ímálinu.BSRB
telur samstarf við ASÍ eðlilegt og
æskilegt, en telur þá löggjöf, sem
byggir á því að kjarasamningar
annarra, m.a. ASÍ, sníði stakkinn
i kjaramálum félagsmanna BSRB,
úrelta með öllu.
Kristján Thorlacius gagnrýndi
harðlega fjölmiðla fyrir að hafa
látið undir höfuð leggjast að
skýra almenningi frá því, hvað
við tæki, er kaupstöðvunarlögin,
sem sett voru í haust og tóku við
af bráðabirgðalögum frá því í júni
í fyrra, féllu úr gildi. Hann kvað
svar við þessari spurningu, sem
brynni á vörum allra launþega,
hafa komið fram á Alþingi rétt
fyrir þingslit, þar sem inn í gömlu
lögin hefði ve’rið bætt setning-
unni: „og þar til heildarsamtök
aðila vinnumarkaðarins hafa sam-
ið um annað ...“. Með þessu hafi
kaupstöðvunin verið framlengd
eða þar til ótilgreind heildarsam-
tök vinnumarkaðarins hefðu kom-
ið sér saman um fyrirkomulag
verðlagsbóta. Kvað Kristján þetta
sérstaklega snerta opinbera
starfsmenn og koma mjög hart
niður á þeim, en kjarasamningur
þeirra er i gildi til 1. júlí 1976 og
er óuppsegjanlegur. Hins vegar
geta aðilar óskað endurskoðunar
hans og hefur BSRB gert það.
Formannaráðstefna BSRB, sem
er ráðstefna sem um 60 manns
sitja, verður haldin dagana 2. til
4. júní næstkomandi og verður
þar staðan í kjaramálum rædd og
stefna bandalagsins mótuð í
kjaramálum. Þar verður og tekin
ákvörðun um uppsögn samninga,
sem verður að hafa átt sér stað
fyrir 1. september. Kristján Thor-
lacius sagði að einnig yrði rædd
á ráðstefnunni spurningin um
verkfallsrétt opinberra starfs-
manna, en þann rétt kvað hann að
sínum dómi vera helzta hags-
munamál sambandsins í dag-
Ekki vildi hann svara því, hvort
bandalagið tæki sér einhliða slík-
an rétt, um það hefði ekki verið
tekin ákvörðun og slík ákvörðun
yrði aðeins tekin eftir mjög ítai'-
lega könnun meðal félagsmanna
BSRB á skoðunum þeirra í þeim
efnum. Slík könnun hefði ekki
farið fram, en málið yrði á döfinni
á formannaráðstefnu bandalags-
ins í sumar.
Loks skýrði Haraldur Stein-
þórsson frá útreikningi kjara-
rannsóknanefndar á kaupmæH1
opinberra starfsmanna. Ilann
sagói að miðað við grunninn 1Ú°
frá árinu 1968 hefði kaupmáttur-
inn farið upp í 166 á fyrsta árs-
fjórðungi 1974 og í árslok 1974
hefði hann verið kominn niður >
133. Samkvæmt spá fyrir 1. maí er
kaupmáttur launa opinberra
starfsmanna kominn niður >’
og mun nú vera að nálgast markm
100 eða það ajgjöra lágmark, sem
hann hefði komizt í á síðasta ára-
tug. Um sams konar tölur fýr1^
aðra launþega sagði Haraldur a<
kaupmáttur launa þeirra hefð
hæst komizt í töluna 144, en 1-
maí hefði hann verið kominn ni°'
ur í 115 eins og kaupmáttur launa
opinberra starfsmanna.