Morgunblaðið - 23.05.1975, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MAt 1975
19
FYRST KVENNA A EVEREST — Mynd þessi er af Junko Tabei, 35
ára japanskri konu, sem kleif hæsta fjallstind heims. Mt. Everest,
nú fyrir skömmu, — fyrst kvenna. Leiðangur hennar var eingöngu
skipaður konumfyrir utan leiðsögumenn og þessi mynd var tekin 1.
maí sl., þar sem hún var að,.taka á móti einni af fylgdarkonum
sínum, er hún kom birgðum hlaðin til búða leiðangursins í 21.000
feta hæð. Leiðsögumaður Junko Tabei síðasta spölinn upp á tind
Everest, sem er 29.028 fet, var sherpinn Ang Tenzing, en þangað
komust þau 16. maí sl.
Vaxandi atvinnu-
leysi í OECD-ríkjum
paris, 22. maí.
REUTER
NYRRj skýrslu frá Efnahags- og
Þróunarstofnuninni — OECD —
emur fram, að atvinnuleysi fer
Barbara Hep-
ivorth látin
St. Ives, Englandi,
21. maí — Reuter.
RARBara Hepworth hinn frægi
Þfezki myndhöggvari, lézt í gær-
kvöldi, 73ja ára að aldri. Eldur
^om upp á heimili hennar og var
ekki vitað um orsök hans. Bar-
Þara Hepworth var talin einn
remsti myndhöggvari Bretlands
hlaut margháttaða viðurkenn-
|ngu um ævina og eru verk henn-
á söfnum og sýningum í
'Jöldamörgum löndum.
Barbara Hepworth og Henry
Moore voru saman við nám 1920
°8 um hrið vann hún i samvinnu
^10 rúmenska myndhöggvarann
Brancusi og málara á borð við
Mondrian, Braque og Picasso.
vaxandi og þjððarframleiðsla
minnkandi í aðildarlöndum henn-
ar.
Þar segir m.a., að vænta megi
enn 1—1!4% samdráttar í þjóðar-
framleiðslu á þessu ári, en á fyrri
heimingi ársins hafi samdráttur-
inn numið 5—6% miðað við síð-
ustu 18 mánuði þar á undan.
Fjöldi atvinnulausra í löndun-
um 24, sem aðild eiga að OECD,
jókst um helming á einu ári, fór
upp í 14 milljónir manna, sem er
um 5% af heildarvinnuafli OECD
ríkj anna.
I skýrslu þessari, sem lögó verð-
ur fram á ráðherrafundi samtak-
anna í næstu viku, kemur fram,
að í Bandaríkjunum, Þýzkalandi,
Frakklandi, Italíu og Bretlandi
hefur iðnaðarframleiðsla minnk-
að um 10—15%. Iðnaðarfram-
leiðsla Japana minnkaði um 20%.
Hins vegar telja sérfræðingar
OECD ýmislegt benda til þess, að
yfirstandaði lægð í efnahagslífi
þjóðanna sé að komast i lágmark.
Sömuleiðis hefur aðeins miðað í
rétta átt í baráttunni gegn verð-
bólgunni. Á árinu 1974 jókst verð-
bólgan um 15% en aukningin á
fyrstu fjórum manuðum þessa árs
hefur verið um 10%. Þó telja þeir
sig sjá merki þess, að atvinnuleysi
muni halda áfram að aukast um
hríð.
1 skýrslunni er gert ráð fyrir
því, að heildarsamdráttur í
alþjóðaviðskiptum verði á þessu
ári um 10%.
®aRBARA hepworth
V*NNl!R AÐ lista verki.
. prægasta verk hennar er minn-
lngarstytta hennar um Dag
Hammarskjöld, fyrrverandi fram-
^væmdastjóra Sameinuðu þjóð-
®nna, sem var afhjúpuð í New
"ork 1964.
Þingmenn í USA lýsa
stuðningi við lsraela
Washington, 22. maí — Reuter.
76 BANDARlSKIR öidungadeild-
arþingmenn af 99 þingmönnum
deildarinnar skoruðu á Ford for-
seta f bréfi sem birt var í dag, að
hætta banni á vopnasölu til
Israel. Bréfið var afhent forsetan-
um í gær og sögðu nokkrir þing-
mannanna á blaðamannafundi í
dag að því væri ætlað að sýna
rfkan stuðning við áframhaldandi
aðstoð við Israela á meðan endur-
skoðun stefnu Bandaríkjastjórn-
ar gagnvart Miðausturlöndum
stendur yfir. Þá er í bréfinu lýst
áhyggjum yfir því að fall banda-
mannastjórnar Bandaríkjanna í
Suður-Víetnam og Kambódíu
skuli túlkað sem fyrirboði þess að
Bandaríkjamenn muni draga úr
skuldbindingum sinum gagnvart
Israel qg öðrum bandamönnum.
Hubert Humphrey öldunga-
deildarþingmaður sagði á blaða-
mannafundinum að hann væri
reiðubúinn til að beita hjálpar-
áætlun Bandaríkjanna við erlend
ríki gegn hugsanlegum tilraunum
stjórnarinnar til að beita Israela
þvingunum með því að stöðva
vopnaaðstoð. Humphrey er for-
maður undirnefndar utanríkis-
málanefndar öldungadeildarinn-
ar sem fer með málefni erlendrar
aðstoðar.
Þingrof í
Finnlandi í
júníbyrjun?
Helsinki. 22. maí NTB.
FINNSKA íhaldsblaðið „Uusi
Suomi“ segir í dag, að finnska
ríkisstjórnin muni afhenda Uhro
Kekkonen, forseta lausnarbeiðni
sína í næstu viku, — og líklega
verði haldnar þingkosningar 21.
og 22. september nk. Er því hald-
ið fram af blaðsins hálfu að for-
setinn muni rjúfa þing í júníbyrj-
un.
Anderson
látinn
ElTT af vinsælustu tónskáld-
um Bandaríkjanna, Leroy
Anderson, lézt á sunnudag að
heimili sínu í Connecticut í
Bandaríkjunum, 66 ára að
uldri. Banamein hans var
•ungnakrabbi. Leroy Anderson
var mörgum tslendingum per-
sónulega kunnugur frá dvöl
sinni hér á landi á árum heims-
s*yrjaldarinnar síðari, er hann
var höfuðsmaður í bandaríska
uernum. Hann kunni íslenzku,
euda einstakur málamaður; var
sagt, að hann kynni til fulls
a-m.k. nfu tungumál.
Anderson var fyrst og fremst
LEROY ANDKRSON
kunnur fyrir létta músik — og
hann þótti hefja þá tegund tón-
Iistar á hærra stig en hún var á
um þær mundir, sem hann tók
að hasla sér völl. Þegar Sin-
fóníuhljómsveitin í Boston fór í
hljómleikaferð til Irlands
heyrðist t.d. í fyrsta sinn i
Evrópu Irlandssvíta hgns, sem
var byggð á gömlum írskum
þjóðlögum.
I könnun, sem samband
bandarískra sinfóniuhljóm-
sveita lét gera árið 1953, kom í
ljós, að tónverk Leroy Ander-
sons voru oftar flutt en
nokkurs bandarísks tónskálds
annars, — næst honum komust
Aaron Copland, George
Gershwin, Samuel Barber og
Richard Rodgers.
Meðal vinsælustu laga hans
má nefna Sleðaferð, sem hann
samdi i steikjandi sólarhita í
ágústmánuði, Bláa tangóinn,
sem af seldust um milljón
hljómplötur, Synkópuklukk-
una, Ritvélina og Sandpappir-
ballettinn.
Leroy Anderson var af
sænsku bergi brotinn. Foreldr-
ar hans fluttust til Bandarikj-
anna gagngert til þess að hann
gæti stundað nám við Harvard-
háskóla. Tónlistarmenntun
fékk hann þó fyrst i heimahús-
um, fyrst hjá móður sinni, sem
var organisti og kenndi honum
kornungum að leika á piánó, og
föður sínum, sem starfaði hjá
póstþjónustunni en kenndi
honum að leika á trompett, er
hann var 12 ára að aldri.
I Harvard lagði hann fyrst og
fremst stund á tónlistarnám og
tungumálanám. Enda þótt hann
stæði sig með prýði í tónlistar-
náminu og ynni styrk til að
ljúka meistaragráðu var hann
efins um að frami hans í tónlist
yrði sá, sem hann óskaði. Hann
lagði því meira upp úr mála-
náminu á næstu árum og tók
doktorspróf i norrænum mál-
um. Um 1935 var hann þó eftir
allt saman kominn á kaf í tón-
smíðar, útsetningarstörf og
hljömsveitarstörf og því hélt
hann áfram ósleitilega, þegar
frá eru skilin árin, sem hann
var i hernum, fyrst í heims-
styrjöldinni síðari, og siðan í
Kóreustríðinu. „Ég stefndi
aldrei að frægð og frama — né
fjáröflun,“ er haft eftir Leroy
Anderson — „ég gerði aðeins
það sem mig langaði til að gera
og það vildi svo til, að aðrir
höfðu einnig gaman af þvi.“
Shelepin
hraparúr
metorða-
stiganum
Moskvu, 22. maí. AP.
Moskvuútvarpið skýrir svo frá í
dag, að Alexander N. Shelepin
hafi verið leystur frá starfi sínu
sem yfirmaður sóvézku verkalýðs-
samtakanna — að eigin ósk, að
sagt var, — en ákvörðunin um
þetta var tekin á miðstjórnar-
fundi samtakanna. Virðist
Shelepin með þessu fallinn alger-
lega úr metorðasliganum sovézka,
í bili a.m.k., en hann var um tíma
talinn skæðastur keppinautur
Leonids Brezhnevs um völdin i
flokksforystunni. Shelepin, sem
er 56 ára að aldri, var yngsti með-
limur stjórnmálanefndar sovézka
kommúnistaflokksins, en þaðan
var honum vikið í sl. mánuði.
Shelepin . ar áður yfirmaður
sovézku leyniþjónustunnar og tal-
ið er, að hann hafi átt stóran þátt í
því að bola Nikita Krúsjeff úr
valdastóli á sínum tíma. Hann
fékk sæti sem fullgildur meðlim-
ur stjórnmálanefndarinnar að-
éins mánuði eftir fall Krúsjeffs
1964. Talið var, að hann hefði
reynt að ná einhverju af völdum
Brezhnevs i fiokknum þegar árið
eftir en mistekizt. Árið 1967 varð
hann yfirmaður verkalýðssam-
takanna.
Þegar Shelepin missti sæti sitt
hjá stjórnmálanefndinni var
hann nýkominn úr umdeildri ferð
til Bretlands, en þangað fór hann
i boði brezku verkalýðssamtak-
anna og hlaut misjafnar móttök-
ur. Kom til andófsaðgerða gegn
Sovétríkju"um meðan hann var i
Bretlandi og boðið honum til
handa var mjög gagnrýnt.
Við starfi Shelepins hjá verka-
lýðssamtökunum tekur Alexei V.
Viktorov.
Maserati
gjaldþrota
Mílanó, 22. mai — Reuter.
HLUTHAFAR i hinni heimsfrægu
ítölsku sportbilaverksmiðju Maserati
ákváðu i dag að lýsa fyrirtækið gjald
þrota eftir stórfellt tap á undanförnu
ári. Var ástæðan fyrir tapinu sögð
hinir almennu rekstrarerf iðleikar
bifreiðaiðnaðarins, ásamt tak-
mörkunum á ökuhraða í ýmsum
löndum, en verksmiðjan hefur sér-
hæft sig i gerð hraðskreiðra sport-
bíla. Árið 1969 hafði franska
bifreiðaverksmiðjan Citroen yfirtekið
meirihluta hlutabréfa i Maserati.
Framleiðsla Maserati hefur verið að
dragast saman smám saman að und-
anförnu og er nú lokun verksmiðj-
unnar í Modena, þar sem 900 manns
vinna, yfirvofandi.