Morgunblaðið - 23.05.1975, Page 21

Morgunblaðið - 23.05.1975, Page 21
21 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1975 ir. A hinn bóginn hefur þessum aðgerðum á engan hátt svipað til spásagnanna um fjöldaaftök- ur. (Snemma í maí skýrði Ford Bandaríkjaforseti frá því á blaðamannafundi, að áreiðan- legar fréttir hefðu borizt af af- töku 80—90 embættismanna i Kambódlu og eiginkvenna þeirra). Við sólarupprás fyrsta dag- inn sáust hermenn og flótta- menn streyma inn í borgina að greln i Y H. Schan- York Times ISidney II. Schanberg var fréttarit- ari The New York Times í Kambódíu I lokahrinu stríðsins. Hann var þar 17. apríl sl.. þegar Rauðu Khmerarnir hertóku höfuðborgina. Phnom Penh. og dvaldist þar um skeið, í fyrstu sem fangi kommúnista, en síðar sem flóttamaður í sendiráði Frakka. Hann var meðal fyrstu útlendinganna sem leyfi fengu til að halda til Thailands. Hann og aðrir fréttaritarar, sem tókst að kcmast undan, hétu því að skrifa ekkert um það, sem þeir höfðu upplif- að. fyrr en allir útlendingar, sem Kambódíumenn höfðu i haldi, hefðu verið látnir lausir. norðanverðu, og það var greini- legt, að varnarlinan að norðan hafði rofnað. Um þetta leyti fór ég inn á Hótel Le Phnom og hélt upp til herbergis míns á þriðju hæð. Ég gat mjög greini- lega fylgzt með undanhaldinu frá glugganum og sprengingar heyrðust um alla borgina. Kl. 6.30 skrifaði ég i vasabókina mína: „Borgin er að falla.“ Ýmsum spurningum er enn ósvarað m.a. vangaveltum um flokkadrætti, en strax á fyrsta degi varð það ljóst, að þær höfðu við rök að styðjast, því að á nokkrum klukkustundum skipuðust veður i lofti. Fyrstu hersveitirnar, sem réðust inn I borgina, höfðu glaðlegt og þægilegt yfirbragð, og fyrir vikið kölluðum við þær „mildu sveitirnar". Skyndilega hurfu þær, við fréttum siðar, að þær hefðu fallið i ónáð og verið afvopnaðar og leiðtogi þeirra yfirlýstur svikari, og ef til vill hafi þær ekki verið trúar for- sprökkum kommúnista. Þær sveitir, sem í stað þeirra komu, höfðu annað viðmót. Sumir her- mannanna voru vingjarnlegir, a.m.k. ekki fjandsamlegir, en það voru bersýnilega engar vöflur á þeim. Á augabragði hófust þeir handa um að tæma borgina, útbúnir sprengjum, skammbyssum og rifflum. Þeir kölluðu í hátalara eða beittu einungis eigin raddstyrk, þustu um göturnar, skipuðu fólki út úr húsum sínum og ógnuðu með vopnum, ef annað dugði ekki. í fyrstu héldum við, að þeir væru aðeins á höttum eftir ríku rekur fólk á brbtt frá Phnom Penh eftir töku borgarinnar fólki, en brátt komumst við að raun um, að hið sama gilti fyrir alla og göturnar fylltust harm- þrungnu fólki á leið út úr borg- inni. Bilarnir drápu á sér eða hjólbarðarnir sprungu, og voru skildir eftir. Fólk missti af sér ilskóna i þessum hrindingum og pústrum, og þeir lágu eins og hráviði út um allt til vitnis um mannþröngina, sem hafði farið um. Næstu daga, þegar við út- lendingarnir i Phnom Penh vorum lokaðir inni I franska sendiráðinu, heyrðum við eftir erlendum fréttastofum að kommúnistar hefðu fengíð fólk- ið á brott úr borginni með því að segja því, að Bandarikja- menn myndu hefja loftárásir á hana. Eigi að síður sögðu mér allir, sem ég hafði tal af, að eina ástæðan, sem þeim hefði verið gefin, væri sú, að það ætti að endurskipuleggja borgina, og þeir ættu að fara langt i burtu. Brottflutningarnir komust ekki á verulegan skrið fyrr en komið var fram undir rökkur. Nokkrum klukkustundum áður komst ég i fyrsta sinn i kast við hina harðskeyttari hermenn. Ég hafði farið til að kanna að- stæður á stærsta almenna sjúkrahúsi borgarinnar, Preah Keth Meaiea, og í för með mér voru: Dith Pran, starfsmaður New York Times í borginni, Jon Swain frá Sunday Times í London, Alan Rockoff, óháður bandarískur blaðaljósmyndari, og bílstjórinn okkar, Sarun að nafni. Það var ófögur aðkoma að sjúkrahúsinu. Læknar höfðu ekki þorað að koma til starfa og særðu fólki blæddi til ólífis á göngum hússins. Um kl. 1 eftir hádegið héldum við frá hand- lækningadeildinni og ókum i átt að aðalhliði byggingarinnar, og komum þá beint í flasið á hópi hermanna, sem voru á leið Flóttafólk flýr Phnom Penh að skipun hermanna. Því svöruðum við allir neitandi og þóttumst vera franskir, en Dith Pran túlkaði yfir á mál Khmera. Ef þeir hefðu hins vegar athugað hvað var i tö’sk- unum okkar, sem þeir gerðu ekki, hefðu þeir séð vegabréf okkar Rockoffs. I hálftíma dúsuðum við aftur i herbílnum skjálfandi af ótta, og tveir aðrir farþegar voru teknir inn, Kambódiumenn i borgaralegum klæðum, en þeir voru mjög háttsettir í hernum, og virtust jafnvel ennþá hrædd- ari en við. háttsettir embættismenn úr fyrrverandi rikisstjórn ættu að gefa sig þar fram. Þegar þangað kom sáum við á að gizka 50 fanga framan við bygginguna, þar á meðal Lon Non, yngra bróður Lon Nol fyrrum forseta, sem hélt i út- legð 1. april sl. og Chim Chhuon, sem var náinn sam- starfsmaður forsetans. Þar gat einnig að lita marga ráðherra fyrrverandi stjórnar og hers- höfðingja. Virtust þeir mjög óstyrkir á taugum, en reyndu að láta lita svo út sem allt væri með felldu. Landráðamenn Einni klukkustundu siðar kom Long Boret, forsætisráð- herra, til innanrikisráðuneytis- ins. Daginn áður hafði hann borið fram uppgjafartilboð með vissum skilyrðum, en því var umsvifalaust hafnað. Hann var einn af hinum sjö landráða- mönnum, sem kommúnistar höfðu ákveðið að taka af lífi. Hinir höfðu flúið að undan- teknum Sirik Matak, fyrrum forsætisráðherra, en hann hafði leitað hælis í franska sendiráðinu, og þangað var hann sóttur nokkrum dögum síðar. Long Boret var rauðeygð- ur og þrútinn. Hann hafði lik- ast til verið á fótum alla nóttina og ef til vill hafði hann einnig grátið. Kona hans og tvö börn vöru enn i landinu. Siðar leit- uðu þau hælis i franska sendi- ráðinu, en fengu ekki á þeirri forsendu, að nærvera þeirra gæti stofnað öðrum flótta- mönnum í hættu. Huggunarorð Nóttina áður hafði Long Boret talað lengi og skýrt í sim- Franskir sendiráðsstarfsmenn í Phnom Penh hrekja á brott forseta þjóðþingsins, Ung Bun Hor (fyrir miðju) er hann leitaði hælis við fall borgarinnar. inn á sjúkrahússvæðið gráir fyrir járnum. Þeir miðuðu byss- um að okkur, öskruðu reiðilega og hótuðu okkur lifláti. Þeir tóku allt af okkur, myndavélar, útvarpstæki, peninga, ritvélar og bilinn og ráku okkur aftur i herbil og harðlokuðu hurð og lúgu. Okkur datt ekki annað i hug en að dagar okkar væru taldir. En það er langt mál að segja frá þvi, sem á eftir fór, og ég mun skýra nánar frá'því síðar. En i stuttu máli var það sem gerðist, að Dith Pran bjarg- aði lifi okkar með þvi að komast með okkur fram I bílinn og síð- ar með þvi að ræða í hálfa þriðju klukkustund við þá, sem höfðu okkur i haldi og sann- færa þá loks um, að við værum engir óvinir þeirra, heldur blátt áfram erlendir fréttamenn, og myndum skýra frá sigri þeirra. Við vitum ekki enn, hvers vegna þeir voru svona reiðir, en höldum að það hafi ef til vill verið vegna þess, að þeir voru einmitt að koma inn á spítalann til að flytja sjúklingana á brott, og brá í brún við að rekast á okkur, því að þeir kærðu sig ekki um að erlendir menn gætu vitnað um þetta atferli. Eitt sinn spurðu þeir, hvort einhver okkar væri Bandarikjamaður. Árangursríkar umtölnr______________ Þvi næst vorum við tvær klukkustundir undir beru lofti I norðurjaðri borgarinnar. Mjög strangar gætur voru hafðar á okkur, á meðan Dith Pran vann það kraftaverk að tala um fyrir hermönnunum, og við horfðum á gleiðbrosandi hermenn með heil bilhlöss af fötum, léttum vinum, sterkum vínum og sigarettum, og þeir fleygðu einu og öðru til hermannanna, sem stóðu við veginn. Ennfrem- ur sáum við flóttamenn i borg- araklæðum á leið út úr borg- inni. Við héldum, að þetta væri fólk, sem hefði flúið úr úthverf- unum inn í miðborgina á síð- ustu dögum stríðsins, og væri nú á leið heim aftur. Ekki flaug okkur i hug, að verið væri að flytja alla á brott úr borginni með valdi. Loks var okkur sleppt kl. 3.30, en Kambódíu- mönnunum tveimur var haldið áfram, og annar þeirra baðst -innilega fyrir. Þegar við vorum orðnir frjálsir ferða okkar, héldum við rakleiðis til upplýs- ingamálaráðuneytisins, því að við höfðum heyrt um útvarps- tilkynningu, þess efnis, að allir ann, en ekki var honum eins liðugt um málbeinið á þessari stundu. Hann gat aðeins tuldr- að já, nei og þakka þér fyrir, svo að viðræður við hann voru vonlausar. Enn hafa engar áreiðanlegar fréttir borizt um afdrif hans. Flestir, sein rætt hafa við hina nýju valdhafa, telja óyggjandi, að hann verði tekinn af lifi, hafi það ekki þegar verið gert. Einn af leiðtogum kommún- istanna talaði sefandi til fang- anna 50. Hann virtist vera hers- höfðingi, enda þótt hann hefði engin merki á einkennisbún- ingi sínum, og hann neitaði að segja til nafns. Hann reyndi að róa fólkið og sagði því, að það væri aðeins um 7 landráðainenn að ræða, en komið yrði fram við aðra embættismenn fyrrverandi ríkisstjórnar af fyllstu sann- girni. „Hér verða engar refsiað- gerðir,“ sagði hann og svipur fanganna gaf til kynna, að þeir vildu gjarnan taka hann trúan- legan en gerðu það saint ekki. Umhverfis hann stóðu her- inenn í árásarstöðu, eins og þeir væru að vernda hann gegn áreitni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.