Morgunblaðið - 23.05.1975, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MAl 1975
Allsherj arverkfall
lamar líf í Beirut
Sandgerði:
Vertíðaraflinn
álíka og í fyrra
Beirut, 22. maí. AP.
ALLSIIKRJARVERKFALL lam-
ar líbanonskl þjóðlíf í dají, annan
daginn í röð. Er það til komið
vegna gölubardaganna, sem und-
anfarið hafa verið háðir milli
Paltíslínuskæruiiða og vopnaðra
svtíila falangista, sem eru stærsti
st jórnmálaflokkur Líbanons,
ttílja 65.000 félagsmtínn.
Fundur Norðaustur-Atlants-
hafsfiskveiðinefndarinnar:
Bretar ótt-
ast ofveiði
London, 22. inaí.
— Rtíuttír.
OFVEIÐI ógnar nú sumum
fiskstofnum í Noróaustur-
Atlantshafi, aö því er
brezki aðstoðarráðherr-
ann, Hugh Brown sagði
í gær viö upphaf
fundar Norðaustur-
Atlantshafsfiskveiðinefnd-
arinnar í London, en hann
sækja fulltrúar 14 landa, þ.
á m. íslands. ,,Nú eru al-
varlegustu tímar fiskiðnað-
ar í Evrópulöndunum frá
upphafi,“ sagði ráðherr-
ann. Hann sagði að ákvörð-
un þessa fundar gæti kom-
ið í veg fyrir að sumir fisk-
stofnar, einkum síldar- og
ýsustofnarnir, yrðu út-
dauðir vegna veiða til
framleiðslu fiskmjöls,
áburðar o.fl.
Concalves
og Ford á
viðræðufund
Lissubon, 22. maí — AP.
VASCO Goncalves, forsætisráð-
htírra Portúgals, þá í dag boð
Gerald Fords Bandaríkjaforst'ta
um að koma til fundar við hann
um ltíið og loiðtogafundur NATO-
ríkjanna fer fram í Briisstíl í
næstu viku, að því er diplómatísk-
ar heimildir hermdu í dag. Pað
var Frank Carlucci, sendiherra
Bandaríkjanna í Lissabon, sem
færði forsætisráðherra boðið, en
hann er nýkominn frá
Washington þar sem hann ræddi
við Henry Kissinger utanríkisráð-
herra, en Kissinger hefur lýst
áhyggjum sínum vegna vinstri
þróunar í stjórnmálum Portúgals.
Hefur samband ríkjanna tveggja
verið stírt undanfarna mánuði, og
Gonealves hefur gagnrýnt stefnu
Bandaríkjanna í utanríkismálum.
F undur þeirra Goncalves og
Fords er talið tækifæri til aö bæta
samband ríkjanna. Goncalves
hefur lítið ferðast utan Portúgals
og hefur haft litið persónulegt
samband við vestræna stjórn-
málaleiðtoga.
Verkfallið, sem nú stendur yfir
var að hluta boðað af vinstri
öflunum í landinu og Palcstínu-
mönnum, til að minnast þeirra 27
Palcstínumanna, sem féllu í
átökunum við falangista í sl.
mánuði. Einnig hófu aðrir
flokkar og tíigendur einkafyrir-
tækja tveggja sólarhringa verk-
fall í gærmorgun til þess að möt-
mæla öfriðunum í Beirut. Flestir
skólar eru lokaðir svo og ver/lan-
ir.
I nótt og í dag var barizt í hverf-
um Palestínumanna, Dekwanen
og Tal Zaatar, austast í höfuð-
borginni. Aö sögn lögreglunnar
hafa 17 manns fallið í átökunum
sl. þrjá daga og 81 hlotid meiðsl,
meiri og minni, þar af margir
vegfarendur, sem engan hlut hafa
átt að stjórnmáladeilunum í land-
inu. í dag var svo öryggissveitum
landsins skipað að grípa í taum-
ana og stöðva átökin og haft var
eftir stjórnarheimildum, að verið
Nýjungar í
méðferð
krabbameins
IlER á landi er nú staddur sænsk-
ur læknir, dr. Ulf Nilsonno, í boði
Skurðlæknafélags Islands og
Krabbameinsfélags Reykjavíkur.
Hann starfar við bæklunarsjúk-
dómadeild Karolinska Sjukhuset
í Stokkhólmi, en þar fara nú fram
mjög merkilegar rannsóknir á
eðli krabbameinsvaxtar og verk-
unum ýmissa efna í líkamanum,
svo sem interferon, scm hafa bt'in
áhrif á krabbameinsfrumurnar.
Ljöst er að betri árangur má fá
með skurðaðgerðum, ef sjúkdóm-
urinn er greindur fyrr en nú er,
þó verður ekki um veruleg
straumhvörf að ræða nema til
komi nýjar aðferðir til meðferðar,
sem hafa áhrif á frumorsök og
vöxt krabbameinsins. Nú fara
fram víðtækar rannsóknir á ýms-
um leiöum, sem gefa vonir um að
árangur sé i nánd, það er því
mikill fengur fyrir íslen/ka
lækna, að fá hingað til fyrirlestra-
halds dr. Ulf Nilsonne, sem er
orðinn frægur víða um lönd fyrir
rannsöknir sínar á þessu sviði.
Fyrirlestur dr. Ulf Nilsonne,
sem hann nefnir „Recent Advanc-
es in the Treatment of Osteosar-
coma“, flytur hann fyrir lækna i
Víkingasal Hótel Loftleiða kl.
17,00 laugardaginn 24. maí.
Páll Gislason.
Gjafahluta-
bréf Eimskips
AÐALFUNDUR Eimskipafélags
Islands h.f. sem haldinn var í gær
samþykkti að stuðla að fjölgun
hluthafa félagsins með því að
taka frá 10 milljón kl ónur í hluta-
bréfum, sem óseld eru í þeim til-
gangi að þau'séu seld til ferming-
argjafa eða annarra gjafa. Miðast
hæsta upphæð slíkrar hlutabréfa-
sölu við 20 þúsund krónur.
I þessu augnamiði hefur félagið
ákveðið að láta prenta og gefa út
sérstakar möppur undir bréf, sem
kaupendur ætla að nota til gjafa.
væri að undirbúa að koma á hlut-
lausu belti milli hinna stríðandi
afla i Dekwaneh og Tal Zaatar.
Samkvæmt yfirlýsingu stjórn-
arinnar, sem útvarpað var i
Beirut í kvöld hafa stjórnar-
hermenn fengið boð um að skjóta
þá vopnaða menn, sem neita að
gera vopnahlé.
Útvarpsstöð Palestinuskæru-
liða, sem sendir frá Kairo i
Egyptalandi, útvárpaði í dag til-
kynningu, þar sem sagði meðal
annars, að haldi falangistar áfram
baráttu sinni, „munum við fara
með þá eins og við höfum farið
með zionista", eins og komizt var
að orði að sögn fréttamanns AP.
Saka forystumenn Palestinu-
skæruliða falangista um að reyna
að skapa klofningu meðal
Palestínumanna i Líbanon með
það fyrir augum að útvýma þeim
eða hrekja þáþaðan brott.
N-Vietnamar og
Thailendingar
ræðast við
Bangkok, 22. mai — AP.
UTANRlKISRÁÐHERRA Thai-
lands, Chatichai Choonhavan
ræddi í dag við 13 manna sendi-
nefnd frá ríkisstjórn Norður-
Vietnams, og var þessi fundur
fyrsti liöur í viðræðum sem ætlað
er að koma á eðlilegu stjórnmála-
sambandi milli landanna tveggja.
Formaður sendinefndarinnar,
Phan Rein varautanríkisráð-
herra, vildi ekkert um viðræðurn-
ar segja, og talsmaður Thailands-
stjórnar sagði að ekki væri að
vænta blaðamannafundar um þær
fyrr en á laugardag, en þá heldur
sendinefndin heim til Hanoi. Ekk-
ert stjórnmálasamband hefur ver-
ið milli Norður-Víetnams og Thai-
lands í 30 ár. Talið er að viðræð-
urnar nú muni m.a. snúast um þá
norður-víetnömsku flóttamenn
sem verið hafa í Thailandi síðan á
dögum fransk-víetnamska stríðs-
ins.
Tapaði 40
þús. kr.
MAÐUR nokkur tapaöi í gær um-
slagi með 40 þúsund krónum.
Hann var að verzla i Liverpool við
Laugaveg um klukkan 14 í gær.
Var hann á efri hæð verzlunar-
innar og var þar að greiða fyrir
hlut sem hann hafði keypt. Lét
hann umslagið frá sér á búðar-
borðið á meðan. Síðan gleymdi
hann umslaginu og gekk út eri
áttaði sig fljötlega og kom aftur
en þá var umslagið horfið. Þegar
málið var kannað taldi verzlunar-
stjórinn sig muna eftir tveimur
piltum, u.þ.b. 13—14 ára, og telur
þá hafa tekið umslagið. Það eru
tilmæli lögreglunnar aö ef ein-
hverjir telja sig geta gefið upp-
lýsingar í þessu máli hafi þeir
samband við lögregluna. I um-
slaginu voru bara 5 þúsund króna
seðlar og bagalegt fyrir manninn
að missa féð þvi hann átti það
ekki sjálfur.
100 bækur boðnar
upp í Tjarn-
arbúð á morgun
MARGIR góðir munir verða boðn-
ir upp á listmunauppboði Guð-
mundar Axelssonar, sem haldið
verður kl. 14 á morgun, laugar-
dag, í Tjarnarbúð. A þessu list-
munauppboði verða cingöngu
bækur boðnar upp og alls verða
100 bækur á boðstólum.
Meðal merkra rita, sem eiga að
fara undir hamarinn, má nefna
Jón Arason eftir Matthías
Jochumsson, sem gefin er út á
Isafirði árið 1900. Annað leikrit,
sem er að finna í uppboðsskránni,
er Sigríður Eyjafjarðarsól eftir
Ara Jónsson, en það var fyrst
gefið út á Akureyri árið 1879, þá
má nefna Bónorðsförina eftir
Magnús Grímsson, sem gefin var
út í Reykjavík 1852.
Bækurnar verða til sýnis að
Lækjargötu 2, í dag, föstudag, frá
kl. 9.00 til 22.00.
Sandgerði 22. mai
HINN 15. maí telst hinn raun-
verulegi vertíðarlokadagur.
Segja má að helztu einkenni ver-
tfðarinnar hafi verið mjög slæmt
tíðarfar og lélegur afli. Þó má
segja að síðasta mánuðinn, frá 15.
april til 15. maf, hafi alveg keyrt
um þverbak því þá gckk hér yfir
hver óveðurskaflinn á fætur öðr-
um og afli var frámunalega rýr.
Hcildarfiskaflinn varð nú 7.477
lestir í L265 sjóferöum. Er það
svipaður afli og á vertíðinni s.l. ár
sem var þá 7.391 lest I 1396 sjó-
ferðum.
Ekki er samanburður á fjölda
sjóferða þó vel raunhæfur því
mismunurinrf stafar aðallega af
því að smærri bátarnir eru með
mun færri róðra nú, einnig
breyttir útgerðarhættir, þ.e. frá-
hvarf frá línuútgerð yfir á botn-
vörpu- og netaveiðar. Hæstu bát-
arnir á vertíðinni voru: Bergþór
með 1062 lestir, og er hann jafn-
framt hæsti báturinn yfir landið.
Skipstjóri á Bergþór er Magnús
Þórarinsson. Annar var Jón Odd-
ur með 538 lestir og þriðji Jón
Gunnlaugs með 466 lestir. Það er
nýlunda hér, að togbátur sé einn
af þremur aflahæstu bátunum en
Jón Gunnlaugs var á togveiðum
alla vertíðina. Loðnuaflinn nú
varð 13.250 lestir en var í fyrra
20.835 lestir. Fjórir bátar eru enn
á netaveiðum en afli þeirra hefur
verið fremur rýr.
Um 30 bátar verða gerðir út
héðan í sumar. Helztu breyting-
arnar frá siðasta ári eru þær að
ekki lítur út fyrir að gert verði út
til rækjuveiða nú. Aftur á móti
verða mun fleiri á humar- og
handfæraveiðum. Atta bátar
verða á togveiðum og hafa þeir
sem eru byrjaðir á þeim aflað vel
að undanförnu og t.d. einn þeirra,
Reynir GK, hefur fengið 64 lestir
Sveinn hefur
selt 14 myndir
GÓÐ AÐSÖKN hefur verið að
sýningu Sveins Björnssonar að
Kjarvalsstöðum. Hefur Sveinn
selt 14 myndir. Sýningin er opin
daglega frá klukkan 16 til 22
nema um helgina, en þá verður
hún opin klukkan 14 til 22. Sýn-
ingu Sveins lýkur n.k. sunnudags-
kvöld.
— Portúgal
Framhald af bls. 1
landsins. Hann hélt þvi fram að
mikiivægar ákvarðanir væru
teknar án þess að samráð væri
haft við stjórnina, og stundum
læsi hann i blöðunum um ákvarð-
anir sem aldrei hefðu verið svo
mikið sem ræddar innan ríkis-
stjórnarinnar. Ganga jafnaðar-
manna um Lissabon i kvöld er
álitin merki þess að flokkurinn
muni ekki líða að hann sem
stærsti flokkur landsins hafi eng-
in raunveruleg völd varðandi
stjórn þess.
— Laos
Framhald af bls. 1
en engin skýring hefur verið gef-
in á þessari ósamkvæmni.
Ríkisstjórn Laos skýrði frá þvi í
dag að Bottn Oum Na Champassak
prins, fvrrum forsætisráðherra úr
flokki hægri ritanna, hefði verið
sviptur valdatitli sinum sem „eft-
irlitsmaður ríkisins," og embættið
Iagt niður. Þetta er enn eitt áfail-
ið fyrir hægri öflin i Laos sem nú
missá hverja vandastöðuna á fæt-
ur annarri í hendur Pathet Lao.
á þremur dögum. Einnig hafa
handfærabátarnir aflað ágætlega
siðan brá til betri veðráttu.
— Jón.
— Hart deilt
Framhald af bls. 1
umsvifum Sovétflotans á heims-
höfunum. Sir Peter Hill-Norton,
formaður hermálanefndar banda-
lagsins, sagði á fundinum í dag,
að floti Sovétmanna væri nú a
öllum heimshöfum og gæti notazt
til pólitískrar þvingunar á NATO-
löndin með því að þrengja að olíu-
flutningum. Einn af æðstu leyni-
þjónustuforingjum NATO, danski
hershöfðinginn, Erik Fournais,
sagði að Sovétmenn hefðu varið
meira fé til varnarmála á síðasta
ári en búizt Ifefði verið við, og
líkur bentu til að fjárveitingarnar
yrðu enn hærri í ár.
Schlesinger segir í grein sem
birt er í „Nato Review" í tilefni
fundarins í dag, að Bandaríkin
hafi þegar hafið undirbúning að
auknum liðsstyrk bandarískra
hermanna í Mið-Evrópu, þar eð
Sovétmenn og Varsjárbandalagið
hafi sífellt aukið hefstyrk sinn
„þrátt fyrir detente".
Heimildir á fundinum í dag
hermdu aö víðtækt samkomulag
hefði náðst um aukna samræm-
ingu heræfinga og vopnafram-
leiðslu bandalagsþjóðanna, svo og
rannsókna á þessu sviði.
— 200 mílur
Framhald af bls. 1
til þess fylgis sem slík út'
færsla nýtur innan Banda-
ríkjaþings vegna verndun-
ar fiskstofna, og til viljú
Bandaríkjastjórnar ti*
ítarlegs sáttmála um haf-
rétt á alþjóðlegum grund-
velli. Öldungadeildin sam-
þykkti í fyrra frumvarp
um útfærslu bandarísku
fiskveiðilögsögunnar í 200
mílur í andstöðu við bæði
utanríkis- og varnarmála-
ráðuneytið. Hins vegar tók
fulltrúadeildin enga
ákvörðun í málinu. Moore
sagði að tilkynnt yrði um
niðurstöður endurskoðun-
arinnar um eða eftir þing-
hlé í ágúst.
— Boðað til
Framhald af bls. 1
hafa verið ófáanlegir til að segja
nokkuð um þessar getgátur, hafa
þeir einungis sagt, að þessi
óvænti þingfundur verði „mjög
mikilvægur".
Upplýst er hins vegar, að
miðstjórn tékkneska kommún-
istaflokksins muni halda fund a
þriðjudag og er talið vist, að þar
verði forsetaskiptin til umræðu.
Reglum samkvæmt á svokölluð
þjóðfylking, samsteypa all_ra
pólitískra flokka í Tékkóslóvakíu.
að bjóða fram mann til forseta-
embættisins, en innan þessara’
fylkingar hafa kommúnistar öh
ráð.
Svoboda forseti, sem varð þjóð-
hetja Tékkóslóvaka í heims-
styrjöldinni síðari, hefur átt við
alvarlegt heilsuleysi að stríða sl-
tvö ár. Forsætisráðherra landsins,
Lubomir Strougal, annas
embætt-isstörf hans sem stendui,
en athygli vakti að Gustav Husa
hélt áramótaræóu þá til þjóðai^
innar, sem forseti hefur til Þe®ss
haldið. Aramótin þar áður a-.
sjónvarpsþulur ávarp forsetans.
hans nafni.
140 hafa sótt um
humarveiðileyfi
Nú hefur verið sótt um humar-
veiðileyfi fyrir 140 báta til sjávar-
útvegsráðuneytisins, en í fyrra
var sótt um fyrir 112 báta, en 92
notfærðu sér það.
Þórður Eyþórsson, fulltrúi i
sjávarútvegsráðuneytinu, sagðí í
samtali vió Morgunblaðið í gær,
að árið 1972 hefðu verið gefin út
214 leyfi, 176 bátar hefðu þá not-
fært sér leyfin. Árið 1973 hefðu
206 sótt um leyfi en aðeins 51
notfært sér og í fyrra 112. Nú
hefðu hinsvegar 140 skip sótt um
leýfi ög enn gætu einhver bætzt
við. Heimilt er að veiða 2000 lestir
af humri í sumar og er það sama
magn og í fyrra.