Morgunblaðið - 23.05.1975, Side 31

Morgunblaðið - 23.05.1975, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MAl 1975 31 Valdimar Ragnar Valdimarsson Fæddur 27.7. 1927. Dáinn 3.5. 1975 Utför hans var gerð frá Kefla- víkurkirkju laugardaginn 10 þ.m. en hann lézt eftir erfiða sjúk- dómslegu á sjúkrahúsi Keflavíkur 3. þ.m. Valdimar var fæddur í Reykjavík 27. júlí 1927, sonur hjónanna Ragnheiðar Erle'nds- dóttur frá Hliðarenda og Valdi- mars Daðasonar tollgæzlumanns í Reykjavík. Áttu þau áður einn son, Gunnar Hámund, sem þá var þriggja ára, en faðir Valdimars lézt nokkrum mánuðum áður en hann fæddist og nutu þeir feðgar því aldrei samvista, hinsvegar er hann nú lagður til hinztu hvíldar við hiið föður síns í kirkjugarð- inum við Suðurgötu. Á þessum árum var ekki auðvelt fyrir ein- stæða konu að komast af með tvö ung börn, þó margir vildu rétta hjálparhönd og gerðu það, þá voru ekki margir aflögufærir, enda vinna stopul og illa launuð. En Ragnheiður var ekki á því að gefast upp og brauzt hún áfram með sveinana og stundaði ýmsa vinnu þeim til lífsviðurværis. En öll él birtir upp um síðir. Árið 1933 hinn 15. apríl giftist Ragnheiður Haraldi Kristjáns- syni þá sjómanni frá Sandgerði, dugnaðar- og drengskaparmanni og gekk hann sonum hennar í föðurstað og fórst það hlutverk svo vel úr hendi að vart verður á betra kosið og gerði hann engan greinamun á þeim og þeim 4 börnum sem þau Haraldur eign- uðust saman, enda mátu þeir hann og hans framlag i uppeldi þeirra að verðleikum og hef ég orð Valdimars er hann lét falla á síðustu dögum ævi sinnar fyrir þvi. Þau hjón fluttu nú til Sand- gerðis og byggðu sér hús, er þau nefndu Uppsali og bjuggu þar um 15 ára skeið, en fluttu þá til Reykjavíkur og hafa búið þar síðan. Haraldur var umsvifamik- ill sjósóknari og gerðist brátt for- maður s Sandgerðisbátum og mun hann strax og kraftar Valdimars leyfðu hafa tekið hann með á sjó- inn. Það hefur að visu verið harður skóli en gagnlegur enda helgaði hann meirihluta lífsstarfs síns sjómennsku. Var ýmist há- seti, vélamaður, útgerðarmaður eða sá um úrvinnslu aflans í iandi. Valdimar gekk í Vélstjóraskól- ann veturinn 1946 og aftur á framhaldsnámskeið 1949. Hin sið- ustu ár ævinnar vann hann sem vélgæzlumaður á Keflavíkurflug- velli og gegndi hann þvi eins lengi og kraftar hans frekast leyfðu. Hinn - 23. desember 1949 kvæntist hann Fanneyju Björnsdóttur frá Tjarnarkoti i Sandgerði og hófu þau búskap þar, en fluttu síðan í Ytri- Njarðvik og hafa búið þar siðan þau eignuðust 3 dætur sem allar eru giftar og fluttar úr föður- húsum. Dæturnar eru Ragnheið- ur Sigriður, gift Guðbirni Magnússyni afgreiðslumanni, Eygló Hulda, gift og búsett i Bandarikjunum, og Viktoria Haf- dis, gift Einari Gunnarssyni hús- gagnasmið. Ekki lágu leiðir okkar Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á i miðvikudagsblaði, að berast í sfðasta iagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. frænda, Valdimars og min, oft saman eftir að við vorum fullorðn ir, en ætið geymist í huga mér hans hlýja viðmót og milda bros enda ljúka allir þeir sem hann umgengust upp einum munni um dugnað hans, samvizkusemi og til- litssemi jafnt við vinnufélaga, ást- vini og annað samferðafólk hans á lífsleiðinni. Hann var blíðlyndur og glaður í vinahóp og ekkert mátti hann aumt sjá án þess að reyna að bæta. Hann var gæddur miklu trúartrausti og var það honum ómetanlegur styrkur í hinum erfiðu veikindum hans sem hann bar með karlmennsku og æðruleysi til síðustu stundar. Þá er það ekki síður styrkur fyrir ástvini hans, sem nú verða að skiljast við hann um sinn, að jafnt hann sem þeir geta verið fullviss- ir um að hann nær heilu og höldnu landi á strönd eilífðar- innar og hvorki brim eða boðar verða honum að farartálma. Til marks um starfshæfni og traust er Valdimar naut vil ég geta þess, að yfirmaður hans á Keflavikurflugvelli sá sérstaka á- stæðu til að skrifa konu hans að honum látnum m.a. til að láta hana vita hversu vel hann hefði leyst störf sín af hendi og hversu hugþekkur hann hefði verið bæði yfir- og undirmönnum sinum og taldi hann skarð hans seint mundu fyllt. Eg vil svo ljúka þessum fátæk- legu kveðjuorðum með því að flytja einlægar samúðarkveðjur minar og fjölskyldu minnar eigin- konu, börnum, barnabörnum, systkinum og öðrum ástvinum hins látna, en siðast og ekki sízt ástríki aldraðri móður, sem enn einu sinni fær að sjá á bak ástvini sinum yfir landamærin miklu. Verum minnug orða frelsarans er hann mælti til móður sinnar við krossinn. „Kona hví grætur þú,“ en með þeim orðum bendir hann okkur á að ekki s6 ástæða til að sýta þótt við afklæðumst hinum holdlega líkama þar sem andinn hverfi til guðs sem gaf hann. Friður guðs hann blessi. Hafi hann þökk fyrir allar þær hugljúfu endurminningar, sem hann skilur okkur eftir. Jónas Gunnarsson. — Baldvin Tryggvason Framhald af bls. 27 að fá af henni sölutekjur. Þannig þarf bókaútgáfa á að halda fjár- magni, oft miklu fjármagni, i langan tfma. En slfkt eiga lána-- stofnanir erfitt með að skilja. Það er einmitt fjármagnsskorturinn sem mestu veldur um svokallað „jólabókaflóð" ásamt úreltu sölu- kerfi. (Jtgáfa kennslubóka Þótt mál mitt sé nú þégar orðið of iangt, en margt samt látið ósagt, sem vert væri að drepa á, get ég ekki látið undir höfuð leggjast að minnast með nokkrum orðum á kennslubókaútgáfuna. Ekki þarf að eyða mörgum orð- um að þeirri brýnu nauðsyn, að hér í landi séu gefnar út sem beztar og fjölbreytilegastar kennslubækur. Þörfin fyrir þær fer svo ört vaxandi, að mikill skortur hefur verið um nokkurt skeið á góðum kennslubókum i fjölmörgum greinum. Hinsvegar er staðan sú, að sá hluti kennslu- bóka, sem gefinn er út hér á landi í stærsta upplagi og því tiltölu- le'ga auðveldastur viðfangs fyrir útgáfufyrirtæki, hefur verið fal- inn Ríkisútgáfu námsbóka. Það ríkisfyrirtæki hefur í raun einka- leyfi á svo til allri námsbókaút- gáfu skyldunámsins og fyrir 1980 á það að hafa sama einkaleyfi fyrir allt grunnskólastigið. Einka- útgáfunni er hinsvegar ætlað að gefa út bækur fyrir alla fram- haldsskóla, hina fámennu jafnt sem hina fjölmennari. Slíkt fyrirkomulag held ég að þekkist hvergi vestan járntjalds. Margt höfum við Islendingar tekið okkur til fyrirmyndar i skólakerfi okkar frá Norðurlönd- um, en mér er það hulin ráðgáta, hversvegna fræðsluyfirvöld hafa lokað augunum fyrir því hvernig kennslubókaútgáfu þar er háttað. Þar er máhim þannig farið, eftir því sem ég bezt veit, að hvaða útgefandi sem er getur gefið út námsbækur að vild sinni og á eigin ábyrgð fyrir öll kennslustig. Skólayfirvöld kaupa síðan þær námsbækur, sem þau telja beztar og afhenda nem- endum þær ýmist án þess að nem- endur þurfi að greiða fyrir þær eða þá gegn hæfilegu gjaldi. A Norðurlöndum eru til forlög, sem njóta ríkisstyrkja til útgáfu ákveðinna námsbóka, en því aðeins að með þvi sé verið að tryggja að ekki skorti kennslu- bækur í þeim greinum, sem einkaútgefendur hafa ekki sinnt af einhverjum ástæðum. Ríkisútgáfa námsbóka hefur gert margt nytsamlegt og gott, en allt að einu fæ ég ekki skilið, að útilokað sé að einkaútgefendur geti gert a.m.k. jafnvel. Við tölum um frjálsa skoðana- myndun, tjáningarfrelsi, lýðræði og frelsi einstaklingsins, en af hverju í ósköpunum er þá islenzk- um bókaútgefendum beinlinis meinað að gefa út t.d. reiknings- hefti eða stafrófskver fyrir skóla- börn. Hinsvegar er þeim treyst til að gefa út t.d. mannkynssögu fyrir menntaskóla og ætlazt til að þeir gefi út námsbækur fyrir fámenn- ustu skóla landsins. Ég ætla ekki að ræða frekar um kennslubækur, en vona að þess verði ekki langt að bíða að kennslubókaútgáfa í landinu verði gefin frjáls. við bókina, skuldin við skáld okkar og rithöfunda að fornu og nýju aldrei að fullu greidd. En einmitt því fastar knýr hún okkur til varðstöðu um þetta einstæða menningartæki, svo að það megi verða hér eftir sem hingað til hið sífrjóa og skapandi afl í mannlífi okkar og þjóðfélagsþróun. Örlög íslenzkrar bókaútgáfu ekki einkamál útgefenda Ég hef hér í dag rakið alvarleg- ar áhyggjur mínar og starfs- bræðra minna um stöðu íslenzkr- ar bókaútgáfu og tel mig hafa stutt það fullum rökum, að verði ekki brugðizt skjótt við m.a. með afnámi söluskatts af bókum, skyldu almenningsbókasafna til að kaupa bækur islenzkra höf- unda gefnar út af bókaútgef- endum í Félagi íslenzkra bókaút- gefenda, fullu frelsi bókaútgef- enda til að gefa út kennslubækur fyrir allt skólakerfið og jafnrétti bókaútgáfu og blaðaútgáfu en án styrkja, þá sé sjálfstæð menning- arleg bókaútgáfa að líða undir lok. Öllum ætti að vera ljóst, að ör- lög íslenzkrar bókaútgáfu eru ekki einkamál útgefenda. Rithöf- undar og bókagerðarmenn, stjórnvöld og þjóðin öll á hér ekki síður hlut að máli. Til eru þeir, sem telja, að nú á tímum tölvunnar og sívaxandi áhrifa fjölmiðla eins og dagblaða, útvarps og sjónvarps, séu dagar bókarinnar taldir. Hún fái ekki staðizt samkeppnina. En flestir veigra sér við að leggja trúnað á slíkar hrakspár. En það skulum við hafa hug- fast, að bókin á í vök að verjast i nágrannalöndum okkar og þá einkum skáldritin. Sama sagan er að gerast hér, og eigi bókin að halda velli er óhjákvæmilegt, að stjórnvöld og fjölmiðlar slái skjaldborg um hana og hjálpi henni til að komast ósigruð frá þeim hættum, sem að henni steðja í vaxandi samkeppni um sálir fólksins, augu þess og eyru. Þrátt fyrir auknar tómstundir nútima- mannsins, einstaklingsins í allri velferð hans, fækkar stöðugt þeim stundum, sem hann fær næði til þess að vera einn og njóta þeirrar lifsfyllingar, sem ein- veran með góðri bók getur ein veitt honum. Mönnum hættir til að líta á ver- aldleg gæði og menningu sem andstæður, en því aðeins hefur maðurinn þrek til að þola efna- lega velferð, að hann hafi öðlazt þá menntun og menningu að hann kunni að skilja hismið frá kjarn- anum, og til þess að vinna að þvi háleita hlutverki treysti ég bók- inni bezt. Frá alda öðli hafa bækur verið meginþáttur íslenzkrar þjóð- menningar. Þær hafa staðið djúp- um rótum i íslenzkri þjóðarsál, verið henni leiðarljós á myrkum öldum og eflt með hverri kynslóð- inni af annarri þann manndóm, sem nægði heúni til að lifa af hinar ótrúlegustu hörmungar. Og vonandi gleymist það aldrei, að án islenzkra bókmennta, án þess menningararfs, sem þær hafa skilað okkar eigin kynslóð í hendur, væri engin íslenzk þjóð til. Fyrir því verður skuld okkar — Kuwait norðursins Framhald af bls. 16 gegnir 25 manna útvarpsráð allt öðru hlutverki en útvarpsráðið á íslandi og aðeins starfsmenn út- varpsins og þeir sem koma fram i hinum ýmsu þáttum hafa leyfi til að hlusta/horfa á þátt áður en hann er sendur. Af íslendingum ? Osló Félagslíf íslendinga í Osló hefur staðið með blóma í vetur og eink- um þá starfsemi stúdentafélags- ins, FÍSNar. Hefur félagið gengist fyrir fjölmörgum samkomum og má þar nefna keppni í félagsvist, skák og bridge, Langbrækur (ísl. rauðsokkar í Osló) gengust fyrir skemmti- og baráttufundi 8. marz, málfundir hafa verið haldnir og fundarröð um þjóðfélagsmál er i gangi. Ýmsar skemmtanir mætti nefna og vikuleg blaðakvöld á Stofu íslendinga á stúdentabæn- um að Sogni, sem Guðrún heitin Brunborg á mestan heiðurinn af að stúdentar fengu yfirráð yfir. Annað félag íslendinga er einnig starfandi í Osló, íslendinga- félagið, og er það öllum íslending um hér og mökum þeirra opið. Hefur starfsemin verið með minnsta móti i vetur; félagið gekkst þá fyrir vel heppnuðu þorrablóti í byrjun marz og sér auk þess um rekstur íslendingahússins í Norefjell, sem hægt væri að skrifa sjálfstæða grein um. Hús þetta var keypt árið 1967 og hefur verið mikið notað i þau átta ár sem það hefur verið í eigu landans. Um síðastliðna páska dvöldust þar lengur eða skemur um 80 íslendingar og undu sér vel við ýmsa iðju í góðum félagsskap. Norefjell er vinsæll skíðastaður meðal Norðmanna og íslending- arnir notuðu sér einnig náttúru norska síðvetrar af miklum krafti. Brunuðu niður brekkurnar og dilluðu sér eftir kúnstarinnar reglum eða gengu um skógi vaxna hálsana á gönguskiðum eins og svo vinsælt er meðal Norðmanna. Er heim i íslendingahús var komið hvarf þreytan fljótlega í heitri gufubaðstofunni og kvöldin liðu við söng, dans, spil og hver veit hvað. AKíI.YSINGA- SÍMINN KR: I dag frá kl. 14—18. Kynntar verða nýjar uppskriftir af ostaréttum. Komið og kynnið ykkur hina nýju rétti. * Okeypis leiðbeiningar og nýjar úrvals uppskriftir. Sterkur ostur 8—12 mán. gamall í heilum og hálfum stk. og bitum. OSTA- OG SMJORBUÐIN, Snorrabraut 54.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.