Morgunblaðið - 23.05.1975, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 23.05.1975, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1975 Piltur og stúlka Eftir Jón Thoroddsen þeim, sýnist mér; og um fjöllin þín, góða mín, er það að segja, að mér virðast þau núna eins og þau eru vön. Ó, þú skilur mig ekki, sagði Sigríður og stundi dálítið við, mér þykir svo vænt um fjöllin, ég er uppalin við fjöll, og því er það eins og það glaðni yfir mér i hvert skipti, sem ég lít hérna upp til fjallanna, og mig langl til að vera komin mitt á milli fjallanna minna aftur. Ég held þú sért alltaf að hugsa um þau og sjóinn og bátana og grasið á jörðunni, sagði Guðrún hálfhlæjandi; ég lái þér það ekki, en maður getur hugsað um fleira; og veiztu, hvað ég er að velta fyrir mér í huganum? Nei, en ég þykist vita, að það sé ekki um f jöllin eða bátana. Þar áttu kollgátuna, Sigríður mín! Ég er að hugsa um það, hvernig við munum skemmta okkur, ef guð lofar, á sunnu- daginn, sem kemur. Það held ég verði líkt eins og núna, ef við lifum og verðum heilbrigðar. Þá skyldi rækallinn fara í minn stað til f—COSPER----------------- •lá. i’imi kínvi'iskur vusi — lilliir 95.000 krónur ! — Var þart mikkurt ficira. srm þór óskirt i-ftir? ____________________ dansleikanna, ef maður skemmti sér ekki betur við þá en þegar maður meltist heima; nei, góða mín; þá kemur nú fyrst hátíðabragurinn á hérna í Víkurgreyinu, þegar menn geta loksins komið sér saman um að hoppa úr sér ólundina; og veiztu það, á sunnudaginn, sem kemur, á að verða dansleikur? Því hefur verið skotið að mér, og þar að auki hefur mig dreymt fyrir því, að við komum þar báðar; en með hverjum atvikum það verður, er enn óljóst fyrir mér, þvi lítil líkindi eru um mig, sem kann að dansa, en minni um þig aumingjann, sem ekki kannt annað en þetta, sem ég hef verið að kenna þér. Vertu ekki að aumka mig fyrir það, góða mín, sagði Sigríður, ég get ekki sagt, að mig langi svo mikið til þess og allra sízt til þess að dansa, því það yrði til hneykslis; ég hefi aðeins gaman af að horfa á. Já, þú getur farið, þó þú dansir ekki; þetta fer hún sýstir mín, og dansar hún ekki; og á ég ekki að skjóta því að honum Kvennagullið flauel hrundi í flyksum niður yfir höfuð- ið á konungsdóttur. ,,Æ, þú verður að selja mér skærin,“ sagði konungsdóttir. „Þú skalt fá fyrir þau hvað sem þú vilt, en ég verð að fá þau.“ Nei, ekki vildi hann selja þau, ekki með nokkru móti, því svona skæri gæti hann aldrei fengið aftur, sagði hann, og meðan þau stóðu þarna og þráttuðu um skærin, leist konungsdóttur alltaf betur og betur að piltinn. Henni fannst eins og gest- gjafakonunum, að svona fallegan pilt hefði hún aldrei á æfi sinni séð. Svo hélt hún áfram að nauða um skær- in og grátbað piltinn um að selja sér þau; hann gæti sett upp eins mörg þúsund dali fyrir þau og hann vildi, sér væri sama um það, bara ef hún fengi skærin. „Nei, ég sel ekki skærin,“ sagði piltur og var hinn þráasti. ,,En ef ég fær að sofa á gólfinu í svefnherbergi yðar í nótt, konungsdóttir, skuluð þér fá skærin. Ég skal ekkert mein gera yður, en ef þér eruð hræddar, þá skuluð þér láta halda vörð í herberginu." „Jú, ekkert væri á móti þessu,“ sagði konungsdóttir. „Bara ef ég fær skærin, VtEÍ> MORö'ilM KAFPINU Ég held það sé kjötbolla LTkiö ö grasfletinum V_:_______ . Eftir: Maríu Lang Þýðandi: Jóhanna Kristjónsdóttir 61 surturs... stefnt í áttina til öre- bro. En lögreglustjórinn og Bure höfðu verið á hælum hans, svo að hann ætli enga möguleika á því að komast undan. Eg varð gripin hinum mesta hugaræsingi og hugsaði með mér hvort það væri þetta, sem Christ- er hefði átt við, þegar hann vonaði að morðinginn myndi að- hafast citthvað í fljótfærni. ftg herti ósjálfrátt gönguna en þegar ég kom að þjóðvcginum var þar enga sálu að sjá. Við afleggj- arann stóð hinn glaisilegi farkost- ur Christers og skammt frá stóð gamli bíilinn okkar ég sneri húninum ósjálfrátt og uppgötvaði mér til undrunar að ftinari hafði láðst að læsa bílsum og kveikju- lykillinn var í... Hann hefur sennilega ætlað sér að fara á okkar bfl, en svo hefur hann hætt við það og þotið yfir í lögreglubfl- inn og gleymt bæði dyrum og lykli. Nú, já, sú hætta vofði ekki bcinlínis yfir að einhver freistað- ist til að stela þessu gamla skrapatóli okkar. Ég fylgdi skyndilegu hugboði, steig inn í hflinn og lét lítið fara fyrir mér f aftursa'tinu. Kannski var það eðlis ávfsun mín sem hvíslaði því að mer að með því færi ég inn í þungamiðju athurð- anna og kannski réðu bara dutt- lungar minir... að mig langaði til að vera ein stundarkorn og brjóta heilann. Og til að byrja með hugsaði ég í grfð og erg. ftn ekki um þann óþekkta aðila sem hafði myrt Tommy Holt. Ég hugsaði um Tommy sjálfan. Ég vissi ég skuld- aði honum afsökunarbciðni. Ég hafði verið reiðubúin... til að trúa þeim ógeðfelldu ásökunum sem hann hafði verið borinn. Ég hafði gert hann að hreinustu ó- freskju i huga mínum... Og nú hafði myndin breyzt á ný. llanh hafði að vfsu verið iéttúðugur og kvennabósi og hafði staðið í sam- bandi við gifta konu og hann hafði stolið fimmtfu þúsund krón- um frá fósturföður sfnum — segja mátti þó að hann hefði verið á barmi örvæntingar þegar það gerðist og fokvondur út i fjöi- skylduna. ftn það afsakaði ekki þessar gerðir. En gagnvart þeirri einu mannveru, sem hafði sýnt honum trúnaö og kærieika hafði hann verið bæði vingjarnlcgur, hugsunarsamur og reiðuhúinn til að leggja allt í sölurnar fyrir hana. Það var heidur ekki vafi á því að hann hafði verið ákaflega óheppinn með fósturforeldra. sem í stað þess að hjálpa honum höfðu æst upp í honum þver- móðsku og sjúkiegar hvatir. Ég held að þetta hafi verið sfð- ustu hugsanirnar sem ég velti fyrir mér. bað sem næst skeði var allt svo óskiljanlcgt og furðulegt að heilinn var engan veginn fær um að draga neinar ályktanir af bví á einn eða annan máta, ekki framan af. Það byrjaði þannig að Margit sem var klædd blárri regnkápu kom hlaupandi í áttina að þjóð- veginum. bar nam hún staðar og ég sá að hún fórnaði höndum í örvæntingu og leit í kringum sig. Hún hikaði við og ég hélt um stund hún myndi snúa við og fara sömu leið og hún hafði komið. En alit f einu stefndi hún ákveönum skrefum að bifreið Christers og reyndi að opna. Iín bfllinn var læstur. . . Þá sá'ég hana lita rannsakandi í áttina að fordskriflinum og ég þrýsti mér í flýti niður á gólfirt. Þetta gerði ég ósjálfrátt. e.t.v. vegna einkennilegrar framkomu hennar og ég held ég hafi alls ekki talið að hún myndi virkilega koma inn í bflinn og setja í gang. Ég held yfirleitt ekki að ég hafi ímyndað mér að þessi veikbyggða móðursjúka kona va>ri fær um að aka bfl. ftn það gat hún vissulega, enda þólt það tæki hana nokkra stund að koma bílnum í gang. Og áður en ég vissi af rann hfllinn af stað. Þar sem hún sneri bflnum ekki við, áiyktaði ég að hún æki gegnum Skóga og eftir þjóövegin- um til norðurs. En ofurstinn og lögreglustjórinn höfðu farið í gagnstæða átt. Ilvert gat hún verið að fara! Hugsa sér nú ef ég væri hér innilokuð í bfl með morðingja scm væri á flótta út úr bænum! Ég reyndi að lyfla höfðinu ör- lítiö, svo að ég ga>ti litið í kringum mig. Ég var rétt fyrir aftan konuna og hávaðinn frá mótornum ásamt þeirri einbeit- ingu, sem hún varð að sýna f þessum bíl sem hún þckkti ekkert á, gerrti þart að verkum að ég gat verið nokkurn vcginn örugg um það i bili, að hún yrði min ekki vör. ftn umhverfið vakti aftur á móti með mér meiri og meiri ugg. Við ókum eftir fáförnum vegl og bæir voru aðeins á stangli. Hvaða erindi gat hún átt á þessar slórtir, þar sem greniskóg- urinn varð æ þéttari eftir því sem lengra var ekið? Hvað eftir annart var komið að ntér að rísa upp og segja eitthvað við hana. Ég adlaði að gera það ofureðlilega. „Segðu mér Margit," ætlaði ég að segja. — „Hvert erum við eiginlega að fara. Vonandi ekki mjög langt, því að ég er ekki með neiria pen- inga á ntér.“ En ég hætli alltaf við

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.