Morgunblaðið - 23.05.1975, Side 37
Velvakandi svarar I sima 10-100
kl. 10.30 — 11.30. frá mánudegi
til föStúdags.
% „Um kynlíf
og barnaeignir“
„Ættmóðir" skrifar, en hún
kýs að nefna sig svo, vegna þess
að nafnbirting er ógerleg, eðli
málsins samkvæmt:
„Góði Velvakandi.
Mig langar til að biðja þig fyrir
þetta bréf. Ég sé ekki annan vett-
vang heppilegri, og ég veit að þú
skilur, að ég verð að nota dul-
nefni.
Þannig er mál með vexti, að ég
á 3 uppkomin börn. Þetta eru allt
ágætis krakkar, dugleg að vinna
og koma sér áfram i lifinu.
Samkomulag á heimilinu hefur
alltaf verið eins og maður getur
bezt hugsað sér. Ég er komin rétt
yfir fimmtugt og hef alla tið verið
heima hjá börnunum mínum, þar
til fyrir nokkrum árum, að ég fór
að vinna úti hálfan daginn. Þá
voru þau öll „komin vel af
höndum" sem kallað er.
Einn stór skuggi er þó yfir
þessu öllu saman. Þegar elzta
dóttirin var 18 ára varð hún svo
óheppinn að verða ófrisk og eign-
ast barn. Ég segi óheppin, þvi að
auðvitað var þetta tilviljun og
trassaskapur. Ekkert varð meira
úr sambandi hennar og barns-
föðurins, enda stóð það aldrei til.
Sonurinn ungi ólst upp i kær-
leiksríkum faðmi fjölskyldunnar
þar tii hann var 7 ára og móðir
hans giftist. Blessað barnið var á
sífelidum þeytingi fyrstu 9 ár ævi
sinnar. Ég held að hann hafi verið
á einum fimm barnaheimilum —
þ.e.a.s. leikskólum og dagheimil-
um til skiptis. Það var þó ekkert á
móti tilfinningalegum flækjum
og sárindum. Föður sinn hefur
hann aldrei þekkt, enda þótt hann
hafi langað til að kynnast honum,
og hann var ekki nema þriggja
ára þegar hann fór að spyrja
hvers vegna hann ætti engan
pabba. Það var erfitt að útskýra
fyrir honum, að pabbi hans hefði
ekki óskað eftir honum, og
reyndar ekki móðir hans heldur
eða nokkur annar, þótt öllum í
fjölskyldunni hafi þótt undur-
vænt um hann þegar hann var i
heiminn borinn, og ekkert okkar
gæti nú hugsað sér að vera án
hans. Koma hans I heiminn olli
auðvitað breytingum á lífi
mömmu hans. Hún hafði hugsað
sér að halda áfram i skóla, en af
þvi varð ekki, mest vegna þess, að
drengurinn fæddist.
Þá er það næstelzta barnið mitt,
sem er strákur. Hann varð fyrir
það, aðallega vegna þess ég var
hrædd um að henni myndi bregða
svo ofsalega að hún æki út af
veginum og á tré. Af einhverri
órökvisri ástæðu óttaðist ég
kannski líka það svar sem ég
myndi fá.
Það fór vægast sagt illa um mig,
þar sem ég hafði þrýst mér niður
á gólfið og mér fannst að við
hefðum ekið margar mílur, þegar
hún sveigði skyndilega frá aðal-
veginum og keyrði inn á eyði-
legan skógarveg. Hann var
naumast breiðari en svo að bill-
inn komst fyrir á honum . . . auk
þess var hann svo holóttur, að
híllinn hristist eins og á þvotta-
bretti. Margit sté bensínið í botn
og ég sá með skelfingu hvernig
regnvotar greinar trjánna teygðu
sig fram eins og ógnandi hendur
til að grfra okkur og halda okkur
föstum . . .
Við ókum nú upp f móti og svo
bremsaði hún snögglega. Vagn-
inn var varla stoppaöur, þegar
hún hoppaði furðu léttilega út og
hljóp sína leið . . . til vinstri. Ég
settist upp með erfiðismunum og
skrúfaði rúðuna niður til að sjá
það sem þarna gæti borið fyrir
augu.
Og ég sá . . .
Uppi á hæðinni var gamalt og
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MAl 1975
37
því sama og systir hans. Þá var
hann 22 ára, kominn i háskóla, fór
auðvitað út að skemmta sér um
hverja helgi, og árangurinn varð
barnabarn mitt númer 2. For-
eldrarnir höfðu kynnzt lauslega,
eitt saman einni nótt, og þetta
varð árangurinn. Þegar í óefni
var komið og við foreldrarnir
fengum að vita hvað til stæði,
varð mér á að spyrja, hvort ekki
hefði nú verið hægt að gera
varúðarráðstafanir. „Hún sagðist
vera á pillunni," sagði blessaður
sakleysinginn. Þannig fór um sjó-
ferð þá. Leiðindin og vandræðin,
sem fylgdu fæðingu þessa bless-
aða barns, urðu meiri en hægt er
að lýsa. Móðirin vildi ólm ganga I
hjónaband rneð þessum strák,
sem hún þó þekkti sama og ekki
neitt. Stráksi hélt nú ekki og auð-
vitáð upphófst þar hin ofboðsleg-
asta togstreita, með tilheyrandi
móðgunum og grátköstum,
ásökunum um eyðilagt líf og alls
konar brigzlyrðum. Blessuð
stúlkan hefur ekki jafnað sig enn,
þótt drengurinn hennar sé orðinn
5 ára, hún vill ekki lofa okkur að
hitta hann — segir, að við höfum
ekkert með hann að gera, fyrst
faðir hans hafi hafnað honum, og
svo framvegis og svo framvegis.
Sonur minn hefur sannarlega
fengið að gjalda fyrir lausung og
trassaskap þessarar einu nætur,
því að hann hefur langað mjög til
að kynnast þessu barni sínu, en
hefur ekki gefizt tækifæri til þess
og hittir hann aðeins einu sinni til
tvisvar á ári, að undangengnu
miklu þrasi við barnsmóður sína.
Að lokum fær hann þó að koma og
sækja barnið, vera með því í
nokkra tíma, er bannað koma með
það hingað heim, þótt hann hafi
reyndar óhlýðnast þvi nokkrum
sinnum. Þá hefur verið ömurlegt
að horfa á þá feðga, sem ekkert
þekkjast og hafa enga möguleika
á að nálgast hvor annan. Litli
strákurinn veit ekki hvaðan á sig
stendur veðrið og pabbinn er eins
og illa gerður hlutur.
Þá er komið að yngsta syninum,
sem kom heim fyrir mánuði og
tilkynnti okkur að hann ætti von
á barni eftir 4 mánuði með stelpu
sem hann var með i fyrrasumar
og haust. Svo slitnaði upp úr sam-
bandinu, en nú eru þau eitthvað
farin að hittast aftur og ég veit
ekki hvað úr verður. Stúlkuna
kannast ég við og vona bara að
eitthvað geti orðið úr þessu hjá
þeim, skinnunum.
% 1 öllum bænum!
Ég hef nú sagt fjölskyldu-
söguna í stórum dráttum og veit,
að hún er ekkert einstök. Sams-
konar atburðir gerast i flestum
fjölskyldum, að meira eða minna
leyti. Tilgangur minn með skrif-
um þessum er þó alls ekki sá að
kvarta eða vola yfir því, sem
miður hefur farið. Mig langar
hins vegar til að vara þá við, sem
nenna að hafa fyrir þvi að hugsa
og beini nú máli minu til unga
fólksins að sjálfsögðu.
I öllum bænum, gerið ykkur
grein fyrir þvi hvað þið eruð að
gera með því að gera ekki nauð-
synlegar varúðarráðstafanir. Þið
eigið ekki að treysta öðrum en
sjálfum ykkur. Stúlka, sem vill
hafa áhrif á farnað sinn á ekki að
treysta stráknum, sem hún er
með, fyrir því að sjá um getnaðar-
varnirnar. Hún á að gera sinar
ráðstafanir. Pilturinn á ekki að
treysta því þótt stúlka segist vera
á pillunni. Hún gæti hafa gleymt
að taka hana. Lika gæti hún
hreinlega verið að skrökva.
Það er ömurlegt að horfa upp á
öll þessi litlu blessuðu börn, sem
enginn vill i raun og veru fá og
eru fyrir öllum. Enda þótt allir
séu góðir við þessi börn og þyki
vænt um þau þegar þau eru
komin, þá er ekki hægt að mót-
mæla því, að þau eru ekki nein
óskabörn, og þau búa að því að
meira eða minna leyti i upp-
vextinum, hvað sem öllu góðu
fólki, sem ber þau á örmum sér,
liður.
Sumarbústaðir
Stýrimannafélags íslands í Laugardal verða
leigðir félögum frá 24. maí n.k.
Umsóknir til skrifstofu félagsins sem fyrst.
Stýrimannafélag íslands.
— MEGRUNARFRÆÐI-
Vegna mikillar eftirspurnar hefjast ný námskeið mánudaginn 26. mai.
Kennt verður:
1. Grundvallaratriði næringarfræði.
2. Gerð matseðla. Áherzla er lögð á næringarrikt, Ijúffengt og
hitaeiningarýrt fæði.
3. Sýndir verða grænmetis- og ávaxtaréttir.
Forðist skaðlegar megrunaraðferðir.
Upplýsingar og innritun i sima 86347.
Ég ætla ekki að fara að ráð-
leggja unga fólkinu nú til dags að
forðast samneyti við hitt kynið, —
veit að það er ekki til neins. Hins
vegar ætla ég að skora á það að
bera sig eftir björginni. Það er
enginn vandi á þessum siðustu
tlmum að búa svo um hnútana að
næstum sé 100% öruggt að ekki
verði óhapp. Þegar börn koma
undir, án þess að til þess sé ætl
ast, er um að kenna trassaskap og
hugsunarleysi i langflestum til-
vikum. Þetta er bjargföst sann-
færing mín.
í sambandi við fóstureyðingar-
frumvarpið og kynlífsfræðslu vil
ég segja þetta. Það er ekki af
skorti á uppfræðslu að það unga
fólk, sem ég þekki, hefur stofnað
til barneigna. Það er af leti og
kæruleysi. Ég veit að þetta eru
hörð orð, en sönn eru þau eigi að
siður.
Þetta fólk veit allt um pilluna,
lykkjuna og allar hinar græj-
urnar, sem fáanlegar eru, og þarf
aðeins að hafa fyrir því að verða
sér úti um þær. Flestu fólki, sem
kann að lesa og er sjálfbjarga að
öllu leyti, ætti að vera treystandi
fyrir því að passa upp á þetta, sem
hefur svo mikið að segja fyrir allt
líf þess.
Ég skil svo sem ekki hvers
vegna þetta ágæta fólk stofnar til
náinnar umgengni við fólk, sem
það þekkir kannski litið og þegar
ekki er um að ræða neina sér-
staka hrifningu, en það er önnur
saga og þar getur enginn ákveðið
fyrir annan.
Að minum dómi er fóstureyðing
heldur ekki lausnin þegar einu
sinni er svo komið, að barn er á
leiðinni, en það er ekki það, sem
ég ætla að tala um hér.
Ég er hins vegar á þvi, að það
þurfi að stórauka fræðslu um
getnaðarvarnir og áróður fyrir
notkun þeirra.
Þetta bréf átti að vera siðferðis-
prédikun. Hún fjallar ekki um
það, að ósiðlegt sé að sofa saman
og skemmta sér, heldur um það,
að ósiðlegt sé að hugsa ekki um
afleiðingarnar.
I von um að þessi orð megi
verða einhverjum til varnaðar,
þakka ég þér, Velvakandi minn,
fyrir birtinguna.
„Ættmóðir".
Svo mörg voru þau orð. Vegna
þess hve okkur þótti boðskapur-
inn gagnmerkur birtum við bréfið
í heild þótt langt væri, en ástæða
er um leið til að hvetja bréfritara
til að vera stuttorðir og gagnorðir.
Kristrún Jóhannsdóttir,
manneldisfræðingur.
— SÝNIKENNSLA
KYNNINGAR-
VILJIÐ ÞÉR GRÆÐA 100.ÖO KR ?
Næstu daga verður kynningarsala á Afgacolor Insta-
matic litfilmum fyrir pappír.
Áður 378 kr.
Nú 278 kr.
Gevafoto
Austurstræti 6.
Fótóhúsið
Bankastræti 8
Filmur
& vélar,
SkólavörSustlg 41.
Týli h.f.,
Austurstræti 7.
Bíðið nú við drengir": Hvað hafið þið nú verið að
bauka?
83? SIGGA V/öGA £ iiLVtRAU
VA9 SÝNV/Sf NÚ E-KKíQXGíVA f/T VÓVú
LÍM VÆ9. V.mLAO'bU ST4N9/1 \' SVONA
Af/; W£RRA 6l/£NP0ft V0RS7/óiT/f
!ú)
VÖ mo$ LÓG t®
MÆM,SI66A VlfN
\'A
rr<
ALLAR V£RKA-
KONOR VYR/R-
•TÆK/SIN^ S£M
tftU ftARN-
LAUÍAR mI
SAM6AN9 m
6V£N9. -
VÆR HAW 6££SAW-
LÍ&A YII^IL\9 YII&!