Morgunblaðið - 23.05.1975, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MAl 1975
deginum. Nú hefur verið horfið frá því
í samráði við Golfsamband íslands og
verður keppnin að verulegu leyti með
hefðbundnu sniði Þeir sem keppa með
forgjöf, leika 18 holur á laugardag og
aftur 18 á sunnudag eins og tíðkazt
hefur Þeir, sem leika án forgjafar,
byrja á sunnudag og leika þá 36 holur
Vilji menn hinsvegar leika bæði með
og án forgjafar, leika þeir 18 holur á
laugardag, en 36 á sunnudag
Keppnin hefst kl 9 á laugardags-
morgun, en seinni ræsing hefst kl.
1 30 eftir hádegi Leikinn verður B-
völlur, þ.e 9 + 9 holur og sumarflatir
verða nú teknar í notkun
íslandsmótið 3. deild
UMFN — Leiknir 7-0
UNGMENNAFÉLAG Njarðvíkur og Leiknir léku saman í 3. deildar keppn-
inni í knattspyrnu á mánudagskvöldið og hafði Njarðvíkurliðið frá upphafi
öll tök á leiknum og sigraði 7:0. Var þetta því þriðji 3. deildar leikurinn
um hvítasunnuhelgina sem lyktaði á þennan hátt.
MÖRK UMFN: Þórður Karlsson 2, Sigurður Sigurðsson 2, Stefán Jónsson
1, Sigurður J. Sigurðsson 1 og Ómar Hafsteinsson 1.
Þotukeppnin
hjá Keili
UM NÆSTU helgi — laugardag og
sunnudag — fer fram hin árlega Þotu-
keppni Flugfélags íslands á Hvaleyrar-
velli Keilis í Hafnarfirði Á undanförn-
um árum hefur þessi keppni verið ein
hin fjölmennasta keppni, sem þar er
haldin, enda öllum opin og gefur stig
til landsliðs í golfi í ráði var að for-
gjafarkeppnin yrði einungis á laugar-
daginn, en keppt án förgjafar á sunnu-
fslandsmðtlð 2. delld
Ármann — UBK 0-2
BREIÐABLIKSMENN voru hinir öruggu sigurvegarar t leik sinum við
Ármann i fyrrakvöld. Lokatölur urðu 2:0 gestunum i vil, en leikurinn
fór fram á Ármannsvellinum, að viðstöddum töluverðum fjölda
áhorfenda — flestum á bandi Blikanna.
BLIKARNIR voru atkvæðameiri strax i byrjun og þó leikurinn væri
nokkuð stórkarlalegur, þá voru þeir mun nettari i öllum aðgerðum
sínum. Fyrra markið kom á 24. minútu. Eftir markspyrnu frá marki
Breiðabliks barst knötturinn i átt að marki Ármanns og þar háðu þeir
Kristinn Petersen og Hinrik Þórhallsson mikið einvigi, sem lauk með
sigri þess síðarnefnda. Er hann var kominn inn i vitateig Ármenning-
anna renndi hann knettinum örugglega framhjá Ögmundi Kristinssyni
i markinu. sem átti litla möguleika á að verja.
AÐ fyrra markinu var ágætlega staðið af hálfu Blikanna, en fyrir
siðara markið eiga þeir enn meira hrós skilið. Gisli Sigurðsson, sem er
einn alskemmtilegasti leikmaður 2. deildar, þegar honum tekst vel
upp, hafði prjónað sig i gegn á vinstri vængnum og skilaði knettinum
snyrtilega fyrir mark Ármanns. Ólafur Friðriksson kom að á fullri ferð
og dró ekki af sér þegar hann skallaði knöttinn af krafti i netið.
ÁRMENNINGAR hresstust til muna í byrjun siðari hálfleiksins og áttu
þá tækifæri til að skora en tókst ekki, og undir lok leiksins voru
Blikarnir aftur orðnir allsráðandi.
BLIKARNIR ætla sér stóran hlut i 2. deildinni i sumar og vist er að
liðið hefur alla burði til að sigra i deildinni. j liðinu eru leikmenn með
mikla reynslu, menn eins og Þór Hreiðarsson, Einar Þórhallsson,
Ólafur Hákonarson, Haraldur Erlendsson, já og reyndar fleiri strákar,
sem kynnzt hafa hörku 1. deildarinnar og malarbaráttunni i 2. deild.
Spurningin er hvað þjálfara liðsins tekst að þjappa mannskapnum
saman i baráttunni, sem ekki er óliklegt að fyrst og fremst standi við
Þrótt og Hauka.
BEZTU leikmenn Blikanna að þessu sinni voru Einar Þórhallsson,
klettur í vörninni, og Gisli Sigurðsson, sem að þessu sinni átti einn af
sinum góðu dögum. Annars er liðið skipað jöfnum leikmönnum og i
þvi felst einmitt styrkur liðsins.
UM Ármannsliðið er það að segja að það er skipað skapmiklum
leikmönnum og oft var það þannip er heldur slakur dómari leiksins,
Þorvarður Björnsson. blés i pipu sina, að þá byrjuðu Ármenningarnir
að gagga hver upp i annan. Var á stundum engu likara en þeir væru á
málfundi, þar sem enginn var fundarstjórinn. Með þvi að einbeita sér
meira að leiknum sjálfum ætti Ármannsliðið að geta staðið sig
þolanlega i 2. deildinni i sumar, en verður tæplega mikið ofan við
miðju deildarinnar.
BEZTI maður Ármannsliðsins i leiknum i fyrrakvöld var hörkutólið
Kristinn Petersen. Ármenningar hafa nýlega gefíð út leikskrá, þar sem
flestir leikmenn liðsins eru kynntir. Þar segir um Kristinn Petersen:
„Sá alharðasti. Sumir andstæðingar hans telja öruggara að gefa
boltann til hans, en að lenda i klónum á honum."
— áij
HORFUR GOÐAR
EF EKKI RIGNIR
— sagði Baldur Jónsson
Starfsmenn Laugardalsvallarins hafa Serí
allt sem mögulegt hefur verió til Þess ^
völlurinn veröi í sem heztu ástandi þt*gar
landsleiksins á sunnudaginn kemur. Mynd
þessa tók Friðþjófur fyrir nokkru, er einn
starfsmannanna var að sá í völlinn.
vallarstjóri
Horfurnar er góðar eins og er,
sagði Baldur Jónsson, vallarstjóri, er
Morgunblaðið hafði í gær tal af hon-
um og spurðist fyrir um ástand Laug-
ardalsvallarins, þar sem landsleikur
íslands og Frakklands fer fram á
sunnudaginn. — Ef ekki rignir ætti
völlurinn að vera eins góður og fram-
ast er kostur, sagði Baldur, — en
verði rigning má hins vegar búast við
að hann verði mjög mjúkur og fari
illa, þar sem grasspretta á honum
hefur nánast engin verið að undan-
förnu.
Baldur sagði að völlurinn hefði
verið farinn að koma mjög vel til
fyrir kuldakastið á dögunum, en síð-
an hefði verið mjög lítil spretta, enda
næturkuldi mikill, og síðast í fyrri
nótt mældist tveggja stiga frost þar
niður við jörðu.
— Við erum búnir að gera allt sem
við getum, sagði Baldur, — völlur-
inn var allur gataður og síðan sáð í
hann og borinn á áburður, auk ÞesS
sem settur var á hann sandur til ÞesS
að reyna að auka hitann. En þe9a^
kuldinn er slíkur, sem verið hefur 3
undanförnu, duga fá ráð til þess 3
koma sprettunni til. Ég man
eftir þv? að gróðurinn hafi ver'
svona seinn á ferðinni í áratug H3nn
er hiklaust 4—5 vikum á eftir Þv'
sem venjulegt er, og má geta þess 3
í fyrra vorum við búnir að slá völl'nfl
í apríl.
ERFTOAST AÐ HAFA EKKERT
GETAÐ ÆFT A GRASIIV0R
— sagði Tong Knapp landsliðsþjálfari
— ÉG VARA við of mikilli bjartsýni,
sagði Tony Knapp, þjálfari islenzka
landsliðsins, á fundi með frétta-
mönnum i fyrradag. er val islenzka
landsliðsins var tilkynnt. — Við
erum i mjög erfiðri aðstöðu. þetta
verður fyrsti leikurinn sem flestir
leikmanna íslenzka liðsins leika á
grasi i ár, og það eru alltaf töluvert
mikil viðbrigði að koma af mölinni á
grasið. Þetta er örugglega það sem
verður erfiðast fyrir okkur. Andinn í
liðinu er hins vegar mjög góður og
allir strákarnir fara út i leikinn með
þvi hugarfari að berjast og sigra.
Þegar Knapp var að því spurður
bvaða leikkerfi hann myndi nota gegn
Frökkum, hvort leikið yrði 4-4-2 eða
4-3-3, sagði hann að það væri ekki
ákveðið enn, — Ég á eftir að ráðfæra
mig við Ásgeir Sigurvinsson, sagði
hann, — Ásgeir er eini maðurínn sem
séð hefur til Frakkanna nýlega, en
hann fylgdist með leik þeirra og
Portúgala í sjónvarpinu En eitt er víst,
við munum fara varlega af stað, reyna
að kanna styrk og veikleika and-
stæðingsins og haga okkur síðan
samkvæmt því i leiknum
Tony Knapp var að því spurður hvort
ekki hefði að hans dómi verið nauðsyn-
legt að senda „njósnara" á leik Frakk-
lands og Portúgals á dögunum Knapp
sagði svo vera, — en þegar þesssi
leikur fór fram hafði ég ekki gengið frá
samningum mínum við KSÍ, þannig að
ekki lá fyrir að ég myndi taka að mér
landsliðið. Þegar sömu spurningu var
beint til forystumanna KSÍ, svörðuðu
þeir því til, að þeir hefðu ekki haft
vitneskju um leik þennan fyrr en þeir
lásu um úrslitin í honum I dagblöðun-
um, enda var leikur þessi vináttuleikur
og því ekki i leikjabókum FIFA
Tony Knapp var að því spurður
hvaða stöðu hann myndi láta
Jóhannes Eðvaldsson leika, en sem
kunnugt er hefur Jóhannes leikið
miðherja með hinu nýja liði sínu,
Holbæk, í Danmörku Sagði Knapp að
Jóhannesi yrði stillt upp sem miðfram-
verði, en þá stöðu hefði hann leikið i
landsliðinu i fyrra og skilað með mjög
góðum árangri
TONY Knapp — hlutverk hans seni
landsliðsþjálfara á sunnudaginn verdur
engan veginn auðvelt. Frakkarnir eru nu
að enda sitt keppnistfmabil og væntan-
lega I sínu bezta formi, en Islendingar
eru hins vegar rétt að hefja keppnistíma-
bilið og margir leikmanna landsliðsins
hafa ekki leikið ágrasi fyrr I sumar.
53. héraðsþing Skarphéðins
53. héraðsþing Héraðssambands-
ins Skarphéðins var haldið i Gunn-
arshólma i Austur-Landeyjum 22. og
23. febrúar s.l. Þingið sátu um 60
þingfulltrúar frá 22 ungmennafélög-
um, auk stjórnar sambandsins og
gesta. Á þinginu gengu tvö félög i
héraðssambandið, Ungmennafélagið
Framtiðin í Djúpárhreppi og Iþrótta-
félagið Stigandi i fþróttakennara-
skóla íslands að Laugarvatni.
I skýrslu fráfarandi stjórnar HSK
kom fram að starf sambandsins var
með mesta og fjölbreyttasta móti á
liðnu starfsári. Má nefna t.d. að sam-
bandið efndi til keppnisferðar til Dan-
merkur fyrir frjálsiþróttafólk sambands-
ins og tóku um 35 manns þátt I
ferðinni sem stóð í viku. Sumarbúðir
voru starfræktar að Laugarvatni, staðið
var fyrir félagsmálanámskeiðum,
iþróttamótum, landgræðslu o.fl. Hafði
sambandið i fyrsta sinn framkvæmda-
stjóra og opna skrifstofu allt árið i
húsnæði sambandsins á Selfossi.
Margar samþykktir voru gerðar á
þinginu, m.a, um bindindismál, þar
sem hvatt er.til aukinnar fræðslu um
skaðsemi ávana- og fikniefna i skólum.
Skorað var á þingmenn Suðurlands-
kjördæmis að beita sér i sameiningu
fyrir framgangí þess að byggð verði
brú yfir Ölfusá hjá Óseyri. Hvatt var til
samstarfs við Náttúruverndarráð um
verndun náttúruperla í héraðinu. Hvatt
var til áframhaldandi starfa að land-
græðslu Stjórninni var falið að athuga
möguleika á að fá málverkasýningar í
félagsheimilin Skorað var á sveitar
stjómir á sambandssvæðinu að hrau
að mætti gerð íþróttamannvirkja '
byggðarlögum sínum
Jóhannes Sigmundsson, Syðra
Langholti, var endurkjörinn formaðör
Héraðssambandsins Skarphéðins, °9
stjórn með honum eiga sæti: Valmun
ur Gíslason, Vindási, ritari; Diðrik Har
aldsson, Selfossi, gjaldkeri; Hjörtur J
hannsson, Hveragérði, og Baldu
Björnsson, Fitjamýri, meðstjórnen
ur.
ALBERT EFnRUTSMAÐLR
UEFA, Evrópusamband knattspyrnumanna, mun hafa eftirlit^
mann á landsleik Isiands og Frakklands á sunnudaginn, eins ofe
venja er á meiri háttar leikjum sem fram fara á vegum samband-
ins. Að þessu sinni verður það fslendingur, sem gegnir eftirH
störfum: Albert Guðmundsson, fyrrverandi formaður KSl, en ha
hefur oft áður gegnt slíkum störfum fyrir UEFA.