Morgunblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1975
Framkoma stjómvalda bein
ógnun við tilveru skólans
— segja nemendur Tækniskólans
1 GÆR unnu fulltrúar kennara
við Tækniskóla lslands og fjðr-
málaráðuneytisins að þvf að yfir-
fara þau atriði, sem deilt er um f
launadeilu kennara Tækni-
skólans við fjármálaráðuneytið
og er gert ráð fyrir að í dag verði
fjallað um einstök atriði deilunn-
ar og reynt að leita lausnar á
henni. Nemendur Tækniskólans
héldu I gærmorgun fjölmennan
fund, þar sem fjallað var um fyr-
nefnda deilu og í ályktun, sem
fundurinn samþykkti, kemur
fram að fundurinn telur að fram-
koma viðkomandi ráðuneyta f
máli þessu sé bein ógnun við til-
veru skólans og er þess krafizt að
deila þessi verði leyst tafarlaust.
Ólafur Jens Pétursson talsmað-
ur kennara við Tækniskólann
sagði, að ýmis atriði deilunnar
væru á góðri leið með að leysast
og kennararnir gætu ekki látið
sér nægja loforð vegna sárrar
reynslu siðustu ára og því miður
væru þeir ekki eini hópurinn,
sem hefði þessa sögu að segja af
samskiptum sínum við launadeild
fjármálaráðuneytisins. Ólafur
sagðist gera ráð fyrir að lausn
fyndist á hluta þess, sem deilt er
um, innan ekki langs tíma en
lausn á ýmsum grundvallaratrið-
um s.s. fyrirkomulagi á út-
reikningi launa kann að dragast
eitthvað og jafnvel getur svo farið
að vísa verði þeim til úrskurðar
Kjaranefndar.
Eins og sagt var frá hér 'að
framan héldu nemendur Tækni-
skólans fjölmennan fund þar sem
fjallað var um yfirstandandi
launadeilu kennara skólans og
samþykkti fundurinn svohljóð-
andi ályktun:
„Almennur fundur nemenda
við Tækniskóla íslands haldinn 8.
sept. ’75 átelur harðlega þau
vinnubrögð menntamálaráðu-
neytisins að hafa ekki leyst deilu
kennara við viðkomandi yfirvöld,
þannig að kennsla gæti hafizt á
réttum tíma. Fundurinn telur að
framkoma viðkomandi ráðuneyta
í máli þessu sé bein ógnun við
tilveru skólans og gangi í berhögg
við yfirlýsta stefnu stjórnvalda
um aukna verk- og tæknimenntun
i landinu. Fundurinn krefst þess
að deila þessi verði leyst tafar-
laust, verði það ekki gert lýsir
hann fullri ábyrgð á hendur við-
komandi stjórnvöldum á áfram-
haldandi aðgerðum nemenda í
máli þessu.“
I samtali, sem Mbl. átti við full-
trúa nemenda skólans, kom fram,
að Nemendaráð skólans hafði áð-
ur tekið afstöðu með kennurum
en taldi sig ekki geta hafið að-
gerðir fyrr en búið færi að leggja
málið fyrir almennan fund nem-
enda við skólann. Það kom fram
hjá fulltrúum nemenda að þeir
hygðu á fjöldaaðgerðir en ekki
vildu þeir tjá sig um hverjar þær
aðgerðir yrðu, þó sögðust þeir
ætla að leita eftir stuðningi nem-
Framhald á bls. 39
’* : * céS
Myndin er tekin á Piccadilly á föstudag, rétt eftir að sprengja hafði sprungið á Hilton-hótelinu. A
myndinni sést lögreglumaður miða á bfl, sem vakið hafði grunsemdir.
Þá kom upp í mér íslend-
ingurinn og ég gekk út”
Rætt við Tómas Þorvaldsson, er b jó á hóteli
íLondon,þarsem tilkynntvarum sprengju
DAGINN, sem sprengja sprakk
í. Hilton-hótelinu i London var
tilkynnt um hvorki meira né
minna en um 250 sprengjur í
borginni. Tómas Þ^rvaldsson,
stjórnarformaður Sölusam-
bands íslenzkra fiskframleið-
enda, var á ferð í London um
helgina og gisti þá sem endra-
nær I Park Lane-hótelinu í
London, sem er aðeins í 50
metra fjarlægð frá Hilton. I
fyrradag, er hann var í þann
mund að fara af hótelinu, barst
tilkynning um sprengju í Park
lane og greip um sig talsverð
hræðsla. Morgunblaðið ræddi i
gær við Tómas og sagðist hon-
um svo frá:
„I gærmorgun fór ég á venju-
legum tima niður til að snæða
morgunmat og var þá allt eðli-
legt. Fór ég síðan út og var að
bíða eftir því að tími kæmi til
að fara út á flugvöll og halda
heim. Atti flugvélin að fara
klukkan 13,10. Klukkan 10.30
ætlaði ég að fara með töskurnar
fram á ganginn og fara niður og
út. Hitti ég þá á ganginum
öryggisvörð, sem rak mig aftur
inn i herbergið. Sagði hann að
sprengja væri I húsinu og að
engum fyrir ofan aðra hæð
væri leyft að fara út. Þarna
voru á hótelinu Spánverjar og
Portúgalar og allt í einu, rétt er
ég er kominn inn í herbergið,
er barið og hamazt á dyrunum
og komu þá þessir menn þang-
að líka. Var talsvert felmtur á
fólkinu, sem fékk að vera inni
hjá mér.
Ur herberginu hafði ég út-
sýni yfir Piccadilly. Þar hafði
öll umferð verið stöðvuð og lík-
legast hafa verið upp undir 20
2ja hæða strætisvagnar, sem
stóðu þar og var öllu fólki
skipað út úr vögnunum og það
látið fara út f Green Park.
Lögregluverðir og sjúkrabílar
þustu um svæðið. Manni leizt
þvf ekki alls kostar á þetta og
þá einkum er sprengingin á
föstudag í Hilton, aðeins 50
metrum frá Park Lane, var
höfð í huga.
Félagi minn, Helgi Þórarins-
Framhald á bls. 28
Verð á lýsi, mjöli og soyabaunum
lækkaði verulega síðustu vikur
Landbúnaðar-
ráðherra 60 ára
HALLDÓR E. Sigurðsson,
landbúnaðar- og samgönguráð-
herra, er sextugur í dag, 9.
september. Hann tekur á móti
gestum á heimili sínu að
Bakkaflöt 4, Garðahreppi, frá
kl 17.00 síðdegis. Á miðopnu
Morgunblaðsins f dag birtist
ítarlegt viðtal við Halldór E.
Sigurðsson um landbúnaðar-
mál.
segir Sveinn Benediktsson í fréttabréfi
Félags ísl. fiskmjölsframleiðenda
Sveinn Benediktsson, formaður
Félags fsl. fiskmjölsframleið-
enda, ritar grein um markaðs-
horfur á fiskmjöli og lýsi í dreifi-
bréf féiagsins sem kom út f gær,
8. scptember, og er nr. 9/1975. 1
grein þessari koma fram marg-
háttaðar upplýsingar um
markaðsmálin. Niðurlag greinar-
innar er svohljóðandi en grein
Svcins Benediktssonar mun birt-
ast f Morgunblaðinu f heild á
næstunni.
Síðustu héraðsmót
Sjálfetæðisflokksins
Verða í Stapa og Vestmannaeyjum
Um næstu helgi heldur Sjálf-
stæðisflokkurinn tvö héraðsmót,
þ.e. í Stapa í Njarðvíkum og í
Vestmannaeyjum, og verða það
síðustu héraðsmót . flokksins á
þessu sumri., Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur nú í sumar haldið 18
héraðsmót víðsvegar um landið
við góða aðsókn og undirtektir. A
héraðsmótunum hafa ráðherrar
flokksins og aðrir forystumenna
flokksins flutt ávörp, auk þess
sem vandað hefur verið til marg-
háttaðra skemmtiatriða og tryggð
góð danshljómsveit.
Stapi, Njarðvfkum: föstudaginn
12. september kl. 21. Avörp flytja
Oddur Ólafsson, alþingismaður og
Helgi Hólm, kennari.
Vestmannaeyjum: laugardag-
inn 13. september kl. 21. Ávörp
flytja Steinþór Gestsson, alþingis-
maður og Sigurður Jónsson,
bæjarfulltrúi.
Fjölbreytt skemmtiatriði ann-
ast hljómsveit Ólafs Gauks, ásamt
Magnúsi Jónssyni, ópepsöngvara,
Svanhildi, Jörundi og Hrafni
Pálssyni. Hljómsveitina skipa ól-
afur Gaukur, Svanhildur, Ágúst
Atlason, Benedikt Pálsson og Carl
Möller.
NIÐURLAGSORÐ
„Á aðalræktunarsvæðum í
Bandaríkjunum á soyabaunum,
maís, hveiti og hverskonar korni,
brást uppskera í fyrra að nokkru
leyti, vegna þess að frost gengu-
víða í garð í byrjun september,
áður en væntanleg uppskera
hafði náð éðlilegum þroska. En á
því hafði orðið misbrestur vegna
mikilla þurrka í júlímánuði og of
mikillar úrkomu víða í ágúst 1974.
Nú eru uppskeruhorfur í
Bandaríkjunum taldar betri,
einkum á soyabaunum, vegna
hagstæðrar veðráttu, sem leitt
hefur til þess, að þroski þeirra er
lengra á veg kominn en á sama
tíma i fyrra. Þetta mun nægja til
þess að bægja frá hættu af nætur-
frostum. Er talið, að fyrri áætl-
anir um uppskeru muni því
hækka en ekki lækka.
Brasilía hefur selt mikið af
soyabaunum og soyabaunaolíu til
Rússlands. Mest eru kaup Rússa á
mat- og fóðurvörum í Bandaríkj-
unum.
Ford forseti hefur -sagt, að
Bandaríkjamenn myndu varast að
brenna sig á sama soðinu og 1973,
og vita ekki fyrr en f ótíma, hve
mikil kaup Rússar hefðu gert,
sem leiddu til gífurlegrar
hækkunar á mat- og fóðurvörum í
Bandaríkjunum og óvinsælda
stjórnvalda af þeim sökum. Nú
væri útflutningurinn undir
ströngu eftirliti og þess gætt, að
hann hefði ekki skaðleg áhrif á
verðlag matvæla í Bandaríkjun-
um.
Þrátt fyrir verulega lækkun á
heimsmörkuðum á fiskmjöli og
lýsi síðustu vikur, er það álit
margra, sem bezt mættu vita, að
fiskmjöl og lýsi muni heldur
hækka en lækka í verði næstu
mánuði. Óvissa er þó mikil f þess-
um efnum, vegna olíukreppunn-
ar, verðbólgu og almennrar óvissu
f öllum viðskiptum þjóða á milli.
Að sjálfsögðu mun það valda
miklum örðugleikum á komandi
loðnuvertíð, að verðjöfnunarsjóð-
ur loðnuafurða er nú tómur. Á
sfðustu vertíð var allri innstæðu í
sjóðnum, á fjórða hundrað millj-
ónum króna, varið til þess að
halda uppi loðnuverðinu. Blasir
því við að finna verður nýjar leið-
ir í sama skyni.
Vegna sívaxandi reksturskostn-
aðar og verðbólgu og miklu lægra
verðs á lýsi og fiskmjöli en í fyrra
og með verðjöfnunarsjóðinn þrot-
Framhald á bls. 39
ennuvargur laus á
íkurflugvelO?
formaðurinn
ÖKLABROTNAÐI
8S|»gtjja
æJspIsH
„Ekki olveg í tokt
við sjólfan mig''
Fyrsta forsfða Dagblaðsins.
„Eðlilegt framhald
afritstjórn Vísis”
— segir í forystugrein Dagblaðsins, sem koni út í
„DAGBLAÐIÐ — frjálst, óháð
dagblað“ hóf göngu sína f gær.
Fyrsta tölublað blaðsins var 40
blaðsfður og samkvæmt upplýs-
ingum eigenda blaðsins var það
prentað f 32 þúsund eintökum,
sem seldust upp. Blaðið er þvf
sem næst eftirlfking af Vfsi, enda
segir ritstjóri Dagblaðsins, Jónas
Kristjánsson, f forystugrein þess:
„Ritstjórn Dagblaðsins er að
okkar mati eðlilegt framhald af
ritstjÓrn Vfsis.“
Á baksíðu Dagblaðsins er skýrt
frá stofnun hlutafélags þess, sem
gefur blaðið út. Nefnist það Dag-
blaðið h.f. og var það stofnað í
fyrradag. Samkvæmt fréttinni er
tilgangur félagsins að gefa út
frjálst dagblað, óháð stjórnmála-
flokkum og hagsmunaöflum, en
að auki er tilgangur félagsins
önnur útgáfustarfsemi, prentun
og skyldur atvinnurekstur, svo og
kaup og sala hlutabréfa og fast-
eigna og almenn lánastarfsemi.
Áskrifendum blaðsins er gefinn
kostur á því að gerast hluthafar
og geta þeir keypt 1.000 króna
gær
hlutabréf. Við stofnun félagsins
var hlutaféð ákveðið 10 milljónir
króna, en á hluthafafundi var
ákveðið að auka það um 40
milljónir í 50 milljónir og stjórn
félagsins falið að annast sölu
hlutabréfanna. Á fyrsta aðalfundi
félagsins verður fjölgað í stjórn
félagsins, en nú eru þrír I stjórn:
Björn Þórhallsson, viðskiptafræð-
ingur, Jónas Kristjánsson, rit-
stjóri, og Sveinn R. Eyjólfsson,
framkvæmdastjóri. Eftir fjölgun
stjórnarmanna i 5 skal a.m.k. einn
stjórnarmaður vera úr hópi
starfsmanna, sem eru hluthafar.
I forystugrein blaðsins ræðir
Jónas Kristjánsson um blaðið, en
greinin ber yfirskriftina: „Loks-
ins — til hvers?“ Jónas segir:
„Flestum mun í fyrstu þykja Dag-
blaðið minna á Vísi. Það er eðli-
legt, því að þorri ritstjórnarinnar
er kominn beint af Visi yfir á
Dagblaðið. Við munum f fyrstu að
ýmsu leyti móta Dagblaðið með
svipuðum hætti og við mótuðum
Vísi fram á þetta sumar' Ritstjórn
Dagblaðsins er að okkar mati eðli-
legt framhald af ritstjórn Vísis.“