Morgunblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 40
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SÉPTEMBER 1975 KA OG ÍBÍ UPP VÍKINGUR NIÐUR ÞAÐ var hórkubarátta milli ÍBÍ, KA og Vikinga frá Ólafsvik um tvö lausu sætin i 2. deild á næsta sumri en keppnin fór fram á Melavellinum um helgina. Fyrsti leikurinn var á milli ÍBÍ, sem hlaut 3. sætið I 3. deild og Vikinga frá Ólafsvík, sem höfnuðu i neðsta sæti i 2. deild. Fyrri hálfleikur var markalaus. en í síðari hálfleik skoraði markaskorari þeirra ísfirðinga Jón Oddsson tvö mörk án þess að Vikingum tækist að svara fyrir sig Á laugardag léku svo KA sem varð í 2 sæti I 3 deíld við ísfirðinga og var þar um hörkubaráttu að ræða Albert Guðmundsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir ÍBÍ, en KA jafnaði og bættu þeir siðan öðru við Jón Oddsson jafnaði fyrir ÍBI en á lokaminútunni skoraði svo Jóhann Jakobsson sigurmarkið fyrir KA með góðu skoti. Á sunnudag fór svo fram síðasti leikurinn milli KA og Víkinga frá Ólafsvík. Er skemmst frá þvi að segja að leikurinn var mjög spennandi og mikil barátta Lengi leit út fyrir að öll liðin ætluðu að skilja )öfn með 2 stig hvert og hefði þá þurft að efna til enn nýrrar keppni. Sigbjörn Gunnarsson skoraði fyrsta markið fyrir KA, en Ásgeir Eliasson jafnaði fyrir Víking Rétt fyrir lok hálfleiksins bætti Birgir Þorsteinsson öðru marki við fyrir Viking. í byrjun siðari halfleiks skoraði svo Hilmar Gunnarsson 3. mark Vikinga og var nú útlitið annað en gott fyrir KA Þeir gáfust ekki upp og tókst Ármanni Sverrissyni að lagfæra stöðuna i 2—3 og skömmu fyrir lok leiksins jafnaði Sigbjörn Gunnarsson metin með fremur ódýru marki, Þetta dugði KA og það verða því KA og IBÍ sem taka sæti i 2 deild að ári, að viðbættum Þórsurum, en Vikingar frá Ólafsvik falla I 3 deild eftir eins árs veru í 2 deild Islandsmeistarar Breiðabliks f 4. flokki, ásamt þjálfara sínum og formanni Knattspyrnudeildar Breiða- bliks. Jgpl Tm Enn skrautfjöður í hatt Breiðabliks BLIKARNIR úr Kópavogi vörðu meistaratitil sinn í 4. flokki frá þvf f fyrra með þvf að sigra KA frá Akureyri f úrslitaleik á Mela- veilinum á föstudagskvöldið. Þetta var annar úrslitaleikur lið- anna, þvf að áður höfðu þau gert jafntefli 2—2. Leikurinn á föstudagskvöldið var skemmtilegur á að horfa og sýndu leikmenn beggja liða góð tilþrif. Það fór ekki á milli mála að Blikarnir voru sterkari aðilinn, en liðin eru annars mjög ólík. Blikarnir eru minni að vexti, en búa yfir góðri knatttækni. Strákarnir hjá KA voru yfirleitt stærri og Iíkamlega sterkari, en nokkuð skorti á knatttækni hjá þeim. Það var Benedikt Guð- mundsson sem skoraði fyrsta mark Blikanna á 20. mfn. eftir mikil varnarmistök hjá vörn KA. Á 5 mín. síðari hálfleiks bætti fyrirliði Blikanna, Þorsteinn Hilmarsson, öðru marki við með hörkuskoti, en litlu síðar minnk- aði Anton Haraldsson muninn í 2—1, er hann skoraði fyrir KA eftir að markvörður Blikanna hafði misst frá sér knöttinn. Benedikt Guðmundsson skoraði svo 3. mark Blikanna, en síðasta orðið hafði Halldór Sigurbjörns- son (Donni) er hann skoraði gott mark undir lokin. Lauk leiknum því með sigri Blikanna 4—1 og voru þeir vel að honum komnir. Að leik Ioknum afhenti Helgi Daníelsson formaður Móta- nefndar KSl sigurlaunin og hylltu áhorfendur sigurvegarana með ferföldu húrrahrópi. ÞRÍR BIKARAR Á ÞREMUR ÁRUM Þróttur skaut IBV ref fyrir rass °g tryggði sér 1. deildar sætið Þróttarar komu flestum á óvart á laugardaginn með því að sigra Vestmanneyinga f úrslitaleik um lausa sætið í 1. deildinni f knatt- spyrnu, en leikur Iiðanna fór fram á Melavellinum. Þar með verður það Þróttur sem leikur í 1. deiid að ári, eftfr 10 ára setu í 2. deild, en Vestmanneyingar verða að sætta sig við að leika f 2. deild — eftir 9 ára samfellda veru f 1. deild. Sjálfsagt eru spor Vest- manneyinga niður í 2. deild þung, en ætla má, að liðið verði þar ekki nema í eitt ár. Liðið hefur á að skipa mörgum ágætum leikmönn- um, og hefur það öðru hverju í sumar náð að sýna ágæta spretti og m.a. lagði það af velli tvö efstu liðin í 1. deild, Fram og Akranes. Það hefur hins vegar algjörlega dottið niður á milli, og eins og nú er komið virðist ekki til minnsfi baráttuviljí f liðinu. Meira að segja að hinum árfðandi leik á laugardaginn gekk liðið með hangandi hendi. Aðra sögu er að segja um Þróttara, sem tefldu í leiknum á laugardaginn fram hálfgerðu B- liði, a.m.k. ef miðað er við liðskip- an í flestum leikjum liðsins í sumar. Fimm leikmenn komnir til útlanda í sumarfrí. Geysileg bar- átta var í Ieikmönnum. Þeir fóru í hverja einustu sendingu, voru ákveðnir og óhræddir við návígi við Vestmanneyinga. 'Afleiðing þessa var svo sú að Þróttarar voru meira með knöttinn í leiknum, áttu hættulegri færi, og skoruðu þau tvö mörk sem þurfti til þess að tryggja sér sigur. Það var 17 ára piltur í Þróttar- liðinu, Halldór Arason, sem var hetja þess í leiknum og skoraði bæði mörkin. Hið fyrra kom á 23. mfnútu fyrri hálfleiks en hið síðara á 2. mfnútu seinni hálf- leiks. Bæði komu mörkin eftir varnarmistök hjá Eyjamönnum, en samt sem áður var vel að mörkunum staðið hjá Halldóri. Þegar hann skoraði fyrra markið hafði Ársæll Sveinsson markvörð- ur IBV átt misheppnað útspark og lenti knötturinn hjá Halldóri sem sendi hann boðleið til baka í blá- markhornið niðri. Þegar Þróttar- ar skoruðu seinna mark sitt, sóttu þeir upp hægri kantinn og tókst einfaldlega að hlaupa af sér vörn Eyjamanna og skora framhjá Ár- sæli, sem ekki hafði tíma til að loka markinu. Það var aðeins í upphafi leiks- ins sem Eyjamenn sýndu eitthvað af sér þá léku þeir skynsamlega og ógnuðu Þróttarmarkinu veru- lega á þann hátt að vörnin var dregin út, en síðan gefnar send- ingar til Arnar Óskarssonar sem átti að stinga sér í gegn og skora. Sá galli var einungis á gjöf Njarð- ar að Örn var of fljótur á sér og var dæmdur rangstæður. I a.m.k. einu tileflli var slíkur dómur þó hæpinn, þar sem örn fékk þá knöttinn innfyrir af Þröttara, og var kominn á auðan sjó, þegar dómarinn stöðvaði leikinn. Þessi byrjunarsprettur var líka það eina hjá Vestmanneyingum í leiknum, og það var tiltölulega mjög sjaldan sem þeir komust i skotfæri við Þróttarmarkið í leiknum. Helzt var það örn Óskarsson sem eitthvað reyndi að ógna. Tómas Pálsson gerði stöku sinnum laglega hluti, en fleiri sem áttu að leika í framlínu Eyja- liðsins voru ekki umtalsverðir. Undirritaður hefur reyndar ekki séð Þróttarliðið nema f þrem- ur leikjum í sumar, en af þeim var þetta langbezti leikur þeirra, og óhætt að fullyrða að eins og liðið lék á laugardaginn gefur það ekki mörgum 1. deildar liðum neitt eftir. Það er f það minnsta hægt að komast langt ef úthaldið og baráttuviljinn er í lagi. Um framtíð Þróttar í 1. deildinni er hins vegar erfitt að spá. En víst er að liðið er skipað mörgum mjög efnilegum piltum, og þess vegna ætti það ekki að þurfa að kvíða neinu. Sölvi Óskarsson þjálfari Þróttar er maðurinn á bak við velgengni Þróttar í sumar, og er greinilegt að hann hefur náð veigamiklum atriðum vel upp hjá liðinu. Beztu leikmenn Þróttar f leikn- um á Iaugardaginn voru þeir Jón Þorbjörnsson markvörður, Gunnar Ingvarsson, Halidór Ara- son og Þorvaldur Þorvaldsson, en tveir þeir síðastnefndu eru mikil efni, og eiga örugglega eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. I Eyjaliðinu átti Einar Frið- þjófsson einna beztan leik — mest fyrir það að hann gafst aldrei upp og sýndi af sér baráttu- vilja. Friðfinnur Finnbogason átti einnig bærilegan leik, og sem fyrr segir var örn Óskarson sá eini sem eitthvað sýndi af sér f fram- línu Eyjaliðsins. Dómari í leiknum var Rafn Hjaltalín og dæmdi yfirleitt með ágætum. Línuverður hans, Ragn- ar Magnússon og Guðmundur Haraldsson, voru hins vegar stundum of fljótir á sér. —stjl. þvf að Blikarnir hefðu verið betri og því verðskuldað sigur, en sigur þeirra var kannski of stór, því við fengum á okkur ódýr mörk, sagði hann. — Ég hef leikið knattspyrnu frá þvf ég var 7 ára og alltaf sem tengiliður. Einar sagðist æfa knattspyrnu og handknattleik og hafa gaman af báðum þeim greinum og kvaðst vera staðráðinn f að halda því áfram og vonast til að fá tækifæri til að leika fleiri úrsiitaleiki og vonandi gengi þá betur. Þorsteinn Hilmarsson Einar Eyland Jón Þorbjörnsson grfpur inn f leikinn og stöðvar sóknarlotu Eyja- manna eins og svo oft f leiknum. Friðfinnur Finnbogason er fyrir aftan hann, en Sverrir Brynjóifsson og Þorvaldur Þorvaldsson fyrir framan. ÞETTA er 3. árið f röð sem þú átt viðtal við mig, sagði Þorsteinn Hilmarsson fyrirliði Blikanna að leik loknum þvf að f fyrra var ég fyrirliði 4. fiokks, sem vann mótið og árið þar áður var ég fyririiði 5. flokks, sem einnig vann mótið. — Við unum alla okkar leiki f riðlakeppninni, en gerðum svo jafntefli við KA f úrslitaleik, en unnum þá núna. — Þetta er sfðasta árið mitt f 4. flokki og hver veit nema ég taki á móti 3. flokks bikarnum næsta ár, sagði Þorsteinn og bætti þvf við, að hann væri staðráðinn í að haida áfram að æfa og leika knattspyrnu. Einar Eyland fyrirliði KA á leik- velli sagðist ekkert vera óánægður að hafa tapað leiknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.