Morgunblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1975 Konan , sem kunni ekki að gæta hófe Það voru einu sinni gömul hjón, sem bjuggu langt frá alfaraleið, í vesölum litlum kofa er stóð við fjörð. Börnin þeirra fóru út í heim um leið og þau gátu séð fyrir sér sjálf, svo það var enginn til að annast þau í ellinni. Dag einn var ekki til svo mikið sem ein l.ítil spýta til að setja undir grautarpott- inn. Konan barmaði sér og skammaði manninn sinn fyrir að hafa ekki sótt brenni áður en kassinn tæmdist. Til þess að fá hana til að hætta þessu voli tók hann burðarólina af snaganum og staulaðist út í skóginn til að ná í eldivið. Hann var stirður og þreklaus, en hann fann þó það, sem hann leitaði að og safnaði nú saman hrúgu af þurrum greinum. Þegar hann ætlaði að lyfta þessu hlassi upp á bakið. þraut hann krafta. Sorg- mæddur dró hann grein og grein út úr hrúgunni til að létta hana. Á meðan hann var að þessu bar þar að bláklæddan mann. Hann stoppaði og /^COSPER-------------------------\ taS9 C05PEK Eru ekki bráðum búinn að spyrja, hvar Eff- elturninn sé? ___________________________________________> heilsaði eins og þeir væru gamlir kunn- ingjar. Gamli maðurinn mundi hins vegar ekki eftir að hafa séð hann áður. „Þú þekkir mig ekki,“ sagði ókunni maðurinn, „en við erum nágrannar, því ég bý i jörðinni undir kofanum þínum. Konan mín og ég erum þér mjög þakklát fyrir að kvelja okkur ekki með því að hella vatninu á þröskuldinn, heldur fara alltaf spölkorn frá húsinu. Láttu nú brennið vera og hlustaðu á ráðleggingu mína og farðu að litla skógarstígnum, sem þú sérð þarna. Þegar þú hefur gengið spölkorn kemur þú að grænni grasbrekku og í miðri brekkunni er stórt birkitré. Við rætur birkitrésins er lind. Leggstu þar á fjórar fætur og drekktu vatnið. Við hvern sopa, sem þú kyngir, yngist þú um eitt ár.“ Á sama augnabliki hvarf hann á milli trjánna og gamli maðurinn stóð og starði á staðinn, sem ókunni maðurinn hafði verið á. Hann gerði sér ekki grein fyrir Úr íslenzkum fornsögum: Auðunar þáttur vestfirzka Konungur mælti: „Hvað viltu þá af gera?“ Hann svarar: „Fara,“ segir hann, „til Danmerkur og gefa Sveini konungi.“ Haraldur konungur segir:„Hvort er, að þú ert maður svo óvitur, að þú hefur eigi heyrt ófrið þann, er í milli er landa þessara, eða ætlar þú að giftu þína svo mikla að þú munir þar komast með ger- semar, er aðrir fá eigi komizt klaklaust, þó að nauðsyn eigi til?“ Auðunn svarar: „Herra, það er á yðar valdi, en engu játum vér öðru en þessu, er vér höfum áður ætlað.“ Þá mælti konungur: „Hví mun eigi það til, að þú farir leið þína, sem þú vilt, og kom þá til mín, er þú ferð aftur, og seg mér, hversu Sveinn konungur launar þér dýrið, og kann það vera, að þú sért gæfumaður.“ „Því heiti ég þér,“ sagði Auðunn. Hann fer nú síðan suður með landi og í Vík austur og þá til Danmerkur; og er þá uppi hver peningur fjárins, og verður hann þá að biðja matar bæði fyrir sig og dýrið. VlK> MORöJNi- kaff/no Kvikmyndahandrit aö moröi Eftir Lillian O'Donnell Þýðandi Jóhanna Kristjónsdóttir. 41 fremst aó morðinginn var Irylllur af bra'ði eða ástríðu. Þess vegna hafði verið nauðsynlegt fyrir morðingjann að hringja. Sá seki hlaut þvf að vera maður kominn af léttasta skeiði. Maður sem var sennilega ekki viðloðandi kvikmyndabransann og þekkti ba-ði Talmey og Maríettu mjög veí. Hann réð einnig yfir bfl og hann hlauf að vera kunnugur f Suffolk. Meðal þeirra karlmanno sem ekki höfðu tengsl við kvikmynda- heiminn var til dæmis Eugene Brahm listmálarinn. Hann hafði uni skamma hrfð verið í lygjum við stjörnuna, en á scinni árum hafði hann nánasl einangrað sig frá umheiminum og það svo að um hlédrægni hans hafði m.vnd- azt hálfgerð goðsögn. Ilann gal ekki hafa vitað um að fréttin um endurkomu Maríettu myndi birl- asl svona fljóft f blöðununi. Brahm hafði enga haldhæra fjar- vistarsönnun á mánudagsmorgun og það gæti orðið spennandi að heyra hvernig honum (ækist að gera grein fyrir gerðum sínum á sunnudagskvöldið, þegar Talmey hafði verið myrtur. Og hverjir komu aðrir tii grelna? Það hlutu að vera ein- hverjir fleiri sem pössuðu inn í þessa mynd Davids. Jú, stjúpfað- irinn, Paul Watts. En hvaða ástæðu gat hann haft til að fremja morð? En það var enn einn aðili, pilt- ur sá sem hafði komið við sögu f bflslysinu sem hafði orðið til að ýta leikkonunni upphaflega út f yztu myrkur: Timothy Unterwood, ungi maðurínn sem hafði keyrt hinn bflinn. David jðk hraðann áfjáður í að afla sér núverandi heimilisfangs Unterwoodf jölskyldunnar sem allra fyrst. 11. KAFLI — Nei, hvern sé ég! Eftirlæti rannsóknarlögreglunnar! hrópaði Capretto upp yfir sig. — Hvar hefurður eiginlega verið maður. Og hver heldurður að hafi verið að spyrja eftir þér? Kétt til getlð ... Það var Felix. Hvað f fjáran- um hefurður verið að bardúsa? — Leika leynilögreglumann, tautaði David. — Þú segir ekki! Ýmsir okkar hafa verið að reyna að ná f þig. Þú stakkst af án þess að skilja eftir nein boð. — Hefur yfirlögreglumaðurinn spurt eftir mér? grcip David fram f fyrir honum. — Það er vfst óhætt að orða það svo! Annaðhvort stingur þú af aft ur þangað til öldurnar fer að Iægja cða arkar rakleitt f gin Ijónsins ... og vel á minnzt, ég er með smásendingu handa þér. Caprctto dró út skrífborðs- skúffu og tók upp bréf: — Það hefði litið dálftið ein- kennilega út að láta ástarbréf liggja hér, enda þótt það sé merkt bréfsefnl lögreglulæknisins. David reif bréfið argur úr hönduni Caprettos sem var hinn strfðnislegasti. „Mér skilst að þér hafið einnig móðgað lögreglulæknínn í Suffolk County. Ég hélt það væri aðeins kvenkynslæknar sem hlytu ckki náð fyrir augum yðar. Langar að heyra skýringu yðar D. Quain. Ps. Krufningin staðfesti tíma- setningu Merediths læknis.“ David flýtti sér f sfmann. — Er þetta Quain læknir? David Link hérna mcgin. Þökk fyrir bréfið. Ég hef míkfnn áhuga á að ræða málið nánar við yður. Hvernig litist yður á að við snæddum saman kvöldverð? Fyrirtak, ég sæki yður þá klukkan átta. Með endurnýjuðum þrótti kastaði David sér yfir þau verk- efni sem biðu hans, þvf að hann taldi öruggara að vera við öllu búinn, þegar hann stæði and- spænis Felix. Fyrsta skýrslan sem hann las var plaggið sem Capretto hafði óskað eftir frá Los Angeles. N’ý rannsókn á atburðarásinni varðandi slysið sem ungfrú Shaw hafði orðið fyrir leiddi ekkert nýtt f Ijós. Vfirheyrslur höfðu ekki borið frekari árangur og ekkert hafði komið fram sem skar úr um það hvort ungfrú Shaw hafði neytt áfengis f samkvæm- inu. Vörðurinn á bflastæðinu minntist þess að hún hefði sczt inn f bifreið sfna og setið þar í stundarfjórðung án þess að setja bflinn f gang. Hann undraði sig á þvf að hún var einsömul og f þeirri trú að hún væri að bfða eftir cinhverjum, hafði hann auga með henni. En enginn kom f námunda við bflinn. Hann var handviss um að hún var ein, þegar hún að lokum setti bflinn f gang og ók af stað. Hann stað- hæfði einnig að akstur hennar hefði verið fullkomlega eðlilegur. Haldið hafði verið uppi spurnum á ýmsum veitingastöðum sem voru á akstursleið hennar og ckk- ert benti til þess að hún hefði stoppað neins staðar. Ilún getur hafa tekið farþega upp á lcfðinni, en alls ekki Dorf. Dorf hefur full- komna fjarvistarsönnun og fjöldi vitna hefur staðfest fyrri fram- burð hans: hann notaði kvöldið til að drekka frá sér ráð og rænu. Timothy Unterwood, nftján ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.