Morgunblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1975 17 ERFIÐIÐ VÍKUR FYRIR ÁNÆGJUNNI — ÞaS er gaman að vera formaður landsliðsnefndar á svona degi, sagSi Jens SumarliSason að loknum leiknum við Belga á Laugardaginn. — Allt erfiðið sem maður hefur lagt á sig verður þá svo lltið, og vlkur fyrir ánægjunni. Hópur belglskra blaðamanna safnaðist strax utan um Ásgeir Sigurvins- son og leysti hann greiðlega úr öllum þeirra spurningum. Er Belgarnir höfðu haft sig á brott tyllti blaðamaður Morgunblaðsins sér við hlið hans og bað Ásgeir að segja álit sitt á leiknum. — Ég hafði mjög gaman af þessum leik, leikkerfið okkar tókst mjög vel og hefðum við leikið svona I Frakklandi hefðum við sennilega náð jafntefli, þvi að Frakkland og Belgia eiga álika liðum á að skipa, sagði Ásgeir. — Ég hafði mjög gaman af þvi að striða félögum mínum í belgisku knattspyrnunni í þessum leik og að sjálfsögðu er maður hamingjusamur þegar islenzka landsliðinu gengur vel, ekki sizt i kvöld, þar sem ég var i fyrsta skipti fyririiði landsliðsins, sagði Ásgeir. Árni Stefánsson hafði nóg að gera að leiknum loknum, allir vildu fá að taka I höndina á honum og óska honum til hamingju með árangurinn. Er hann kom út úr búningsklefanum btðu islenzkir áhorfendur og fögnuðu honum með lúðrablæstri og tolleruðu hann svo að lokum. í millitíðinni hafði blaðamanni Morgunblaðsins tekizt að króa Árna af, og sagðist Árni vera mjög ánægður með frammistöðu sina I leikjunum báðum. — Ég get þó ekki neitað þvi, að markið i leiknum i kvöld var hálfgert klaufamark, sagði Árni. — Ég sá ekki Belgann og var þvi of rólegur, kallaði meira að segja að ég hefði knöttinn, en það heyrði vist enginn i mér fyrir látunum. Svo skauzt markaskorarinn allt i einu fram og skallaði yfir mig. Gisli Torfason er leikmaður, sem hlýtur að vera hverju liði dýrmætur Hann virðist geta leikið allar stöður á vellinum og á laugardaginn lék hann sem tengiliður með landsliðinu, en þá stöðu hefur hann ekki leikið i tvö ár. Fyrr í sumar hefur Gfsli leikið sem bak- og miðvörður. — Mér er tslenzku atvinnumennirnir í Beigíu stilla sér upp í varnarvegg, en koma þó um leið á framfæri mótmælum við dómara leiksins. nokkuð sama hvar ég spila, nema hvað ég er ekki spenntur fyrir þvi að standa i markinu, sagði Gisli. Mér finnst að íslenzka liðið hafi fyrst og fremst sýnt andlegan styrk sinn I þessum leik, ég vissi fyrir að við getum leikið knattspyrnu, en það hefur kostað átök hjá hverjum og einum, og hópnum i heild, að ná „móralnum" upp eftir tapið i Frakklandi. — Við gáfum þeim eftir svæði upp að teignum og á köntunum, en tókum svo á móti þeim, sagði Guðgeir Leifsson eftir leikinn. Þetta var fyrirfram ákveðin leikaðferð og tókst hún mjög vel. Belgísku blaðamenn- irnir voru að tala um að við hefðum átt okkar bezta dag, en Belgarnir sinn versta. Þessu er ég ekki samþykkur. Við brutum leikkerfi þeirra niður með okkar, þannig að leikurinn var tæknilegur sigur fyrir okkur. — Viðtöpuðum leiknum i kvöld, en svo sannarlega getur þetta íslenzka landslið unnið hvenær sem er, sagði Tony Knapp eftir leikinn. Jóhannes Eðvaldsson var ekki með okkur að þessu sinni, en það munaði ekki svo mikið um hann þvi að Gisli Torfason sem tók stöðu hans, stóð sig mun betur en Jóhannes gerði i Frakklandi. Um leikinn i Rússlandi sagði Knapp að það yrði erfiðasti leikur ferðarinnar, þreyta og fjarvera atvinnumann- anna hlyti að koma niður á islenzka liðinu. Ef strákunum tækist vel upp og færu eftir þvi sem þeim hefði verið sagt ætti árangurinn að geta orðið þokkalegur. — Ég óska landsliðspiltunum, Knattspyrnusambandi jslands og allri islenzku þjóðinni til hamingju með árangurinn i leiknum hér i kvöld, sagði Albert Guðmundsson fyrrverandi formaður KSÍ eftir leikinn, en Albert var boðið að fylgjast með landsleikjunum i Frakklandi og Belgiu af knatt- spyrnusamböndum þessara landa. Hann gat þó ekki séð fyrri leikinn vegna anna, en fylgdist með leiknum i Belgiu og var að vonum ánægður. — Það er gaman fyrir íslenzku þjóðina að eiga eins glæsilega fulltrúa og íslenzka kanttspyrnulandsliðið er, og ég er mjög ánægður, sagði Albert að lokum. Ellert Schram arftaki Alberts i starfi sem formaður KSÍ vildi jafna úrslitunum i Liege við úrslitin í Magdeburg fyrir ári síðan er fsland gerði jafntefli við A-Þjóðverja. — Það var sama baráttan i strákunum og leikskipulagið við hæfi liðsins og Belgarnir hrósa íslenzka liðinu mikið fyrir stórstigar framfarir, sagði Ellert, og bætti því við að þó hann vissi að leikurinn i Rússlandi yrði erfiðasti leikurinn i ferðinni, þá hefði hann tröllatrú á strákunum. Texti og myndirfrá leiknum í Belgiu: Ágúst I. Jónsson. Hafnfirðingar hamast við að tyrfa grasvöllinn sinn, sem þeir ætla að leika á næsta sumar. Grasið komið á FH-völlinn ÞEIR létu ekki ausandi rigningu og kulda á sig fá FH-ingarnir sem við hittum á sunnudaginn á hinum nýja knattspvrnuvelli félagsins við Kaplakrika. Unnið var af fullum krafti við að koma grasþökum á völl félagsins, og var það ætlunin að ljúka því verki í gærkvöldi. Stutt var að fara með þökurnar, þar sem þær voru fengnar á Setbergi næsta bæ við völlinn. Sögðu FH-ingarnir sem við hittum þarna við vinnu sína, að Baldur Jónsson vallarstjóri Reykjavfkurvallanna hefði sagt þeim, að þökur þessar væru ein- staklega góðar, og hefði hann því til staðfestingar þegar orðið sér úti um slíkar þökur á Laugardals- völlinn. Hinn nýi grasvöllur í Kapla- krika kemur til með að gjör- breyta aðstöðunni fyrir knatt- spyrnumenn FH, og mikið má vera ef þetta verður ekki einn fegursti kanttspyrnuvöllur lands- ins þegar fram f sækir. A.m.k. cr hin náttúrulcga umgjörð vallarins einstaklega skemmtileg. Ástæða er til þess að óska FH- ingum til hamingju með nýja völlinn, jafnvel þótt enn sé nokkuð f land að hann verði not- hæfur til knattspyrnuleikja. ^élagið hefur sýnt mikinn ‘dugnað og framsýni f að koma þessum velli upp, og mun ómælt það sjálfboðaliðsstarf sem unnið hefur verið við gerð vailarins, bæði beint og óbcint. Kraftaverk FYRIR landsleik Islands og Belgfu á laugardaginn hafði þjálfari belgíska landsliðsins látið hafa það eftir sér, að Belgarnir yrðu að sigra með miklum mun til að vera öruggir með að komast í úrslit Evrópu- keppninnar í knattspyrnu. Ef þeim tækist að sigra með miklum mun gætu þeir farið sem ferðamenn til Parísar og tapað leikn- um þar, þeir voru öruggir með sigur í riðlinum og leikurinn við A-Þjóðverja mætti þess vegna sömuleið- is tapast. Goethals sagði að Belg- arnir hefðu leikið eins og þeim hefði verið uppálagt fyrstu 15 mínútur leiksins og þá hefði liðið verðskuld- að að skora mark eða mörk. — Þegar það tókst ekki, sagði Goethals, urðu mínir menn óánægðir og botninn datt nokkuð úr leik liðsins. Hraðinn minnkaði og Is- lendingarnir fengu tíma til að stilla sér upp í vörnina áður en við náðum að ógna. — Á íslandi hefur gerzt kraftaverk á knattspyrnu- sviðinu undanfarið og það getur enginn lengur bókað sér sigur fyrirfram gegn liðinu ykkar, sagði Goet- hals. — Ég hefði sætt mig við 2:0 eftir gangi leiksins að dæma, en 1:0 var of lítið og þessi úrslit geta skapað vandræði fyrir okkur. Erlendur kastaði 59.88 metra ERLENDGR Valdi- marsson, SR, keppti sem gestur í kringlukasts- keppni Reykjavíkur- meistaramótsins í tug- þraut á Laugardals- vellinum á sunnudaginn. Átti Erlendur tvö gild köst í keppninni, bæði vel yfir Olympfulágmarkið. Hið fyrra mældist 58,86 metrar og hið seinna 59,88 metrar, sem er bezta afrek Erlends f kringlukasti í ár. Bremner skemmti sér en vildi ekki borga EFTIR leik Danmerkur og Skotlands í Evrópubikarkeppn- inni í knattspyrnu sem fram fór í Kaupmannahöfn s.I. miðviku- dag fóru skozku landsliðs- mennirnir út að skemmta sér. slíkt væri auðvitað ekki í frá- sögur færandi hefði ekki komið til vandræða og lögreglan orðið að fjarlægja nokkra landsliðs- mennina af skemmtistað, meðal annarra fyrirliða liðsins, Billy Bremner. Er nú mikill hávaði í kringum mál þetta i Bretlandi og i gærkvöldi hélt skozka knattspyrnusambandið fund um málið. Billy Bremner fór við fjórða mann á skemmtistaðinn Bona- parte í Kaupmannahöfn, en sá staður er mörgum íslendingum kunnur, enda I eigu íslandings: Þorsteins Viggóssonar. Þar skemmtu Skotarnir sér í góðu yfirlæti um hrið, en þegar kom að því að gera upp reikninginn, kom hinn sanni Skoti upp í Bremner og félögum hans og þeir neituðu að borga. I viðtali við blaðið Sunday Peopíe segir Þorsteinn Viggós- son m.a. — Eg þekki Billy Bremner og fannst heiður af því að fá hann og félaga hans i heimsókn til mín. Sjálfur var ég ekki viðstaddur þegar vandamálin kornu upp, en ég hef spurt starfsfólk mitt hvað hafi gerzt og það segir að Skotarnir hafi verið með uppsteyt og þvi hafi orðið að kalla á lögregluna, sem síðan fjarlægði þá úr húsinu. Rankin Grimshaw formaður skozka knattspyrnusambands- ins sagði í viðtali við sama blað, að ef það reyndist á rökum reist að framkoma Billy Bremner og' félaga hans hefði verið eins og af væri látið gæti það þýlt úti- lokun þeirra frá skozka lands- liðinu i framtiðinni. Leikmennirnir sem fóru með Bremner á Bonaparte voru þeir Willie Young og Arthur Graham frá Aberdeen, Joe Harper (Hibs) og Pat McClusky (Celtic). Segir Young í viðtali við Sunday People, að þarna hafi verið um að ræða misskilning út af reikn- ingnum, og vill skella skuldinni á veitingamanninn og hans fólk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.