Morgunblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1975 29 Þjóðverjar í Tékkóslóvakíu fá fararleyfi EITT hundrað þúsund Súdeta- Þjóðverjum, sem enn búa í Tékkóslóvakíu, verður leyft að flytjast til Vestur-Þýzkalands og viðræður hefjast bráðlega f Prag um skilyrði sem Tékkar setja samkvæmt áreiðanlegum heimildum. Bráðabirgðasamkomulag um þetta tókst á fundum sem Helmut Schmidt kanzlari átti á ráðstefn- unni i Helsinki með Gustav Husak, aðalleiðtoga tékkóslóvak- Iska kommúnistaflokksins sam- kvæmt þessum heimildum. Þrjár milljónir Súdeta- þjóðverja áttu heima I Tékkó- slóvakíu eftir síðari heims- styrjöldina en þorri þeirra var rekinn úr landi fyrir samvinnu við nasista. Eftir valdatöku kommúnista 1948 var þessum fólksflutningum hætt samkvæmt skipun frá Moskvu þar sem verk- kunnátta Súdeta-Þjóðverja var talin ómetanleg. 134 fengu að fara úr landi á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Stjórnin I Prag virðist ekki hafa sett pólitísk skilyrði fyrir þvl sam- komulagi sem nú virðist hafa tekizt um Súdeta-Þjóðverja. Aftur á móti tryggðu Pólverjar sér 1300 milljón marka lán fyrir að leyfa 125.000 Þjóðverjum að fara úr landi. Samningurinn við Pólverja vakti mikla andúð I Vestur- Þýzkalandi og Pólverjar voru sakaðir um „fjárkúgunarað- ferðir" og að taka við „blóð- peningum". Þessi viðbrögð virðast skýringin á þvl að yfirvöld I Prag hafa enn ekki sett pólitísk skilyrði. Jafnframt herma fréttir að ráð- stafanir verði gerðar til að draga úr kúgun I Tékkóslóvakíu. — Observer Foreign News Service. Fallegu bamafötin fást hjá Sísí © */*/' Laugavegi 53 og 58 Samkvæmt samningi sem Vestu-Þjóðverjar og Tékkóslövak- ar gerðu 1969 til að færa sam- skipti sín I eðlilegt horf var gert ráð fyrir að Súdeta-Þjóðverjum yrði leyft að flytjast til Vestur- Þýzkalands af „mannúðarástæð- um“. Árið 1970 var rúmlega 10.000 Súdeta-Þjóðverjum leyft að fara frá Tékkóslóvakíu en slðan hefur að mestu verið tekið fyrir þessa fólksflutninga. Aðeins AUfiI.VSINGASÍMINN ER: 22480 ÞOR HF REYKJAVIK SKÓLAVÖRÐUSTÍG 25 Ci w TWCl V* gufugleypir 'enwood frá kr. 20.100.- THORNi Getið þér gert betri kaup annars staðar. mEKLA hf- , 70-172 - Slmi 212A0- Það leynir sér ekki skólaárið er að hefjast. Það hefst á hverju hausti hjá okkur eins og hjá ykkur. Hjá ykkur: Nýjar námsgreinar, nýjar bækur, ný áhöld. Hjá okkur: Nýjar sendingar af gömlu góðu skólavörunum og nýjungum í meira úrvali en nokkru sinni fyrr. Ein ferð í einhverja af þrem verzlunum Pennans nægir, — þar fást allar skólavörurnar, sem þið þurfið að taka með í skólann, — og meira til! Hafnarstræti 18 Laugavegi 84 Laugavegi 178

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.