Morgunblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1975 15 ákvæðisvinnu er 17%. Til saraan- burðar má geta þess, að við nýlega könnun, sem gerð hefur verið á álagningu annars staðar á Norðurlöndum, kemur í ljós að þar er hvergi hægt að finna lægri álagningu hjá rafverktökum en 50% og víða mun hærri eða allt að 90%. Hér er e.t.v. að finna orsök þess, hve stjórnun verka er víða ábóta- vant, svo sem getið er um m.a. I 1.15., en þar stendur: „Stjórnun byggingarfram- kvæmda er oft handhófskennd og einkennist af vanþekkingu stjórnanda“. Þekkinguna til stjórnunar má kaupa, ef álagningin er hæfilega skömmtuð, stuðningur við þetta kemur raunar fram í þessari grein, svo og gr. 4.1.9., en þar er einum aðila, Framkvæmdanefnd byggingaáætlunar og sumum aðilum, er fyrir hana hafa unnið, hrósað, en það, sem greinir þessa aðila helzt frá öðrum bygginga- mönnum, er, að þeir hafa fengið meiri fjármuni í hendur og stærri og samfelldari verkefni en nokkur annar aðili 1 landinu fyrri eða síðar. I tilefni af því að minnzt er á samningana í febr. 1974 sem dæmi um hve iðnmeistarar séu óhæfir til að annast samninga (gr. 7.3.2.), er tilefni til að vekja athygli á því að þessir samningar fóru fram undir stjórn Alþýðu- sambands Islands og Vinnu- veitendasambands Islands, eins og tíðkast hefur um árabil. Hið óvenjulega við þessa samn- inga var, að meirihluti ráðherra þáverandi ríkisstjórnar heiðruðu samningamenn með nærveru sinni dag eftir dag og þrýstu á að samningum yrði komið á. Þetta hefur aldrei átt sér stað fyrr eða síðar. Ákvæðisvinnutaxtar. t gr. 7.3.1., og nánast endur- tekið í gr. 1.12. og gr. 7.5.6., segir: „Ákvæðistaxtar iðnaðarmanna eru alltof li'tið byggðir á tíma- mælingum. Þeir eru auk þess Sturla Einarsson, húsgagna- og byggingameistari: Offramleiðsla á háskólamönnum Þyrstir í nýtt starf byggingarstjóra VEGNA blaðagreinar í Morgun- blaðinu 2. sept. s.l. um úrelt meistarakerfi og tregðu á nýjung- um, tel ég mér eða kollegum mínum skylt að leiðrétta þann al- varlega misskilning sem gætir í umræddri grein, sem skrifuð er upp úr skýrslu sérfræðinganefnd- ar rannsóknaráðs ríkisins. Sannar greinin enn einu sinni, hve breitt bil er milli þeirra hugmynda sem háskólamenn hafa um byggingar- iðnað og þess sem raunverulega gerist á vinnumarkaðnum. Það fer ekki framhjá þeim sem eitthvað þekkja til að háskóla- menn, en þar á ég við aðallega verkfræðinga og arkitekta, þyrstir í að komast í starf sem þeir hafa búið til og heitir bygg- ingarstjóri og ýta með því til hliðar þeim sem sameiginlega gegna því starfi, en þó einkum byggingameisturum. Að mati þeirra manna er fara með yfirstjórn byggingarmála þýðir þetta nýja starf um 5—10% hækkun byggingarkostnaðar, því auðvitað þurfa þessir menn laun fyrir yfirstjórnina og þau ekki svo lág, ef litið er til annarra verka þessara manna svo sem teikninga arkitekta óg verkfræðinga, gerð útboðslýsinga og fleira. Eftir að hafa unnið sem byggingarmeist- ari í nokkur ár verð ég að segja að margir þessara manna ættu að vanda betur sína vinnu og sýna meiri ábyrgð í störfum en hingað til hefur viðgengist. Á ég þar við vanunnar og rangt unnar húsa- teikningar, sem byggingameistar- inn og fagmenn hans verða oftast að ráða bót á og vanunnar burðar- þolsteikningar, sem valda sprungumyndun í húsum. Auð- vitað eru til undantekningar, þ.e. menn sem sómasamlega vinna sínar teikningar, en þeir eru allt of fáir. Má því segja um þessa menn, að þeir ættu ekki að kasta grjóti sem í glerhúsum búa. Við byggingu húss þarf fjóra meistara, sem hver um sig hefur faglærða menn í sinni þjónustu. Til þess að meistari geti tekið að sér verkið, þarf hann að hafa 7 ár að baki sem fagmaður (4 ár sem nemi og 3 ár sem sveinn). Auk þess þarf hann próf frá Meistara- skólanum og löggildingu bygg- ingaryfirvalda. Ætti því hver maður að sjá að vonlítið er fyrir einn aðila, þó háskólagenginn sé að leggja faglegt mat á allar greinar byggingarinnar og hafa enga reynslu í starfi sem fagmaður, nema um ofurmenni sé að ræða, en enn sem komið er hef ég ekki séð eða heyrt um slíkan mann. Varðandi nýjungar í byggingar- iðnaði er það alrangt að meistarar séu þar þröskuldur í vegi. Má þar nefna margar nýjungar sem rutt hafa sér til rúms og ekki hvað síst hve vandaðar húsbyggingar á Is- landi eru miðað við það sem gerist í nágrannalöndum okkar og með tilliti til hinnar erfiðu veðráttu. Má þar til nefna tilbúnar vegg- einingar í fjöldaframleiðslu, for- spennta burðarbita í öll stærri mannvirki, inni- og útihurðir, sem eru með því albezta sem þekkist meðal nágranna okkar, eldhús- og skápasmíði sem uppfyllir ýtrustu kröfur um útlit og vandvirkni og svo má lengi telja. Allt eru þetta húshlutar sem unnir eru í fjölda- framleiðslu. Höfuðverkurinn er hins vegar sá hve hönnuðir teikninga eru tregir að nota staðlaðar teikningar og þó einkum hve húsbyggjendur byggja fyrir sérþarfir. Varðandi fjármögnun húsbygginga er það að segja að mikið vantar á að lánastofnanir geti annað lánveit- ingum til byggingaraðila, en I þeim efnum er lánasjóðum nokk- ur vorkunn. Þar kemur til að byggingar á tslandi eru mjög íburðarmiklar og dýrar, hitt að varla eru menn fyrr farnir að hugsa til kvenna en þeir fara að leggja drög að eigin húsnæði. Leiðir þetta til þess að fólk byggir oftast langt um efni fram, en það kemur mjög hart niður að þeim meisturum, er láta í té vinnu og efni. Algengt er að húsbyggjandi Iáti vinna verk án þess að eiga svo mikið sem græn- an eyri en hleypur svo til þegar verkið hefur verið unnið og reikriingurinn tilbúinn til að út- vega fé eða „redda“ greiðslunni. Varðandi það að byggingarstjóri Framhald á bls. 28 settir einhliða af iðnaðar- mönnum, en hvorki samið um þá við notendur né um þá fjallað af hlutlausum aðilum.“ Til þess að sýna hve ónákvæm ofangreind lýsing er, skal hér gerð stutt grein fyrir ákvæðis- taxta rafvirkja: Taxtinn var saminn af ráð- gefandi rafmagnsverkfræðingi, sem ráðinn var til verksins af Iðnaðarmálastofnun Islands, sem nú heitir Iðnþróunarstofnun, og voru tímamælingar fram- kvæmdar af kunnáttumanni undir stjórn verkfræðingsins. Reglur taxtans, ásamt fyrir- mælum um vinnubrögð, voru samdar af sama verkfræðingi, for- stjóra Iðnþróunarstofnunarinnar, sem einnig er verkfræðingur og formönnum stéttarfélagsins. Reglurnar mæla svo fyrir, að stjórn taxtans skuli vera í höndum þriggja manna, stéttar- félögin tilnefni oddamanninn, sem jafnframt er formaður nefndarinnar. Þessari nefnd ber að halda skrá yfir útkomu verka og leiðrétta taxtann skv. settum reglum. Henni ber og að sjá um að verkgæði séu í samræmi við fyrir- mæli. I taxtanum er gert ráð fyrir magnafslætti og notkun vél- knúinna verkfæra. Þrátt fyrir þessi vinnubrögð er engum betur ljóst en þeim, sem að gerð taxtans unnu, að á honum eru gallar, en engar tillögur til úrbóta hafa komið frá utanað- komandi aðilum. Ef marka má vísitöluhús Hagstofu íslands, hefur • ákvæðisvinnutaxti rafvirkja haft lítil áhrif til hækkunar. Árið 1965, þegar taxtinn er tekinn í notkun, var raflagna- vinnan 1,87% af heildarverði hússins, en var orðin 2,29% 1970. I ár (1975) er þetta hlutfall komið niður í 2,08%. Það gegnir nokkurri furðu, að I umræddri skýrslu, gr. 7:4.3., skuli vera lagt til að athuga verði, hvort innleiða skuli norskan bónustaxta, en ekki minnzt á það einu orði, að iðn- sveinafélögin annars staðar á Norðurlöndum hafa hafið baráttu fyrir því að ákvæðistaxtar verði lagðir niður og upp teknar fastar kaupgreiðslur. Lokaorð Þær athugasemdir, sem hér hafa verið gerðar, ná ekki til nema nokkurra atriða i „Þróunar- skýrslunni“, en því miður bendir margt til að meiri áherzla hafi verið lögð á það hjá nefndar- mönnum að gagnrýna og setja fram almennar, óskýrar fullyrðingar en að leggja til atlögu við vandamálin og finna lausnir. Hvað sem um það má segja er gagnlegt að fá frám skýrslu sem þessa, einkum ef hún getur orðið til umræðna á málefnalegum grundvelli. Alltaf er hann beztur Blái borðinn Blái boröinn !•] smjörliki hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.