Morgunblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1975 Á,n! Brynjólfsson: AthUgESemd VÍð „ÞrÓ- unarskýrslu” Rannsóknaráðs Vegna nýútkominnar skýrslu um „Þróun byggingastarfsemi", er tilefni til að þakka Rannsókna- ráði ríkisins fyrir þá framtaksemi að skipa starfshópa til athugunar á ýmsum þáttum atvinnulífsins, svo og þeim mönnum, sem lagt hafa það á sig undanfarin tvö ár að gera sérstaka athugun á bygg- ingariðnaðinum. Þótt í skýrslunni séu engar nýjar upplýsingar um ástand byggingariðnaðarins og lítið sé um lausnir á aðsteðjandi vanda- málum er þakkavert að þarna er tekið saman á einn stað flest þau atriði, sem fram hafa komið I ræðu og riti á undanförnum árum varðandi það sem miður fer í þessum mikilvæga iðnaði. Flest þau atriði sem fram koma í skýrslum eru umdeild og er því full ástæða til að þau séu skoðuð frá fleiri sjónarhólum. Hér mun þó aðeins rætt um þau atriði, sem snerta á einhvern hátt starfsemi rafverktaka við bygg- ingarframkvæmdir og skýrslan gefur tilefni til að við séu gerðar athugasemdir. Iðnlöggjöfin, iðnréttindi, meistarakerfi Aðeins ein setning í þessari 70 síðna skýrslu er undirstrikuð og verður því að líta svo á, að nefndarmenn telji að efni hennar sé mikilvægara en önnur atriði skýrslunnar, en setningin er í gr. 1.11 og er svohljóðandi: „Nauðsýn er á, að lögin um meistarakerfi i byggingariðnaði verði endur- skoðuð með hliðsjón af þeirri þróun, sem rætt hefur verið um.“ 1 fyrrihluta þessarar sömu greinar er sagt frá því, að lögin um iðju og iðnað frá 1927 taki ekki tillit til fjöldaframleiðslu, hagræðingar og iðnvæðingar og hljóti þau þvf að vera úrelt. Engan þarf að undra þótt þekk- ing manna árið 1927 hafi ekki verið mikil á framangreindum atriðum, en þau lög sem þarna um ræðir er seinni kafli laga um iðju og iðnað, alls 13 stuttar greinar, sem eru einmitt þau lög sem rétt- indi iðnaðarmanna og hið svo- nefnda meistarakerfi er byggt á, og þá fyrst og fremst 14. og 20. grein II. kafla (sem eru 2. og 8. gr. kaflans), og hljóðar sú fyrri svo: „Enginn, hvorki stofnun né einstaklingur, má reka iðnað nema meistari i iðninni hafi þar alla verkstjórn á hendi. Enginn má stunda iðnað nema meistarar, sveinar og nemendur í iðninni. Þá hverjum sem er heimilt að vinna iðnaðarvinnu fyrir sjálfan sig og sitt heimili." í seinni greininni segir: „í byggingasamþykktum má ákveða, að enginn megi veita hús- byggingum forstöðu, nema að hann hafi til þess löggildingu bygginganefndar, enda sé hann meistari í húsasmíði eða múr- smfði. Ef aðrir taka að sér fram- kvæmd slíkra verka, þá skulu þeir hafa á vinnustað mann, sem fullnægi þessu skilyrði." Þótt svo mikil áherzla sé lögð á það í „þróunarskýrslunni" að meistarakerfið sé dragbítur á alla byggingastarfsemi, er enginn til- Árni Brynjólfsson. raun gerð til þess að skýra á hvern hátt þetta kerfi hafi þessi óheillavænlegu áhrif, né hvaða atriðum þurfi að breyta til þess að umbætur verði. Þar er ekki heldur greint frá því að á síðasta Alþingi lagði Gunnar Friðriksson fyrrverandi formaður Félags íslenzkra iðnrek- enda fram tillögu þess efnis, að lög um iðju og iðnað yrðu endur- skoðuð, einmitt á þeim vettvangi sem á lögunum er hægt að gera breytingar. Eigi að taka fullyrðingar nefndarinnar alvarlega er það lágmarkskrafa að sjúkdómnum sé lýst með 'öðru en margtuggðum slagorðum og að einhver tilraun sé gerð til að benda á leiðir til úrbóta. Einu tillöguna varðandi endur- skoðun meistakerfisins er að finna í gr. 7.4.1. en þar segir að „æskilegt væri, að komið yrði á fót embætti byggingarstjóra. Byggingarstjóri ætti að yfirtaka ábyrgð meistaranna við áritun á teikningar húsa,“ (og e.t.v. rétt- indi?). Síðar í sömu grein kemur þó fram að gert er ráð fyrir að allir meistararnir séu áfram við bygg- ingar, en þá væntanlega ábyrgðarlausir faglega. Byggingarstjórar eru nú við flestar meiriháttar byggingar og alltaf þegar um heildarútboð verka er að ræða, svo eina breyt- ingin yrði sú, að byggingarstjór- inn einn yrði faglega ábyrgur. Erfitt er að koma auga á hver bót yrði að þessari breytingu, en til þess að breytingin geti komizt í framkvæmd, þarf að breyta fleiru en lögum um iðju og iðnað, t.d. yrði að breyta orkulögunum og reglugerð um raforkuvirki, en í þeim lögum og reglugerð eru ákvæði um löggildingu rafverk- taka. Sú reglugerð er að því leyti opnari en iðnlöggjöfin, að heimilt er skv. henni að löggilda verk- og tæknifræðinga þótt þeir hafi ekki sveinspróf eða meistararéttindi. Eitthvað mun þetta stangast á við ákvæði iðnlöggjafarinnar, en á það hefur ekki reynt, því að þessir aðilar virðast ekki hafa áhuga á að reka rafverktakafyrir- tæki. Iðnnámið, eftirmenntun I grein 7.4.2. í „þróunarskýrsl- unni“, er talið „mjög fýsilegt," að færa allt iðnnámið inn í iðnskól- ana vegna betri námsaðstöðu í skólum en hjá meisturum. Um þetta atriði eru nú flestir orðnir sammála, en vandinn er ekki sá einn, hann liggur f því á sú til- högun er æði kostnaðarsöm, svo kostnaðarsöm að Svíar t.d. gáfust upp á algjörri verkmenntun í skólum og greiða nú fyrirtækjum (m.a. í byggingariðnaði) þóknun fyrir að taka iðnnema til starfs- þjálfunar. Ástæðan er sú að fullkominni verkþjálfun er erfitt að koma við í skóla, nema að skólinn taki að sér umsvifamiklar verkfram- kvæmdir, sem fer þá aftur að bera keim af gamla meistara- kerfinu. Þrátt fyrir þessi vand- kvæði hafa nokkrar iðngreinar þar á meðal byggingagreinar, flutt verulegan hluta verklega námsins inn í Iðnskólann 1 Reykjavík en aðstaða til verk- legrar kennslu mun vera mjög erfið annars staðar á landinu. í tveim iðngreinum a.m.k., útvarps- virkjun og rafvirkjun er farið að útskrifa sveina, sem aldrei hafa gert námssamning og aðeins raf- virkjarnir fengið stutta starfs- þjálfun á vinnustöðunum. Þetta er gert þrátt fyrir ákvæði 17. greinarlaga um iðju og iðnað sem segir: „Meisturum einum er heimilt að taka nemendur til verklegs náms í iðn sinni.“ I umræddri skýrslu er engin tillaga um hvernig fara eigi að því að flýta þessari þróun, sem talið er þó skv. gr. 7.2. að sé einn þáttur í endurbótum á byggingastarf- semi. Fróðlegt hefði verið að nefndin, sem er skipuð reiknings- glöggum mörnum, hefði reiknað út hve mikið hið úrelta meistara- kerfi sparar ríkinu og hve mikið það myndi kosta ríkið að taka a.m.k. verklega kennslu bygg- ingagreinarinnar inn i skóla. I það dæmi mætti og taka þá stað- reynd að iðnnemarnir eru nú á launum við námið hjá meisturun- um, t.d. fá rafvirkjanemar nú kr. 12.729.- á viku auk ákvæðisvinnu- hagnaðar, sé þeim aðeins greitt fyrir þann tíma sem þeir eru á vinnustað, en kr. 8.680.- til 10.723.- á viku, séu þeir á launum allt árið. Þótt iðnnemum þyki lftið til þessa kaups koma, er hætt við að ríkissjóð munaði um þessar kaupgreiðslur og ætti að fella þær niður myndu iðnnemar áreiðan- lega láta til sín heyra. 1 grein 7.2 er einnig minnzt á að möguleikar iðnaðarmanna til eft- irmenntunar séu allt of litlir, en ekkert greint frá hverjir þeir séu, hverjir þeir þurfi að vera eða hvernig eigi að skapa viðunandi möguleika til eftirmenntunar. Iðnaðarmenn hafa gert ýmsar tilraunir til að koma á slíkri eftir- menntun með misgóðum árangri, og hefur í mörgum tilfellum fylgt sá böggull skammrifi að viðbótar- námskeið skyldu vera ávísun á kauphækkun. Rafvirkjar og rafverktakar hafa snúizt þannig við þessum'vanda, að í hinum margumtöluðu samningum í feb. 1974 var gert samkomulag um að koma á skipu- legri eftirmenntun fyrir stéttina og með hjálp Alþingis og stuðningi góðra manna, þ. á m. iðnaðarráðherr^ hófust eftir- menntunarnámskeið fyrir raf- virkja í upphafi þessa árs, og er þessi starfsemi byggð á reynslu og aðstoð Dana, sem eru fremstir Norðurlandaþjóða á þessu sviði. 1 Noregi og Svíþjóð er eftir- menntun mjög takmörkuð og I Finnlandi nánast engin svo að allt bendir til að á þessu sviði séum við að draga verulega á frændur okkar, svo framarlega sem Alþingi leggur fram nauðsynlegt fé til áframhaldandi starfsemi. Kjarasamningar I grein 7.5.6. og f grein 1.12. í ágripi, koma fram svo furðulegar mótsagnir, að erfitt er að lesa úr heilbrigða hugsun eða samhengi, en þar stendur m.a. í gr. 7.5.6.: „Það veldur þenslu í launamál- um semji iðnsveinar við meistara sína um tímakaup því að meistar- inn selur oft einungis útselda vinnu, en byggir ekki fyrir eigin reikning. 1 slíkum tilfellum er það hagur bæði fyrir meistara og sveina að hækka Iaunin.“ Siðar f sömu grein segir: „Samninga um Iautiamál ætti einungis að gera við þá aðila er kaupa vinnu eða selja í formi verktöku.“ í gr. 1.12 er þriðja skoðunin sett fram: „Þá er með öllu óeðlilegt að meistari semji við sveina sína um kaup og kjör, þegar meistarinn selur aðeins útselda vinnu.“ Vandamálið um aðild að kjara- samningum hefur oft verið rætt og kemur þá helzt til álita að greina á milli þeirra sem hafa sveina í vinnu og hinna sem vinna sjálfir og selja aðeins eigin vinnu og e.t.v. lærlinga. Svo sem sést af framangreindum úrdrætti á „þróunarskýrslunni,“ er þetta vandamál þannig reifað, að fyrir þá sem þekkja til þessarar mála er framsetningin næstum óskiljanleg. Þá má greina þá full- yrðingu að bæði meistarar og sveinar græði á kauphækkunum, sem er þó ekki nánar útskýrt. Þeir sem þekkja til álagningar á útselda vinnu munu þó ekki taka undir þessar fullyrðingar jafnvel þótt um prósentuálagningu sé að ræða, eins og gildir um ákvæðis- taxtana. Þegar launín hækka hækkar og allur launakostnaður og tilkostnaður fyrirtækjanna vex að sama skapi, og hafi menn tekið að sér verk skv. tilboði eða á föstu verði, er um hreint tap að ræða, jafnvel þótt verðbætur sam- kvæmt byggingarvísitölu komi til. Álagning allra byggingagrein- anna á tímavinnu er föst krónu- tala sem hjá rafverktökum er kr. 104,- á klst. Þessi álagning sam- svarar 14,5% á hæsta taxtanum, en 19,3% á þá lægstu, svo auðséð er að lága kaupið skilar hlutfalls- lega meiri tekjum. Alagningin á NECCHI LYDIA 3 er sérstak- lega auðveld í notkun. Mynst- urveljari er einungis einn. Um leið og honum hefur verið snú- ið, saumar vélin mynstur það sem valið hefur verið, og get- ur enginn ruglingur orðið í því efni. Ekki þarf að fást við neina kamba eða margbrotin aukatæki til mynsturvalsins. Beint teygianlegt spor Teygianlegur oddasaumur (zig-zag) IMMM/Ili / » / »/ \ / t / \ i V V V V V v v v V V V "v/ \/ »/ v v y v v v vv v v v v w Satínsaumur lllllllillllllVWWWWWWWWVVVWWWWVVWWVWIIIIIIIIIIII Skelíaldur Tvöiold efnisbrún scnimuð við legglng-___— ________ ____________ arborða með blindspori *^^VwVvWVwVwVwVw\/vvVwVwVwVvvVvvVvvVvvVvvVvvV'A 1 Teygíanlegur skelialdur Teygianlegur saumur er hylur brún (overlock) AMMMMMMMMMMMMMMM/íi /\/\AA/\/V\ZVV\AZ\Z\Z\Z\Z\ZVV\ZV\A/\/\AA/ Parísarsaumur llÍlIiyi£llSl|E,|-JI-£,l-l|-ll-JI-l!-li-ll^ilrllrllrllr!l-:L|L||rl,=llrll=|L||=llzllriyirllrlyylrlli Þrepspor -4-4-4—4—f—4—I—f—4—♦— I 4—I---* 4 1 i 1—I—I—I t ♦ + 44»- Teygiufestispor (þ. e. saumur til að íesta teygju) «;»-«-. i.o.s.ii.L^Ij.j. ',..i .Vt i.j iTiului i.u.u.: i.ii.u.u.u.^twisWUjMWJ | Blindlaldspor (þ. e. blindspor fyrir falda) AZ*VAVw\AA/w\/wVwxr'-'^\/wvy--vAv\/w\/v%wy/w^j Rykkingarsaumur Oddasaumur IIIH'" llll..1111...► ►►► ►►' ........................................... ..........................Illll..►►► ....................................►►"! Tungusaumur ,«»iil,,,>,l,,ii4iii‘:,««lln,i»‘i»,(,iii,ii»M|iiiitiiviiiiiii,ll,iii"fl||i,iin,ii,i,|i,»iii,lj,i|,,ii,il|itnnil|l|imiiilil|i,",ii,|1iii|"i,lMli:n,iili(|ii,!»i|l(|i,',ii|li(|iiM,i,l((||iiiii,||,iiMi,,Mliii,i!,|| Rúðuspor NECCHI LYDIA 3 er kjörgripur áttunda áratugsins. Auk þess sem nota má LYDIA 3 við að sauma, þræða, falda, gera hnappagöt og skrautsaum, má velja um 15 mismunandi teygjuspor, eða allt sem nokkur þörf er á fyrir nýju teygjuefnin. Einkaumboð: FÁLKINN Suðurlandsbraut 8 . Reykjavík . Simi 8 46 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.