Morgunblaðið - 09.09.1975, Síða 22

Morgunblaðið - 09.09.1975, Síða 22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1975 30 Minning: Hermann Hermannsson Sun dhallarfors tjóri Það er oft skammt milli lífs og dauða. Við Hermann, sem vorum vinnufélagar í mörg ár hjá Borg- arverkfræðingi, drukkum saman kaffi á Hressingarskálanum á þriðjudag. Á fimmtudag var hann allur. Eins og margir vita var Hermann um árabil ein skærasta íþróttastjarna Islands. Hann var okkur bezti markmaður f knatt- spyrnunni um 11 ára skeið, og ef ég man rétt, Þ'á var Valur Is- landsmeistari 10 ár á þessu tíma- bili, og var það ekki sfzt að þakka Hermanni, sem hleypti ekki bolt- anum í netið nema fast og örugg- lega væri skotið og jafnvel var stundum tæplega í mannlegu valdi að verja. Hermann var sem sagt í stjörnuklassa islenzkra íþróttamanna í stíl við Albert, Ríkharð Jónsson, Þórð Þórðarson, Huseby, Torfa og Vilhjálm Einarsson, þótt fleiri mætti nefna, t.d. Valdimar örnólfsson í bruni á skfðum f ölpunum. Hermann var alltaf áhuga- samur að hverju sem hann gekk. Það var honum mikið áhugamál að stúdera allt í sambandi við þrifnað og mengun á sundstöðum vegna starfs hans, og ætlaði ég einmitt að koma honum i sam- band við góða aðila í Svíþjóð og Noregi. Hermann var alltaf léttur í lund og skemmtilegur félagi. Hann gat haldið heilu ræðurnar um allt og ekkert, en aldrei heyrði ég hann hallmæla einum eða neinum. Það var ekki í eðli hans. Hann hélt mikið upp á heimili sitt að Sjafn- argötu 7, hlúði vel að konu sinni og dóttur. Hið snögglega fráfall hans hlýt- ur að vera mikið áfall fyrir þær og þess vegna bið ég góðan guð að styrkja þær og hugga á þessum erfiða tíma. Nokkur huggun er að við eigum öll eftir að ganga f gegnum dauðann, og gott fólk í lífinu, því líður vel i framhaldinu. Benedikt Bogason. Kveðja frá Knattspyrnusambandi Islands Þeir Islendingar eru ófáir, sem ekki hafa tekið þátt f eða fylgzt með knattspyrnu einhvern tima á ævinni. Það er vel, þvi knatt- spyrna er íþrótt fyrir fjöldann, til leiks og keppni fyrir yngri sem eldri. Hitt er annað að það er ekki allra að skara fram úr f þessari vinsælu íþrótt, og hér sem annars staðar eru margir kallaðir en fáir útvaldir. Hermann Hermannsson var einn af hinum útvöldu. Hann varð þjóðkunnur af afrekum sínum f knattspyrnu og hann var í hópi þeirra knattspyrnumanna sem skópu vinsældir þessarar íþróttar og gerðu hana að almannaeign. En hann gerði sjálfan sig líka að almannaeign. Löngu fyrir mitt minni var Her- mann Hermannsson orðinn þjóð- sagnapersóna. Ekki aðeins vegna markvörzlu sinnar, heldur og vegna alkunnrar glettni, fram- göngu og félagslyndis. Þetta allt samtvinnaði Hermann með þeim hætti, að hann var annað tveggja sögumaður eða sögupersóna f hverjum þeim hópi, þar sem rætt var um knattspyrnu og knatt- spyrnumenn. Hann setti svo sannarlega svip á umhverfi sitt. Ég kynntist Hermanni náið, þegar við störfuðum saman um allmörg ár. Hann var trúr sfnu starfi og sínum yfirboðurum, og það var verðug ákvörðun, þegar Hermann var ráðinn forstjóri hjá einu fyrirtækja borgarinnar fyrir nokkrum árum. Aldrei féll honum styggðaryrði af vörum, aldrei lagði hann illt orð til nokkurs manns, alla hluti lagði hann út til betri vegar. Hann var góðhjartaður af Guðs náð og lífsgleði hans var stórkost- lega einlæg. Þessi sterku ein- kenni, góðmennskan og lifsgleðin, mótuðu líf hans og umhverfi. Her- mann átti fagurt heimili og yndis- lega konu og hann var ákaflega stoltur af hvorutveggja og fjöl- skyldu sinni í heild. Gestrisni og ljúfmennsku heimilisins á Sjafn- argötunni fengu ófáir að njóta. Knattspyrnufélagið Valur átti því láni að fagna að hafa Her- mann innan sinna vébanda. Eng- um blandaðist hugur um tengslin milli Hermanns og Vals. Þau voru órjúfanleg. En við áttum allir, knattspyrnuáhugamenn þessa lands, eitthvað í Hermanni og okkur þótti öllum vænt um hann. Knattspyrnuhreyfingin er stolt af Hermanni Hermannssyni, þessum sanna íþróttamanni og góða dreng. Hans mun verða minnzt meðan knattspyrna er leikin á ís- landi. Ellert B. Schram. Á fimmtudaginn annan í var varð sá hörmulegi atburður, að Hermann Hermannsson forstjóri Sundhallar Reykjavíkur drukknaði í Meðalfellsvatni, þegar báti hvolfdi undir honum og félögum hans tveim, en þeir höfðu farið út á vatnið til silungs- veiða. Sá sem þetta ritar kynntist Hermanni ekki að ráði fyrr en á allra seinustu árum, er hann varð forstjóri Sundhallarinnar, en auðvitað hafði ég þekkt hann í sjón lengi, þvf að allir strákar þekktu hann af fótboltavellinum, þar sem hann stóð i marki óvinar- ins og vann þá ýmis voðaverk gegn voru félagi, KR, en Her- mann var í Val. I þá daga var fátt verra en það að vera Valsari. Síðan liðu tímar og hin einfalda skipting stráka í KR, Val, Fram og Viking tók að riðlast og við- horfin fóru að mildast. Við sáum Hermann leika ýmsa glæsilega varnarleiki móti Dönum, en þá varði hann mark Islands í lands- liðinu, og það gerði hann lengi, eða unz komið var yfir aldurs- mörk landsliðsmanna í fótbolta. Þarna vann Hermann hugi margra stráka úr ýmsum öðrum félögum. Þegar knattspyrnuferlinum var lokið, fór minna fyrir Hermanni á síðum dagblaða. Þá tók við annað starf og hljóðlátara, sumsé félags- málastarf í Val, því að auðvitað halda allir gamlir fótboltamenn áfram að vera fótboltamenn, þótt ekki leiki þeir lengur sjálfir, og maður hitti hann á íþróttavellin- um eða á bæjarskrifstofunni, þar sem hann vann lengi. Svo kom hann að Sundhöllinni, en á því fór vel, að frægur íþróttamaður skyldi fenginn að einu þekktasta og bezta íþrótttamannvirki þjóðarinnar. Sundhöllin er sundstaður. Það er hún auðvitað fyrst og fremst, en hún er líka njargt annað. Hún er líka heilsulind og félagsmála- stofnun. Við sem komum þar hvern morgun, hvern einasta dag, sækjum heilsu í vatnið, sækjum heilsu í gálgahúmör fastagest- anna og við eignumst þar nýja vini og félaga. Auðvitað eigum við mikið undir góðu starfsfólki og forstjóra sund- staðarins, því að vandi fylgir dag- legri, áraraða sambúð. Þar var forstjórinn til fyrirmyndar. Hann kom oftast með þeim fyrstu I vinnuna, hress og glaður og kímni hans var lúnótt og til þess fallin að koma mönnum í gott skap. Að öðru leyti verða þessari innan- sveitarkróniku i Sundhöllinni ekki gerð nein skil hérna. Nú er Hermann allur. Örlög eru ráðin. Við því er ekkert að gjöra nema bera höfuðið hátt. Einkum fyrir þá sem mest hafa misst. Við félagar hans f Sundhallarflokkn- um minnumst hans með virðingu og sendum fjölskyldu hans góðar kveðjur. Jónas Guðmundsson. Kveðja frá Val. Knattspyrnufélagið Valur kveður í dag Hermann Hermanns- son. Eins og kunnugt er bar lát hans að með voveiflegum hætti 27. ágúst sl. er báti hvolfdi undir honum og félögum hans á Meðal- fellsvatni i Kjós. Við vatnið- átti Hermann sumarbústað og dvaldi þar löngum ásamt fjölskyldu sinni, er tími gafst til. Undi hann mjög vel hag sínum við vatnið og stundaði þar siglingar og veiði- skap. En fótmál dauðans fljótt er stig- ið. Gleði og sorg skiptast á í lifi manna. „Til moldar oss vigði hið mikla vald, hvert mannslíf sem jörðin elur.“ E. Ben En hvað sem því líður og þó að vér vitum það öll, að eitt sinn skal hver deyja, þá er sú fullvissa oss jafnan fjarlæg og snertir oss litt, þar til vinur eða félagi er hrifinn á braut með skyndingi og váleg- um hætti, svo sem hér hefir gerzt. Að Hermanni Hermannssyni er mikill sjónarsviptir. Með honum er genginn þróttmikill félagi og drengur góður. Hermann var Reykvíkingur, fæddur 7. okt. 1914. Snemma batt hann sem ungur drengur trúnaði við knattspyrnuiþróttina. Hann sagði í viðtali við Valsblaðið, að hann hefði fyrst farið á völlinn með föður sínum árið 1921 en þá lék skozkt lið hér. Faðir hans var mikill unnandi knattspyrnunnar og var einn af stofnendum Vals. Árið 1927 gekk Hermann í Val, og var traustur og öruggur félagi allt til hinztu stundar. Hermann fór hina venjulegu leið um flokkana og hafnaði i meistaraflokki. Sú + Dóttursonur minn og sonur PAT GALLAGHER Jr. lést af slysförum í New Jersey þann 7. september. Ása Ásgrfmsdóttir, Pat Gallagher. Í Móðir okkar, SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Heiðaveg 6, Vestmannaeyjum andaðist á Heilsuverndarstöð Reykjavlkur laugardaginn 6. sept Böm og aðrir vandamenn. + Konan min elskuleg, ANNA SIGRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni miðvikudaginn 10 september kl. 1 3 30. Fyrir hönd barna okkar, tengdabarna og barnabarna, Kristján Fr. Guðmundsson. + Minningarathöfn um móður okkar. INGIBJÖRGU GUÐMUNDSDÓTTUR, frá Miðhrauni, 1 3.30. Útförin fer verður-f Fossvogskirkju, föstudaginn 12. sept. kl. fram frá Fáskrúðarbakkakirkju, Miklaholtshreppi laugardaginn 13 sept kl. 14 Bömin. + Sonur minn HÁKON BARÐASON, lézt í Landspiltalanum 6 þ m Fyrir hönd vandamanna. Teresfa Guðmundsson. + Faðir okkar, SÓFUS GJÖVERAA, eldri, andaðist I Sjúkrahúsinu Neskaupstað 5 september Börnin. + Systir mín, ÞÓRDÍS B. BILGER, andaðist I Washington 5 sept Þeir, sem vilja minnast hennar eru beðnir að láta Krabbameinsfélag íslands njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, GunnlaugurG. Björnson, + Hjartkær sonur minn, JÓN JÓNSSON, framkvæmdastjóri, Langeyrarveg 11A, Hafnarfirði, andaðist að heimili sínu föstudaginn 5. sept. Anna G. Jónsdóttir. + MAGNÚS BJARNASON sem lést hinn 29 ágúst verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 10 september kl 10 30 Blóm eru afþökkuð en þeir sem vilja eru beðnir að láta Slysavarnafélagið njóta minningargjafa Elln Þorgerður Magnúsdóttir, Margrét Bjömsdóttir, Bjarni Guðmundsson. + Föstudaginn 5 september lést að heimili sínu í Bandaríkjunum, HELGA STEINUNN ÞORGEIRSDÓTTIR frá Lambastöðum, Garði. Bálför hefur farið fram. Sigþóra Jónsdóttir, Susan Edda Tuohy, Þorgeir Jónsson + Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móðurokkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, VIGDfSAR HELGADÓTTUR, Laugavegi 137. Jón Þorvarðarson Böm, tengdabörn, barnaböm og ba rnaba rnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.