Morgunblaðið - 09.09.1975, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 09.09.1975, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1975 UMSJÓN: Bergljót Halldórsdóttir, Björg Einarsdóttir, Erna Ragnarsdóttir og Liija Ólafsdóttir. Einar Karl Haraldsson. Birna Þóröardóttir, ritstjóri Neista, málgagns Fylking- arinnar: Þar sem ég er mikill húmoristi finnst mér meinfyndið er Morgun- blaðið — ójafnrétthæsti fjölmiðill landsins —- spyr mig um „jafn- rétti". Hinn „jafni réttur" er eins og allur annar réttur ójafn, einfaldlega vegna þess að einstaklingarnir eru misjafnir. I kapítalisku þjóðfélagi eins og hinu íslenska eru kröfur um „jafnan rétt" kvenna á við karla i raun kröfur um jafnrétti til óréttlætisins — sami réttur til að láta arðræna sig; sami réttur til að arðræna Arðránið verður ekkert bærilegra þótt burgeisakvenmenn stjórni því, ekki fremur en lygin verður sannari við að koma úr konumunni Það skiptir engu hvort eigandi fyrir- tækisins heitir Geir eða Ragnhildur — eða hvort Morgunblaðið hefur í frammi árásir á Olgu Guðrúnu eða Ragnar Stefánsson. Vissulega eru kvenmenn mun verr settir en karl- menn I auðvaldsþjóðfélaginu. En kúgun kvenna fellur ekki af himnum ofan, heldur á hún rót sina í gerð þjóðfélagsins Auðvaldinu er nauðsynlegt að hafa láglaunahóp eins og kvenmenn; varavinnuafl eins og kvenmenn; kvenmenn innan fjögurra veggja, slitna úr tengslum við allt sem utan þeirra gerist Auðvaldinu er einnig nauðsynlegt að deila og drottna. Eitt fyrsta skrefið hlýtur því að vera að kúgaðir karlar og kúgaðar konur snúi bökum saman gegn sameiginlegum kúgara. Brynjar M. Valdimarsson í æskulýðsnefnd Samtaka Frjálslyndra og vinstri manna: Jafnrétti er að allir hafi jafnan rétt til að nýta og þroska þá hæfi- leika sem þeir búa yfir án tillits til kyns, búsetu eða félagslegra að- stæðna Viljum við gera okkar til að svo verði Þar sem lög landsins kveða á um fullt jafnrétti til náms og starfa án tillits til kyns eða búsetu Að allir fá tækifæri til að þroska þá hæfileika sem þeir búa yfir. Eðlileg byrjun að framkvæma þessi lög. Einar Karl Haraldsson, í Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins: Svar viS spurningu I. Baráttan fyrir jafnrétti karla og kvenna er að mati Alþýðubanda- lagsins hluti af þeirri víðtæku rétt- indabaráttu í þjóðfélaginu, sem flokkurinn beitir sér fyrir og vill efla. I þeim hugmyndum um sósíal- ískt þjóðfélag, sem settar eru fram I nýsamþykktri stefnuskrá' flokksins, kemur greinilega fram sú skoðun að án jafnréttis karla og kvenna sé ekki hægt að tala um sósialisma og að sama skapi verði jafnréttismark- miðinu ekki náð nema I sósíalísku þjóðskipulagi. Viðhorf ungs fólks i Alþýðu- bandalaginu til baráttunnar fyrir jöfnum rétti karla og kvenna, eða ungra karlmanna, eru að ég held ekki ýkja frábrugðin sjónarmiðum eldra fólks í flokknum. Þó kann að vera að uppeldisáhrif hvers og eins flokksmanns setji svip á hugmyndir hans um hvernig vinna eigi að þessum málum. Það er yfirlýst skoðun flestra stjórnmálaafla í landinu að styðja beri jafnréttisbaráttuna. Það sem mestu máli skiptir er því, hvernig valdsmenn (karlmenn) bregðast í raun við réttmætum kröfum kvenna, og hvernig einstaklingum (karlmönnum) tekst að semja sig að þeirri heimilisbyltingu, sem óhjá- kvæmilega siglir I kjölfar þeirrar kröfu þjóðfélagsins, að konur taki sívaxandi þátt í atvinnulifinu. Friðrik Sophusson. Ungir stjornmálamenn svara Hvert er viðhorf þitt og samstarfsmanna þinna innan samtaka ykkar til jafnréttis karla og kvenna? Sé úrbóta þörf, þá hverra, og hvar á að byrja? FriSrik Sópusson, for- maður Sambands ungra sjálfstæðismanna: Við Sjálfstæðismenn teljum það í anda lýðræðis og mannréttinda, að hver einstaklingur fái tækifæri til að þróa og nýta eígin hæfileika i sam- félaginu. Segja má að lagalega séð standi konur og karlar jafnt að vígi, en sjálf erum við of bundin gömlum venjum og fordómum til að hagnýta okkur þau réttindi, sem standa til boða. Frelsi kvenna hlýtur fyrst og fremst að byggjast á þeim og um leið þurfa þær að taka á sig þær skyldur sem samfélagið gerir kröfu til. Því markmiði verður bezt náð með þvi að konur almennt gerist þátttakendur á sem flestum sviðum atvinnu- og þjóðmála. Ekki sízt þurfa þær að fara i ábyrgðar- og trúnaðarstörf félaga, fyrirtækja og stofnana. Samband ungra sjálfstæðis- manna heldur þing sítt um næstu helgi og á þvi þingi verða lagðar fram starfshópstillögur, sem fjalla m.a. um þetta málefni. Sjálfur tel ég breytinga þörf í viðhorfi foreldra til heimilis- og uppeldisstarfa Konur þurfa að gera auknar kröfur til eigin menntunar og styrkja sjálfstraust sitt með þvi að takast á við og leysa verkefni, sem hingað til hafa talizt til sérverkefna karl- mannanna. Að lokum vil ég benda á, að mér virðist sem konurnar i frjálsum atvinnurekstri hafi gleymzt i hita baráttunnar um jafnrétti kynj- anna, en þær hafa i mörgum til- vikum ekki sömu réttindi og hinar, sem starfa hjá opinberum aðilum. Birna Þórðardóttir. Magnús Olafsson. Svar við spurningu 2. Það er blindur karlmaður sem ekki sér þörfina á úrbótum ! jafn- réttismálum i því karlaþjóðfélagi sem (sland er. Skýrsla þjóðfélags- fræðideildar Háskólans um stöðu kvenna ber þessu skýrt vitni. Þar kemur fram að þess er ekki að vænta að miklar breytingar verði á þjóðfélagsstöðu kvenna næstu ára- tugina, nema um algjöra hugarfars- breytingu verði að ræða Þar er semsagt gert ráð fyrir að konur verði áfram láglaunafólk á vinnu- markaði, karlar sitji áfram fyrir stöð- um á opinberum vettvangi, og þátt- taka kvenna í sveitarstjórnum og þingræðiskerfinu f heild verði áfram hverfandi. Þó ekki væri nema vegna þessara upplýsinga er Ijóst, að árangri I jafnréttismálum verður ekki náð nema með baráttu. Mikilvæg mannréttindi hafa raunar aldrei fengist fyrr en eftir langa og harða baráttu. Þessvegna eru baráttu- samtök fyrir jöfnum rétti karla og kvenna fullkomlega eðlilegt fyrir- bæri á okkar tlmum Þverpólitísk baráttusamtök eins og t.d rauðsokkahreyfingin geta með starfi sínu náð árangri og hafa þegar gert, og hafa sýnt að þau eru nauðsynlegt hreyfiafl. Jafnhliða er Ijóst að konur verða að taka saman höndum og stórefla starf sitt í Brynjar Valdimarsson Garðar Sveinn Arnason. stjórnmálaflokkum og launþega- samtökum, ef þeim á að takast að knýja karlaforystu þessara samtaka til þess að setja jafnréttismálin á oddinn á vettvangi þeirra í þessu sambandi er vert að minna á að nú er að hefjast víðtæk umræða um stöðu konunnar í atvinnullfinu innan vébanda Banda- lags starfsmanna rlkis og bæja og Alþýðusambands íslands. Þessi umræða ætti að geta orðið upphaf að nýrri sókn verkakvenna og kvenna sem gegna fjölbreyttum störfum á vegum hins opinbera. Það er svo sjálfsögð krafa að um teið og þjóðfélagið krefst meiri þátttöku af konum I atvinnullfinu sé búið þannig að félagslegri þjónustu við heimilin (dagheimili, leikskólar, skólamáltiðir o.fl.) að þessir breyttu þjóðfélagshættir komi ekki niður á börnunum. Jafnframt þarf að hefja alvarlega athugun á þvl hvort ekki er hægt að skipuleggja vinnu þannig að karl- menn og kvenmenn geti skipst á að gæta bús og barna. Þetta er aðeins eitt af fjölmörgum dæmum um það sem ber að gera I dag. Mikilvægast fyrir framtiðina er þó að haldið verði áfram að breyta þeirri innrætingu sem á sér stað I skólum landsins varðandi kyn- Úr símtali: „Ég er alveg fylgjandi jafnrétti karla og kvenna, sérstaklega á vinnumarkaðnum. En ef um verulega ábyrgðarstöðu er að ræða, finnst mér þó að það eigi að veita hana karlmanni." skiptan hugsunarhátt. Skólarnir og sú innræting, sem þar fer fram, eru i rauninni stórpólitlskt mál. Það sést best á þvi að jafnvel eftirstriðs- kynslóðin á íslandi er fyrir tilstilli skólanna alin upp í hugsunarhætti, sem gerir henni erfitt að aðlaga sig hugmyndinni um raunhæft jafnrétti karla og kvenna. Af framansögðu má Ijóst vera að jafnréttisbaráttan á enn langt í land, en vonandi tekst konum með sam- takamætti sinum að gera hana að forgangsmáli i islenskum stjórn- málum á næstu árum. Geri þær það ekki, gera það ekki aðrir. Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum, formaður ungra framsóknarmanna. Það hlýtur að vera samdóma álit allra að jafnrétti karla og kvenna sé það eina rétta og þótt allmikið hafi áunnizt í baráttu fyrir þvi er ennþá langt i land að fullu jafnrétti sé náð. Ef við horfum á málið frá stærra sjónarmiði nægir að minna á milljónir kvenna víða um heim sem eru undirokaðar og þrælkaðar og í mörgum tilfellum notaðar sem vinnudýr. Þær eru minna virði en asninn eða kornið á akrinum. En við þurfum þó ekki að fara svo langt, jafnrétti í reynd er ekki á Islandi, þó að I lögum eigi svo að heita. Má þvi til sönnunar benda á stórmerka skýrslu námsbrautar í þjóðfélagsfræðum við HÍ, sem kom út í sumar. Þar er á hlutlausan hátt sýnt og sannað, að jafnrétti kynjanna er enn langt undan. Innan okkar samtaka er það talið sjálfsagt mál að vinna sem mest og best að því að staðan eins og hún er í dag breytist til batnaðar og konur og karlar standi jafnfætis I þjóðfélag- inu. Þar sem við erum sammála um að eitthvað sé að þá er úrbóta þörf. Þjóðfélagið þarf að ala upp verðandi þegna sína á þann hátt að þar sé ekki mismunað eftir kyni, og æskilegt er að foreldrar taki jafnari þátt I uppeldi barna sinna en verið hefur. Auka þarf menntun kvenna til jafns við karla og ýta undir þátttöku þeirra í sem flestum atvinnugreinum. Vert er að benda á hversu mikilsverð þátttaka kvenna er i flestum greinum atvinnulifsins. Þar eru þær víða langt frá því að standa jafnfætis körlum hvað laun snertir. Ymsar aðferðir eru notaðar til þess að fara kringum lög sem til eru um launajafnrétti. Er þá furðu lífseigt fyrirvinnuhugtakið, Einnig viljum við benda á að það er langt frá þvi að kárlar njóti jafnréttis við konur á ýmsum sviðum, t.d. varðandi rétt þeirra til að um- gangast börn sin, ef til skilnaðar kemur, eða ef um er að ræða börn fædd utan hjónabands. Garðar Sveinn Árnason formaður Sambands ungra jafnaðarmanna Viðhorf Sambands ungra jafnaðar- manna hafa ætíð verið mjög skýr hvað varðar jafnréttismál kvenna. Samband ungra jafnaðarmanna berst fyrir jafnrétti á öllum sviðum þjóðfélagsins. S.U.J. hefur því skipað sér á bekk með þeim hreyf- ingum er vinna að jafnréttismálum kynjanna. Úrbóta er þörf. Á kvennaári hafa konur og karlar safnast saman víðast hvar í heimin- um og reynt að ráða fram úr jafn- réttisvandamálum sinum. Þvi miður sýnast niðurstöður óljósar. Frumskilyrði þess að barátta kvenna skili árangri er að alþýðu- konur geri sér glögga grein fyrir stöðu sinni, efli jafnréttisbaráttu sina með aukinni þátttöku í öllu starfi, félagslegu og atvinnulegu Er. R

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.