Morgunblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1975 XQ Evrópubikarkeppni félagsliða íslenzku liðin hafa sjaldan haft árangur sem erfiði í leikjunum FRAMAN af voru það Spánverjar sem völdin tiöfSu I bikarkeppninni og kom þar nafn Real Madrid oftast viS sögu. Hin seinni ár hefur allur gangur verið á úrslitum, en vestur-þýzk lið hafa þó jafnan verið framarlega I flokki. Lið Bayern Múnchen hefur unnið Evrópubikarkeppni félagsliða tvö ár I röð og var mynd þessi tekin eftir úrslitaleik liðsins við Leeds United sem fram fór i Paris. Leikmenn Bayern hampa hinum myndarlega verðlaunagrip sem keppt er um. Leikur þessara liða varð sögufrægur fyrst og fremst vegna gifurlegra óláta sem urðu á áhorfendapöllunum og áttu aðdáendur Leeds United þar stærstan hlut að máli. SEM kunnugt er taka nú þrjú íslenzk lið þátt í Evrópubikar- keppninni í knattspyrnu: Akra- nes, Valur og Keflavík. Leikur Akranes í keppni meistara og dróst á móti liði frá Kýpur, Valur leikur í bikarmeistarakeppninni og fékk Celtic frá Skotlandi sem mótherja og Keflavík sem leikur í UEFA-bikarkeppninni fékk einn- ig skozkan mótherja: Dundee United. Evrópubikarkeppnin í knatt- spyrnu var komin vel á legg þegar KR-ingar riðu á vaðið og til- kynntu þátttöku í Evrópubikar- keppni meistaraliða árið 1964—1965. Þótti teflt f mikla tvf- sýnu með þessari þátttöku, en KR-ingar voru heppnir og fengu Englandsmeistarana Liverpool sem mótherja. Og aðsókn að leik liðanna á Laugardalsvellinum var með miklum ágætum. Þar með var séð að verulegur fjárhagsleg- ur ávinningur gæti verið að þátt- töku f Evrópukeppni, ef viðkom- andi lið var heppið með mótherja og allt frá þessum tíma hafa fs- lenzk lið jafnan verið meðal þátt- takenda i meistarakeppninni. KR-ingar urðu einnig fyrstir til þess að leika f bikarkeppni bikar- hafa. Þeirri keppni var komið á fót 1960—1961, en það var ekki fyrr en árið 1965—1966 sem Is- lendingar komu þar við sögu. Fengu KR-ingar norska liðið Ros- enborg sem mótherja og vonuðust þá margir eftir því að Islendingar kæmust áfram í keppninni. Svo varð þó ekki. Keppni sú er nú nefnist UEFA- keppni var með allólíku sniði fyrstu árin. Þá nefndist keppni þessi borgarkeppni Evrópu og til að byrja með tóku þátt f þeim hrein úrvalslið frá nokkrum borg- um í álfunni. Keppnin tók síðan smátt og smátt á sig aðra mynd, og varð liðakeppni, og árið 1971—1972 tók UEFA- Evrópusamband knattspyrnu- manna við framkvæmd hennar. Fyrsta íslenzka liðið sem tók þátt í þessari keppni var Valur er lék við belgfska liðið Anderlecht á keppnisárinu 1969—1970. Eki er hægt að segja að þátttaka íslenzkra liða í Evrópubikar- keppninni hafi verið dans á rós- um. Samtals hafa íslenzk lið leikið f þeim 56 leiki, en aðeins einn þessára leikja hefur unnizt. Átta sinnum hafa fslenzk lið gert jafn- tefli við keppinauta sina og hvorki fleiri né færri en 47 leikir hafa tapazt. Tapaðir leikir segja þó ekki alla söguna, heldur og markahlutfallið sem er heldur ó- glæsilegt fyrir íslenzku liðin. Þau hafa skorað samtals 30 mörk í leikjunum 56 en fengið á sig 245 mörk, sem telja verður heldur ó- hrjálega tölu f þessu sambandi. Fjárhagslegur ávinningur lið- anna af þátttöku í keppninni hef- ur og verið mjög mismunandi. Einn þessara Evrópubikarleikja laðaði til áín fleiri áhorfendur hérlendis en dæmi eru um fyrr og síðar. Var það er Valur mætti portúgalska liðinu Eenfica, en þá voru áhorfendur á Laugardals- vellinum um 18.000. Er mönnum enn þann dag í dag hulin ráðgáta hvernig svo margir komust þar fyrir, og ekki sízt ef tekið er tillit til þess að þá var ekki búið að stækka stúku vallarins. Þegar syo gengur koma drjúgir peningar í kassann, en í fleiri tilfellum hafa íslenzku liðin talizt góð ef þau hafa sjoppið á sléttu út úr ævin- týrum sfnum. Sem fyrr segir er afrekaskrá íslenzku liðanna heldur óglæsileg í Evrópubikarkeppninni. Eitt lið- anna, Valur, hefur þó staðið sig öðrum miklu betur og af 12 leikj- um sínum í keppninni hefur liðið aðeins tapað rúmlega helmingn- um, eða 7 talsins. Fimm sinnum hafa Valsmenn gert jafntefli í leikjum sínum, og það þótt and- stæðingar þeirra hafi oftast ekki verið af verri endanum. Og Valur er eina fslenzka liðið sem komizt hefur í aðra umferð keppninnar hingað til. Það var árið 1967—1968, er Valsmenn mættu Jeunesse Esch frá Luxemburg i fyrstu umferð. Jafntefli varð í báðum leikjum þessara liða, en Valur komst áfram með fleiri skoruð mörk á útivelli. En i næstu umferð var svo draumur Vals- Heimild um úrslit leikja: Rothmans Foot- ball Yearbook 1975— 1976 eftir Leslie Vernon og Jack Rollin. (Queen Anne Press London) manna úti, enda var þá keppi- nauturinn erfiðari og leika varð báða leikina á heimavelli þeirra. Fram er eina íslenzka liðið sem unnið hefur leik í Evrópubikar- keppni. Það var 1971—1972, er mótherjar Fram voru Hibernians frá Möltu. Léku Framarar báða leiki sína erlendis. Töpuðu þeim fyrri, 0—3, en unnu hinn seinni 2—0. Valsmenn og Keflvfkingar hafa leikið flesta leiki í Evrópubikar- keppninni, 12 talsins, en það þýð- ir að þessi lið hafa verið 6 sinnum meðal þátttökuliða. KR-ingar eru svo næstir á blaði, en þeir hafa leikið 10 Evrópubikarleiki, en hjá þeim hafa verið hreinar línur — tap í öllum leikjunum, og þeir eiga reyndar mettapið í keppn- inni af íslenzkum liðum er þeir töpuðu 0—12 fyrir hollenzka lið- inu Feyenoord. Þá töpuðu KR- ingar einnig með tveggja stafa tölu er þeir kepptu á sínum tíma við skozka liðið Aberdeen, en samtals fengu KR-ingar á sig 55 mörk í leikjunum 10 eða 5,5 mörk að meðaltali í leik. íslenzk þátttaka Meistaralið • • • 1964—1965 Liverpool (Engl.) —KR (11-1 ) 6-1; 5-0 1965—1966: Keflavfk — Ferencvaros (Ungvl.) ( 2-13) 1-4; 1-9 1966—1967: KR — Nantes (Frakkl.) ( 4-8 ) 2-3; 2-5 1967—1968: Valur — Jeunesse Esch (Lux) ( 4-4 ) i-i; 3-3 Valur — Vasas (Ungvl.) ( 1-11) 0-6; 1-5 1968—1969: Valur — Benfica (Portúgal) ( 1-8 ) 0-0; 1-8 1969—1970 Feynoord (Holl.) — KR (16-0 ) 12-0; 4-0 1970—1971: Everton (Engl.) — Kcflavík ( 9-2 ) 6-2; 3-0 1971—1972: Akranes — Sliema Wand. (Möltu) ( 0-4 ) 0-4; 0-0 1972—1973: Real Madrid (Spáni) — Keflavfk ( 4-0 ) 3-0; 1-0 1973—1974: Fram — Basle (Sviss) ( 2-11) 0-5; 2-6 1974—1975: Keflavík — Hajduk Split (Júg.) ( 1-9 ) 0-2; 1-7 Bikarhafar • • • 1965—1966: KR — Rosenborg (Noregi) ( 2-6 ) 1-3; 1-3 1966—1967: Valur — Standard Liege (Belg > ( 2-9 ) i-i; 1-8 1967—1968: Aberdeen (Skotl.) — KR (14-1 ) 10-0; 4-1 1968—1969: Oiympiakos (Grikkl.)) — Fram ( 4-0 ) 2-0; 2-0 1969—1970: Vestmannaeyjar — Levski Sofia (Búlg.) ( 0-8 ) 0-4; 0-4 1970—1971: Akureyri —Ziirich (Sviss) ( 1-14) 1-7; 0-7 1971—1972: Hiberians (Möltu) — Fram ( 2-3 ) 3-0; 0-2 1972—1973: Víkingur — Legia (1*611.) ( 0-11) 0-2; 0-9 1973—1974: lBV — Borussia (V-Þýzkal.) ( 1-16) 0-7; 1-9 1974—1975: Fram—Real Madrid ( 0-8 ) 0-2; 0-6 UEFA-bikarinn . > • • 1969—1970: Valur — Anderlecht (Belgfu) ( 0-8 ) 0-6; 0-2 1970—1071: Sparta (IIoIl.) —Akranes (15-0 ) 6-0; 9-0 1971—1972: Keflavfk —Tottenham (Engl.) ( 1-15) 1-6; 0-9 1972—1973: Viking (Noregi) — IBV ( 1-0 ) 1-0; 0-0 1973—1974: Hibernian (Skotl.) — IBK ( 3-1 ) 2-0; 1-1 1974—1975: Valur — Portadown (N-Irl.) ( 1-2 ) 0-0; 1-2 Áranffur liða . • • L Ht I MÖRK STIG Valur 13 0 5 7 9—42 5 Fram 8 1 0 7 4—26 2 Keflavfk 12 0 1 11 7—53 1 Vestmannaeyjar 6 0 1 5 1—25 1 Akranes 4 0 1 3 0—19 1 Vfkingur 2 0 0 2 0—11 0 Akureyri 2 0 0 2 1—14 0 KR 10 0 0 10 8—55 0 SAMTALS 56 1 8 47 30—245 10 Meistaralið. . • EFTIRTALIN lið hafa leikið til úrslita f Evrópubikarkeppni meistaraliða frá upphafi: 1955—1956: Real Madrid — Stade de Rhcims 4—3 1956—1957: Real Madrid — Fiorentina 2—0 1957—1958: Real Madrid — Milan 3—2 1958—1959: Real Madrid — Stade de Rheims 2—0 1959—1960: Real Madrid —Eintracht Frankfurt 7—3 1960—1961: Benfica — Barcelona 3—2 1961—1962: Benfica — Real Madrid 5—3 1962—1963: AC Milan — Benfica 2—1 1963—1964: Inter Milan — Real Madrid 3—1 1964—1965: Inter Milan — Benfica 1—0 1965—1966: Real Madrid — Partizan Belgrad 2—1 1966—1967: Celtic — Inter Milan 2—1 1967—1968: Manchester United — Bcnfica 4—1 1968—1969: AC-Milan — Ajax 4—1 1969—1970: Feyenoord — Celtic 2—1 1970—1971: Ajax — Panathinaikos 2—0 1971—1972: Ajax — Inter Milan 2—0 1972—1973: Ajax — Juventus 1—0 1973—1974: Bayern Miinchen — Atletico Madrid 4—0 1974—1975: Bayern Múnchen — Leeds United 2—0 Bikarhafar. . • EFTIRTALIN lið hafa leikið til útslita f Evrópubikarkeppni bikarhafa frá upphafi: 1960—1961: Fiorentina—Glasgow Rangers 2- —1 og 2—0 1961—1962: Atletico Madrid — Fiorentina 3 —0 og 1 — 1 1962—1963: Tottenham — Atletico Madrid g| 1963—1964: MTK Budapest — Sporting Lissabon 3 —3 og 0—1 1964—1965: W’est Ham — Múnchen 1860 2—0 1965—1966: Borussia Dortmund — Liverpool 2—1 1966—1967: Bayern Múnchen — Glasgow Rangers 1—0 1967—1968: AC Milan—Hamburg SV 2—0 1968—1969: Slovan Bratislava — Barcclona 3—2 1969—1970: Manchester City — Gornik Zabrze 2—1 1970—1971: Chelsea — Real Madrid 2—1 1971—1972: Glasgow Rangers — Dynamo Moskvu 3—2 1972—1973: AC Milan — Leedes United 1—0 1973—1974: FC Magdeburg — ACMilan 2—0 1974—1975: Dynamo Kiev — Ferencvaros 3—0 UEFA-bikarinn • • • Eftirtaiin lið hafa leikið til úrslita f borgakeppninni og UEFA-keppninni frá upphafi: 1955—1958: London — Barcelona 2-2 og 0-6 1958—1960: Birmingham — Barcelona 0-0- og 1-4 1960—1961: Birmingham — A.S. Róm 2-2 og 0-2 1961—1962: Valencia — Barcelona 6-2 og 1-1 1962—1963: Dynamo Zagreb — Valencia 1-2 og 0-2 1963—1964: Real Zaragoza — Valencia 2-1 1964—1965: Juventus—Ferencvaros 0-1 1965—1966: Barcelona — Zaragoza 0-1 og 4-2 1966—1967: Dynamo Zagreb — Leeds Utd. 2-0 dg 0-0 1967—1968: Leeds Utd. — Ferencvaros 1-0 og 0-0 1968—1969: Newcastle — Ujpest Dozsa 3-0 og 3-2 1969—1970: Anderleeht—Arsenal 3-1 og 0-3 1970—1971: Juventus—Leeds Utd. 2-2 og 1-1 1971—1972: Wolves — Tottenham 1-2 og 1-1 1972—1973: Liverpool —Borussia Möneh. 3-0 og 0-2 1973—1974: Tottenham — Feyenoord 2-2 og 0-2 1974—1975: Borussia Mönch. — Twente 0-0 og 5-1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.