Morgunblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1975 31 staöa innan meistaraflokksins, sem gerði Hermann er stundir liðu fram að nokkurs konar þjóð- hetju var staða markvarðarins. Hann var t.d. með, að sigra fyrir Val hvorki meira né minna en 10 sinnum I íslandsmótum. Auk þess sex sinnum í landsliðskeppni fyr- ir ísland. Voru það sex fyrstu skiptin sem landsleikir voru leiknir. Á árunum 1933 til 1950 stóð Hermann f marki Vals og um ára- bil var hann talinn, og það með réttu, slyngasti markvörður hér á landi. Hermann var lengi aftasti hlekkurinn f hinni annáluðu Vals- vörn. Hermann var málamaður góður og fylgdist mjög vel með, við lest- ur erlendra rita, öllum hræring- um knattspyrnunnar með fram- andi þjóðum. Eftir að Hermann lagði skóna á hilluna sneri hann sér að félags- málum Vals og starfaði þar mjög vel og mikið. Hin síðari ár var hann formaður fulltrúaráðsins. Hermann var laginn félags- málamaður enda átti hann auðvelt með að ná til manna. Léttur f lund, bráðfyndinn en græskulaus. Alltaf glaður og reifur tillögu- góður og hugkvæmur. Leikur ekki á tveimur tungum að slfkir menn eru eftirsóttir til félags- starfs og forystu enda var svo um Hermann. Valsmenn kveðja í dag Her- mann Hermannsson, vin og félaga. Þakkir okkar og vinar- kveðjur fylgja honum er hann leggur upp í hinzta áfangann. Vér látum í ljós innilegustu samúð okkar með konu hans og dóttu&ættingjum og venzlafólki. Valsmenn munu ætíð minnast Hermanns sem eins f hópi beztu sona Vals. E.B. Mig setti hljóðan, þegar hringt var til mín á fimmtudagskvöldið 27. ágúst og mér tjáð, að minn góði vinur og mágur, Hermann Hermannsson, væri látinn. Oft hafði ég verið hjá þeim hjónum í sumarbústað þeirra við Meðal- fellsvatn og verið á bátnum þeirra með Hermanni við veiðar. Það var fyrir um 30 árum, að ég kynntist Hermanni náið. Ég man ekki, að nokkru sinni hafi farið kuldaorð milli okkar öll þessi ár, hann var sannarlega vinur vina sinna. A gleðistundum var hann hrókur alls fangaðar og orð- heppinn vel, en er vinir hans urðu fyrir mótlæti í Iífinu, var hann fyrstur manna til að rétta þeim hjálparhönd. Því kynntist ég bezt, þegar ég þurfti á vináttu og hjálp að halda. Þá tóku þau hjónin unga dóttur mfna til sín og voru henni sem hún væri dóttir þeirra f marga mánuði. Það var stór stund í lífi Hermanns, er hann giftist konu sinni, Unni. Hún var honum góður lífsföru- nautur, sem Hermann kunni vel að meta. Þau eignuðust eina dóttur, Frfðu, sem var sólargeisli f lífi þeirra hjóna. Áður en Hermann giftist eignaðist hann dóttur, Ragnfrfði Guðbjörgu, sem alltaf var kölluð Kúrrí. Voru hún og fjölskylda hennar ætfð velkomin á heimili þeirra hjóna. Þegar vegír okkar Hermanns skiljast, vil ég þakka honum alla þá vinsemd sem hann sýndi mér og börnum mínum alla tíð. Ég og fjölskylda mfn sendum Unni, Fríðu og Kúrri sumúðarkveðjur, og ekki sízt mfnum góða tengda- föður, Hermanni, sem nú f hárri elli hefir misst konu sína og tvö börn sín á stuttu tímabili. Ég bið þann sem yfir okkur vakir að gefa þeim styrk í sorg þeirra. Sömu óskir sendi ég systkinum hans og tengdafólki. Páll Sigurðsson. Kveðja frá LIQNS-félögum „Þetta var vel gert!“ Það var ekki sjaldan, sem þessi orð voru sögð með hrifningu og aðdáun á vellinum, þegar Hermann stóð f marki Vals, eða þá landsliðs Is- lands og varði hvert hörkuskotið á fætur öðru. Þeir eru eflaust margir, sem fyrst fóru að veita Hermanni athygli á þessum árum, og hafa fylgzt með honum æ síðan. Hann lifir í hugum margra knattspyrnuáhugamanna og mun verða þeim hugstæður um ókomin ár vegna sinnar snilldar markvörzlu. — En Hermann var gæddur mörgum öðrum góðum kostum. Hann var góður drengur og skemmtilegur félagi. Sæti hans f Lionsklúbbnum Muninn verður seint fyllt. Við félagar hans höfum misst mikið og erum miður okkar vegna brottfarar hans, en sárastur er þó söknuður eigin- konu og dóttur og sendum við þeim okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Megi almáttugur Guð styrkja þær og vernda um ókomin ár. Við félagar Hermanns í Lions- samtökunum erum þakklátir fyrir að hafa fengið að njóta vináttu hans og starfskrafta meðan líf entist. Hermann var duglegur og áhugasamur Lions-félagi, alltaf reiðubúinn til þess að leggja góðu máli lið og tilbúinn til starfa að verkefnum klúbbsins. Hann hafði áunnið sér traust og virðingu félaga sinna og var hrókur alls fagnaðar á klúbbfundum. Hermann var söngmaður góður og þegar lagið var tekið á klúbb- fundum eða skemmtikvöldum, var hann oftast forsöngvari hjá okkur. Hann skemmti okkur með fiðluleik, hélt erindi um mesta áhugamál sitt, knattspyrnuna, og sýndi okkur myndir frá knatt- spyrnuleikjum. Hann tók þátt i umræðum um mannúðarmál og átti drjúgan þátt í því að gera starf klúbbsins litríkt og ánægju- legt. Þegar við nú, á kveðjustund, stöldrum við og lítum yfir farinn veg, er okkur efst f huga þakklæti fyrir ánægjulega samveru og sam- starf. Og þegar við ræðum um félagsstarf Hermanns í klúbbnum okkar, segjum við nákvæmlega eins og áhorfendurnir á vellinum áður fyrr: „Þetta var vel gert!“ Þ.J. Sorgartíðindin um lát Hermanns Hermannssonar sönn- uðu hversu ótrúlega stutt getur verið á milli lífs og dauða og hvernig sakleysisleg tómstunda- iðja getur snúizt skyndilega upp í örlagaríkan harmleik. Ótal minningar koma upp í hug- ann, þegar við kveðjum félaga okkar f dag og þökkum honum samfylgdina. Minningar sem við eigum úr félagslífinu, f leikjum og ferðalögum og samverustund- um, sem allar eru tengdar gleði og ánægju, því Hermann hafði þann dýrmæta hæfileika, þá guðsgjöf að koma samferðafólki sínu í gott skap með sinni einstæðu kímni og spaugsemi og hressti oft upp á grámyglulegan hversdagsleikann með gáskafullu glensi. Hermann var aufúsugestur í hópi okkar yngri félaga hans í Val, kynslóðabil var honum óþekkt fyrirbrigði, enda var hann oftast manna kátastur. Oft rifjaði Hermann upp ýms atvik úr knatt- spyrnuför til Þýzkalands og Englands árið 1956, „það var lfka árið sem ég gerði ykkur að ís- landsmeisturum" var hann vanur að segja. I samkvæmi að leik lokn- um og stórt tap og vonbrigð^greip Hermann til fiðlunnar góðu sem var hans yndi, og „græddi sárin". Það atvik líður okkur seint úr minni, en var einkennandi fyrir Hermann. Hermann stofnaði og söng með okkur f „tvöföldum kvartett“, þá æfðum við gjarnan heima hjá honum á Sjafnargötu, enda var hann og hans elskuiega eiginkona Unnur annáluð fyrir gestrisni og hlýlegt viðmót. Hann var fram á síðasta dag lífið og sálin í starfsemi „Old boys“ eða Fálkanna f Val og enn klingir f eyrum ræðan sem hann hélt um borð í „Reginu Maris" í sumar á sinni fljúgandi þýzku, eftir leik sem við háðum við skip- verja en það var árviss atburður sem Hermann stjórnaði. Hann var alltaf með nýjar og ferskar hug- myndir, sem við yngri félagarnir áttum að framkvæma, ef við hefðum dug til. Hann var okkar elztur að árum en yngstur í anda. Hermann Hermannsson eignaðist á lffsleiðinni ótrúlega marga vini og kunningja, sem minnast hans f dag með söknuði og trega. Minningin um Hermann mun lifa lengi á meðal okkar, félaga hans f Val, og þótt skarð hans verði vandfyllt mun andi hans svífa yfir vötnunum. Gunnar Gunnarsson I dag er til moldar borinn Hermann Hermannssn, forstjóri er lést af síysförum 27. ágúst síðast liðinn. Stjórn Nemenda- sambands Stjórnmálaskóla Sjálf- stæðisflokksins vill minnast Hermanns Hermannssonar f fáum orðum og þakka þau stuttu en mjög ánægjulegu kynni. Hermann hafði um langt skeið starfað að félagsmálum og var það því engin tilviljun að hann var valinn til að taka sæti f undir- búningsnefnd er undirbjó stofn- fund og drög að lögum fyrir Nemendasambandið. Hann gerðist þar þegar frumkvöðull og starfaði að þessu verkefni með sama dugnaði og hann hafði oft sýnt á knattspyrnuvellinum. Á stofnfundi Nemendasambandsins var Hermann kjörinn til trún- aðarstarfa, en honum entist ekki aldur til að starfa að þvf verkefni er honum hafði verið falið. Það tekur okkur sárt að þurfa nú að sjá á bak svo góðum dreng, er Hermann var, en við gerum okkur grein fyrir að þar eiga fleiri um sárt að binda. Eftirlifandi eiginkonu og dóttur sendum við dýpstu sam- úðarkveðjur. Stjórn Nemendasambands Stjórnmálaskóla Sjálfstæðis- flokksins. Hermann Hermannsson var starfsmaður Reykjavíkurborgar í nærfellt fjóra áratugi. Hann hóf starfsferil sinn í Sundhöll Reykja- vfkur, en lengst var hann skrif- stofumaður f aðalskrifstofum Reykjavíkurborgar. Er hann lézt hafði hann verið forstjóri Sund- hallarinnar um nokkurt skeið. Hermann var þannig meðal elstu starfsmanna Reykjavíkurborgar, þótt enn ætti hann eftir áratug i aldurshámark opinberra starfs- manna. Starfsmenn Hermanns hjá Reykjavfkurborg minnast hans með hlýju og söknuði. Hann var allra manna vinsælastur á vinnu- stað, húshóndahollur með afbrigðum, léttur og kátur og félagslyndur umfram aðra menn. Greiðvikni hans var nánast tak- markalaus og nutu þess allir menn, vinnufélagar, viðskiptavin- ir borgarinnar og hinn stóri hópur vina hans og kunningja. Óhugsandi var að Hermann Hermannsson ætti sér óvildar- mann. Fyrir langt og gott samstarf er Hermanni að leiðarlokum flutt þakklæti og kveðja okkar sem með honum unnum. Persónulega sakna ég Hermanns mikið. Ég sakna heimsókna hans á borgar- skrifstofurnar eftir að hann fór þaðan. Mest sakna ég þess þó að hitta hann ekki á Vellinum, og ræða við hann um knattspyrnu, sem var hans heimur, þar sem hann þekkti og kunni allt. Það var unun að hitta hann í hálfleik og fá að bjóða honum i nefið og ræða gang leiksins. Oft skildi hann mig eftir með nýjan skilning á því sem var að gerast og undraðist ég þá glöggskyggni hans á flóknustu blæbrigði knattspyrnulistarinnar. Ástvinum hans öllum færi ég innilegar samúðarkveðjur. Magnús Óskarsson. Kveðja frá Karlakór Reykjavíkur Hermann Hermannsson var starfandi söngmaður í Karlakór Reykjavíkur 1951 til 1967 og æ síðan virkur með eldri félögum kórsins. Meðal félaganna var hann mjög vinsæll, enda hrókur alls fagnaðar þegar því var að skipta, gamansamur og orðheppinn. Þótt hann væri hættur að starfa í kórnum, hafði hann náið samband við hann og voru þau hjónin t.d. með í Mið- Evrópuferð kórsins 1973 og ætluðu einnig með til Vestur- heims nú hinn 1. október n.k. Örlögin urðu samt önnur, og er Hermann kvaddur i dag hinztu kveðju; eftirjsá öllum þeim, er yonum kynntust. Eiginkonu hans og dætrum sendir kórinn hjartanlegar kveðjur og vottar þeim dýpstu samúð. Ragnar Ingólfsson. KVEÐJA frá Félagi sjálfstæðismanna f Austurbæ og.Norðurmýri. Hermann Hermannsson er dáinn. Ég trúði ekki mfnum eigin eyrum, þegar mér voru sögð þessi tíðindi. — Þessi glaðlyndi fjör- maður o'g góði drengur er horfinn frá okkur. Hermann Hermannsson var mikill og góður sjálfstæðismaður og var alltaf tilbúinn til þess að fórna tfma sfnum og kröftum fyr- ir hugsjónir og stefnu Sjálfstæðis- flokksins. Þegar Félag sjálfstæð- ismanna í Austurbæ og Norður- mýri var stofnað fyrir nær þrem- ur árum, var hann kjörinn í stjórn þess. Hann var tillögugóður, áreiðanlegur og traustur sam- starfsmaður, enda var honum'fal- ið það vandaverk að vera gjald- keri félagsins, og því hlutverki gegndi hann með miklum sóma. Með geislandi Iffskrafti sfnum og prúðmennsku heillaði hann okkur öll, og með okkur bundust vináttubönd, og við höfum átt margar ánægjustundir með þeim hjónum, Hermanni og Unni konu hans, — ánægjustundir í gleði og starfi, sem við viljum þakka af alhug. Unnur mín, minning um góðan dreng mun styrkja þig í söknuði þfnum og missi. Við vottum þér og öllum ástvfnum okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að blessa ykkur og varðveita. Ólafur Jensson. Kveðja: Jón Jónsson frá Stokkseyri f gær, mánudaginn 8. septem- ber, var jarðsunginn frá Kefla- víkurkirkju Jón Jónsson frá Svanavatni í Stokkseyrarhreppi. Jón fæddist á Stokkseyri 6. des- ember 1893 og lézt 20. ágúst s.l. eftir margra mánaða erfiða sjúk- dómslegu. Jón var sonur hjón- anna Jóns Grfmssonar, bónda og hafnsögumanns á Stokkseyri og Ingveldar Jónsdóttur frá Húsa- tóftum á Skeiðum. Hann missti móður sina 4 ára gamall og föður sinn, er hann var á 9. ári en ólst eftir það upp hjá föðurbróður sínum Grfmi Grímssyni og konu hans Þurfði Sigurðardóttur á Mið- kekki í Stokkseyrarhreppi. 17 ára að aldri réðst Jón í vinnu- mennsku suður til Björns Ólafs- sonar í Mýrarhúsum, og með honum hóf hann sinn langa sjó- mannsferil, fyrst á skútu um eins árs skeið en síðar á togurum. Minntist hann Björns ætíð af hlý- hug og virðingu, svo og konu hans, Valgerðar. Árið 1918 keypti Jón jörðina Miðkökk en Grímur föðurbróðir hans var þá látinn og Þuríður fóstra hans, sem hann hafði ætíð miklar mætur á, hafði brugðið búi og flutzt niður á Stokkseyri. Þann 31. október 1920 kvæntist Jón Margréti Sigurðardóttur frá Miklaholtshelli f Flóa. Byggðu þau jörðina upp að nýju bæði ibúðar- og peningshús og bjuggu þar allan sinn búskap eða þar til þau slitu samvistum eftir 15 ár. Jafnframt búskapnum stundaði Jón af og til sjómennsku, mest á togurum, enda erfitt á þeim tfma fyrir efnalftið fólk að koma sér upp búi. Sýndi hann í þessum efnum fádæma atorku og dugnað. Þau hjónin eignuðust 4 börn, Bjarna, sem lézt á 6. aldursári 20. maí 1927, Ástvald rafvirkjameist ara i Reykjavík, Sigurð forstjóra f Reykjavík, og Hólmfrfði Þórunni Ragnherði, sem lézt 25. marz 1971. Árið 1937 fluttist Jón til Kefla- vikur og litlu síðar synir hans báðir. Hélt hann þar heimili fyrir þá, fyrst í leiguhúsnæði en síðar á Suðurgötu 33 sem hann keypti. Skömmu eftir að synir hans flutt- ust að heiman og stofnuðu sfn eigin heimili, fluttist Hólmfríður dóttir hans til hans og stofnaði þar sitt heimili. Bjó Jón á heimili dóttur sinnar þar til hún lézt en þá fluttist hann til Reykjavikur og bjó hjá systur sinni, Sigur- björgu á Klapparstíg 9. Með þeim systkinum höfðu ætið .verið miklir kærleikar. Hún missti mann sinn fyrir nokkrum árum og lét Jón sér mjög annt um hag hennar. Jón var einn níu systkina og eru 2 systur enn á lifi. Jóni var alla tið mjög annt um systur sínar, heimsótti þær, þegar hann gat því við komið, og gerði sér far um að verða þeim að þvf liði sem hann gat. Síðustu mánuðina, sem Jón hafði fótavist dvaldi hann að mestu hjá syni sínum Ástvaldi og konu hans. Hann var rúmfastur frá því fyrir áramót og lá á Landa- kotsspftala og lézt þar. Jón var mörgum fágætum kost- um búinn. Hann var glaðvær svo að drungi hversdagsleikans hvarf í návist hans, vingjarnlegur og hjálpfús og ætíð reiðubúinn að rétta hjálparhönd, þar sem hann gat því við komið, einlægur og trúr svo að til þess var tekið, atorkusamur og dugnaðarforkur hinn mesti. Eftir að leiðir þeirra hjóna skildu, helgaði Jón börnum sínum og barnabörnum líf sitt að mestu og var þeim ómetanleg stoð í lífsbaráttu þeirra. Hann sýndi einnig systrum sínum og öðrum ættingjum mikla ræktarsemi enda var hann með afbrigðum frændrækinn. Hann eignaðist marga kunningja og vini og hélt mikla tryggð við þá. Vissi hann af einhverjum gömlum félaga, en svo kallaði hann fyrrum skips- félaga sína, eða einhverjum vin- um eða kunningjum, sem áttu við veikindi eða aðra erfiðleika að striða, var hann ekki i rónni fyrr en hann hafði heimsótt þá ef vera kynni að hann gæti á einhvern hátt létt þeim baráttu þeirra. Vera kann, að einhverjum kunni að finnast þetta hljóma sem oflof, sem mönnum er gjarnt að hlaða á þá sem látnir eru en eftir nær tuttugu ára sambúð með Jóni finn ég fyrir vanmætti mínum til að lýsa eins og vert væri þeim kostum, sem hann var búinn. Sagt er að i nákvæmlega sama mæli og menn veiti gleði muni þeir hljóta gleði og eins og menn sái muni þeir uppskera, og fáir eru þeir sem ég hefi kynnst á lífsleiðinni sem að minum dómi hafa betur sáð til uppskeru þeirrar tilveru sem Jón er nú horfinn til. Um leið og ég votta ættingjum Jóns hluttekningu mína vil ég bera fram þá ósk að þeir og sem flestir aðrir mættu bera gæfu til að þroska i sem ríkustum mæli með sér þá eiginleika sem mér eru minnisstæðastir og ég mat mest í fari Jóns Jónssonar. Blessuð verið minning hans. S.J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.