Morgunblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1975 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1975 25 urgmM&ífrtíb' Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 800.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið Að byggja landið allt Arið 1973 var sérstætt að því leyti, að þá varð í fyrsta sinn um áratuga skeið hlutfallslega meiri fólksfjölgun á svokallaðri landsbyggð en á þéttbýlis- svæðinu við Faxaflóa. Þessi þróun hægði á sér á árinu 1974, staðnaði sums staðar og snérist í beina fólksfækkun á Vestfjörð- um. Hvarvetna um land var næg atvinna á sl. ári og fjárhagsleg afkoma fólks sízt lakari í ýmsum sjávar- plássum landsbyggðar- innar en á höfuðborgar- svæðinu. Atvinnuleg gróska á Vestfjörðum, sem leggja til um fjórðung freð- fisksframleiðslu okkar, var engu minni en þar, sem bezt gerðist annars staðar á landinu. Hvar er þá orsak- anna að leita í íbúaröskun tiltekinna landshluta? Orsakirnar eru efalítið margþættar og samverk- andi. Fyrst má nefna, að húsnæðisþátturinn ræður miklu um búsetuval, ekki sízt yngra fólks. Þess hef- ur, sem betur fer, gætt í ríkara mæli undanfarið, að ungt fólk hafi áhuga á að festa rætur í sínum heima- byggðum. Samhliða því hefur vaxandi hópur fólks á Faxaflóasvæðinu sýnt áhuga á því, að hasla sér völl í hinum smærri byggðarlögum. Þessi hugarfarsbreyting um búsetuval hefur að veru- legum hluta strandað á húsnæðisvandanum. Fjárstreymi til húsbygg- inga úr sameiginlegum lánasjóði þjóðarinnar hef- ur verið hægt og ekki hnökralaust, þegar lands- byggðin hefur átt í hlut. Hún hefur augljóslega bor- ið skarðan hlut frá borði í því efni. Þrátt fyrir nokkurn vaxtarbrodd i íbúðabyggingum í flestum byggðum landsins, hefur skortur á íbúðarhúsnæði flæmt margt ungmennið frá sinni heimabyggð. Fólk, sem kanna vill búsetuskilyrði á lands- byggðinni, vill gjarnan komast inn í leiguhúsnæði, fyrstu árin, ekki fjárfesta í eigin húsnæði, fyrr en að loknum hæfilegum reynslutíma. Þetta fólk hefur rekið sig á sama vegg húsnæðisvandans. Nýsett lög um byggingu leigu- íbúða á landsbyggðinni eru spor í rétta átt. í því efni, sem ýmsum öðrum, var þó stigið of sm-átt skrif og of seint. Atvinna í sjávarplássum landsbyggðarinnar er mjög einhæf. Þar standa þau byggðarlög þó betur að vígi, sem þróuð land- búnaðarhéruð liggja að. Úrvinnsla landbúnaðar- afurða og iðnaðar- og verzlunarþjónusta við að- liggjandi sveitir er veiga- mikill hlekkur í atvinnu- og afkomu fjölmargra þétt- býlisbyggða í öllum lands- hlutum. Rafvæðing lands- ins, virkjanir vatnsfalla heim i héruðum, samhliða tengingu orkusvæða, er hinsvegar nauðsynleg undirstaða iðnvæðingar og fjölbreyttari valkosta á at- vinnusviði. Heitavatnsnýt- ing er og afgerandi atriði um aðlöðun byggðar. Á þessu sviði, nýtingu inn- lendra orkugjafa, hefur núverandi ríkisstjórn þeg- ar mótað farsæla stefnu og stuðlað að margháttuðum framkvæmdum. Ýmsir búsetuþættir koma enn við sögu. Ýmis konar félagsleg aðstaða, mennt- unarmöguleikar, heil- brigðisþjónusta, Samgöng- ur og umhverfismál hafa áhrif á búsetuval. í þessum efnum er gæðum mjög mis- skipt, þó vissulega miði í rétta átt. Byggð í landinu öllu er forsenda eðlilegrar nýt- ingar þeirra auðlinda, til lands og sjávar, sem verð- mætasköpun og vélferð þjóðarinnar grundvallast á. Dæmigert landsbyggðar- þéttbýli, eins og t.d. Húsa- vík, Akureyri og Sauðár- krókur, byggja afkomu sfna jöfnum höndum á landbúnaði og útgerð, sam- hliða iðnaði, sem rætur á í hinum eldri atvinnugrein- um. Þannig er haldreipi þjóðarafkomunnar samofið þáttum hinna ýmsu at- vinnugreina. Heilbrigð byggðastefna ætti því að vera keppikefli allrar þjóðarinnar. Óeðli- leg byggðaröskun kemur ekki síður illa við þéttbýlis- svæðið við Faxaflóa en strjálar byggðir landsins Það þarf því að hyggja að þeim þáttum, sem eru undirstaða byggðajafn- vægis í landinu. Rætt við Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarráðherra Á aðalfundi Stéttarsambands bænda á Laugarvatni fyrir skömmu flutti Halldðr E. Sigurðsson landbúnaðarráðherra athyglisverða ræðu, þar sem hann ræddi m.a. nauðsyn endurskoðunar og endur- mats á tveimur umdeildum þáttum f landbúnaðarmálum okkar, niðurgreiðslum og útflutningsuppbðtum. Ræða landbúnaðarráðherra er vísbending um, að ríkisstjórnin og forystumenn landbúnaðarmála séu opnari fyrir ýmsum breyting- um á þvf kerfi, sem nú er við lýði, en margur hefur haldið. Þess vegna hefur Morgunblaðið snúið sér til Halldórs E. Sigurðssonar og átt við hann samtal, þar sem komið er inn á ýmis þau atriði, sem hann fjallaði um í ræðu sinni á aðalfundi Stéttarsambandsins svo og aðra þætti landbúnaðarmála. Fer samtal þetta hér á eftir. þjóðarinnar hverju sinni. Framleiðslan hefur ýmist verið of mikil eða of lítil. Það er erfitt að ráða við það. T.d. má nefna, að á árunum um 1960 var flutt inn smjör, — en svo kom smjörfjallið. Síðar tókst að koma þessu í nokkurt jafnvægi. Bændastéttin hefur líka tekið á sig þá skyldu að flytja t.d. mjólkurvör- ur milli landshluta, t.d. vestur á firði. Kostnaðinn af því hefur verðlagskerfi landbúnaðarins orðið að taka á sig. En á móti þessum skyldum, sem bændur hafa tekið á sig, fá þeir tryggingu fyrir því, að bænda strax í janúar sl. að þessi mál yrðu tekin til athugunar. Upp úr því var sú ákvörðun tekin af Framleiðsluráði og Stéttarsambandinu, að ekki yrðu greidd- ar hærri útflutningsbætur á kjöt en það kjöt, sem hagkvæmast verð fæst fyrir, en það er dilkakjöt, sem selt er til Noregs, og það yrði tjón seljenda, sem á vantaði. Þannig hefur þetta verið framkvæmt slðan. Auk þess höfum við ákveðið að veita ekki útflutningsleyfi fyrir nauta- kjöti, sem er í svo Iágu verði. Ég tel ekki forsvaranlegt að senda úr landi matvæli Er landbúnaðurinn baggi á þjóðinni? — Þvf er stundum haldið fram, land- búnaðarráðherra, að landbúnaðurinn sem atvinnugrein sé baggi á þjóðfélag-* inu og að bændastéttin njóti margvfs- legra forréttinda fram yfir aðra þegna. Hver er þfn afstaða til þessara sjónar- miða? — Min skoðun er sú, að til þess að vera sjálfstæð, stjórnarfarslega og fjárhags- lega, þurfi hver þjóð að hagnýta kosti lands sins. Islenzka þjóðin hefur Iifað eftir þessari reglu og vegnað þeim mun betur sem hún hefur getað hagnýtt sér landsins gæði í sem ríkustum mæli. Landbúnaðurinn er elzta atvinnugrein á Islandi. Þótt sjávarútvegur hafi verið stundaður að einhverju leyti jafnlengi, voru það bændur sem réru til fiskjar eða gerðu út með vinnuhjúum sínum. Ef íslenzka þjóðin hyrfi frá búskaparstörf- um yrði ekki langt i það, að við týndum sjálfstæði okkar. Sú staðhæfing, að land- búnaðurinn sé baggi á þjóðfélaginu er að minni hyggju algerlega vanhugsuð og raunar svo miklar öfgar, að ég sé engin rök, sem styðja hana. Sú atvinnugrein, sem með framleiðslu sinni sparar gjald- eyri, er jafnþýðingarmikil fyrir afkomu þjóðarbúsins og hin, sem aflar gjaldeyr- is, sem við notum til þess að kaupa fyrir vörur af öðrum þjóðum. Það er Ijóst, að allar helztu neyzluvör- ur, sem við getum alls ekki verið án, eru framleiddar af landbúnaðinum. Verðlag á þessum búvörum er hliðstætt verðlagi á öðrum vörum og þjónustu í landinu. Verðlag á búvörum er nú mun hag- kvæmara fyrir neytandann en það var t.d. á árabilinu 1910—1930. Þetta hef ég látið athuga og þetta er óhagganleg stað- reynd. Þá má heldur ekki gleyma þvi, að Iandbúnaðurinn er meira en sjálfbjarga, þegar um er að ræða gjaldeyrisnotkun. Hann aflar meiri gjaldeyris en hann eyðir. En við getum gert betur í land- búnaðinum að þessu leyti en við höfum gert til þessa. Ég lít svo á, að ræktun lands, grasrækt, gróðurvernd, skógrækt o.fl. sé í raun í þágu alþjóðar en ekki einvörðungu land- búnaðarins. Þjóðargjöfin, sem ákveðin var á Þingvöllum sl. sumar, er að mfnu viti staðfesting á þvi, að löggjafarvaldið og þjóðin öll líta ræktun Iandsins þess- um augum. Það má líka varpa fram þeirri spurn- ingu, hvað yrði um mikilvægar þjónustu- miðstöðvar, eins og Borgarnes, Selfoss, Egilstaði, Blönduós, Hvolsvöll, Hellu, jafnvel verulegan hluta Akureyrar, ef landbúnaður yrði lagður niður. Allir þessir þéttbýliskjarnar byggja að veru- legu leyti á þjónustu við landbúnaðinn og iðngreinum, sem tengdar eru land- búnaði. Ef við hugsum þetta til enda, verðum við ekki lengi að komast að þeirri niðurstöðu, að það væri glapræði, svo ekki sé meira sagt, að leggja land- búnaðinn niður eða draga verulega úr honum. Því er stundum haldið fram, að bænd- ur fái allt fyrir ekkert. Þetta er hrein fásinna. I þeim tilvikum, þar sem um er að ræða óafturkræf framlög, eru á ferð- inni framlög til ræktunar. Bændur njóta að visu þessarar ræktunar en neytendur einnig, vegna þess að ræktunarkostnað- ur kæmi ella fram í verðlagi landbúnað- arafurða. — Það kom fram f frétt f Morgunblað- inu fyrir nokkrum dögum, að á þessu ári hefur verið meiri ásókn hiá uneu fólki að komast yfir jarðir og hefja búskap en um langt árabil. Hver er skýringin á þessu? — Ég held kannski að þetta standi í sambandi við þær miklu umræður, sem verið hafa um landbúnaðarmál að und- anförnu. Það þarf geysilegt fjármagn til þess að hefja búskap. Aðeins ein dráttar- vél kostar yfir milljón krónur og menn fá aðeins 40% af andvirði hennar í lán — og enginn getur nú til dags stundað landbúnað án dráttarvélar. Þetta er að- eins lítið dæmi um þann kostnað, sem fylgir því að hefja búskap. Það, sem ég óttast mest í þessu sambandi, er, að þetta unga fólk verði fyrir vonbrigðum, þcgar það kemst að raun um, að uppgripin í landbúnaði eru ekki þau, sem þvi hefur kannski verið talin trú um. Eru lán til bænda hagkvæmari? — Því hefur verið haldið fram, — og það er Ifklega útbreidd skoðun meðal almennings, — að bændur eigi kost á hagkvæmari lánum til húsbygginga og vélakaupa en aðrar atvinnugreinar. Hvað er hæft f þessu? Fjölmennar þjónustumiðstöðvar og mikilvægar iðngreinar — byggja nær eingöngu á landbúnaði — Bændur fá nákvæmlega sömu Ián með söinu lánskjörum til húsbygginga og Húsnæðismálastofnunin veitir. Bændur eiga hins vegar ekki kost á sömu lánum og veitt eru til verkamanna- bústaða né lánum sem veitt eru til út- rýmingar heilsuspillandi húsnæði. Þeir fá heldur ekki sömu fyrirgreiðslu og Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar hefur veitt. Hins vegar fá þeir 120 þús- und króna beinan styrk til húsbygginga, sem veittur er á þeirri forsendu, að íbúðarhúsnæði í sveit þurfi að vera frá- brugðið íbúðarhúsnæði í þéttbýli. Á sveitarheimili er um atvinnurekstur að ræða, og þarf því meira húsrými til nota í tengslum við búskapinn sjálfan, t.d. f sambandi við vélakost, kaupafólk o.fl. í því sambandi. — Hvað um lán og lánskjör til kaupa á vélum og tækjabúnaði. Eru þau sam- bærileg við lán, sem iðnaðurinn og ýms- ar þjónustugreinar eiga kost á? — Bændur og forsvarsmenn þeirra halda því fram, að Iánaaðstaða landbún- aðarins sé að þessu leyti verri en ann- arra atvinnugreina. Þetta er erfitt að meta en það er reynt að samræma þetta sem mest. Þessi lán eru nú að nokkru vísitölutryggð og vextir hafa hækkað geysilega. Þá er á það að lfta, að bóndinn verður að leggja fram af eigin tekjum í Stofnlánadeild gjald, sem nemur 4% vaxíahækkun að meðaltali á hvern bónda. Þctta gjald fer ekki út í verðlagið. Gjaldið er hugsað eins og iðn- lánasjóðsgjald, en er ekki sambærilegt að því leyti, að iðnlánasjóðsgjald kemur inn f kostnað iðnfyrirtækjanna. — En lán til útihúsa? — Þau nema 50% miðað við matsverð og er það hliðstætt við Iánveitingar til annarra atvinnugreina. — Bændur fá bcina styrki til ræktunar, framræslu, girðinga o.fl. er ekki svo? — Jú, allt er þetta styrkt að vissu marki, og það byggist á þeirri fors- endu, að það sé ekki hlutverk bóndans eins að rækta landið, heldur sé það f þágu þjóðarinnar í heild, eins og áður er framkomið. Þessi kostnaður er ekki tekinn inn í verðlag Iand- búnaðarafurða og raunar stutt síðan eigin framlög bænda f þessu skyni voru tekin með í þann reikning. Sem glöggt dæmi um það, hvernig bein framlög til landbúnaðarins nýtast þjóðinni allri, vil ég nefna áburðar- hækkunina sl. vor. Áburðurinn hækkaði um 150% milli ára. Hér var í rauninni um nýtt oliuáfall að ræða. Ríkissjóður greiddi hækkunina niður að hálfu — sem þýddi í raun, að verðlag á landbúnaðarafurðum var lækkað sem þessu nam. Sú hækkun, sem eftir stóð, gekk út í verðlagið, en bændur féllust á, að sú hækkun sem á þá kom kæmi í áföngum inn f verðlagið. Eru útflutningsupp- bætur réttlætanlegar? — Ef við snúum okkur að öðru, hvað námu útfiutningsuppbætur á land- búnaðarvörur háum fjárhæðum á sl. ári? — Rúmlega 900 milljónum króna, sem er um tvöföldun frá því, sem áður var. — Hver eru rökin fyrir því að verja svo mikiu af fjármunum skattgreiðenda til þéss að greiða niður verð á neyzlu annarra þjóða? — Bændastéttín hefur tekið á sig þá kvöð að sjá þjóðinni fyrir nægilegu ' magni af búvörum til neyzlu. Það er útilokað að miða framleiðslumagn búvara nákvæmlega við neyzluþörf ef umfram magn landbúnaðarvara er selt til útflutnings á lægfa verði en fram- loiðslukostnaðarverði, gengur ríkið í ábyrgð fyrir mismuninum. Ég hef látið taka saman yfirlit um þetta eins og kom fram á aðalfundi Stéttarsambandsins. Þau eru jafnmörg árin, sem þessi trygg- ing hefur verið fullnýtt, og hin, sem þess hefur ekki verið þörf. Á árunum 1965—1970 var 10% trygging fullnýtt og svo aftur á síðasta ári. — Hvað áttir þú við, þegar þú sagðir f ræðu þinni á aðalfundi Stéttarsam- bandsins að það þyrfti að taka þetta kerfi útflutningsuppbóta til endurskoð- unar? — í fyrsta lagi það, — eins og ég sagði í ræðu minni, — að öllum fjárveitingum til landbúnaðar eru takmörk sett, þeim mun meira fjármagn, sem fer í útflutn- ingsuppbætur, því minna fæst í annað. Auk þess lít ég svo á, að veilan í þessu kerfi sé sú, að þar sem tryggingin er fyrir hendi, sé ekki nægileg hvatning til staðar að ná sem beztum sölum erlendis á búvörum. Ég vil byggja þetta þannig upp, að bændur hafi sfna tekjutryggingu en að sölukerfið á erlendum mörkuðum verði hagnýtt út í yztu æsar, svo að ekki þurfi að grípa til tryggingarinnar nema að takmörkuðu leyti. — Hvert er næsta skrefið I þessari endurskoðun útflutningsuppbóta? Er unnið að einhverjum breytingum nú þegar? — Þetta hefur verið til meðferðar milli ráðuneytisins og Stéttarsambands- ins allt þetta ár. Það kom upp á sl. vetri, að nautakjöt hefði verið selt til útlanda fyrir mjög lágt verð. Ég hafði ekki hug- mynd um þetta og þótti slæmt, að til þess var gripið, þótt þeir, sem það gerðu, hafi ekki átt annarra kosta völ. Ég ræddi um það við forráðamenn Stéttarsambands sem yið fáum ekkert fyrir. 1 framhaldi af þessu var svo tekin ákvörðun um útsölu á nautakjöti sem staðið hefur yfir að undanförnu og það hefur nú selzt upp. Þetta var gert til þess, að islenzkir neytendur mættu njóta þess, sem af yrði að slá, og mér er ljóst, að framleiðendur taka á sig verulegt verðfall af þessum sökum, sem ég tel raunar að hafi verið þeim hagkvæmara en að liggja með óseldar birgðir. Ég er forystumönnum bænda mjög þakklátur fyrir að hafa tek- ið þessa ákvörðun. Síðan tel ég nauðsynlegt að halda áfram á þessari braut og koma nauta- kjötinu inn í niðurgreiðslukerfið. Það tel ég nauðsynlegt bæði vegna sölu og neyzluvenja fólksins í landinu. Þar við bætist að sölumöguleikar á dilkakjöti hafa batnað. Svíar munu kaupa 150 tonnum meira á næsta ári en þessu, tollfrjálst, og reiknað er með verðhækk- un á dilkakjöti á Norðurlöndum. Jafn- framt verður farið í söluherferð til Arabaríkjanna til þess að athuga möguleika á sölu dilkakjöts þangað. Það hefur dálítið verið kannað og talið ómaksins vert að athuga það betur, en sem kunnugt er, er lambakjöt ein aðal- fæða Araba. Þá hafa einnig farið fram viðræður við Rússa um sölu á nautakjöti til þeirra. Það verður sem sagt gert verulegt átak í því að selja landbúnaðarvörur, fyrst og fremst kjötvörur, en einnig mjólkurvör- ur, með hagkvæmari hætti en verið hefur. Allt miðar þetta að því að snúa vörn í sókn með það markmið í huga, að bændur haldi sínum kjörum og þjóð- félagið þurfi sem minnst að leggja þar til. Sem dærni um aukna hagkvæmni I útflutningi á búvörum má nefna osta- framleiðsluna. Fjölbreytni í framleiðslu mjólkurvara hefur aukizt mjög eins og kunnugt er. Þegar nýja mjólkurbúið á Akureyri tekur til starfa, mun það fyrst og fremst framleiða óðalsost, en verðlag á þeirri ostategund erlendis er nú tvöfalt hærra en á öðrum ostum, sem við framleiðum og nær líklega um 70% af kostnaðarverði. Er hægt að snúa dæminu við? — Rökstuðningur þinn fyrir út- flutningsuppbótunum er fyrst og fremst sá, landbúnaðarráðherra, að það sé ekki hægt að tryggja nægilegt magn búvara fyrir Islendinga án þess að stundum verði um umframframleiðslu að ræða og það sé óeðlilegt að bændur beri tjónið af þvf. En er ekki alveg eins hægt að snúa dæminu alveg við og stefna að því að landbúnaðurinn framleiði kannski 80—90% af neyzlumagni okkar á ári hverju en að afgangurinn verði fluttur inn? Þá losnum við alveg við þessi gífur- legu útgjöld af útflutningsuppbótum og fáum um leið samanburð við okkar eigin framleiðslu, sem þýðir samkeppni fyrir bændur og vinnslustöðvar og bætir væntanlega gæði framleiðslunnar. Hvað mælir á móti þessari stefnubreytingu? — Landbúnaðurinn hefur verið gjald- eyrisskapandi atvinnuvegur og jafnvel þótt við drögum frá þann gjaldeyri, sem hann sjálfur hefur notað og umreiknum mismuninn til tekna fyrir þjóðfélagið, nema þær tekjur meiri fjárhæðum fyrir rikissjóð í gegnum tolla og söluskatt en útflutningsuppbæturnar nema. Land- búnaðurinn skilar því meiri fjárhæðum en hann fær. Ef við snúum þessu dæmi alveg við, hættum útflutningi og þar með gjaldeyrisöflun, verðum við að nota gjaldeyri til þess að kaupa fyrir búvörur. Þjóðhagslega séð yrði sú stefnubreyting hreinn mfnus. Þess vegna tel ég réttu stefnuna vera þá að reyna að fá sem hagkvæmasta markaði fyrir umframsöl- una. En hér er á fleira að líta. Ef við t.d. drögum stórlega úr kjötframleiðslu, en það er jú fyrst og fremst kjötið, sem við þurfum að selja út, drögum við einnig stórlega úr ullarframleiðslu og gæru- framleiðslu. Um leið og það er gert, drögum við úr atvinnu, sem fólk hefur af iðnaði, sem vinnur úr þessum afurðum og við drögum úr gjaldeyrisöflun. Ég er sannfærður um, að þegar þetta dænú er gert upp í heild sinni, hefur þjóðin hag af því, þrátt fyrir allt, að selja nokkurt magn landbúnaðarvara til útlanda undir kostnaðarverði. En auk þess verðum við að hafa í huga þá áhættu, sem við tökum, að okkur kunni að vanta helztu neyzlu- vörur okkar á erfiðum tímum eins og t.d. ef til styrjaldar kæmi. Það skapaði Bret- um t.d. mikla erfiðleika, að þeir höfðu dregið stórlega úr landbúnaðarfram- leiðslu sinni, þegar styrjöldin skall á. Og yfirleitt ríkir vaxandi skilningur meðal þjóða á nauðsyn þess, að þær geti verið sjálfum sér nógar um framleiðslu á land- búnaðarafurðum. Ég legg áherzlu á, að við þurfum að finna leiðir sem hvetja til þess, að sölu- möguleikar verði hagnýttir út í yztu æs- ar og að ekki verði eingöngu byggt á útflutningstryggingunni. Ég vil ekki fara út f nánari skýringar á þessu stigi en tcl, að þessum málum sé hægt að koma betur fyrir en gert hefur verið. * Ahrif niðurgreiðslna á kjötframleiðslu — Þá skulum við vfkja að niður- greiðslunum, ráðherra. Þegar þær voru auknar stórlega á dilkakjöti vorið 1974 raskaðist mjög jafnvægið niilli ýmissa framleiðslugreina landbúnaðarins á þann veg, að það varð mjög óhagkvæmt fyrir neytendur að kaupa nautakjöt, svfnakjöt og jafnvel kjúklinga. Er nokkurt vit í þvf, að rfkið stuðli raun- verulega að því að draga úr fjölbreytni f matvælaframlciðslu og kippi fótunum með þessum hætti undan framleiðslu- greinum, sem menn hafa verið að byggja upp? — Ég hef margsinnis látið i ljós þá skoðun, að niðurgreiðslur eigi rétt á sér, en að takmörkuðu leyti. Ég tel heilbrigð- ast að greiða niður kostnaðinn, sem skapast milli framleiðandans og neyt- andans. Það er t.d. fáránlegt eins og cr í dag að taki bóndinn mjólk úr fjósi sinu inn í hús, kaupir hann hana dýrara verði en út úr búð. Þetta er ekki heilbrigt. Hins vegar hefur þurft að gera þetta til þess að lenda ekki í 'öðru verra. Búvör- urnar hafa orðið verZlunarvara í kaup- gjaldsmálum. Ástæðan fyrir því, að valin hefur verið sú leið að greiða dilkakjöt svo mjög niður fremur en nautakjöt, er einfaldlega sú, að það er hægt að greiða niður 3 kíló af dilkakjöti fyrir sama verð og 1 kíló af nautakjöti. Þessar tvær kjöt- tegundir vega svo misjafnlega þungt í vísitölunni. Ef við færum þarna á milli, verðum við að hækka dilkakjötið i verði og lækka nautakjölið. — En hvað verður þá um svínakjöts- framlciðsluna og alifuglana? — Þessar framleiðsluvörur eru ekki háðar verðlagsákvæðum 6 rnanna nefnd- ar eins og nautakjöt og dilkakjöt. Fram- leiðcndur geta því ráðið verðinu á svfna og alifuglakjöti. Hins vegar verða til færslur milli nautakjöts og dilkakjöts þessum framleiðslugreinum í hag. Ég tek undir_það, að svo stórfelldar niðurgreiðslur eru varasamar, en ég lít ekki á þær sem landbúnaðarmál, heldur kjaramál. Bændur hafa ekki minni áhyggjur af þessum háu niðurgreiðslum en aðrir svo sem vonlegt er. Meðalbúin hagkvæmust — Bænduni hefur fækkað verulega á undanförnum árum og vfða hafa jarðir farið f eyði og þá verið nýttar af öðruni. Fólk í sveitum hættir búskap og tekur að sinna öðrum störfum. Jafnframt sjáum við skjóta upp kollinum tilraunum til stórbúskapar a.m.k. á okkar mælikvarða. Hvernig verður þróunin f landbúnaðin- um að þessu leyti á næstu árum að þínum dómi? — Það er rétt, að bændum hefur fækkað. Þáttur í því er aukin véltækni. Það er hægt að framleiða meira en áður var með miklu færra fólki. Sums staðar voru jarðir það Iitlar, að það var nauð- synlegt að þær leggðust í eyði. Min skoð- un cr sú, að mcðalbúið sé farsælasti búskaparmátinn, meðalbúin gefi í raun og veru beztar tekjur. Ég er mótfallinn þvf, að búin verði það stór, að bændur verði vinnuþrælar. Og það þarf að stækka búin mikið til þess að þau geti staðið undir vinnufólki. Ég hef ekki trú á slíkum búskap. Bezta fofmið að mínum dómi eru félagsbú, þar sem 2—3 starfa saman. Þar má ncfna bú eins og Nes f Reykholtsdal, Skeljabrekku í Andakfl, Skálpastaði í Lundareykjadal og Norð- tungu og Arnbjargarlæk í Þverárhlíð. Á þessum búum hafa feðgar eða bræður tekið höndum saman og það gefst vel. Þá eru menn ekki eins bundnir og geta tekið sér sumarfrí og notið annars þcss, sem kaupstaðarfólk telur sjálfsagt. Ég tók eftir því t.d. f viðtalinu f Frjálsri verzlun við Hauk í Svein- bjarnargerði, að hann telur ekki heppi- legt að fara út f stórbúskap, en hann er líklcga einn stærsti bóndi á landinu. Ég held að það vcrði ekki gert nema í formi félagsbúskapar. En búin hafa stækkað. Bústærðin nú og þegar ég bjó er allt önnur. Ég taldi mig kominn í röð stærri bænda, en það væri ég ekki í dag miðað við þá bústærð, sem ég þá hafði. Það er rétt að sums staðar hefur fólk í sveitum hætt búskap en á heimili sitt áfram á jörðum sínum og stundar aðra atvinnu. Ég held, að þetta sé mikils virði fyrir sveitirnar. Það hættulegasta er að fólk- inu fækki. Þá er fótunum um leið kippt undan margvíslegum félagslegum sam- skiptum. T.d. í Rcykholtsdal er margt fólk, sem ekki stundar búskap. Bæði þar og annars staðar hefur jafnan verið blómleg byggð og mikið félagslíf. Það mundi skapa óskaplega erfiðleika, ef margar jarðir færu í eyði, t.d. í sambandi við sauðfjárrækt. Göngur og smalamennska yrðu ákaflega erfiðar. Að mörgu er að hyggja í þessum efnum. Hugmyndin um að hægt væri að sinna landbúnaðarframleiðslunni á nokkrum stórbúum er forkastanleg. Mér finnst unga fólkið vera að sækja meira í land- búnaðinn en það gerði um skeið. Þar eru myndarlcgust búin, þar scm ungu ntenn- irnir eru í fylkingarbrjósti. Mér sýnist sækja allsæmilega í þessum cfnum. — Margir sjá auð I annars garði og telja afkomu bænda betri en kaupstaðai- fólks. Hvernig er afkoma þeirra f saman- burði við svonefndra viðmiðunarstéttir, sjómenn, verkamenn og iðnaðarmenn? — Skv. ölium skýrslum er afkoma bænda ekki cins góð og þessara stétta. En þegar tckið cr meðaltal, fcllur kannski enginn undir meðaltalið. Af- korna bænda er nær viðmiðunarmarkinu nú en verið hefur um skeið. Hitt er alveg eins hjá bændum eins og öðrum stéttum, að sumir komast vel af og aðrir ekki. En þarna kemur vinnutími o.fl. tili En ég vona, að f heild sé afkoma bænda þokka- leg. Það er fleira, sem hefur áhrif á Framhald á bls. 28

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.