Morgunblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 20
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUK 9. SEPTEMBER 1975 Rætt við Halldór Framhald af bls. 25 afkomu bænda en kjörin ein, og á það raunar einnig við um viðmiðunarstétt- irnar. Á þessu ári t.d. verður afkoma bænda á sunnan- og vestanverðu landinu verri en verið hefur vegna óþurrkanna. Engum þarf að koma á óvart þótt bændur snúist til varnar — Að undanförnu hafa farið fram all- miklar umræður um landbúnaðarmál. Formanni Stéttarsambands bænda hefur bersýnilega ekki hugnast þcssar umræður og hefur í hótunum um stjórnarslit, verði þeim ekki hætt a.m.k. f þeim tóntegundum, sem þær hafa farið fram. Hver er skoðun þfn, landbúnaðar- ráðherra, á svona viðleitni til þess að hefta frjálsar umræður um Iand- búnaðarmál. Er þetta bændastéttinni f hag? — Ég tel að því sé eins farið með bændur og aðrar stéttir, að það er ekkert nema gott um það að segja að málefni þeirra séu rædd. Það er verst fyrir stjórnmálamanninn, ef ekkert er talað um hann. Hitt er svo annað mál, hvernig umræður af þessu tagi fara fram. Það er að sjálfsögðu mál þeirra, sem fyrir þeim standa, eins og það er stjórnmálamann- anna að ákveða hvernig þeir svara fyrir sig. Ég tel það hins vegar ekki óeðlilegt, að bændastéttin telji nærri sér höggvið, þegar rætt er um að leggja stéttina niður og ráðstafa henni í önnur störf. Slíkar umræður eru leiðinlegar, en þær eru á kostnað þeirra, sem að þeim standa. Eng- um þarf að koma á óvart, þótt bændur hafi snúizt til varnar og ekki óeðlilegt, að það væri gert á aðalfundi Stéttarsam- bands bænda. Þar verða fyrirsvarsmenn bænda að standa fyrir sínu máli. Það er svo alltaf matsatriði hvernig á að svara fyrir sig. Sumum bændum fannst rétt að svara í sömu mynt. Hins vegar er það mitt mat, að það sé síður en svo, að þessar umræður hafi skaðað bændastétt- ina, enda hafi þær verið alltof öfgafullar til þess. Ekki bankastjóri — Og að lokum ein persónuleg spurning, landbúnaðarráðherra. Al- mannarómur segir að þú hyggist Iáta af ráðherraembætti og gerast bankastjóri við Búnaðarbankann. Hvað er hæft f þessu? — Það er ekkert hæft f þessum orð- rómi. Ég hef hugsað mér að halda áfram f ríkisstjórninni, ef ég hef fylgi til þess. Ef það bregzt tekur annað við, en eitt er víst, að ég ætla ekki að gera sjálfan mig að bankastjóra. Meðan ég nýt trausts þess fólks, sem hefur sýnt mér trúnað, mun ég starfa í þess þágu eins og ég hef getu til, enda á ég mörg verkefni óleyst, sem ég ætla mér að koma i framkvæmd, á meðan ég starfa að stjórnmálum. StG. USIÐ GRETTISGÖTU 46 • REYKJAVÍK • SÍMI 25560. stórútsala ¥ J * Komið — Þá kom ... Framhald af bls. 2 son, var á sama hóteli og gat ég ekki náð sambandi við hann, þar sem enginn svaraði er ég hringdi. Þá hringdi til mín Niels P. Sigurðsson, sendiherra og virtist þá vera einhver síma- varzla á hótelinu. Ég sagði hon- um, að ég næði ekki í Helga og hvers kyns væri. Rétt á eftir hringdi svo Helgi — hann hafði komizt út rétt áður en sprengju- tilkynningin kom, en komst ekki inn aftur. Hafði hann svo komizt í síma og hringdi til mfn. Þetta ástand varði talsvert lengi og hafði ekki létt, þegar ég fór. Ég sá að ég var að missa af flugvélinni heim og þá kom Islendingurinn upp í mér, svo að ég tók töskurnar mínar og skildi Portúgalana og Spánverj- ana eftir á herberginu mínu. Labbaði ég niður alla stiga og þóttist ekkert skilja, þegar öryggisverðirnir töluðu við mig. Ég talaði bara íslenzku æddi niður og út. Húsið var allt mannlaust, þegar ég kom niður, en þegar ég kom með töskurnar út úr hótelinu tók á móti mér mikill fjöldi blaðaljósmyndara, sem tóku myndir af mér, þegar ég birtist í dyrunum. Allt hverfið þarna í kring var mannlaust. Þegar við svo kom- um út á flugvöll, hringdi ég til baka til þess að fregna hvernig þetta hefði gengið. Var mér þá sagt að hættan væri liðin hjá og sprengjutilkynningin myndi hafa verið gabb. Fyrsta tilkynn- ingin mun hafa verið um sprengju í Park Lane-hótelinu sjálfu, en sfðan um að hún væri í nágrenninu. Því var hættusvæðið stækkað." — Stálvík Framhald af bls. 5 ar til muna og vinnuaðstaða bætist. Skipið sem nú er verið að smíða fyrir Súgfirðinga verður fyrsta skipið sem smíðað verður með nýja kerfinu og fæst við þá smíði góð reynsla og með næstu skipum ætti kerfið að njóta sín til fullnustu. Afgreiðslutími hins nýja skips er 15 mánuðir. Kom fram hjá Jóni Sveinssyni að góðar horfur eru á viðunandi verkefnum á næstunni fyrir Stálvík hf. — Offramleiðsla Framhald af bls. 15 leysi húsbyggjanda af hólmi með eftirlit með verkinu, er það algjör misskilningur. Húsbyggjendum er meira en svo annt um hús sitt að þeir fylgist ekki með því sem þar er að gerast fyrir utan það að húsbyggjandi vinnur yfirleitt svo og svo mikið sjálfur við sitt hús og sparar sér þar oft stórfé og á það jafnt við um byggingarfélög ein- staklinga. I umræddri grein er réttilega bent á þær miklu sveiflur s'em tiðkast í byggingar- iðnaði og skaðsemi þeirra og ætla ég ekki að fjölyrða um það mál, svo augljóst sem það er. Um ákvæðistaxta er það að segja að nærri stöðugt er unnið að endur- bótum og samræmingu vegna þróunar I byggingariðnaði og er næsta furðulegt að menn skuli undra þó að vissir dugnaðarmenn og hamhleypur fagmanna skuli ná háu tímakaupi og þá venjulega á kostnað heilsu sinnar og líkam- legrar endingar. Væri skatta- greiðslum landsmanna vafalaust betur komið ef embættismenn ynnu eftir bónuskerfi þar sem því verður við komið, en það er býsna víða. Bent er á í skýrslunni að þörf sé á að flytja allt nám iðnaðarmanna inn f iðnskóla. Ég sem meistari myndi nú ekki fela slíkum iðnskólalærðum iðnsveini vandasamt verk að vinna, eða hvað halda þessir menn að yrði upp á teningnum ef fólk yrði sett inn á skólabekk og þvf kennt þar að aka bifreify taka þar próf og sfðan sagt að nú megi það stfga upp í sinn bíl og aka af stað án þess að hafa fengið nokkurn tima í akstri á götum og vegum. Bezta námið sem iðnnemi getur fengið er undir handleiðslu meistara og sveina, með fjölhæfa og langa starfsreynslu að baki. Sturla Einarsson, húsgagna- og byggingameistari. — Vörusýningin Framhald af bls. 3 einhver nærstaddur hefði orðið fyrir því að verða kennt um verkið jafnvel þótt saklaus væri. Því er við að bæta, að hlutirn- ir fundust f rúminu um miðbik sýningarinnar en sýningar- stjórn þorði ekki að skýra frá þessu fyrr en nú, af ótta við að fleiri freistuðust til að gera slíkt hið sama. — Kúfiskur Framhald af bls. 3 um sjávarútvegi á komandi árum. Leiðangursstjóri í þessum leiðangri er Ingvar Hallgrimsson fiskifræðingur." Morgunblaðið hafði siðan samband við annan leiðangurs- stjóra fararinnar, Hrafnkel Eiríksson. Hann sagði, að við gætum auðsjáanlega veitt mikið af kúfiski á næstu árum. Vanda- málið yrði fyrst og fremst hve mikið við gætum selt. Kúfiskinn væri að finna víðsvegar kringum landið i miklu magni og þeir á Dröfn hefðu aðeins borið niður á einstaka stað. Aðeins væri búið að þrautkanna eitt svæði f Faxaflóa og þar mætti veiða mörg þúsund tonn. Að sögn Hrafnkels neyta Bandaríkjamenn mikils kúfisks, en þar til á síðustu árum hafa þeir veitt aðrar tegundir en fást hér við land. Nú hafa þeir hins vegar hafið veiðar á sams konar kúfiski og er við íslandsstrendur, en ekki væri vitað hvað hátt verð væri hægt að fá fyrir fiskinn vestra. Þá var Hrafnkeil spurður að því, hvort einhver niðurstaða væri komin á kalkþörunga- rannsóknirnar í Arnarfirði. Hann sagði, að þær rannsóknir hefðu átt sér stað í sl. viku, en áður en ákvörðun um nýtingu þörung- anna yrði tekin, þyrftu að koma til setlagamælingar. Athuga þyrfti hvort nýting á þörungun- um gerði einhvern usla f lífríki sjávar eins og t.d. hjá hörpudiski. Kalkþörunga mætti finna nokkuð víða eins og t.d. í innanverðu Isa- fjarðardjúpi og í Húnaflóa. Ölafur Jónsson aðstoðarfram- kvæmdastjóri sjávarafurðadeild- ar S.I.S., sagði, að fyrir tveimur árum hefði verið gerð tilraun til að selja kúfisk á mismunandi vinnslustigi til Bandarfkjanna, en verðið, sem hefði fengizt, hefði verið alltof Iágt til að standa und- ir veiðum og vinnslu. jWorgtmþloþih nucivsmcnR íg,</-*22480 ANTIQUE Sófasett í sérflokki, 1. sófi og 4 stólar ca 1 840— 1 860 til sölu. Tilboð óskast. Uppl. í Listaskemmunni, Bankastræti 7A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.