Morgunblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1975 Framleiðni aukin í skipasmíðum 5 Stjórnarmenn I Stálvfk hf., forstjóri og ýmsir aðrir starfsmenn standa á skipshlutum sem smiðaðir hafa verið skv. nýju framleiðslukerfi fyrirtækisins. Nýtt skipulag smíðanna 1 Stálvík I SÍÐUSTU viku var lagður kjölur að nýjum skuttogara hjá skipasmlðastöðinni Stálvfk hf. I Garðahreppi, þriðja skuttogar- anum sem fyrirtækið smfðar. Þetta skip sem smíðað er fyrir Hlaðsvík hf. í Súgandafirði, er fyrsta skipið sem smiðað er samkvæmt nýju kerfi og með breyttum starfsháttum, sem nú er verið að innleiða í íslenzkum skipasmíðaiðnaði, en hafa lengi tíðkazt með öðrum þjóðum. Verið er einnig að innleiða þetta smíðakerfi hjá Slippstöð- inni hf. á Akureyri og Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi. Aðalatriðin í nýja kerfinu eru eftirfarandi: 1. Skipinu er skipt niður í ákveðna byggingarhluta. 2. Hver hluti er teiknaður út af fyrir sig, eins og hann snýr, að smiðnum, meðan á smiðinni stendur. 3. A hverri teikningu er vinnulýsing, suðumálsetning og suðuröð. 4. Hverjum hluta fylgir net- mynd yfir samsetningarröð hlutans. 5. Nákvæmur efnislisti fylgir hverjum hluta. 6. Vissir hlutar eru byggðir á nálaplani (sveigfeldir). 7. Einhliða rafsuðu með keramikskífu-undirlagi er verið að æfa. 8. Útbúin er ákveðin net- mynd yfir samsetningu hlutanna í braut. Frá árinu 1970 hefur verið unnið að ýmsum umbótum og hagræðingu í skipasmíðaiðnaði hérlendis með samstarfi Iðn- þróunarstofnunar fslands og Félags dráttarbrauta og skipa- smiðja. I sumar undirritaði Sveinn Björnsson forstjóri f.h. Iðnþróunarstofnunarinnar samning við Svejsecenuaien f Kaupmannahöfn um tækni- aðstoð við íslenzkan skipa- smíðaiðnað og hefur það fyrir- tæki verið ráðgefandi um kerfisbreytinguna. Skipaskoð- un ríkisins og Rannsóknastofn- un iðnaðarins hafa einnig átt aðild að þessu samstarfi. Kostnaður vegna þessarar kerfisbreytingar hefur skipzt milli þriggja aðila. Iðnaðar- ráðuneytið og Norræni iðn- þróunarsjóðurinn hafa greitt % kostnaðar en skipasmfðastöðv- arnar sjálfar hafa greitt einn þriðja. Á blaðamannafundi sem for- svarsmenn Stálvfkur efndu til i síðustu viku kom fram að þeir eru mjög ánægðir með hið nýja framleiðslukerfi og telja það til mikilla bóta. Sömu viðhorf komu fram hjá öðrum starfs- mönnum stöðvarinnar. Jón Sveinsson forstjóri fyrirtækis- ins sagði m.a. að kerfið byði upp á nýja möguleika og meiri nýtni og yrði fyrirtækinu vonandi lyftistöng í framtíð- inni. Hann sagði að góður stuðningur yfirvalda hefði ráðið úrslitum um fram- kvæmd þessa máls og kvaðst hann vona að ekki drægi úr skilningi yfirvalda á þessu sviði, enda væri um langtíma- spárnað og aukna framleiðni að ræða. Sigurður Sveinbjörnsson, formaður stjórnar Stálvíkur, sagðist telja að með þessu nýja framleiðslukerfi væri stigið eitt stærsta framfarasporið I sögu fyrirtækisins. í sama streng tóku þeir Bolli Magnússon yfir- tæknifræðingur fyrirtækisins og Magnús Jósepsson sem er trúnaðarmaður starfsmanna á staðnum. Eftir framleiðslu- breytinguna komast fleiri menn að til að vinna við þau skip sem eru f smfðum og hægt verður að vinna við fleiri en eitt skip f einu. Einnig er aukið öryggi fólgið í breytingunni þar sem vinna á stillönsum minnk- Framhald á bls. 28 Séð ofan á kjölinn á nýjum skuttogara Súgfirðinga, sem verið er að smíða f Stálvfk hf. Geysisterkur krani sem sést t.v. á myndinni lyftir skipshlutunum á dráttarbrautina þar sem þeir eru soðnir saman. SÚPUKJÖT PR.KG Leyfilegt verð kr. 356 Tilboðsverð kr. Vals appelsínusafi, 2 Itr. 1 Leyfilegt verð kr. 676 Tilboðsverð kr. 196 ORA fiski- bollur, 1/1 dós Leyfilegt verð kr. 187 Tilboðs- verð kr. Grænar baunir, V2 dós Leyfilegt verð kr. 128 Tilboðs- verð kr. ^Orr, Mjöll Q-11 þvotta- efni, 3 kg. Leyfilegt verð kr. 620 Tilboðs- verð kr. Vióskiptakortaverö fyrir alla! Ih@@|keup llSK SKEIFUNN115

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.