Morgunblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1975 39 Sígrún Guðjónsdóttir með postulfnsmuni sfna, sem Bing & Gröndahl eru að senda á markaðinn. Bing & Gröndahl kynna nýja muni eftir Sigrúnu t SL. víku kynnti hið fræga postulfnsfyrirtæki Bing & Gröndahi á blaðamannafundi f Kaupmannahöfn nýja muni, sem verið er að setja á markað- inn. Meðal listamanna þeirra, sem þar áttu verk, var lslend- ingurinn Sigrún Guðjónsdóttir. Það vakti einkum athygli að hún hefur gert flfsamyndir, þar sem silkiprentað er á postuifn- ið, en sifka muni hefur Bing og Gröndahi aidrei fyrr haft f sinni framleiðslu. Frá Sigrúnu komu nú á markaðinn 3 flfsamyndir úr postulfni, sem síðan eru innrammaðar og hver mynd f þremur litum. t kynningunni eru þeir sagðir gerðir af auð- ugu ímyndunarafli og litagleði. Einnig á Sigrún, sem gengur undir listamannsnafninu Rúna, fjóra bakka f tveimur lita- útgáfum eða átta talsins. Og er myndum hennar lýst sem „fantasíufiskum f allrahanda- skálum“. Sigrún var sjálf úti og á blaðamannafundinum af þessu tilefni. Var þessi fslenzki listamaður kynntur á forsíðu í blaði, sem Bing & Gröndahl gefa út vegna útgáfu þessarar nýju framleiðslu, og einnig er grein um listamanninn inni í blaðiwu. Munirnir hafa verið í vinnslu í tvö og hálft ár, eða sfðan fyrir- tækið framleiddi fslenzku þjóð- hátíðarskiidina 1973 og fékk Sigrúnu til að gera tillögur að fleiri postulfnsmunum. Vann Sigrún hjá Bing & Gröndahl við gerð munanna í fyrrasumar og aftur nú í sumar. Fleiri myndir eftir hana eru í vinnslu og koma seinna á markaðinn. Sigrún er nýkomin heim og sagði, er Morgunblaðið hringdi til hennar, að sér hefði þótt ákaflega spennandi að fá að vinna og fylgjast með því sem verið er að gera i svo stórri verksmiðju, þar sem vinnu- brögð eru ærið ólfk vinnu lista- mannsins, Sém er einn við verk f vinnústofu sinni. Og einnig að fá tækifæri til að kynnast öðrum listamönnum í þessari grein. — Portúgal Framhald af bls. 1 Costa Gomcs, forseta, sem einnig er yfirmaður hersins, yfirmönn- um hinna þriggja greina herafl- ans og Otelo Saraiva de Carvalho, yfirmanni COPON- öryggissveitanna. Brot á þessu varða 10 daga útgáfubanni fyrir dagblöð og allt að 40 daga banni fyrir önnur blöð. Á meðan bylt- ingarráðið sat á fundi sfnum ræddi útnefndur forsætisráð- herra, Jose Pinheiro de Azevedo, við stjórnmálaflokkana um grundvöll fyrir stjórnarmyndun. Azevedo var sagður ræða nú við leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins og Alþýðudemókrata, sem sam- tals fengu % atkvæða i kosning- unum í apríl, um aukin ftök borgaralegra stjórnmálaflokka í stjórn landsins. Jafnaðarmenn hafa sett þau skilyrði fyrir stjórn- arþátttöku að tryggt verði rit- frelsi, og Republica, málgagn flokksins, sem kommúnfskir prentarar yfirtóku, og útvarps- stöð kaþólsku kirkjunnar, sem einnig var tekin herskildi af vinstri mönnum, verði aftur afhent fyrri eigendum. Hermdu heimildir, að jafnaðarmenn krefðust þriggja af um átta ráð- herraembættum óbreyttra borg- ara f nýju stjórninni. Þá var sagt að jafnaðarmenn legðu áherzlu á, að aðalkeppinautar þeirra, kommúnistar, tækju einnig þátt í nýju stjórninni, því þar væru þeir hættuminni en utan hennar. Ekki var vitað hver yrðu raunveruleg völd hinnar nýju stjórnar, og óljóst var einnig í kvöld hver yrði framtiðarskipan mála innan bylt- ingarráðsins, sem í situr 21 herforingi, eða hvert yrði vald- svið þess. — Bátarnir Framhald af bls. 40 yfirvöld hafa áhuga á því að laga þetta þá geta þau það.“ Helgi sagði að lokum, að sjó- menn hefðu það á tilfinning- unni að síldarútvegsnefnd hefði verið á ferðalögum er- lendis og gefið þar sfldina, svo lágt væri verðið sem bátunum væri skammtað. Sagði hann að gífurleg óánægja væri meðal sjómanna, sem margir væru langt að komnir til að stunda þessar veiðar. Sildin sem bátarnir hafa verið að fá er stór og væn, en hún hefur þó ekki náð þeirri stærð að komast í hæsta verðflokk, sem er síld stærri en 34 sentimetrar. Sfldin hefur mestöll farið f salt. — Sovézkt dufl Framhald af bls. 40 lengd og um 35 sm í þvermál. Pétur sagði að Landhelgisgæzl- an hefði síðan áformað að fara og sækja hlutinn, en ekki gefið til lendingar í Skjaldabjarnar- vík fyrr en 31. ágúst, er Árvak- ur fór og náði í hlutinn og kom með hann til Reykjavíkur hinn 2. september. Pálmi Hlöðversson, skip- herra, sprengjusérfræðingur Gæzlunnar, rannsakaði hlutinn fyrir Landhelgisgæzluna og var þá leitað aðstoðar varnarliðsins og var hleðslan tekin innan úr duflinu. Slíkar sprengjur ættu þó undir öllum venjulegum kringumstæðum að sprengja á þeim stað, þar sem þær finnast, þar sem þær eru taldar hættu- legar. Pálmi sagði i gær, að líklegast væri um merkjasprengju að ræða með magnesiumhleðslu. Hann kvað vanta framan á dufl- ið áhald, sem ekki er vitað hvað var, en yfirleitt eru mjög fá eintök af þessum sprengjum til eða hafa rekið á fjörur vestan járntjalds. Af áletrunum er 1 'óst að tækið er sovézkt og gæti Ven'ð smíðað í október 1971, því að m.a. eru á því tölustafirnir 10 71. Merkjasprengja sem bessi logar í um 20 mínútur og flýtur á sjó. Brennur hún með skærum loga og miklum reyk. Er því talið að um sé að ræða sovézkt neyðardufl, en ekki er kunnugt um að sovézkur kaf- bátur hafi verið í nauðum staddur norður af tslandi. Hylkið utan um sprengjuna er sérstaklega styrkt með þver- böndum, sem bendir til þess að tækið sé sérstaklega smíðað til þess að þola mikinn þrýsting. Pálmi sagði að talið væri, að hylkið væri framleitt í fjölda- framleiðslu, en síðan væri unnt að fylla það með ýmislegu inni- haldi allt eftir því til hvers það ætti að nota. Væri t.d. unnt að búa úr því djúpsprengju, sem varpa mætti frá skipi eða flug- vél. — Báturinn Framhald af bls. 40 reka niður að undanförnu og hefur því mikil vinna farið til ónýtis auk þess sem einhverjar skemmdir hafa lfklega orðið á bátnum. Var f gær verið að kanna með hvaða hætti væri unnt að ná bátnum af hafs- botni. — Hóta að ... Framhald af bls. 1 herra Bandaríkjanna, um sam- komulagið fyrir nefnd fulltrúa- deildarinnar um alþjóðleg sam- skipti, og Ifkti hlutverki bandar- fsku tæknimannanna á Sinai við starf sveita S.Þ. Aðstoðarutanrfk- isráðherrann Joseph Sisco, fjall- aði um sáma mál fyrir utanrfkis- málanefnd öldungadeildarinnar, en Bandaríkjastjórn leggur nú allt kapp á að þingið samþykki samkomulagið. Á þinginu hefur ákvæðið um eftirlitssveit bandarisks tækniliðs mætt . nokkurri andstöðu, en samt er þess vænzt að samkomu- lagið verði samþykkt. Málgagn Palestínuskæruliða, PLO réðst í gær á þetta ákvæði, og sagði að vera Bandaríkjamanna á Sínai yrði nýtt skotmark fyrir hvern arabískan þjóðernissinna. Atriði þetta er að verða umdeildasta ákvæði samkomulagsins, en Yitzhak Rabin, forsætisráðherra Israels, sagði í sjónvarpsviðtali í dag, að án þessa atriðis væri vafa- samt að unnt yrði að halda sam- komulagið. Ismail Fahmi, egypzki utanríkisráðherrann, sagði f dag, að með samkomulaginu væri vís- vitandi verið að draga Bandarfkin meir inn í ástandið í Miðaustur- löndum sem sáttasemjara. Fagnaði Fahmi þessu mjög. I fyrrnefndu sjónvarpsviðtali réðst Rabin ennfremur á Sovétmenn fyrir að reyna að torvelda sátta- starfið í Miðausturlöndum. „Sovétríkin vilja aðeins leysa málin með styrjöld,“ sagði Rabin. — Jarðskjálftinn Framhald af bls. 1 og sótthreinsuðu vatni, en þeir sem drukkið höfðu vatn úr lindum borgarinn- ar voru bólusettir gegn kóleru. Lfkdaunninn fyllti borgina f dag, og gengið var að því með oddi og egg að sótthreinsa líkin sem lágu umhverfis rústirnar og vatnsbólið. Ætlunin er að allir borgarbúar verði bólusettir innan fárra daga. Fulltrúi Rauða krossins, sem kom á staðinn í dag, sagði að enn sem komið væri virtust björgun- araðgerðir tyrkneskra stjórn- valda vera nægjanlegar f Lice, en hann hefði ekki kynnzt ástandinu í öllum þorpunum. Þrjár ríkis- stjórnir — Vestur-Þýzkalands, Bretlands og Japans — hafa boðið fram verulega aðstoð við björgun- arstarfið, en brezka sendiráðið f Ankara sagði, að Tyrkir hefðu sagzt geta annazt það sjálfir. ÍLice segja fréttamenn að borgarbúar hafi verið uppstökkir og haft uppi kvartanir um að hjálparstarfið gengi of seint. Sums staðar hefði t mátt sjá stympingar milli hjálpar- starfsmanna og borgarbúa. Verið var að skipuleggja hópa borgara til að flýta fyrir hjálpar- starfinu, sem að miklu leyti hefur hvflt á hersveitum, en jafnframt verður hermönnum fjölgað. Mest kapp er lagt á að sjá öllum fyrir mat og svefnstað, en húsnæðis- vandinn tíl langframa er enn ó- leystur. Stjórnvöld sögðu í dag að lausn á honum, alla vega til bráða- birgða, yrði fundin áður en hinn nístíngskaldi vetur gengur í garð f Tyrklandi. Minni háttar jarðskjálftar fóru enn um skjálftasvæðið í dag, og er talið að þeir geti haldið áfram mánuðum saman. Skjálftinn á laugardag mældist 6,8 stiga á Richterkvarða. r — Iscargó Framhald af bls. 40 ur því aðeins greiddur af helm- ingi flutningskostnaðar. Var þá miðað við að vara kæmi í beinu flugi til landsins og væri tekin úr tolli innan 15 daga frá því hún kemur. Að sögn Höskulds þótti þetta ekki gefast vel og vera erfitt í framkvæmd og var sú breyting gerð 1971, að gert var að skilyrði að varan kæmi til landsins f reglu- bundnu áætlunarflugi samkvæmt tvfhliða loftferðasamningum. Þegar þessar reglur voru settar mótmælti samgönguráðuneytið þeim og vildi að reglur yrðu óbreyttar. Taldi ráðuneytið að fé- lög sem væru aðeins f vöruflutn- ingum sætu ekki við sama borð og farþegaflugfélögin tvö, sem síðar sameinuðust í Flugleiðir hf. Vöruflutningaflugfélögin skrif- uðu einnig ráðuneytinu bréf i sama dúr en erindum þar að lút- andi var synjað af hálfu fjármála- ráðuneytisins, að þvi er Höskuld- ur tjáði Mbl. Næst gerist það, að dýralæknar fara fram á það, að hrossaflutn- ingum með skipum verði hætt og hross þess í stað flutt út með flugvélum. Var samið um það við vöruflutningafélagið Iscargó, sem eitt var eftir af vöruflutningafé- lögunum, að það tæki að sér flutn- ingana. Jafnframt óskuðu hrossa- útflytjendur eftir því, að þeir yrðu styrktir af ríkinu vegna þess kostnaðarauka sem væri samfara flutningi hrossa með flugvélum. Lagði SlS m.a. til í bréfi til ráðu- neytisins að stýrkur til Iscargó yrði 180 þúsund krónur fyrir hverja ferð. Árið 1972 ákveður ráðuneytið að breyta ekki gildandi reglum, en samþykkir að styrkja Iscargó með 100 þúsund krónum úr rikis- sjóði fyrir hverja ferð til útlanda með íslenzkar útflutningsafurðir en þó ekki fleiri en 50 ferðir á ári. Hefur þetta verið óbreytt siðan, bæði fyrirkomulag og fjárupphæð og sagði Höskuldur Jónsson, að nærri léti að einn 100 þúsund króna reikningur bærist frá Iscargó á viku hverri og heildar- upphæð ár hvert væri því um 5 milljónir króna. „En þess ber að geta,“ sagði Höskuldur, „að reksturskostnaður flugvéla hefur nær fjórfaldazt frá því þetta var tekið upp, svo með tímanum hefur þessi styrkur rýrnað mjög.“ Fyrirkomulagið er því enn óbreytt, aðeins vörur fluttar með Flugleiðum hf i reglubundnu áætlunarflugi njóta þeirra kjara að einungis helmingur flutnings- gjalds er tollaður, en Iscargó fær í staðinn 5 milljónir úr ríkissjóði og hefur því væntanlega notað þær til að lækka flutningsgjöldin frá þvi sem þau hefðu annars verið. Höskuldur Jónsson vildi ekki einungis líta á þessa greiðslu sem styrk til Iscargó, heldur yrði einnig að líta á hana sem styrk til þeirra sem standa að útflutningi á íslenzkum framleiðsluvörum. Þegar Höskuldur var að því spurður, hvort einhverjar breyt- ingar væru fyrirhugaðar á þessu flókna kerfi svaraði hann því til, að ekkert slíkt hefði komið til umræðu. — Verð á lýsi Framhald af bls. 2 inn, verður hinn mikli vandi loðnuveiðanna og loðnuvinnsl- unnar torleystur. Til þess þarf miklu almennari skilning á efnahagsmálum en nú virðist vera hjá þjóðinni, þegar úr öllum áttum koma kröfur um meiri óarðbærar framkvæmdir, hærra káup, einkum hinna hæst launuðu og um meiri eyðslu. Nauðsyn er á því að tryggja, eftir því sem unnt er, rekstur framleiðslufyrirtækja, sem bera uppi þjóðarbúskapinn, en það tekst ekki með þvi að hlaða æ meiri byrgðum á fyrirtækin, sem flest eru þegar að sligast undir miklum taprekstri. Það er þjóðarnauðsyn, að skiln- ingur á þessum sannindum skap- ist fyrr en f ótíma. 6. sept. 1975. Sv. Ben.“ — Danmörk Framhald af bls. 1 að ef verðþróunin verður á annan veg, þannig að samkeppnishæfni atvinnuveganna versni, þá muni stjórnin og flokkarnir hefja við- ræður um leiðir til að hafa hemil á kostnaðaraukningu. Einnig eru frekari ákvæði i samkomulaginu um þróun efnahagsástandsins. Þetta samkomulag náðist eftir margra vikna samningaviðræður, sem lauk með miklum endaspretti kl. 5 i morgun. Svo virtist i fyrri viku sem Venstre myndi koma i veg fyrir að meirihlutasamkomu- lag næðist, og gaf þá Jörgensen f skyn að stjórnin myndi hugsan- lega segja af sér. Þetta „miðju- samkomulag“ sem nú hefur náðst, er það sem margir hafa talið skil- yrði fyrir traustu stjórnarfari i Danmörku við núverandi aðstæð- ur. Þetta er líka gömul hugmynd sem skotið hefur upp kollinum með vissu millibili siðan i síðari heimsstyrjöldinni. Nú virðist komið i ljós að þrátt fyrir mikla togstreitu undanfarið þá geta jafnaðarmenn og Venstreflokkur Poul Hartlings unnið saman. — Framkoma Framhald af bls. 2 enda annarra skóla. Þeir tóku fram að aðgerðir þeirra beindust fyrst og fremst að því að skólinn hæfi störf sem fyrst, og ætla nem- endur skólans að byrja að mæta samkvæmt stundaskrá á morgun, miðvikudag. Nemendur sögðust styðja kennara skólans, því þeir sætu ekki við sama borð og kenn- arar við Háskólann, þó að viður- kennt væri að Tækniskólinn starfaði á háskólastigi. Þá bentu nemendur á að af 60 kennurum skólans væru aðeins 10 fastráðnir en hinir stundakennarar og væru það menn sem kenndu ýmis sér- svið og erfitt væri fyrir skólann að keppa við vinnumarkaðinn um þessa starfskrafta, og vel gæti svo farið að þessir stundakennarar leituðu sér annarrar vinnu, ef ekki tækist að leysa þessa deilu fljótlega. Þess má að lokum geta að i kvöld verður haldinn aðalfundur Félags tækniskólákennara og má gera ráð fyrir að á honum verði fjallað um launadeilu kennar- anna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.