Morgunblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 36
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1975 21 » MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1975 „SIGUR” ÍSLENZKA LIÐSINS ISLENZKA landsliðið náði hvorki að sigra í Belgíu né Frakk- landi, en samt á það sinn „Sigur“. Er það Ásgeir Sigurvinsson, en þessi tvftugi atvinnumaður með Standard Liege gengur undir nafninu „Sigur“ f Belgíu. Mikið var skrifað um Ásgeir í frönsku og belgisku blöðin fyrir og eftir leikina og fékk hann jafnan mikið hrós og víða lofaður sem bezti knattspyrnumaður vallar- ins, ásamt Árna Stefánssyni markverði landsliðsins, en þessir tveir leikmenn eru yngstir fasta- manna landsliðsins. Ásgeir leysti Jóhannes Eðvalds- son af hólmi sem fyrirliði í Ieikn- um gegn Belgum og stóð hann sig með prýði í því hlutverki sem öðrum. Minnist undirritaður þess ekki að yngri knattspyrnumaður hafi verið skipaður fyrirliði landsliðsins. í skrifum eins blaðsins f Nantes eftir Ieikinn þar á miðvikudaginn var Ásgeir nefndur f sömu andránni og ýmsir hclztu snill- ingar knattspyrnuheimsins. Orð- rétt segir f skrifum blaðsins um Ásgeir á þessa Ieið: „Með númer 10 á bakinu hafa margir mestu snillingar knattspyrnunnar leikið. Við höfum séð Pele, Overath, Netzer, Van Himst, Riveira og fleiri. 1 gærkvöldi sá- um við Sigurvinsson.“ Hinn snjalli markvörður Belgfumanna, Christian Piot, sem leikið hefur 33 landsleiki fyrir Belga og m.a. verið valinn f heimslið í knattspyrnu, var fyrir- liði belgfska landsliðsins á laugardaginn. Piot leikur með Standard Liege og það voru því tveir leikmenn frá þvf félagi sem voru fyrirliðar liðanna, Piot fyrir Belga og Ásgeir fyrir island. Stuðningsmenn Standard voru fjölmargir á áhorfendapöllunum og fögnuðu þeir fyrirliðunum sfnum ákaft. Enda er það sjálf- sagt mjög sjaldgæft að leikmenn sama félags séu fyrirliðar lands- liðs tveggja ólíkra þjóða, sem auk þess mætast á heimavelli liðsins. Formaður Knattspyrnusam- bands Islands, Ellert Schram, lét þau orð falla að loknum leiknum á laugardaginn, að Ásgeir þyrfti tvö ár til að verða einn af þeim stærstu í evrópskri knattspyrnu. — Hann vantar enn nokkra reynslu, sagði Ellert, en hún kemur. Ásgeir hefur allt til að bera til að verða snillingur f fþróttinni, hann er vel byggður og einstaklega vel gerður að öllu leyti. Það er sjaldgæft að sjá svona tilburði hjá svo ungum knattspyrnumanni, sagði núver- andi formaður KSl. Forveri Ellerts f starfi, Albert Guðmundsson, lét þau orð falla eftir leikinn í Belgfu, að Ásgeir væri þegar orðinn mjög góður og hann hefði ásamt Árna Stefáns- syni verið einn bezti maður vallarins. Það væri gaman fyrir Island að geta teflt fram eins glæsilegum og snjöllum knatt- spyrnumanni. GRÉTAR Magnússon frá Kefla- vfk var einn þeirra leikmanna, sem valinn var til farar fslenzka landsliðsins til Frakklands, Belgíu og Rússlands. Enn sem komið er hefur Grétar aðeins vcrið sem „túristi“ f þessari ferð. Hann hefur ekki verið meðal varamannanna f leikjunum og setið alklæddur á varamanna- bekknum. Kemur þetta nokkuð á óvart, ekki aðeins vegna þess að Grétar hefur staðið sig ágætlega vel upp á síðkastið og baráttu- maður í góðri æfingu, eins og Grétar hefur sýnt sig vera undan- farið, er hverju Iiðið dýrmætur. Mistök! Það sýndi Grétar í Magdeburg í fyrra. Hafi landsliðsnefnd ekki ætlað sér að nota Grétar f þessum leikjum þá hefði hún að minnsta kosti getað séð sóma sinn f því að láta Grétar ekki sitja f borgara- legum klæðum báða lcikina. Auk Grétars var Karl Þórðar- son ekki f 16 manna hópnum í Belgfuleiknum. Varamenn í leiknum voru Þorsteinn Ólafsson, Jón Gunnlaugsson, Jón Alfreðs- son, Arni Sveinsson og Hörður Hilmarsson. Liðið sem lék var því skipað eftirtöldum leik- mönrtum: Árna Stefáns- syni, Ólafi Sigurvinssyni, Birni Lárussyni, Jóni Péturssyni, Marteini Geirssyni, Matthíasi Hallgrímssyni, Gísla Torfasyni, Ásgeiri Sigur- vinssyni, Guðgeir Leifs- syni, Teiti Þórðarsyni og Elmari Geirssyni. Árni Stefánsson slær knöttinn frá fslenzka markinu eftir hornspyrnu Belganna, Björn Lárusson stendur á marklfnunni. Erlend félög sýna áhuga og leikmennirnir eru tilbúnir ÁRANGUR landsliðsins hefur vakið mikla athygli á meginlandi Evrópu og ýmis atvinnumannalið- anna munu vera á höttunum eftir fslenzkum landsliðsmönnum. Ætti ekki að verða erfitt fyrir þau að krækja f landsliðsmenn okkar flesta ef þau á annað borð bjóða þeim mannsæmandi samninga, þvf flestir Icikmanna liðsins hafa mikinn áhuga á að komast f atvinnumennsku. Marteinn Geirsson er undir smjásjánni hjá þýzka liðinu Kiekers Offenbach og fylgdust menn með honum f báðum leikjunum. Eftir frammistöðu Marteins í Belgíuleiknum ætti þess ekki að verða langt að bfða að atvinnutilboðið kæmi, því Marteinn átti stólpaleik eins og flestir fslenzku leikmannanna. Enn hefur honum þó ekki verið gert formlegt tilboð. Árni Stefánsson markvörður úr Fram hefur staðið sig mjög vel f landsleikjunum í keppnisferð- inni til þessa og eftir leikinn í Belgíu munu þrjú lið hafa sýnt áhuga á að ræða við Árna um samning. Árni sagði að hann hefði að sjálfsögðu áhuga á að reyna fyrir sér f atvinnumennsk- unni. Hann myndi þó ekki flana að neinu, heldur athuga sinn gang og sjá til í rólegheitunum. Jón Pétursson hefur mikinn áhuga á að komast f atvinnu- mennsku og mun vera að svipast um eftir liði sem vantar traustan varnarmann. Teitur Þórðarson hefur lýst því yfir að hann hafi hug á atvinnumennskunnni og fleiri Ieikmenn eru volgir í þessum málum. Það ætti að skýrast á næstunni hvort fleiri fslenzkir landsliðsmenn fara utan til knattspyrnustarfa f haust. Fyrirliðar liðanna heilsast fyrir leikinn, Piot til vinstri, Asgeir til hægri, á milli þeirra er danski dómarinn Lund. Ásgeir og Piot leika báðir með Standard Liege. Hvað væri hægt að gera úr íslenzku áhugamönnunum? ÞAÐ var fyrir einu ári að Island ruglaði helztu spekúlanta knatt- spyrnuheimsins heldur betur f rfminu, er knattspyrnumennirnir okkar leyfðu sér að ná jafntefli við A-Þjóðverja í Magdeburg. Síðan hefur margt gerzt, mikið vatn runnið til sjávar og mikill sviti storknað á skrokkum fslenzku landsliðsmannanna. ís- lenzka Ifnan hefur nokkuð stöðugt verið á uppleið á lfnuriti knattspyrnunnar. Á laugardagskvöldið bættist enn ein skrautfjöðurin í hattinn, er landsliðið tapaði aðeins með einu marki fyrir Belgum og það á þeirra heimavelli. Áhuga- mennirnir frá eylandinu í norðri höfðu enn einu sinni komið á óvart, því að þótt leikurinn tap- aðist þá voru þeir sennilega ekki margir, sem í raunveruleikanum bjuggust við sigri. Eitt kunnasta knattspyrnutíma- rit Evrópu gerði þá úttekt á stöðu knattspyrnunnar í álfunni fyrir nokkru að Belgía, A-Þýzkaland og Sovétríkin ættu sterkustu liðum Evrópu á að skipa. Gegn þessum þjóðum þremur hefur Island leikið á velgengnistimanum und- anfarið. Árangurinn hefur verið jafntefli og sigur gegn A- Þjóðverjum, en hins vegar töp gegn Belgum og Sovétmönnum en markamunurinn er þó ekki mikill, þvi leikirnir hafa tapast 1:0 eða 2:0. Hvar stæði tsland á knatt- spyrnusviðinu ef íslenzkir knatt- spyrnumenn hefðu sambærilega aðstöðu og þessar þjóðir? Hvað gætu landsliðspiltarnir gert ef þeim væri boðið upp á frábæra knattspyrnuvelli, nudd- og lækningastofur, milljónir króná og fjöldann allan af aðstoðarfóíki og knattspyrnan væri þeirra lifi- brauð? Það er erfitt að svara þessari spurningu, því það er ein- hvern veginn svo fjarlægt að þetta muni nokkurn tíma getað gerzt hér á hólmanum. Eina svarið sem hægt er að gefa og vita að rétt er svarað er að við myndum standa okkur enn betur. Ef til vill væru Islendingar þá í röð allra fremstu knattspyrnuþjóða, — víst er að ekki vantar okkur efni- viðinn, þó að íslenzka þjóðin sé fámennári en knattspyrnu- iðkcndur f flestum öðrum löndum Evrópu. Ætli fólk geri sér grein fyrir því hve árangur landsliðsins í knattspyrnu undanfarið er glæsi- legur? Ætli fólk geri sér grein fyrir því að sú knattspyrna islenzku félagsliðanna, sem flest- ir blaðamenn (undirritaður ekki undanskilinn) hafa rakkað niður er grundvöllur að árangri lands- liðsins? Ætli fólk geri sér grein fyrir því hversu mikið hver ein- stakur leikmaður landsliðsins hefur þurft að leggja á sig, færa stórar fórnir til að þessi árangur næðist? En það eru ekki bara leik- mennirnir sem lagt hafa sitt að mörkum. Ekki má gleyma vinnu þjálfarans, landsliðsnefndar, stjórnar KSl og allra þeirra mörgu sem stutt hafa við bakið á íþróttinni. Vissulegá hefur frammistaða landsliðsins undan- farið ekki bara verið velgengni, ýmislegt héfur farið úrskeiðis, sem betur hefði mátt fara og verið gágnrýnt. Leikurinn i Frakklandi á miðvikudaginn var enginn glansleikur hjá lands- liðinu, neistann, sem kveikt hefur bálið, vantaði og uppstillingu Iiðs- ins var að ýmsu leyti ábótavant. En það hefði þó einhvern tfma þótt gott að tapa „aðeins" með þriggja marka mun fyrir Frökk- um. Hver veit nema íslenzka liðið fái skell i leiknum gegn Rússum annað kvöld? Það væri í sjálfu sér ekki óeðlílegt, andstæðingurinn er sterkur og leikur á heimavelli, liðsmenn Islands eru þreyttir orðnir eftir strangt ferðalag og í liðið vantar þá þrjá leikmenn sem hafa knattspyrnu sem atvinnu. Vonandi stendur landinn þó fyrir sínu í Rússaleiknum og stækkar enn þann punkt sem Is- land er orðinn á landakorti knatt- spyrnunnar. Það sem vel hefur verið gert ber að þakka og von- andi verður framhald á sifellt betri árangri landsliósins okkar, sem ekki gengur lengur til erfiðra leikja með tap í huga. -Aij „KÁHR VORU KARLAR” Hátt í hundrað íslenzkir áhorf- endur fylgdust með leik Islands og Belgíu á laugardaginn og þessi hópur gerði svo sannarlega sitt til að árangur liðsins mætti verða sem beztur. Allan tímann heyrð- ust hvatningarhróp mögnuð með hátala og íslenzkir slagarar voru sungnir af krafti. „Fyrr var oft i koti kátt“ og „Kátir voru karlar" hljómaði skemmtilega á glæsileg- um leikvanginum og á endanum gáfust belgískir áhorfendur upp á að hvetja sína menn og áhorfend- ur þó alls um 12000. Belgískur útvarpsmaður varð fyrir því óláni að lenda meðal stuðningsmanna íslenzka liðsins og átti hann i mestu erfiðleikunt með að koma lýsingu sinni til skila. Endirinn varð sá að hann gafst upp, tók sitt hafurtask og fann sér annan og betri stað til að stunda starf sitt. íslenzku leikmennirnir voru mjög þakklátir fyrir þennan stuðning, sem þeir fengu og sögðu Tap - en samt sigur ÞAÐ kom ekki á óvart, að íslenzka liðið skyldi tapa leiknum gegn Belg- um á laugardaginn, við því mátti búast og menn voru ánægðir með frammistöðu íslenzka liðsins. Úr- slitin tirðu 1:0 Belgunum í vil og markið sem þeir skoruðu var hálf- gert klaufamark. Þrátt fyrir tapið var leikurinn í heild sinni sigur fyrir íslenzka knattspyrnu. Leik- menn liðsins útfærðu leikaðferð þá sem þeim var uppálögð, frábærlega vel og leikurinn var „tæknilegur“ sigur tslendinganna. Þá var það ekki minni sigur, sem íslenzku leik- mennirnir unnu er þeir rifu sig upp eftir slæman dag í Nantes, þjöppuðu sér saman og sýndu sitt bezta þrátt fyrir vonbrigðin með Frakkaleikinn. Belgarnir voru mun meira með knöttinn f leiknum og sóttu af krafti. Var þeim gefið eftir svæði á köntunum og upp undir vfta- teig, en þar tók íslenzki klettaveggurinn við. Skyndisóknir átti íslenzka liðið svo allmargar og mjög hættulegar og átti landinn ekki síður hættuleg tækifæri en Belgarnir. Þeir áttu hins vegar góð langskot, sem annaðhvort strönduóu á varnarmönnum íslenzka liðsins eða þá í öruggum höndum hins snjalla íslenzka markvarðar. Belgísku leikmennirnir réðu yfir meiri tækni en íslenzka liðið og var það nokkuð sem ekki kom á óvart. íslendingarnir voru hins vegar mun sterkari I loftinu og gáfu aldrei eftir. Það var fyrst og fremst vinnslan og baráttan sem gaf íslenzka liðinu hin þægi- legu úrslit, en það er þó langt i frá að íslenzka liðið hafi leikið einhverja stórkarla- lega kíiattspyrnu. Reynt var að spila allan tímann, en ekki bara að sparka. Fyrstu mínútur leiksins sótti belgíska liðið mjög grimmt og ætluðu leikmenn þess greini- lega að gera út um leikinn á fyrstu mínútun- um. Er um stundarfjórðungur var liðinn vaknaði íslenzka liðið af drunganum og sótti mjög f sig veðrið. Héldu þeir sinu striki síðan út allan leikinn og létu Belgana ekki plata sig frá fyrirframákveðnu leikskipulagi. Strax á 2. mínútu leiksins átti Teugels skot í slá og síðan var skotið naumlega framhjá íslenzka markinu. 10 mínútum seinna átti Devrindt glæsilegt skot frá vítateig, en knött- urinn sleikti slána að ofanverðu. Eftir þessa orrahríð vöknuðu íslenzku leik- mennirnir af dvalanum og eitt tveggja beztu tækifæra leiksins átti Teitur Þórðarson á 16. mínutu og er raunar óskiljanlegt hvernig hann fór að því að misnota það tækifæri. Elmar hafði sótt upp hægri kantinn. Teitur var með knöttinn á markteig, en hitti knött- inn svo herfilega illa að i stað þess að fara í átt að markinu, skrúfaðist hann frá þvLLitlu síðar átti Gísli Torfason nett skot sem fór rétt yfir mark Belganna Næsta virkilega tækifærið — fyrir utan langskot Belganna, sem Árni sá um, kom á 42. mínútu leiksins og gaf það eina mark leiksins. Sótt var upp kantinn hægra megin og þeir Elmar og Ólafur misstu Devrindt fram hjá sér .Gaf hann vel fyrir markið og Lambert skallaði knöttinn laglega yfir Árna Stefánsson sem ekki hafði séð til Belgans og kallað að hann hefði knöttinn. íslenzka liðið stóð sig sæmilega í fyrri hálfleiknum og þau göt, sem Belgunum hafði tekizt að notfæra sér til að skapa hættu, var að mestu fyllt upp í í seinni hálfleiknum. Landinn lék þá mjög vel, — eiginlega betur en maður hélt að liðið gæti sýnt, engin áhætta var tekin, knötturinn sendur milli manna og farið rólega, því engin ástæða var til að sprengja sig á hlaupum. Litlu munaði þó að illa færi á fyrstu minútum hálfleiksins, er Björn Lárusson missti kantmanninn fram hjá sér. Gefið var fyrir markið og Marteinn missti knöttinn sömuleiðis yfir sig. Ólafi Sig- urvinssyni mistókst að klippa knöttinn aftur fyrir sig og það var aðeins snilli Árna Stefánssonar að þakka að skot Lamberts fór ekki innfyrir marklinuna. Fleiri tækifæri af stuttu færi áttu Belgarnir ekki í hálfleiknum, en hins vegar góð skot sem Arni varði meist- aralega. Litlu munaði að Elmar Geirsson skoraði á 19. minútu hálfleiksins, er hann og Matthías höfðu prjónað sig í gegn hægra megin og þegar allir bjuggust við sepdingu frá Elmari fyrir markið skaut hann að markinu. Piot hafði þó heppnina með sér og knötturinn fór í fætur hans, en þessi snjalli markvörður var kominn úr jafnvægi. ISLENZKI LANDSLIÐSHÓPURINN á hinum glæsilega leikvangi Standard Liege, en þar fór leikurinn fram á laugardaginn. Arni og Ásgeir beztir af öllum, en liðsheildin að baki árangrinum ÁRANGUR íslenzka landsliðsins i leiknum gegn Belgum var fyrst og síðast að þakka góðri frammistöðu liðsheildarinnar. Allir lögðu leik mennirnir sitt af mörkum og flestir náðu að sýna sitt bezta. Tveir leikmenn skáru sig þó nokkuð úr og voru með albeztu leikmönnum vallarins, þeir Árni Stefánsson og Ásgeir Sigurvinsson. Jón Pétursson og Marteinn Geirsson, Gisli Torfason og Matthías Hallgrimsson, og siðast en ekki sizt Elmar Geirsson sýndu i þessum leik að á góðum degi gefa þeir atvinnumönnunum ekkert eftir. Landsliðsnefndin hafði átt við ýmis vandamál að striða fyrir leikinn, veikindi og meiðsli höfðu hrjáð marga leikmennina, en með hjálp nuddara og lækna tókst að hressa upp á mannskapinn að allir voru þeir leikhæfir. Þær breytingar voru gerðar á liðsuppstillingunni að Gisli Torfason lék sem afturliggjandi tengiliður, Jón og Marteinn léku sem miðverðir og Björn Lárusson kom inn sem bakvörður. Elmar kom inn i liðið og Matthías var færður aftur i stöðu tengiliðar. Með þessum breytingum tók landsliðsnefndin mikla áhættu, en ekki verður annað sagt en tilraunin hafi tekizt vei. Jón og Marteinn unnu saman eins og þeir gera bezt með Fram. Gisli Torfason skilaði sinni stöðu með stakri prýði og hefur tæplega leikið betur i annan tíma með landsliði Var Gisli þó meiddur en lét engan bilbug á sér finna. Matthias stóð sig vel i sinni nýju stöðu, vann vel og skilaði knettinum vel frá sér. Elmar var ódrepandi i leiknum og þó hann hafi misst nokkuð af sínum mikla hraða, bætti hann það upp með þvi að vera sifellt á ferðinni og truflaði Belgana grimmt við uppbyggingu sóknar- lotanna. Það verður að segjast eins og er að frammi- staða Árna Stefánssonar í leikjunum báðum kom undirrituðum talsvert á óvart. Það var jú vitað að Árni gæti varið vel, það hefur hann margsýnt i leikjum sinum, en að hann gæti varið svona vel, nei þvi átti maður ekki von á. Hann hentist á milli stanganna og mörg skotanna sem hann varði meistaralega hefðu verið sögð óverjandi ef þau hefðu farið inn. Ásgeir Sigurvinsson er orðinn stórkostlegur leikmaður og það er glæsibragur yfir öllu sem hann gerir. Guðgeir Leifsson stóð sig vel i Frakk- landi, en i Belgiu var ekki sami kraftur i honum. Var hann með hálsbólgu og hita er leikurinn fór fram og hefur það eflaust komið niður á honum. Guðgeir lék þennan leik alls ekki illa, en hann getur bara svo miklu meira. Blaðamenn frá Charlesroi fylgdust með leiknum, en hjá sam- nefndu félagi leikur Guðgeir sem atvinnumaður. Voru þessir blaðamenn sérlega ánægðir með frammistöðu Guðgeirs og hrósuðu honum á hvert reipi er þeir ræddu við blaðamann Morgunblaðs- ins að leiknum loknum. Bakverðirnir Björn og Ólafur komust allvel frá leiknum. Björn greinilega æstur í upphafi leiksins og fór of oft á mikilli ferð á móti Belgunum, sem áttu þá ekki I erfiðleikum með að snúa sig fram hjá honum. í seinni hálfleiknum róaðist Björn og sótti sig með hverri minútunni sem leið. Ólafur lék þennan leik mun betur en leikinn i Frakklandi og þeir sem þá gagnrýndu réttilega val Ólafs í landsliðið urðu að viðurkenna að þessu sinni að i landsliðinu á Ólafur heima. Jón og Marteinn þekkja hvor annan mjög vel, enda hafa þeir leikið saman I mörg ár. Vissu þeir ævinlega hvað hinn ætlaði sér i þessum leik og það er ekki hvað sizt samvinnu þeirra að þakka hve vörninni tókst vel upp. Þeir fengu lika góða aðstoð frá öðrum leikmönnum og þá sérstaklega Gisla Torfasyni, sem virðist geta leikið hvaða stöðu sem er á vellinum. Teitur Þórðarson hefur verið nokkuð frá sinu bezta i leikjunum i ferðinni. Hefur hann lika átt við ofurefli að etja, þar sem islenzka liðið hefur meira hugsað um vörn en sókn og Teitur oft verið aleinn gegn fjórum varnarmönnum andstæðings- ins. Árni Sveinsson kom inn á sem varamaður i leiknum gegn Belgum fyrir Teit og var hann greinilega mjög taugaóstyrkur I fyrstu. Átti hann tvær sendingar út i bláinn til að byrja með. en sótti sig siðan. eftir leikinn að hann hefði verii þeim ómetanlegur. — Það litl sem heyrðist í áhorfendum var Islendingunum, sagði Jón Péturs son eftir Ieikinn, það var bar; eins og maður væri á heimavelli. Áhorfendur þeir sem hér un ræðir komu víðs vegar að. Fr Bclgíu og Þýzkalandi, Luxembur: og frá íslandi. Luxemburgarfólk ið var flest starfsfólk flugfélaj. anna þar, en þeir sem að heimai komu, höfðu tekið þátt í ill skipulagðri hópferð héðan á leil ina í Frakklandi og Belgíu. —áij.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.