Morgunblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1975 7 I-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------, Hagkvæmur orkubúskapur Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri flutti erindi um islenzkan orkubúskap á miðsvetrarf undi Sambands islenzkra raf- veitna i marzmánuði sl. Hann segir þar m.a.: ,,islendingar eru i hópi þeirra þjóða, sem eiga yfir að ráða orkulindum langt umfram þarfir sinar nú og um alllanga framtið. Með nýtingu þessara auðlinda ættu þeir því að geta búið hagkvæmari orkubúskap en flestar þjóðir aðrar, þegar til lengdar lætur. Hér er hinsvegar sá hængur á, að orkulindir okkar eru fábreyttar. og þær geta ekki á núverandi tæknistigi komið nema að litlu leyti í stað þeirrar influttu orku, einkum oliu, sem við nú þurfum að kaupa við svo háu verði. Eigi orkubúskapur okkar að komast i betra jafnvægi í framtiðinni, verðum við að gera hvort tveggja i senn, stuðla að notkun innlendrar orku i stað innfluttrar, þar sem það er hagkvæmt, en nýta jafnframt orkulindir okkar til iðnaðaruppbyggingar og gjaldeyrisöflunar i sem ríkustum mæli." Stefnumörkun Þvi næst fjallar Seðla- bankastjóri m.a. um þau markmið, sem að hans mati sé eðlilegt að stefna að á næsta 10 ára tíma- bili, þ.e.a.s á árunum 1975 til 1984. Hann segir orðrétt: „Þessi markmið eru: 1) Að sjá fyrir innlendri orku til þess að fullnægja væntanlegri aukningu i almennri raforkueftir- spurn alls staðar á landinu. 2) Að sjá fyrir innlendri orku til þess að leysa af hólmi innflutta orkugjafa, hvar sem það er hag- kvæmt. Hér er fyrst og Dr. Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri. fremst um það að ræða að fullnægja eftirspurn eftir raforku til húshitunar, þar sem hagkvæmar hita- veitur koma ekki til greina. Einnig er æskilegt að auka notkun raforku á öðrum sviðum, t.d. til gufuf ramleiðslu í iðnaði og til heyþurrkunar i sveitum. 3) Vinna þarf að því að auka stórlega öryggi landsmanna að þvi er varðar raforkuafhendingu með því að draga úr við- kvæmni kerfisins fyrir truflunum. Mikilvægt er i þessu skyni að tryggja öllum landsmönnum raf- I magn frá samtengdu | kerfi, sem hefur eðlilega i umframgetu i afli og 1 háspennulínum, en | tryggir jafnframt með | samkeyrslu sem bezta • nýtingu orkuframleiðslu- | getunnar. 4) Tryggja þarf næga • orkuframleiðslu til þess, I að hægt verði að halda ■ áfram þróun orkufreks ■ iðnaðar með hæfilegum I hraða, svo að hægt verði . að nýta orkulindir lands- ■ ins til gjaldeyrisöf lunar. I Með þessu móti yrði bæði . stefnt að betra jafnvægi i ■ orkubúskap landsins i I heild og aukinni fjöl- ■ breytni og meiri stöðug- • leika i útflutningstekjum I landsmanna. Uppbygging ■ orkukerfisins verði við ' það miðuð, að skilyrði I verði fyrir hendi til þess, ■ að næsti nýi áfanginn i ■ orkufrekum iðnaði geti I verið utan Suðvestur- . landsins, og þá væntan- * lega á Norðurlandi. 5) Vinna þarf á þessu ■ timabili að rannsóknum á • virkjunum, sem koma | eiga til framkvæmda á i næsta virkjunartimabili, 1 þar á meðal möguleika til | stórvirkjana á Austur- ■ landi." ___________________________) spurt & Hringið í síma 10100 milli ki. 10.30 og 11.30 frá mánudegi til föstudags og spyrjið um Lesendaþjónustu Morg- unblaðsins. __________________________. 1 síðasta þætti, sem birtist f blaðinu s.I. föstudag, mis- ritaðist orð í svari sjávarútvegs- ráðherra Matthfasar Bjarna- sonar, við spurningu um friðun fiskstofna á Þistilfirði. Þar sem sagt er að hér sé átt við neta- veiði átti að standa, að átt væri við nótaveiði. BRUNATRYGGING BÆTIR EKKI TEPPI Sólveig Guðjónsdóttir, Huldulandi 9, Reykjavfk spyr: „Af hvaða ástæðu greiða Húsatryggingar Reykjavíkur ekki tjón, sem verður á álímd- um teppum af völdum bruna, en '-fsamkvæmt skilningi tryggingarfélaga fylgja þau fasteigninni? Er það rétt að húseigendur utan Reykjavíkur geti valið sér tryggingarfélag? Er hægt að sértryggja álímd teppi? Ari Guðmundsson, forstöðu- maður Húsatryggingar Reykja- vfkur svarar tveimur fyrri lið- um spurningarinnar: „Húsatryggingar Reykjavík- ur hafa starfað frá 1. apríl 1954 eftir lögum nr. 25 1954 og al- mennum vátryggingarskilmál- um, sem borgarstjórn hefur samþykkt. Þau tryggingarfélög, sem önnuðust tryggingarnar áður en Húsatryggingarnar tóku við þeim, bættu ekki gólf- teppi. Húsatryggingarnar hafa fylgt sömu reglu og á það jafnt við um allar gerðir teppa, án tillits til þess hvernig þau eru fest á gólfin. Þess má að lokum geta að reglur fyrir Húsa- tryggingarnar eru í endurskoð- un. Húseigendur utan Reykja- víkur geta ekki valið um tryggingafélög, þegar um skyldutryggingu á fasteign er að ræða.“ Hafsteinn Hafsteinsson fram- kvæmdastjóri Sambands ísl. tryggingarfélaga svarar síðasta lið spurningarinnar: „Það er hægt að fá teppi sér- tryggð en varðandi þessa spurningu skal það tekið fram að skv. þeim upplýsingum, sem ég hef aflað mér bætir t.d. brunatrygging hjá Brunabóta- félagi Islands skemmdir á þeim tegundum teppa, sem koma í stað gólfdúks og eru límd á gólfin, en ekki teppi, sem eru negld á lista.“ HVERNIG ATTU ÞEIR AÐ KOMAST A ÁFANGASTAÐ? Jónfna Jónsdóttir, Safamýri 51, Reykjavfk, spyr: „1 siðasta mánuði fóru erlendis til að kynna sér fræðslu fjölfatlaðra barna tvær kennslukonur og voru þær styrktar til fararinnar af félagasamtökum. Þaer sóttu um ferðamannagjaldeyri eins og lög gera ráð fyrir, en fengu ekki að vita, hvað þær ættu að fá mikið fyrr en á föstudags- kvöldi, en áttu að fljúga utan á sunnudegi. Önnur kennslukon- an hafði ekki áður farið erlendis á árinu, en það hafði hin gert. Sú fyrrncfnda fékk aðeins helming ferðamanna- gjaldeyris, en sú siðarnefnda ekki eyri. Hvernig áttu þær að mati Gjaldeyrisdeildar bank- anna að komast á áfangastað? Ingólfur Örnólfsson skrif- stofustjóri Gjaldeyrisdeildar bankanna svarar: „Hér hefur skort upplýsingar eða um hefur verið að ræða misskilning, því að við höfum gert okkur far um að vera lið- legir, þegar fólk fer utan til að kynna sér eins bráðnauðsyn- lega hluti og hér er um að ræða. Ef ekki hefði verið um þennan misskilning að ræða, hefðum við örugglega gert það, sem við hefðum getað, innan vissra marka og tekið tillit til tíma- lengdar og kostnaðar við skóla- haldið.“ GJAFIR TOLLSKYLDAR Anna Marfa Aradóttir, Marargötu 4, Reykjavík, spyr: „Ég er ættuð frá Finnlandi og fer á nokkurra ára fresti til Finnlands ogheimsækiþá milli 15 og 20 fjölskyldur, sem eru ættingjar og vinir. Þarf ég að greiða toll af gjöfum s.s. fatnaði, sem mér eru gefnar í Finnlandi, ef verðmæti þeirra fer yfir 14.000.00 íslenzkar krónur?" Þorgeir Þorsteinsson lögreglustjóri á Keflavfkur- flugvelli svarar: „Heimilt er að fara með inn í landið notaðan og persónulegan fatnað án þess að greiða af hon- um toll, en ef fatnaður er ónotaður, skiptir ekki máli hvort hann er gjöf eða keyptur, fari verðmæti hans fram úr 14.000.00 krónum. Gerir reglu- gerðin ráð fyrir að greiddur sé tollur af umframverðmæti." KAUPBLAÐBURÐAR- BARNA HÆKKAR Sigrfður Gfsladóttir, Barma- hlfð 50, Reykjavfk, spyr: „Þótt dagblöðin hækki, hefur kaup fyrir blaðaútburð og inn- heimtu verið 35 kr. á blað síðan áskrift kostaði 360 krónur á mánuði, 1. októbcr 1973. Hvenær er þess að vænta að laun fyrir þessi störf hækki?“ Haraldur Sveinsson fram- kvæmdastjóri Morgunblaðsins svarar: „Þegar blaðið kostaði 360 krónur á mánuði voru meðal- laun barna við blaðaútburð og innheimtu 3635 krónur á mánuði. 1 sumar voru þessi laun 6006 krónur og nú í september hækka meðallaun fyrir útburð og innheimtu Morgunblaðsins í 8437 krónur á mánuði." "N Tann ENSKIR PEIMINGASKÁPAR eldtraustir — þjófheldir heimsþekkt framleiðsla. ___________A E. TH. MATHIESEN H.F. STRANDGÖTU 1—3, HAFNARFIROI. — SÍMI 51919. DALE CflBNEGIE Hverju geturðu tapað? Gerum ráð fyrir því að þú sért að hugsa um að taka þátt í DALE CARNEGIE NÁMSKEIÐINU — Hverju geturðu tapað? Nokkrum sjónvarpskvöldum, spilakvöldum eða saumaklúbbum. Kvíða við það, að standa upp og segja nokkur orð Vana þínum, að bíða með ákvarðanir. Þú vilt áreiðanlega tapa möguleikanum að vera „múraður inni núverandi launaflokki. FJÁRFESTING í MENNTUN GEFUR ÞÉR ARÐ ÆVI- LANGT. Innritun og upplýsingar í síma 82411 Stjórnunarskólinn KONRÁÐ ADOLPHSSON. tv. ISLENZKUR |. FATNAOUR INNKAUPA" STJÓRAR í dag er síðasti dagur kaupstefnu ÍSLENSKS FATNAÐAR að Kristalsal Hótel Loftleiða. Kaupstefnan er opin frá kl. 10:00 — 18:00. Tískusýning kl. 14:00. Missið ekki af ákjósanlegu tækifæri til að kynnast haust- og vetrartísku íslenskra fata- framleiðenda. Islenskur fatnaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.