Morgunblaðið - 09.09.1975, Síða 30

Morgunblaðið - 09.09.1975, Síða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1975 Spassky vill ganga að eiga franska stúlku Moskvu, Grenoble, 8. sept. AP, Reuter. Bosis Spassky fyrrum heims- meistari í skák hefur tilkynnt að hann hafi í hyggju að kvæn- ast 30 ára gamalíi franskri stúlku, Marinu Stcherbatcheff, sem er ritari í franska sendi- ráðinu ( Moskvu. Övissa ríkir um giftinguna vegna þess að sovézk yfirvöld hafa skipað stúlkunni að fara úr landi fyrir 30. september. Spassky skildi formlega við fyrrverandi eigin- konu sfna, Larissu, fyrir tveim- ur mánuðum, en hann og Mar- ina hafa búið saman f fbúð hennar f Moskvu frá þvf f janú- ar. Marina er frá borginni Alle- mont í Frakklandi sem er skammt frá Grenoble og em- bættismenn þar hafa skýrt frá því að giftingin sé fyrirhuguð 15. september nk. Áður höfðu sovézk yfirvöld sagt að hún færi fram 11. nóvember og Spassky hefur sagt að hann hafi ekki enn fengið svar við því frá þeim hvort hægt verði á flýta athöfninni. Boris Spassky og Larissa fyrrverandi kona hans f Reykjavfk meðan á heimsmeistarakeppninni 1972 stóð. Marina Stcherbatcheff átti skv. upphaflegum samningum að vinna við sendiráð Frakka í Moskvu fram á mitt ár 1977. Yfirmenn sendiráðsins hafa nú tilkynnt henni að hún verði nú að hætta 30. september þar sem hún eigi á hættu málssókn vegna bflslyss sem bifreið hennar lenti í á síðasta ári. Mar- ina var ekki í bílnum þegar slysið varð heldur hafði húrr lánað rússneskum kunningja sínum bflinn. Þegar málið var tekið fyrir hafði hún ekkert af því að segja, og sá sem ók bíln- um mætti fyrir rétti en ekki hún. Sovézka utanríkisráðu- neytið hefur nú tjáð sendiráð- inu að gangandi vegfarandi sem fyrir bílnum varð hafi í hyggju að höfða mál gegn Mar- inu og leita skaðabóta vegna meiðsla sem hann varð fyrir. 1 bréfi sinu til sovézkra yfir- valda vitnar Spassky f lokayfir- lýsingu öryggismálaráðstefnu Evrópu þar sem þjóðarleiðtog- ar Evrópu hétu því að reyna að gera fólki af óiíku þjóðerni auð- veldara fyrir með að ganga í hjónaband. Marina hefur sagzt mundu halda kyrru fyrir í Rússlandi þrátt fyrir uppsögn hennar. Bæði hún og Spassky eru sögð hafa áhyggjur af því að fari hún úr landi verði henni ekki heimilað að snúa aftur. Spassky hefur sagzt vilja búa í Rúss- Iandi með hinni nýju konu sinni og stunda áfram tafl- mennsku sem atvinnu, en hann hefur sem kunnugt er ekki átt upp á pallborðið hjá sovézkum skákyfirvöldum frá því að hann tapaði heimsmeistaratitlinum í skák til Bobby Fischers í Reykjavík 1972. Manson neitar aðild að tilræðinu við Ford Sacramento, Kaliforníu, 8sept. AP. CHARLES Manson, sem situr f ævilöngu fangelsi fyrir morðið á leikkonunni Sharon Tate, var um helgina yfirheyrður af banda- rfsku alrfkislögreglunni og spurð- ur um Lynette Fromme, sem nú situr f fangeisi sökuð um áform um að ráða Ford forseta af dög- um. Talsmaður lögreglunnar sagði, að Manson hefði neitað þvf að hafa átt nokkurn þátt f sam- særi um að ráða forsetann af dög- um og hefði neitað að svara öðr- um spurningum um málið. Yfir- heyrslan stóð yfir f l'A tfma og leiddi ekki til neinna nýrra upp- lýsinga að sögn talsmannsins. Bremner í ævilangt bann Glasgow 8. september — Reuter BILLY Bremmer, einn af fremstu knattspyrnumönnum heims, var f dag settur í ævilangt keppnis- bann hjá skozka landsliðinu, ásamt fjórum landsliðsmönnum öðrum. Skozka landsliðsnefndin komst að þessari niðurstöðu eftir tveggja tíma langan fund f dag. Ástæðan er framkoma knatt- spyrnumannanna á diskóteki í Kaupmannahöfn eftir landsleik- inn við Dani í Evrópukeppninni á miðvikudag, en þar sigruðu Skotar 1—0. Sjá nánar um mál þetta á íþróttasíðum blaðsins í dag. Lynette Fromme, 26 ára að aldri. Hún situr nú f fangelsi fyrir til- ræði við Ford Bandarfkjaforseta. Vinstri ráða á Canberra, 8. september. Reuter. HIN vinstri sinnaða FRETILIN hreyfing á eynni Tfmor, en hreyf- ing þessi hefur barizt fyrir al- gjöru sjálfstæði Austur-Tímor, sagði f dag, að hreyfingin hefði náð nýlendunni alveg á sitt vald eftir bardaga við aðrar frelsis- hreyfingar. Talsmaður hreyf- ingarinnar sagði við sama tæki- færi að hreyfingin hefði fallið frá meginkröfu sinni um að nýlend- an yrði sjálfstæð þegar f stað. sinnar Timor Portúgalir hafa ráðið yfir eynni f 490 ár. I tilkynningu FRETILIN sagði að hreyfingin vildi nú beita sér fyrir hægari breytingum í sjálf- stæðisátt. 1 tilkynningunni sagði að óþekktar sveitir hefðu komið til Austur-Tímor frá vesturhluta eyjarinnar, en honum ræður Indónesfa. Sagði að litið yrði á allar hersveitir sem inn í landið kæmu sem innrásarlið og þeim veitt mótspyrna í samræmi við það. Framleiðir Líbýa brátt atómvopn? Trípolí, Líbýu, 8. sept. AP. LlKUR benda til að Lfbýustjórn hafi lagt undir sig stórt landsvæði sem tilheyrir grannrfki landsins, lýðveldinu Chad, en á svæðinu er talið að finna megi mikið af úranfum. Ekki er vitað hvort um friðsam- legt afsal landsins var að ræða eða hvort Líbýumenn lögðu það undir sig með valdi svo lítið bar á, en frá þessu var skýrt stuttlega i frétt í málgagni stjórnarinnar í síðasta mánuði. Ekki hefur verið um þetta getið síðan í öðrum fjölmiðlum í landinu. Talið er að Líbýumenn hafi lagt áherzlu á að eignast land, þar sem hugsanlega væri að finna úraníum og stað- festir það orðróm sem á kreiki hefur verið þess efnis, að stjórn landsins hyggist reyna að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Frétt þessi var fyrst sögð á Vesturlönd- um í brezka blaðinu Sunday Times sl. sunnudag. Segir blaðið að stjórnir Sovétríkjanna og Argentínu hafi fallizt á að leið- beina Libýumönnum við beizlun kjarnorkunnar. Tékknesk tennisstúlka biðst hælis í USA Lynette Fromme hefur ákveðið, skv. upplýsingum vina hennar, að verja sig sjálf fyrir rétti, verði henni heimilað það. Manson bar fram sömu ósk við réttarhöld sin, en henni var hafnað. Ungfrú Fromme er nú í haldi í fangelsi í Sacramento og er hennar vand- lega gætt. Vinkona hennar og her- bergisfélagi, Sandra Good, hefur sagzt mundu reyna að fá að hitta hana í fangelsinu fljótlega og fá að vita hvað olli þvf að hún beindi hlaðinni skammbyssu að Ford for- seta. Sandra Good sagðist halda að orsökin hafi verið margþætt og verið að gerjast lengi. Hún hefði verið mjög vonsvikin og leið á ástandinu í landinu. Sandra Good sagði, að þær Lynette Fromme hefðu verið mjög samrýndar og „ekkert nema fangelsisveggirnir hefðu getað skilið okkur að“. Washington, 8. sept. Reuter, AP. TÉKKNESK tenniskona, Martina Navratilova, hefur beðizt hælis sem pólitískur flóttamaður í Bandaríkjunum og herma heim- ildir í Washington, að fallizt verði á ósk hennar. Stúlkan, sem er 18 ára, hefur að undanförnu dvalizt í Bandarikjunum og tekið þátt í tennismótum. Sagt var að hún hefði ekki í hyggju að fara i felur, heldur héldi hún áfram að leika tennis á meðan verið væri að fjalla um umsókn hennar í bandaríska dómsmálaráðuneyt- inu. Hún sagði fréttamönnum að ástæðan fyrir umsókn hennar væri ekki pólitísks eðlis heldur byggðist hún á þvf að hún hefði betri tækifæri til að stunda iþrótt sína i Bandaríkjunum en í heima- landi sinu. Hún sagðist ekki eiga von á því að fjölskylda hennar, sem býr skammt frá Prag, yrði fyrir neinum óþægindum vegna ákvörðunar hennar. Stjúpfaðir stúlkunnar sagði við fréttamann f dag að ákvörðun hennar hefði komið fjölskyldunni mjög á óvart og ylli sér miklum vonbrigðum Yfirvöld í Tékkóslóvakíu hafa ekkert látið frá sér fara um málið. Finnland: Sprenging þar sem kommúnistar funduðu He'sinki, 8. sept. AP. SPRENGJA sprakk á laugardags- kvöld skammt frá húsakynnum, þar sem kommúnistaflokkur Finnlands var að halda undirbún- ingsfund fyrir þingkosningarnar sem fram eiga að fara í landinu eftir tvær vikur. Engin meiðsli urðu á fólki, en um 100 manns Daily Mail: Rússar vilja stórfjölga starfsmönnum í Englandi voru á fundinum, sem haldinn var f Petajavesi um 280 kflómetra fyrir norðan Helsinki. Sprengjan hafði verið vafin í pappfr og gátu lögreglumenn lesið úr leifum hans viðvörun þess efnis, að þessi sprengja væri aðeins byrjunin á frekari sprengingum. Lögreglan er sögð líta á atvik þetta mjög alvarlegum augum vegna þessarar viðvörunar og leynilögreglan hefur tekið málið að sér. Ekki er vitað hver olli sprengingunni en formaður kommúnistaflokksins, Aarne Saaninen, sagði að þar hlytu ofstækisfullir hægri menn að hafa verið að verki. London, 8. september. AP, Reuter. SKRIFSTOFA Harold Wilsons forsætisráðherra Breta bar f dag eindregið tii baka frétt sem birt- ist f blaðinu Daily Mail þess efnis að ráðherrann hefði heimilað sovézka sendiráðinu f London að fjölga starfsliði sfnu um 25 manns og þar með gengið í ber- högg við öryggisráðgjafa sfna. Blaðið sagði einnig að Wilson hefði lofað Brezhnev flokksleið- toga þvf, þegar fundum þeirra bar sfðast saman, að taka til vin- samlegrar athugunar tilmæli R'ússa um að fá að opna skrifstofu f Aberdeen, sem er skammt frá þvf svæði sem á næstu árum verð- ur helzta olfuvinnslusvæði í Skot- landi. Árið 1971 var 105 sovézkum sendiráðsstarfsmönnum vísað úr landi í Bretlandi fyrir njósnir og hefur það verið stefna yfirvalda þár síðan að taka hart á meintum njósnum Sovétmanna. Daily Mail segir að Brezhnev hafi sagt Wilson að ekki verði hægt að upp- fylla viðskiptasamning ríkjanna, sem kveður á um viðskipti fyrir milljarð sterlingspunda, nema leyfi fáist til að fjölga sovézkum starfsmönnum í Bretlandi. Wilson hefur látið bera alla frétt blaðsins til baka og segir í yfir- lýsingu hans að engar óskir hafi borizt frá Sovétmönnum um auk- inn starfsmannafjölda í sendiráð- inu f London eða nýja skrifstofu í Aberdeen eða annars staðar í Bretlandi. N-írland: Vilja fulla hörku gegn öfgamönnum Belfast, 8. sept. Feuter. Stjórnmálaleiðtogar í röðum mötmælenda hafa lagt fastar að brezku stjórninni að afturkalla vopnahléið sem ríkjandi er að nafni til í landinu og héfja nýja herferð gegn leynisamtökum ka- þólskra, frska lýðveldishernum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.