Morgunblaðið - 14.09.1975, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.09.1975, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1975 31 ur - bara öðruvísi” legasta hef ég séð Gunnar örn Gunnarsson og Magnús Kjartans- son og eflaust eru nokkrir fleiri mjög efnilegir." „Þú ert sem sagt ekkert hræddur um framtíð islenzkrar myndlistar?“ „Ég held að þaðséengin hætta á að allt fari til fjandans. Myndlist- in er mikið fjölbreyttari núna en fyrir 10—15 árum, þó að ég þori ekkert að segja um gæðin. Það er heldur ekki hægt að gera neinn samanburð. Það er með ólíkind- um að við skulum hafa átt mynd- listamenn eins og Kjarval, Ás- grím og Jón sem samtíðamenn í ekki fjölmennara þjóðfélagi. Hvort við yngri mennirnir getum gert betur þori ég ekkert að segja um.“ Á Kjarvalsstöðum stendur yfir þriðja ljósmyndasýning klúbbsins Ljós, en þar sýna þrír félagar klúbbsins og einn gestur sem að þessu sinni er Mats Wibe Lund. Fyrst tókum við tali Pjetur Maack og spurðum hann hvort sýningar klúbbsins hefðu haft einhver örvandi áhrif á aðra ljósmyndara t.d. að halda sýningar. „Við vonuðumst til þess f upp- hafi,“ segir Pjetur" að þetta hefði áhrif, en sú varð ekki raunin. Við erum ekkert betri en aðrir ljós- myndarar. og það geta margir gert þetta. Það má segja um svona sýningar, að myndirnar eru oft ekki fullunnar fyrr en sýningin er ákveðin. Ég sé þvf enga ástæðu fyrir því að fleiri hafi ekki farið af stað með slíkar sýningar. Miðað við fólksfjölda eru færri sýningar hér en á Norðurlöndum. Það má kannski segja að þessi klúbbur hafi orðið til góðs að einu leyti, hann klofnaði og hinn helmingurinn er genginn f annan klúbb, sem mun sýna í Hamra- görðum í október" „Metur almenningur ljósmynd- ina sem list?„ „Núna á þriðju sýningu okkar hefur það runnið upp fyrir mér, að því betur sem við gerum og þroskumst, því meir fjarlægjumst við almenning. Almenningur hefur mjög gróna hugmynd um ljósmyndina. Það eru flestir sem álíta að falleg mynd eigi að vera af stað, sem þeir þekkja,Og menn segja, að enginn sé orðinn góður Ijósmyndari, fyrr en afmenningur viðurkennir hann. Sömu sögu er að segja með listmálara." „Nú eru þínar myndir byggðar upp á einni persónu, hvernig und- irtektir hefur þetta verkefni þitt fengið?" „Ég setti allar myndirnar upp sem sjálfstæðar, en ég verð að viðurkenna að ég hef ekki selt eina einustu mynd enn. Fólk Kristján Davíðsson við eitt verka sinna Jðhannes Jóhannesson virðir fyrir sér málverk á sýningunni í Norræna húsinu segir hreint og beintj ég set ekki bláókunnuga manneskju upp á vegg hjá mér.“ „Er ljósmyndunin list?“ „Þetta er frekar skreytingar- list, eins og Mats Wibe Lund vill kalla þetta. Svona sýningar skapa auðugra mannlíf, og ég held að það séu 150 ár þar til ljósmyndari fær listamannalaun. En þess má líka geta, að flestir skilja Ijós- myndina. Hingað kom gömul kona frá Hrafnistu um daginn og hún sagði: „Þetta er miklu skemmtilegra en málverka- sýningar. Ég veit hvað snýr upp og hvað niður á ljósmyndinni, en oft á tfðum ekki á málverkinu.” Mats Wibe Lund sýnir lita- stækkanir á ljósmyndasýning- unni, en Mats hefur fengizt við ljósmyndun í fjölda ára, og f upp- hafi segir hann, að ljósmyndun hafi tekið miklum framförum undanfarin ár, þó sérstaklega hvað snertir búnað og efni. „En ég held að sjálfur þyrfti ég bráðum að fara á upprifjunar- námskeið.“ „Eru ljósmyndarar orðnir betri en áður?“ „Tæknilegar framfarir ein- stakra ljósmyndara hafa ekki verið miklar, Ijósmyndarinn sér ekkert betur en áður. Betri mynd- ir skapast af betri búnaði." „Ertu að sýna einhverja list Framhald á bls. 37 ^ jazzBaixettækóLi búpu jozzbollett Skólinn tekurtil starfa 1 9. sept. 1 3 vikna námskeið. KENNT VERÐUR: JAZZBALLETT MODERN SHOW-DANSAB Kennari Bára Magnúsdóttir. NYJUNG LEIKLIST —TJÁNING Leiðbeinandi: Edda Þórarinsdóttir, leikkona. Upplýsingar og innritun í síma 83730. Ath. framhaldsnemendur hafi samband við skól- ann sem allra fyrst. □ jazzBaLLectsKóLi bópu Teg. 30. dökkbrúnu leðri, loðfóðraðir. Stærðir nr. 35—40. Verð kr. 6.580.— Stærðirnr. 41—46. Verð kr. 6.680.— Póstsendur Skóverzlun Pórðar Péturssonar V/AUSTURVÖLL, KIRKJUSTRÆTI 8, SÍMI 14181. TRAMPS Ný sending Teg. Trampsskór. í antik-brúnu leðri. Teg. 20. í antik-brúnu leðri loðfóðraðir Stærðir 36—41. Verð kr. 5.485.- Stærðir nr. 35—46. Verð kr. 4.595.— □ □ □ jazzóaiietteKdi Bóru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.