Morgunblaðið - 19.10.1975, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÖBER 1975
3
Eskifjörður:
Sprengja úr þýzkri hervél
látin liggja í reiðuleysi
Flugvélasprengjan þar sem
hún liggur f grjúturð á Völu-
hjalla.
ÞAÐ var á uppstigningardag í
maf árið 1941, að þýzk herflug-
vél fórst er hún rakst á Krossa-
nesfjall norðanvert í mynni
Reyðarfjarðar. Flugvélarflakið
hefur allt síðan legið á svo-
nefndum Vörðuhjalla og það
sem meira er f flakinu hefur
allan þennan tfma legið virk
sprengja. Ýmsir þar.um slóðir
hafa áhyggjur af sprengju
þessari en hefur ekki tekizt að
draga athygli yfirvalda að hætt-
unni sem þvf er samfara að láta
sprengjuna liggja þarna f
reiðuleysi.
Sunnudaginn 21. september
sl. fóru þeir Geir Hólm og
Hreggviður Guðgeirs frá Eski-
firði til að skoða sprengjuna.
Hreggviður tjáði Morgun-
blaðinu, að hann furðaði sig á
þessu kæruleysi að láta
spengjuna liggja í 34 ár án þess
að ganga úr skugga um það
hvort sprengjan væri hættu-
laus.
Að sögn Hreggviðs mun
sýslumanni Suður-Múlasýlsu
hafa verið sagt frá sprengjunni
en af hans hálfu var ekkert
aðhafst f málinu. Ári síðar var
Slysavarnafélagi Islands til-
kynnt um sprengjuna, en þar
var því svarað til að upplýsing-
arnar yrðu að koma frá öðrum
aðilum, og þá líklega sýslu-
manni. Síðan Ieið enn og beið
eða allt til þess að erindreki
Almannavarna var á ferðinni
eystra nu nýlega og var honum
þá sagt frá þessu máli. Mun
hann hafa skýrt Landhelgis-
gæzlunni frá sprengjunni en
ennþá hefur ekkert verið að-
hafst. Fóru þeir félagarnir Geir
og Hreggviður því ferð sina að
flakinu á Vörðuhjalla, ekki
hvað sízt í þeim tilgangi að
vekja athygli alls almennings á
sprengjunni.
Magasfn-skothylki úr hrfðskotabyssu en fyrir aftan hálfur skósóli
sem fannst þar hjá. (Ljósm. Hreggviður Guðgeirs)
Geir Hólm og Hreggviður Guðgeirs, sem ferðina fóru
Annar mótorinn virðist vera 12 strokka V-mótor.
Kanaríeyjar
1975—1976
Brottför:
30. okt.
20. nóv.
4. des.
11 des.
18. des.
29. des.
8. jan.
1 5. jan.
29. jan.
5 feb.
12. feb.
26 feb.
4. marz.
25. marz
1. apr.
1 5. apr.
22. apr.
3 vikur
3 vikur
2 vikur
1 9 dagar
3 vikur
18 dagar
3 vikur
3 vikur
2 vikur
3 vikur
3 vikur
2 vikur
3 vikur
3 vikur
3 vikur
2 vikur
3 vikur
uppselt
uppselt
uppselt
uppselt
uppselt
uppselt
uppselt
uppselt
uppselt
uppselt
uppselt
uppselt
Allir fara í ferð með
ÚTSÝN
rSýnmgar
Kaupmanná
höfn
Brottför: 12. okt.
Clothing fair
Brottför: 23. nóv.
Furniture industry
Brottför: 14. feb
Scand. menswearfair
Brottför: 1 3. marz
Scand. fashion week
Brottför 23. apr.
Scand. gold &
silver fair
Verð frá kr. 38.300
SKÍÐAFERÐIR
til Lech í Austurriki
Brottför 15. jan. og 7. febr.
l,erS meS gistingu og Vi
Banckok
og
Pattaya
Ógleymanleg
ævintrýaferð
Brottför:
1 9. des
15 feb.
Kenya
Brottför: 13. marz
Safari og vikudvöl við
London
Ódýrar vikuferðir
Brottför
október:
5., 12., 18.
nóvember:
1 8 15. 22. 29.
Verðfrá kr. 38.000
Glasgow
Helgarferðir
Brottför:
10. og 24. okt.
7. og 21. nóv.
Verðfrá kr. 27.500
FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN AUSTURSTRÆTI 17
SÍMAR 26611 OG 20100