Morgunblaðið - 19.10.1975, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1975
® 22 0-22
RAUÐARÁRSTÍG 31
í/pBÍLALEIGAN
V&IEYSIRÓI
o CAR Laugavegur 66 ,,
,, "ENTAL 24460 I"
• 28810 ni!
< Utvarp og stereo kaajttutæki , (
DATSUN _
7,5 I pr. 100 km
Bílaieigan Miöborg
Car Rental ■, QA 00.
Sendum I-t4-V2|
BILALEIGA
Car Rental
SENDUM
41660-42902
FERÐABÍLAR h.f.
Bilaleiga. stmi 81260.
Fólksbílar — stationbílar —
sendibilar — hópferðabilar.
Palme neitar
Stokkhólmi, 14. októbcr. NTB.
OLOF Palme forsætisráðherra
sagði í dag, að hann hefði fengið
„100% tryggingu frá vestur-
þýzkum flokksbræðrum" um að
peningarnir, sem reynt var að
smygla til Finnlands um Svíþjóð,
væru ekki runnir frá CIA.
Ford í
árekstri
Hartford, 15. okt. Reuter.
LÖGREGLAN f Hartford í
Connecticut-fylki sagði 1 dag
að engin ákæra yrði lögð fram
á hendur James Salamites, 19
ára að aldri, sem í gærkvöldi
ók bifreið sinni á talsverðum
hraða á bifreið Fords Banda-
ríkjaforseta, en hún var á leið
til flugvallarins f Hartford.
Ekki hefur þó verið skýrt frá
málsatvikum, nð heldur hvers
vegna engin umferðargæzla
var á þeim gatnamótum sem
áreksturinn varð á. Enginn
slasaðist við áreksturinn, en
bifreið Salamites eyðilagðist.
Bifreið Fords var lftillega
beygluð, en forsetinn var
sjálfur hinn hressasti og sagði:
„Þetta getur alltaf komið
fvrir. Hafið engar áhyggjur af
þessu.“ Engu að síður er þess
vænzt að atvik þetta muni enn
auka á umræður um herta
öryggisgæzlu fyrir forsetann.
Unga manninum og fjórum
ungum farþegum hans var
sleppt eftir að þau höfðu gcng-
izt undir mælingu á áfengis-
magni í blóði, en það reyndist
ekkert vera.
Útvarp Reykjavík
SUNNUD4GUR
19. október
MORGUNNINN__________________
8.00 Morgunandakt
Herra Sigurbjörn Einarsson
biskup flytur ritningarorð og
bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir
8.15 Létt morgunlög
9.00 Fréttir. Útdráttur úr for-
ustugreinum dagblaðanna.
9.15 Morguntónleikar. (10.10
Veðurfregnir).
a. Brandenborgarkonsert nr.
4 f G-dúr eftir Bach. Adolf
Busch stjórnar kammersveit-
inni sem leikur.
b. Flautukonsert f G-dúr eftir
Gluck. Camille Wanausek og
Pro Musica hljómsveitin I
Vfnarborg leika; Charles
Adler stjórnar.
c. Píanósónata í A-dúr eftir
Haydn. Charles Rosen leik-
ur.
d. Vatnasvfta nr. 1 í F-dúr
eftir Hándel. Hátíðarhljóm-
sveitin f Bath leikur; Yehudi
Menuhin stjórnar.
11.00 Messa f Hallgrlmskirkju
Prestur: Séra Karl Sigur-
björnsson.
Organleikari: Páll Halldórs-
son.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
SÍÐDEGIÐ
13.20 1 fylgd með fullorðnum
Rósberg G. Snædal rithöf-
undur spjallar við hlustend-
ur.
13.40 Harmonikulög
Franeo Scarica leikur.
14.00 „Stóðu meyjar aó meg-
inverkum“
Samfeild dagskrá um vinn-
andi konur f ellefu hundruð
ár, tekin saman af Dagnýju
Kristjánsdóttur, Kristjáni
Jónssyni, Turfð Joensen og
Þorvaldi Kristinssyni.
Flytjendur: Brfet Héðins-
dóttir, Guðrún Alfreðsdóttir,
Margrét Helga Jóhannsdótt-
ir, Steinunn Jóhannesdóttir,
Hjördís Bergsdóttir, Kjartan
Ragnarsson, Magnús Péturs-
son og Norma Samúelsdóttir.
15.00 Miðdegistónleikar: Frá
tónlistarhátíðinni 1 Salzburg
sl. sumar
I Solisti Veneti leika undir
stjórn Claudio Scimone. Ein-
leikarar á fiðlur: Piero Toso
og Juan Carlos Rybin. Ein-
ieikari á mandólín: Aless-
andro Pitrelli.
SKJÁNUM
SUNNUDAGUR
19. október
18.00 Stundinokkar
Bessi Bjarnason syngur
„Söguna af Gutta“ eftir
Stefán Jónsson, sýnd er
mynd, sem sýnir hvernig
umferðarskiltin urðu til, og
3. þáttur myndaflokksins
um bangsann Misha.
Sýnt verður atriði frá barna-
skemmtun f Reykjavfk 17.
júnf, kynnt er sérkcnnilegt
húsdýr og loks segir Guð-
mundur Einarsson söguna
af lumaöa manninum.
II lé.
20.00 Fréttir og veður
20.30 Dagskrá og auglýsingar
20.40 Islandsdagar 1 október
Fréttaþáttur frá hátíðahöld-
um Vestur-fslendinga fyrr 1
þessum mánuði. þar sem
þess var minnst að rétt 100
ár eru liðin frá því að fyrsti
íslenski landnemahópurinn
kom til Manitóbafvlkis f
Kanada. Það var einmitt 21.
október 1875, sem þeir stigu
á land f Víðinesi við
Winnipegvatn, en á þeim
slóðum stofnuðu þeir sfðar
Nýja-Island.
Þetta var sfðasti hluti
hátfðahaldanna f tilefni ald-
arafmælisins, en kvikmynd-
ir frá hátfðum vestra sfðast-
liöið sumar og ferðalagi
sjónvarpsmanna um fslend-
ingabvggóir f Kanada verða
sýndar sfðar f vctrar-
dagskránni.
Umsjón Úlafur Ragnarsson.
Kvikmyndun Örn Harðar-
son. Tónsetning Marinó
Ölafsson. Klipping Erlendur
Sveinsson. Þýöing Jón O.
Edwald.
21.30 Allra veðra von
Bresk framhaldsmvnd.
Lokaþáttur. Tvfsýnar
kosningar.
Þýðandi Óskar Ingimarsson.
Efni 6. þáttar:
Shirley hvcrfur að heiman,
og leit ber engan árangur. A
lögreglustöð sér Nick mynd
af pilti, sem hann þvkist viss
um að sé hinn sami og var
með Shirley kvöldið sem
hún hvarf. Simpkins þekkir
piltinn, en vill ekki blanda
lögreglunni i málið, þvf að
þetta er Don Bedford.
Simpkins og Nick fara heim
til Dóns og finna Shirley þar
fárveika. Norma vfll, að pilt-
urinn fái makleg málagjöld,
en Simpkins telur, að það
mundi aðeins gera illt verra.
Bæjarst jórnarkosningar
nálgast, og bæði Simpkins
og Hart reyna að afla sér
fylgis. Andrea starfar fyrir
Simpkins f kosningunum, og
dag nokkurn hittir hún
Philip Hart, en þau geta
aðeins ræðst við stutta
stund.
22.20 Frá tónlistarhátfðinni f
Björgvin
Hljómsveit tónlistarskóla
Nýja-Englands f Boston
ieikur „ragtime" tónlist.
Stjórnandi Giinther Schull-
er. Þýðandi Jóhanna Jó-
hannsdóttir.
(Nordvision-Norska sjón-
varpið)
23.10 Að kvöldi dags
Séra Kolbeinn Þorleifsson
flytur hugvekju.
23.20 Dagskrárlok.
a. Konsert f A-dúr fyrir fiðl-
ur og strengjasveit eftir
Vivaldi.
b. Konsert I G-dúr fyrir
mandólin og strengjasveit
eftir Giuliano.
c. Sónata fyrir strengjasveit f
D-dúr, „La Tempesta“ eftir
Rossini.
d. Divertimento f D-dúr (K-
334) eftir Mozart.
16.15 Veóurfregnir. Fréttir.
16.25 Alltaf á sunnudögum
Svavar Gests kynnir lög af
hljómplötum.
17.15 Staldrað við á Vopna-
firði — þriðji þáttur
Jónas Jónasson litast um og
spjallar við fólk.
18.25 Tónleikar
Tilkynningar
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Fréttir og veðurfregnir.
KVÖLDIÐ_____________________
19.25 (Jr handraðanum
Sverrir Kjartansson annast
þáttinn.
20.00 íslenzk tónlist
a. Hljómsveitarsvfta eftir
Helga Pálsson. Sinfónfu-
hljómsveit fslands leikur;
Páll P. Pálsson stjórnar.
b. Einleikssónata fyrir fiðlu
eftir Hallgrfm Helgason.
Howard Leyton-Brown leik-
ur.
20.30 Skáld við ritstjórn
Þættir úr blaðamennsku Ein-
ars Hjörleifssonar, Gests
Pálssonar og Jóns Ólafssonar
í Winnipeg. — Fimmti og
sfðasti þáttur. Sveinn Skorri
Höskuldsson tók saman. Les-
arar með honum; Óskar Hali-
dórsson og Þorleifur Hauks-
son.
21.30 Kórsöngur
Parkdrengjakórinn og
Norski einsöngvarakórinn
syngur lög eftir dönsk og
norsk tónskáld.
Stjórnendur: Jörgen
Bremholt og Knut Nysted.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir
Danslög
Heiðar Ástvaldsson velur
lögin og kynnir.
23.25 Fréttir 1 stuttu máli.
Októberdagar
í Kanada
Islandsdagar í október heitir
fréttaþáttur frá hátiðahöldum
Vestur-íslendinga fyrr í þess-
um mánuði. Ólafur Ragnarsson
hefur umsjón með þættinum og
þegar við hann var spjallað á
föstudag sagði hann að unnið
hefði verið sleitulaust síðan
komið var frá Kanada um fyrri
helgi til að ljúka gerð þáttarins.
„Stundum er ákveðið að gera
hluti hér, sem engan veginn
eru í sjálfu sér framkvæman-
legir,“ sagði Ólafur og var hress
í bragði. „Þessi þáttur er gott
dæmi um það. Við vorum f sl.
viku þarna úti að filma og tók-
um í svart-hvítu, en fyrr i
sumar höfðum við tekið efni í
lit, sem unnið verður í eina
fimm þætti og byrjað að senda
þá út á annan í jólum. Þessi
þáttur er sem sagt unnin i
fréttamyndastil og áður hafði
löngu verið ákveðið að hann
yrði sýndur 19. október. Nú
vinnum víö baki brotnu við að
klippa, hljóðsetja, þýða og allt
hvað eina og ég vænti þess að
þetta takist og þátturinn komist
rétta boðleið til áhorfenda á
sunnudagskvöldið.
Þátturinn lýsir hátlðahöld-
unum nú í október og siglt er
Eitt atriða fréttaþáttarins, sem er á dagskrá sjónvarpsins á sunnu-
dagskvöldið, er tekið þegai biskup fsiands hlaut heiðursdoktors-
nafnbót við Winnipeg-háskóla á dögunum og er þessi Ijósmynd gerð
eftir kvikmy’ndafilmunni.
Fyrr f þessum mánuði var siglt á þessu skemmtifcrðaskipi niður
eftir Rauðá og inn á Winnipegvatn, sömu leið og íslenzku land-
nemarnir fóru fyrir 100 árum. Islenzkir sjónvarpsmenn voru þar
medal farþega og greina meðal annars frá þessari siglingu f
fréttaþætti, sem sýndur verður á sunnudagskvöldið.
niður Rauðá inn á Winnipeg-
vatn, eins og fyrstu íslend-
ingarnir gerðu fyrir eitt
hundrað árum. Fylgzt er með
ráðstefnu um íslenzkt þjóðerni
og menningu i fjölþjóðasam-
félagi Kanada. Niðurstaða
þeirrar ráðstefnu var merkileg
og er í meginatriðum sú, að
íslendingar hafa varðveitt sína
menningu og tungu betur en
nokkurt annað þjóðarbrot í
Kanada. Norðmenn koma næst-
ir en þó hefur þeim ekki tekizt
að halda tungunni eins lengi
né heldur hafa tengsl þeirra við
gamla landið verið jafn rík og
hjá íslendingunum. Þá er fylgzt
með söng Karlakórs Reykjavík-
ur og verið við athöfn, þar sem
biskup íslands var gerður að
heiðursdoktor við Winnipeg-
háskóla, svo að nokkuð sé
nefnt.“
Guttabragurinn eftir Stefán
Jónsson hefur um árabil verið
vinsæll með börnum og full-
orðnum og ótaldir eru sjálfsagt
þeir foreldrar, sem raula vfs-
urnar yfir börnum, og afkvæm-
in eru fljót að hneykslast á
óþekkt Gutta, enda þótt þeim
þyki hann sjálfsagt f aðra rönd-
ina ógn manneskjulegur. Bessi
Bjarnason syngur Guttavfsur 1
Stundinni okkar 1 kvöld.