Morgunblaðið - 19.10.1975, Síða 12

Morgunblaðið - 19.10.1975, Síða 12
„Eftir árbakkanum til nýs göfugs takmarks” I Morgunblaðið ræðir við j Yang Chu-fang i Wang Shao-chieh | RSISÆ m & Chen Tian-yuan wm$ (k > Chang Hsiu-chen fólki MorgunS lista með ^ffnarda^ðll j JjflUy MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1975 Reiðhjóli var stillt upp á um tveggja metra háan þrffót. Þau hoppuðu þrjú upp á þrífótinn. Eitt þeirra stóð á annarri hend- inni á hnakk hjólsins annað skorðaði fætur sína f teinum framhjóls farartækisins og hið þriðja lét sig ekki muna um að standa á annarri hendi á höfði hans. Sakleysislegir, þröngir hring- ir á bekk á miðju gólfi virtust ekki þannig hannaðir eða upp- stillt að mannslfkami gæti flogið í gegnum þá eins og fugl- inn. Samt sem áður voru þeir fleiri en einn og fleiri en tveir, scm ekki létu sig muna um að svífa f gegnum hringina. Stólum var staflað hverjum ofan á annan. Ekki endilega á þann hátt sem eðlilegast hefði mátt telja. Nei, það er ekki hægt að lýsa þvf sem þarna fór fram með orðum. Við vorum stödd f Laugardalshöllinni á föstudaginn. Kínverski loftfim- leikahópurinn sem heldur sfna aðra sýningu hér á Iandi f LaugardalshöIIinni f kvöld var að æfa atriði þau sem hann hefur upp á að bjóða. Áhorf- endur voru fáir og þeir höfðu ekki borgað neitt fyrir að fá að fylgjast með þessum æfingum, og f rauninni var það óborgan- legt, sem Kfnverjarnir sýndu þessa morgunstund f Laugar- dalshöllinni. Gólfið iðaði af Iffi og skemmtilegir hljómar gamalla kfnverskra hljóðfæra sköpuðu framandi stemmningu, jafnvel þó svo að hljómsveitin léki „Öxar við ána“ og „Fyrr var oft f koti kátt“. Úti á miðju gólfi léku tveir Kínverjar sér að því að „skalla“ á milli sfn nokkurra kflóa stóra og mikla glerkrús eins og ekkert væri. Okkur tókst að^ króa þau Wang Shao-chieh, Chang IIsiu- chen og Vang Chu-fang af úti í horni og með hjálp túlksins Chen Tian-yuan spjölluðum við góða stund við þessa þægilegu fulltrúa Tientsin-loftfim- leikaflokksins. Wang og Chang hafa bæði lengi verið f þessum hópi. Chang er ekki nema 25 ára, en hefur þó verið í hópnum f 15 ár. Hlutverk hennar er að standa á annarri hendi eða báðum á múrsteinum á palli og virðist ekki eiga í vandræðum með að skipta um hönd ef þvf er að skipta. Chang er frá N-Kína, en f þeim hluta landsins er Tient- sin. Hún sagðist hafa æft fim- leika áður en hún var tekin f þennan hóp og ástæðuna fyrir því að hún hefði frekar viljað vera í loftfimleikum með Tientsin-hópnum en ekki ein- hverju öðru sagði hún vera þá að með þessum hópi gæfist henni kostur á að æfa fimleika sem væru þó meira í ætt við list og auk þess væri þetta mörg þúsund ára arfleifð kfnversku þjóðarinnar. — Mér Ifkar vel við Reykja- vfk, sagði Chang Hsiu-chen. — Við revnum að endurspegla Iff þjóðar okkar með sýningu okkar og ég vona að tslending- um lfki það sem við höfum fram að færa. Aðspurð sagðist Chang hafa Iært um Island f skóla, um cldfjöll og svoleiðis, auk þess hefði hún séð skrifað um tsland f kfnversk blöð og hún vissi greinilega um út- færslu landhelginnar því hún spurði blaðamann hvernig sú barátta gengi. Wang Shao-chieh hefur verið í Ticntsin-hópnum frá þvf hann var sex ára snáði f Tientsin, eða frá 1957 að þessi fimleikahópur var stofnaður. Hann sagði að flestir úr hópnum hefðu verið mjög lengi f honum og hann væri ekki sá eini sem hefði verið með frá byrjun. Þetta væri í fyrsta skipti, sem allur hópurinn færi f sýningarferða- lag út fyrir Kfna, en bæði hann og Chang hefðu farið með hópnum til N-Afrfku og S-Asfu og þá heimsótt 8 lönd. — Það skiptir ekki máli þó fbúar Kína séu meira en 800 milljónir og tslands aðeins rúmlega 200 þúsund, sagði Wang Shao-chieh. — Smæð eða fámenni eru ekki atriði heldur vinátta þjóða okkar sem stöð- ugt fer vaxandi. Við erum vön að leika á sviði, þar sem við getum notað Ijóskastara og leiktjöld, en það getum við ekki gert f salnum ykkar hér. Við erum þó búin undir að koma fram á ólfkustu stöðum, höfum jafnvel sýnt úti á ökrunum fyrir bændurna, það er vinátta fólksins, sem skiptir máli ekki aðstaðan, sagði Wang Shao-Chieh. Aðalstjórnandi 12 manna hljómsveitarinnar sem fylgir loftfimleikafólkinu heitir Yang Chu-fang og sagði hann að f vor þegar ákveðið var að flokkurinn færi til tslands hafi þegar verið byrjað að æfa fslenzk lög. Hljóðfærin, sem Ieikið er á, eru flest mjög .forn að uppruna, það elsta munnorgel, sem talið er vera um 2000 ára gamalt. — Það er gaman að Ieika þessi fslenzku lög, sagði Yang Chu-fang. — Þau eru full af gleði og Iffi og það er ekki erfitt fyrir okkur að leika þau, því hrynjandin er svipuð og í kfnversku þjóðlög- unum, þó annað sé svo ef til vill ólfkt. — Þegar við leikum „Öxar við ána“ er eins og ég sjái fslenzku þjóðina ganga f takt við marsinn eftir árbakkanum á leið til nýs, göfugs takmarks, sagði Yang Chu-fang að Iokum. -áij. „Fyrr var oft f koti kátt“ og „Öxar við ána“ léku þessir kfn- versku hljómlistarmenn af mikilli innlifun. Chang Hsiu-chen stendur á höndum á stafla af múrsteinum, meira en mannhæð frá gólfi. A kfnversku heitir hljóðfærið erh-lu og er eins konar tveggja strengja fiðla. Æfingar á reiðhjóli — það er rétt að taka það fram að hjólið er á stalli f tveggja nietra hæð. (Ljósm. Mbl. Friðþjófur).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.