Morgunblaðið - 19.10.1975, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKT0BER 1975
Country-bluesinn er annað og
meira en sá Delta-blues, sem
Charlie Patton og Son House eru
fulltrúar fyrir. Á árunum eftir
1920 var bluesinn að þróast og
koma fram sem sjálfstæð tónlist-
arstefna i Suðurríkjum Bandarikj-
anna. Bluesinn varð til við sam-
runa hinnar hvitu ballöðuhefða og
vinnusöngva svertingjanna, en
uppruni þeirra er greinilega i Af-
riku. Það er athyglisvert, að visst
samband virðist vera á milli fjölda
svertingja i hverju fylki og hvernig
sú tónlist er, sem þeir þróuðu með
sér. j Mississippi er hinn afriski
uppruni bluesins greinilegastur,
gitarinn er notaður sem ásláttar-
hljóðfæri og söngvarinn breytir
rödd sinni til að ná fram vissum
áhrifum eins og falesttó. í fylkjum
eins og Virginiu, þar sem svert-
ingjar voru i minnihluta, ber
greinilega á hvitum áhrifum i tón-
list þeirra manna, sem þaðan eru.
Algengast er að skipta country-
bluesnum i svæði á eftirfarandi'
hátt.:
a) Rikin á austurströnd Banda-
rikjanna (Virginia, Norður- og Suð-
ur-Karólina, Gerogia og Florida.)
Innan þessa svæðis lenda nokkrar
CoiAMfiyr
bl/Uá£-
mismunandi stíltegundir. sem
mynduðust i kringum ein-
staka tónlistarmenn. b)
Memphis-bluesinn, c) Mississippi-
bluesinn, sem skiptist að minnsta
kosti i 3 mismunandi stiltegundir,
d) Texas- og Louisiana-blues.
Nú verður vikið nánar að ein-
stökum stiltegundum. Flestir blu-
esgítarleikarar á austurströndinni
hafa það sameiginlegt að hafa yf-
irburða gitartækni, vera undir
áhrifum frá ragtime tónlist og
hvítri þjóðlegri tónlist (old time
music). Frægastur þessara manna
var Blind Arthur Blake ættaður frá
Tampa, Florida. en hann starfaði i
Georgiu og lék með mikilli sveiflu,
enda spilaði hann mikið af dans
og ragtime-lögum. Hann tók upp
79 lög frá 1926 til 1932 og virðist
hafa verið mjög vinsæll.
Atlanta, höfuðborg Georgiu-
fylkis, varð brátt mikilvæg mið-
stöð fyrir hljómplötufyrirtækin (
Norðurrikjunum, þvi að mikið var
af bluessöngvurum þar og stutt að
fara með söngvara, sem bjuggu i
nálægum fylkjum. Helztu söngvar-
arnir i Atlanta voru Barbecue Bol.
(Robert Hichs), bróðir hans
Charlie Hichs, Peg Leo Howell,
Blind Willie McTell, Curley Weaw
er o.fl. Bræðurnir Charlie og Ro-
bert Hichs voru fæddir i kringum
aldamótin 1 900 og spiluðu báðir á
tólfstrengja gitar. Robert Hichs
var betri gitarleikari en bróðir
hans en rödd hans var aftur á móti
ekki eins djúp. Robert Hichs var
vinsæll bluessöngvari og hljóðrit-
aði 56 lög frá 1927 þangað til
kreppan skall yfir og dó svo nokkr-
um mánuðum eftir að hann lauk
við siðustu upptökurnar. Bróðir
hans lenti i fangelsi nokkrum ár-
um seinna, þar sem hann lézt
skömmu eftir 1960. Reg Leg
Howell (Josua Barnes Howell) var
elztur þessara söngvara, fæddur
1888 i Eatonton, Georgiu. Árið
1916 varð hann fyrir þvi óhappi
að bróðir konu hans skaut hann i
fótinn, svo að taka varð hann af.
Hann fór til Atlanta i kringum
1924 i von um að lifa á hljóðfæra
leik og sprúttsölu. Tónlist hans er
sérstaklega áhugaverð þar eð hún
endurspeglar breytinguna frá eldri
lögum yfir í bluesinn. Howell lék á
sex strengja gitar og i nokkrum
lögum hafði hann fiðlu og annan
gitar sér til aðstoðar. Howell
hljóðritaði 30 lög á timabilinu
1926—1929. Howell var upp-
götvaður aftur í Atlanta skömmu
Höfundur:
Ingimundur Mapusson
Son House
eftir 1960, en var þá ekki nema
svipur hjá sjón vegna vanheilsu.
Blind Willie McTell var fæddur i
Statesboro, Georgiu, 1898, og var
blindur frá fæðingu. Hann lærði
snemma að spila á tólf strengja
gitar. Hann var vel menntaður á
þeirra tima mælikvarða og gat les-
ið blindraletur. Að öðrum tólf
strengja gitarleikurum ólöstuðum
er McTell þeirra færastur. McTell
notaði „bottleneck" á efstu
strengina til að fá fram skæran og
hvellan tón. McTell hljóðritaði
fyrst 1927. Stundum lék Charley
Weaver með honum á sex strengja
gitar. McTell spilaði mikið á göt-
um úti og lagaval hans einskorð-
aðist ekki við blues. Hann hljóðrit-
aði einnig sálma og algeng þjóð-
lög. Siðustu hljóðritanir McTells
áttu sér stað í Atlanta 1956 fyrir
eiganda hljómplötuverzlunar þar.
Siðan er ekkert um hann vitað.
Helztu söngvarar frá Virginiu,
þeir Luke Jordan, Beyless Rose og
William Moore, voru undir sterk-
um áhrifum ragtime-tónlistar, og
mörg laga þeirra eru gömul þjóð-
lög, sem gengu bæði hjá hvítum
og svörtum. Það er jafnvel vafa-
mál hvort Bayless Rose sé blökku
maður.
Memphis, Tennessee, við
Mississippi fljót varð brátt mið-
stöð flutninga og skemmtanalifs i
Tennessee og bluessöngvarar
fæddir ' i Mississippi héldu tii
Memphis i leit að frægð og frama.
Framhald á bls. 16
PLOTULISTI.:
The Georgia Blues — Yazoo L
1012
Last Coast Blues — Yazoo L 101 3
Guitar Wizards — Yazoo L 1016,
Atlanta Blues R B F RF 1 5
Blues from Georgia — Roots RL
309,
Blind Willie McTell — The Early
Years — Yazoo L 1005,
Ten Years In Memphis 127 —
1937 YazooL 1002
The Memphis Blues 1927 — 1931
Yazoo L 1008,
Memphis Jamboree 1 927 — 1 936
Yazoo L 1021,
Jackson Blues 1928 — 1938
Yazoo L 1007,
Blues Roots, Mississippi RBF RF
14,
Country Blues Encores — Origin,
0JL 8,
Blind Lemon Jefferson Biograph,
BLP 12000,
Ramllion Thomas — Biograph
12004,
Tex — Arkowa — Louisiana
Country 1927 1932 Yx 200 L
1004
Bréf Ingimundar
T. Mapnssonar til
ísmundar Jónssonar
Hr. Ásmundur Jónsson
c/o Stuttsíðan
Morgunblaðinu
Rvk 23/9 1975
í tilefni greinar þinnar um
Delta Blues í Morgunblaðinu
21/9 siðastliðinn langar undir-
rituðum að gera nokkrar athuga-
semdir. Það er vissulega óvenju-
legt að skrifað sé um blues í
íslensk dagblöð Það er því
leiðinlegt, að ekki er nógu mikið
tillit tekið til staðreynda i grein
þinni.
í fyrsta lagi erþað alrangt, að
Charlie Patton hafi verið trúaður
maður og að helmingur hljóð-
ritana hans muni vera sálmar. í
bókinni ,,The Bluesmen” eftir
Samuel Charters (Oak Public-
ations 1967y er hluti af viðtali
við systur Charlie Pattons, Violu
Cannon, þar á síðu 36-37 stend-
ur eftirfarandi: „Van Chartey
trúaður?" spurði ég Viola varð
undrandi og sagði: „Nei, hann
var alls ekki trúaður." „En
hvernig lærði hann alla þessa
trúarsöngva og af hverju söng
hann þá?" Ég skammaðist mín
hálft í hvoru fyrir að spyrja þess-
arar spurningar „Faðir minn var
starfsmaður kirkjunnar og þar af
leiðandi lærði Charley alla þessa
trúarsöngva strax í barnæsku og
söng þá síðar, að þvi er ég tel,
vegna þess að þeir eru góðir." í
bókinni „The Story of the Blues"
eftir Paul Oliver (Crescent Press
1969) segir höfundur eftir-
farandi um Charley Patton á síðu
31: „Hann hljóðritaði nokkur lög
trúarlegs eðlis, en hann var samt
sem áður ekki einn af meðlimum
kirkjunnar.” Samkvæmt framan-
sögðu er augljóst að Patton var
ekki trúaður maður. í bókinni
„Blues and Gospel Records
1902-1942" eftir J Godrich &
R.M.W. Dixon eru allar hljóðrit-
anir Pattons taldar upp, en þær
voru alls 68. Þar af 14 sálmar.
Almennt má segja um þessa
grein, að hún reyni að gera
flókna hluti einfalda Sem dæmi
um það er sú fullyrðing, að Son
House sé sá maður, sem hafi rutt
slide-gítartækninni braut.
Umrædd gítartækni var notuð af
bluesgítarleikurum um öll
Suðurríkin á þessum tíma, sem
hvorki höfðu séð eða heyrt i Son
House.
í lok greinar þinnar birtirðu
lista yfir nokkra áhrifamikla tón-
listarmenn innan country-
bluesins. Rangt er farið með
nöfn fjögurra þessara manna:
Blind Lemon Jefferson, Josh
White, Curley Weaver og Lonnie
Johnson. Auk þess á Curley
Weaver ekki heima á þessum
lista, nær væri að hafa nafn vinar
hans Blind Willie McTell, sem
var öllu áhrifameiri.
Plötulistinn, sem fylgir grein-
inni, er stórgallaður, þar eð ekki
er getið útgáfufyrirtækjanna.
Auk þess má geta að báðar
Pattonplöturnar eru nú ófáan-
legar og i þeirra stað er komin
platan Charlie Patton-Founder of
the Delta Blues-Yazoo L 1020.
Ég vona að greinar þær, —
sem þú boðar, reyni að halda sig
við staðreyndir en búi þær ekki
til.
Virðingarfyllst,
IngimundurT. Magnússon
Sviir vió bréíi Ingimunriar
T.Mapússonar
Likt og sjá má eða séð he(ur
verið tekur Ingimundur Magnús-
son til við Blues-skriftir siðunnar
og mun héðán i frá sjá um þann
fasta óreglulega þátt hennar.
Ástæðan fyrir þvi að birting
þessa bréfs hefur dregizt má
segja að séu tvær. í fyrsta lagi
barst það ekki til mín fyrr en
rúmum tveimur vikum eftir birt-
ingu greinarinnar. Hitt atriðið er
svo aftur von min um, að þessar
leiðréttingar nái frekar marki
sinu að þetta löngum tíma liðn-
um, þegar birting nýrrar greinar
um blues á sér stað.
Ég ætla nú að fara lítillega í
gegnum þetta bréf og svara því
sem svara verður með skýring-
um frá mér, sem sumar eru svo
fengnar frá Ingimundi Fyrst er
talað um trú eða trúleysi Carley
Pattons. I þessu sambandi verð
ég að viðurkenna á mig mjög
leiðinglega jafnt sem alvarlega
þýðingarvillu Aftur á móti um
hljóðritanir Pattons segir í þeirri
heimild, er ég hafði til hliðsjón-
ar: „Ca. halvdelen af hans
sagnge var salmer" („Um það bil
helmingur söngva hans var
sálmar.") (Musikkens Hvem,
Hvad Hvor: Jazz bls 276.) Þetta
þýðir þó ekki það, að ég haldi
þessu enn fram, heldur mun hér
vera um að ræða ónákvæmni
bókarinnar, sem er uppsláttar-
bók.
Greinilegt er samkvæmt þess-
um ummælum Ingimundar og
öðrum að Son House hafi ekki
rutt slide-gítartækninni braut En
hcnn hefur m.a tjáð mér að
aðeins 2—3 plötur með Son
House hafi fundizt frá þessu
timabili Áhrif Son House, sem
slide-gítarleikanna, hafa þvi ekki
komið fram fyrr en hvítir menn
tóku að líkja eftir þessari tónlist
svertingjanna I þessu sambandi
vil ég einkum nefna timabilið á
milli 1 960 og 1 970, þegar áhrif
bluestónlistarinnar voru sem
mest á meðal hvitra manna.
Röng nafnameðferð, s.s. Blind
Lemon Jefferson, Josh White
o.fl. hefur án efa komið við vél-
ritun textans. Nýr og breyttur
plötulisti verður svo birtur hér að
þessu bréfi loknu og er hann að
miklu leyti fenginn frá Ingi-
mundi
Að lokum vil ég lýsa þökk fyrir
bréfasendinguna og þá í þeirri
von að fólk skrifi siðunni líkt og
Ingimundur hefur gert bæði til
álitslýsinga og ábendinga.
Svo vikið sé að tilgangi þess-
ara blues-skrifa þá tel ég þau
nauðsynlega kynningu á þessu
áhrifamikla tónlistarafli seinni
tima. Jazzkvöld, Jazzklúbbar
ásamt endurkomu Blues
Companysins o fl renna einnig
sterkum stoðum undir þessi
skrif
Endurbættur plötulisti yfir
merkilegar upptökur innan Delta-
Bluesms:
Robert Johnson. The King of
The Delta Blues Singers Vol 1
Columbia Cl 1654 (USA).
Robert Johnson: The King of
the Delta Blues Singers Vol 2
Columbia C 30034 (USA).
Son House/J D. Short: Delta
Blues Transatlantic Record
XTRA 1050 (Bretland).
Mississippi Blues: Ýmsir (Charlie
Patton, Skip James, o.fl.) Yazoo
L-1001 (USA)
Mississippi Moaners
1927—1942 (Ýmsir) Yazoo L-
1020(USA)
Charley Patton: Founder of the
Delta Blues Yazoo L-1020
(USA)
Lonesome Road Blues: Fifteen
Years in Mississippi Delta
1926—1941 YazOo L-1038
(USA)
Á.J.